Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 C 3 að tilkynna að hann ætli að vera búinn klukkan fimm og það sem meira er að yfirleitt stenst það hjá honum. En það kostar þá hörku- vinnu og það þarf stórslys til svo hann samþykki að endurtaka senur. Síðan er þarna einn lífsglaður danskur leikstjóri og hann er hinar öfgarnar. Það er segin saga að um leið og fólk veit á morgnana að hann sé mættur er kallað „krakkar það er norrænt drama í dag“, og þar með rjúka allir í símann, af- panta miða í leikhús eða borð á veitingahúsum, láta vita að þeir komi seint heim og þar fram eftir götunum. Þessi leikstjóri er yfirleitt alltaf að vinna með okkur framund- ir miðnætti og stundum lengur og er yfirleitt búinn að sálgreina hveija einustu þáttarpersónu áður en dag- urinn er á enda. Handritshöfundarnir eru líka ■ Söguþráðurinn alveg hreint meö ólíkindum — allt f rekar meiriháttar en minniháttar. Ef einhver veikist þá er það lífshættulega. Og ef einhver verður ástfanginn þá eru hundrað I jón í veginum. Maður verður að hafa húmor fyrir þessu. Persóna Maríu, Katarina, seni og María sjálf hefur fengið talsverða umfjöllun í tímaritum vestra, sérstaklega þeim sem fjaila aifarið um sjónvarpsefni. pakkaði ég vetrarfötunum niður. En ég man að á leiðinni til Los Angeles í seinna skipið í flugvélinni fór ég að hugsa hvemig fólki ég væri að fara að vinna með. Hvort þetta væru leikarar sem litu á sápu- óperur eins og aðrir leikarar á Sha- kespeare. Það gæti orðið vanda- mál. En mér til mikils léttir komst ég fljótlega að raun um að svo er ekki og hópurinn sem ég starfa með tekur sig svona mátulega há- tíðlega." Útsending á hverjum degi Þegar María byijaði að vinna við Santa Barbara hafði hún óljósar hugmyndir um hversu umfangsmik- ið hlutverkið ætti að verða. Enda vita leikararnir ekki um söguþráð- inn nema um tvær vikur fram í tím- ann. Þættirnir eru sýndir á hveijum virkum degi um gervöll Bandaríkin og Kanada og þar að auki í yfir þijátíu löndum. M.a. í Frakklandi þar sem Santa Barbara er vinsæl- asti sjónvarpsþátturinn. En það er ekki bara að einn klukkustundarlangur þáttur sé sendur út á hveijum virkum degi, heldur er einn klukkutímalangur þáttur kvikmyndaður á hveijum virkum degi. Til viðmiðunar tekur sex vikur að taka 90 mínútna kvik- mynd, þannig að miðað við útsend- ingartíma er um þriðjungur af heilli kvikmynd tekinn á einum degi. Fjarri ljúfa lífinu „Ég hugsa að ég hafi aldrei á ævinni verið eins fjarri hinu ljúfa lífi eins og eftir að ég byijaði að leika þarna. Það er mismunandi hversu marga daga í viku maður vinnur, veltur á því hversu mikið persónan kemur inn í hvern þátt. En hlutverk Katarinu fer sístækk- andi og fyrir vikið er ég oftast að vinna fjóra daga af fimm. Fimm leikstjórar Vinnudagurinn er þannig að við mætum upp úr níu á morgnana og klukkan hálftíu fer maður með handritið undir hendinni í gegnum allar staðsetningar í senum og skrifar niður glósur frá leikstjóra dagsins — en þeir eru fimm talsins og allir mjög ólíkir. Einn leikstjóri fyrir hvern dag vikunnar. Nú, eftir staðsetningaræfinguna sem er fyrst og fremst gerð vegna sjónvarpsvél- anna er svo farið í búninga, förðun og hárgreiðslu og þess á milli reyn- ir maður að ná í mótleikara sína á hlaupum til að renna yfir samræður í handritinu. Þá er komið að hádegismat og eftir hann hefst lokaæfíng á þætti dagsins. Eftir hana gerir leikstjóri athugasemdir og svo er farið í upp- tökur. Stefnan er að þeim sé lokið klukkan átta á kvöldin, en þar er mjög misjafnt eftir leikstjórunum hversu langur vinnudagurinn er og stundum erum við í tökum fram yfír miðnætti. Svo þegar heim er komið bíður handrit að næsta þætti og ef hann er tekinn daginn eftir er að gjöra svo vel að læra textann áður,“ segir María, en handrit fyrir hvern þátt er 70-80 síður og al- gengt að þar af þurfí hún að læra á bilinu 15-30 síður. Langir vinnudagar „Jú, þetta getur verið ansi strembið," segir María þegar hún er spurð um hvort vinnudagarnir renni þá ekki stundum út í eitt. „Maður gerir ekki mikið annað.