Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 18
18 C MORGUNBLAÐIÐ FOLK I FRETTUM •SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 VEITINGAHÚS Held að við séum í tísku Hjónin Guðvarður og Guðlaug, löngum kennd við Gauk á Stöng, hafa rekið veitingastaðinn Jónatan Livingstone Máf síðustu árin. Staður þessi leggur meginá- herslu á fískrétti og á matseðlin- um getur að líta eitt og annað sem framandi má telja. Þá tekur mat- seðill þessi reglulegum breyting- um og stýrimennirnir á máfnum hafa tekið í sína þjónustu nýstár- lega leið til að laða að sér við- skiptavini. Þeir kalla það að máf- urinn komi til fólks í faxi. Það sem átt er við, að þeir senda matseðil- inn vítt og breytt með símsendi, bjóða fólki þar með að velja stað og stund, meira að segja matinn og vínið í rólegheitum í vinnunni eða heima. Svo pantar fólk á móti. Með faxi. Morgunblaðið hitti fyrir Guðvarð og innti hann um þessa hluti. „Það er rétt, við leggjum áherslu á sjávarrétti og höfum alltaf gert. Þó erum við með eina þijá kjötrétti á matseðlinum og grænmetisrétti bæði sem for- og aðalrétti. Framandi rétti? Ja, við reynum auðvitað að vera með eitt- hvað sem aðrir eru ekki með og sumir réttimir eru nokkurs konar sérgrein hússins. Þeir eru merktir sérstaklega á matseðlinum. Varð- andi breytingar á seðlinum þá er það siðferðisleg skylda okkar að breyta til. Maður má ekki staðna í þessum bransa. Við erum með stóran hóp fasta kúnna, fólk sem borðar hjá okkur kannski einu sinni í mánuði. Það verður að sjá breytingar og svo verðum við að taka inn á vorin þá rétti sem við vitum að erlendu ferðamennimir em sólgnastir í, að fenginni reynslu. Túristarnir em svona 60 prósent af Viðskipavinum sumar- mánuðana," segir Guðvarður. En hvemig fæðast nýir réttir? „Ætli það sé nokkuð til sem heitir fmmsamið í þessum efnum lengur? Fremur að um ýmsar út- færslur af grunnhugmyndum sé að ræða. Annars gemm við konan mín mikið af því að ferðast erlend- is og þá sækjum við þekkta og góða veitingastaði. Það sem okkur lýst best á reynum við svo að útfæra á íslenska vísu með ís- lensku hráefni. Við höfum einnig gert tilraunir með nokkuð sem við höfum kallað „físk dagsins" og em það gjarnan fískitegundir sem erfiðara er að fá að öllu jöfnu. Annað hvort sjaldgæfir fískar, eða tiltölulega lítið veiddir. Það má nefna steinbít, hlýra, blálöngu, sléttahala og meira að segja rottu- hala. Þessar tilraunir hafa komið vel út. Við reynum einnig að sækja til erlendra áhrifa í sumum rétt- um. Við höfum t.d. haft tandoori- ristaðan smokkfísk án þess að hafa hugmynd um hvort að smokkfiskur er yfirleitt til í ind- verskri matargerð. Hámeri höfum við stundum haft, matreidda á japanska vísu. Þannig mætti nefna fleiri rétti,“ segir Guðvarð- ur. En er Máfurinn í tísku eins Guðlaug og Guðvarður. ur verið slegið fram hvort að hægt væri að flytja maarborðin þangað inn! Annars, grínlaust, þá hefur þó verið minna að gera nú í jan- úar heldur en til dæmis í sama mánuði í fyrra. Nú er janúar reyndar mjög daufur mánuður yfírleitt í þessum bransa þannig að það er erfítt að átta sig á því hvort að hér sé um samdrátt að ræða eða eingöngu áhrif Perlunn- ar,“ svarar Guðvarður. En hvað Jónatan L. Máfur. og sums staðar er haldið fram? „Ég held það já. Að vísu höfum við haldið stöðugleika alla tíð, en staðurinn er greinilega í tísku hjá stórum hópi fólks. Það lýsir sér þannig að þetta fólk kemur aftur og aftur. Við teljum það vera vegna þjónustunnar og þá stað- Morgunblaðið/Þorkell. reynd að hér vinnur aðeins fag- lært fólk og það á að tryggja gæðin. Einnig, að fólk sér og skynjar að það er engin kyrrstaða hjá okkur. Sumir segja að það sé vegna klósettanna hjá okkur. Þau séu svo hreinleg og stflfögur að það sé unun að nota þau. Því hef- með uppákomur á næstu misser- um. Eru einhveijar á döfínni? „Ekki þannig að það eigi að fara að bylta húsnæðinu eða neitt þess háttar. Við verður með japanska daga í byijun mars. Ætlum þá að fá japanska kokka til að sjá um matseðilinn. Síðan höldum við aðra „skelfískveislu" eins og í fyrra, en hún var mjög vinsæl. Jú, það er ýmislegt á döginni," sagði veitingamaðurinn að lokum. HÓTEL HOLT I HÁDEGINU Þríréttaður hádegisverður alla daga. Verð kr. 1.195.- CHATEAUX. Bergstaðastræti 37, sími 91-25700 AEROBIC Fjörug1 keppni og lifandi Fyrsta íslandsmótið sem heldið er í aerobic fer fram í lok fe brúar og undirbúningur, fyrir keppnina er í fullum gangi þessa dagana. Fjórir sigurvegarar móts- ins munu keppa í heimsmeistara- keppninni í aerobic í Tokyo í Jap- an, sem haldin er af Suzuki bíla- verksmiðjunum. Að sama skapi styrkir Suzuki-umboðið hérlendis keppnina, sem mun fara fram á Hótel Islandi og verður opin öllum. Talið er að milli 6 og 7.000 manns stundi aerobic reglubundið á ári hveiju um allt land, en aldr- ei hefur verið keppt í þessari íþróttagrein hérlendis áður. Hún býður þó bæði upp á tilþrif og fjöl- breytni. í keppninni á Hótel Is- landi fer í raun fyrst fram venju- legur tími með öllum keppendum, Þetta er heismmeistari síðasta árs í karla- flokki, Chic Myaghi. Fjórir íslenskir keppend- ur verða meðal keppenda á næstu HM-keppni. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson. SUZUKI Einn af reyndari aerobic-kennurum landsins, Ágústa Johnson, leiðir í æf- ingartíma. . n.ii i vt, iiimm w ÖTANLANDSFERÐIR A INNANLANDSFARGJOLDCIM i KhJG PMAN N AHÖFN AMSTERDAM GLASGOW LONDON BÓKA OG STADFESTA ^^3T'L1FEBRC,AR Alltaf með lægsta verðið FLUGFEROIR SOLRRFLUG Vesturgata 17, Sími 620066

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.