“ En er ekkert erfítt að vinna með fímm leikstjórum? María segir það í sjálfu sér ekki vera, a.m.k ekki eftir að fólk sé farið að læra á vinnu- brögðin hjá hverjum og einum. „Þeir eru svo ólíkir og það sést á þáttunum ef fólk horfír eftir því. Kvikmyndataka, staðsetningar og fleira, þar er stór munur á því hvernig þeir vinna. Einn er til dæmis aðallega upp- tekinn af hreyfíngum kvikmynda- tökuvélanna og spáir mikið meira í sjónarhorn og vinkla en tilfinning- ar persónanna. Það er til dæmis lang auðveldast að eiga við hann ef einhverjum finnst textinn sinn stirður og vill breyta honum. Svo er annar sem er út af fyrir sig mjög góður, en byijar hvern dag á margir og vinna í hóp. Aðalhöfund- arnir leggja línuna og síðan eru fimm handritshöfundar sem endan- lega skrifa handrit að hveijum þætti. Sami hátturinn er hafður á þar, hver með einn þátt í viku. Allt frekar meiriháttar en minniháttar Þetta fyrirkomulag er auðvitað frekar uppskrift að fjöldafram- leiðslu en gæðum. Það ef í senn helsti galli á vinnu við sápuóperur, en um leið kannski helsta áskonm- in, að reyna að leika af dýpt og sannfæringu þrátt fyrir hraðann og á tíðum vont handrit. Stundum tekst það, stundum ekki. Það er heljarinnar skóli að leika fyrir fram- an sjónvarpsvélarnar dag eftir dag, en erfítt að sætta sig við að allt sem maður gerir, bæði gott og slæmt, fer í útsendingu. Það er óhætt að segja að skilningur minn og virðing fyrir sápuleikurunum sem ég gerði grín að áður hefur vaxið. Mér finnst með ólíkindum að þetta sé hægt. Sem breytir ekki því að sápa er sápa, söguþráðurinn alveg hreint með ólíkindum — allt frekar meiri- háttar en minniháttar. Ef einhver veikist þá er það lífshættulega. Og ef einhver verður ástfanginn þá eru hundrað ljón í veginum. Maður verður að hafa húmor fyrir þessu. En svo finnst mér dálítið sérstakt fá að leika sömu persónuna í nýjum og nýjum aðstæðum, ólíkt því sem gerist þegar verið er að leika í leik- riti.“ Katarina hefur tekið þó nokkrum stakkaskiptum frá því hún var kynnt til sögunnar og er orðin tals- vert veraldarvanari. „Ég skal alveg viðurkenna að ég var orðin dálítið þreytt framanaf á því að vera gap- andi yfir tækninni í eldhúsi Cap- well-fjölskyldunnar, kornflexinu, diet-kóki, hrærivélinni og svona ýmsu öðru í hinni vestrænu veröld. En það er nú sem betur fer búið og Katarina komin upp á lagið með lífsmátann í Santa Barbara. Sem stendur er hún að vinna sem kenn- ari og blaðamaður, farin að klífa flöll, orðin ástfangin og þar fram eftir götunum. Hvítu sokkarnir verða að hverfa En eftir fyrstu mánuðina var ég líka orðin hundleið á klæðnaði minnar konu, síða bláa pilsinu, hvítu blússunni og hvítu, stuttu sokkun- um sem búningamanneskjunni þóttu óskaplega austur-þýskir. Ég ákvað að kvarta yfir þessu við aðalframleiðandann og var svo heppin að fá um svipað leyti í póst- inum bréf frá áhorfanda sem setti út á klæðaburðinn og lauk máli sínu með setningunni: „Hvítu sokkarnir verða að hverfa.“ Sem þeir gerðu og Katarina er orðin nokkuð eðli- lega klædd fyrir minn smekk. En það var verra með hárgreiðsl- una. Ég var látin vera með hárið í tagli eða fléttu fyrstu mánuðina og þegar ég hafði íoks orð á því við hárgreiðslumeistarann hvort það mætti ekki aðeins breyta til endaði það í einhveiju lokkaflóði og upp- settu hári. Það er oft heilmikil Carmen-rúllu-stemmning hjá okkur fyrir tökur,“ segir María hlæjandi. íslensku áhrifin „Annars er ég dálítið ánægð með „íslensku áhrifin" í þáttunum, því ég fór á stúfana og fann verslun sem Stella Traustadóttir rekur í Los Angeles. Hjá henni fékk ég lánaða nokkra fallega kjóla sem hún hafði hannað og þeir voru svo keyptir fyrir Katarinu í Santa Barbara." Reyndar má segja að María læði íslensku áhrifunum víðar. Santa Barbara á sér mjög stóran og traustan áhorfendahóp sem kann- anir sýna að samanstandi aðallega af heimavinnandi húsmæðnim og fólki sem er heima við á daginn, á sjúkrahúsum, í fangelsum og þar fram eftir götunum, og áhorfendur eru duglegir við að skrifa leikurun- um. Óllum bréfum er reynt að svara, og þeir sem skrifa Maríu fá meira en persónulegt svarbréf. Aft- an á bréfsefninu hennar geta þeir lesið sögu íslands í hnotskurn. „Ég gat ekki hugsað mér að sleppa tækifærinu á að vera með smá land- kynningu,“ segir hún. Út fyrir borgarmörkin Þeir sem þekkja Maríu vita að henni líður best í gönguskóm og útigalla, sem lengst frá manna- byggðum. Það kom því fæstum á óvart þegar hún gafst upp á að búa innan borgarmarka Los Angeles og flutti sig út með ströndinni, í lítið hús þar sem landslagið minnir hana á Þórsmörk. „Ég var alveg búin að fá nóg af því að búa í nýtískulegri íbúð með útsýni yfir þijár bensínstöðvar. Þarna uppi í hlíðinni er eins lítil mengun og orðið getur í Kaliforníu, ég vakna við bröltið í íkornum uppi á þakinu á morgnana og fæ hund- ana úr næsta húsi í heimsókn. Svo eru hesthús og tamningastöð rétt fyrir neðan húsið svo ég kemst á hestbak hvenær sem ég hef tíma til. Svo var ég dugleg við að fara í útilegur fyrstu mánuðina, sérstak- lega á meðan Erla, yngri systir mín, var hjá mér sl. sumar.“ Viðstöðulaus vinna Aðspurð um hvort vinnan við sjónvarpsþættina hafí verið öðruvísi en hún átti von á, segir María að það hafi fyrst og fremst verið hversu mikil vinna er í kringum þættina sem kom henni á óvart. „Að vissu leyti er þetta eins og að leika í bíómynd allan ársins hring, ákaf- lega viðstöðulaus vinna með miklu álagi.“ En hvað sér hún sig lengi í hlutverki hinnar austur-þýsku Katarinu? „Satt best að segja hef ég ekki hugmynd um hvað þessi persóna verður lífseig í þáttunum eða hve þættirnir verða lífseigir í sjálfu sér. Þeir hafa átt undir högg að sækja í Bandaríkjunum undanfarið. Þetta er ágætt eins og er, ég læri heilmik- ið á þessu og með réttu hugarfari er þetta skemmtileg vinna. Eg vinn með góðu fólki og hef ágæt Iaun — þó ekki mikið meira. En það væri náttúrlega ekki efnilegt að festast til lengdar í sápuóperu. Eftir ákveð- inn tima bætir maður ekki lengur við sig og gæti átt á hættu að fest- ast í ákveðnum „sápuleikstíl". Ég get heldur ekki hugsað mér að vera of lengi í burtu frá leikhúsinu, því þar á nú leikarinn heima fyrst og fremst og nýtur sín best. Svo sakna ég íslands, vina minna og vinnu- félaga þar, sakna þess að komast ekki í Vesturbæjarlaugina og út í íslenska náttúru. Los AngeleS er heldur ekki staður í Bandaríkjunum sem ég vil búa lengi á, borgin er fyrst og fremst iðnaðarborg á með- an New York er miklu fremur borg menningar og lista. En framtíðin er ósköp óskrifað blað nema næsta ár sem er nú þeg- ar samningsbundið. Og mér fínnst ágætt að það hentar mér ágætlega að hafa ekki hugmynd um hvað ég verð að gera eftir þijú ár,“ segir María. Og þar með er hún lögð af stað til Kaliforníu á nýjan leik með handritið að 101. þættinum sínum undir hendinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.