Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1992, Blaðsíða 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRÚAR 1992 EKKIFARIN . AÐ SKRIFA TEKKA EKKI hefur borið mikið á Sykurmolun- um hér heima síðasta misseri, enda virð- ist innlendur áhugi á sveitinni fara eftir því hvemig gengur ytra. Gott dæmi um það er lag sveitarinnar Hit sem vakið hafði tiltölulega lítinn áhuga hérlendis þegar það kom út fyrir jól, en varð á allra vörum þegar það spurðist í byrjun janúar að lagið væri komið ofarlega á breska vinsældalistann. A mánudag kemur út hér á landi breiðskífa hljóm- sveitarinnar, Stick Around for Joy, sem verður svo gefin út um heim allan eftir viku. Þór Eldon, Bragi Olafsson og Ein- ar Ora Benediktsson voru spurðir um sitthvað varðandi Sykurmolana, fortíð, nútíð og framtíð. Framundan er mikil flandur hjá Sykurmolunum því sveitarmeð- limir þurfa að fara um allar jarð- ir og gefa viðtöl, sem þeir skipta 1 bróðurlega á milli sín, og einnig er sveitin að leggja síðustu hönd á tónleikaáætlun, sem byggist á tveggja til þriggja vikna úthaldi í hvert sinn, með hvíldum hér heima á milli. í maí 1990 lauk miklu tónleikaúthaldi sveitarinnar. Síðustu tónleikarnir voru í Nýja- Sjálandi og eftir það ákváðu Sykurmolamir að taka sér frí fram að jólum. Þór Eldon segir að ef tónleikaferðin hefði verið tíu dög- um lengri hefði þurft að flytja þau öll heim í hjólastólum. Bragi: „Við fengum brunasár af fyrri tón- leikaferðum. Við getum ekki ferðast eins mikið og við gerðum og það er líka fólk hér heima sem bíður eftir okkur.“ Þór: „Þegar við byijuðum ákváðum við að fara aldrei í tónleikaferðir. Við ætluðum að fara út og spila eina eða tvenna tónleika og fara svo heim, en svo fóru alls kyns besser- visserar að benda okkur á að þetta væri svo óhagkvæmt og að það borgaði sig fyrir okk- ur að hlekkja saman margar borgir. Þetta byijaði ósköp snyrtilega, kannski á tíu tón- leikum, en endaði í fjörutíu og við áttuðum okkur á því að það var verið að hafa okkur að fíflum. Við viljum ekki lifa hálft árið í rútum. Ég veit til dæmis allt um það hvað Einar skiptir oft um sokka.“ Bragi: „Hann skiptir oft um sokka.“ Fríið var ekki frí Fríið, sem var reyndar ekki eins langt og upphaflega var ætlað, því um haustið var sveitin farin að æfa aftur og vinna að næstu breiðskífu, fór í ýmsa iðju, sem tengdist í flestu tónlist/ Ekki fengust þó menn bara við tónlist því Bragi Ólafsson sendi frá sér ljóða- bókina Ansjósur, sem er slæm tónlist að mati Einars Arnar. „Ég á seint eftir að verða metinn sem ljóðskáld," segir Bragi, „enda mundi ég sjálfur hugsa mig vel um áður en ég keypti ljóðabók eftir einhvern bassaleikara í Sálinni hans Jóns míns.“ Þeir félagar segja því að fríið hafi í raun verið meira á orði en á borði, „það eina var að við hættum öllu fjölmiðlastússi og neituðum að spila á útihá- tíðum yfir sumarið", segir Þór. - Var erfitt að taka upp þráðinn aftur? Þór: „Það er mál fyrir okkur að vakna á morgnana og koma okkur fram úr bælinu, það skiptir engu máli hvað við erum að gera.“ Síðasta sumri eyddu Sykurmolarnir í smá- bænum Bearsville, sem er skammt frá Woodstock, helsta helgistað hippatímans. Þeir félagar segja að það hafi veri draumur alllengi að vinna í íbúðarhljóðveri, þ.e. hljóð- veri þar sem keypt er gisting og upptökutími samtímis og því þarf ekki að hafa áhyggjur af bókunum, menn geti unnið hvenær sem er og alltaf séu allir til staðar. Ekki kom til greina að taka plötuna upp hér og fyrir því fjölmargar ástæður. Einar: „Þegar við vildum taka upp flllur arfur] á Islandi var búið að byggja þetta frábæra hljóðver sem er Sýrland. Við vorum fyrsta hljómsveitin sem tók þar upp og tæk- in sem sögð voru á listanum voru ekki kom- in og svo fór allt að bila. Við prufukeyrðum þetta stúdíó okkur til mikils tilkostnaðar. Þar sem við áttum líka heima í Reykjavík var fólk alltaf að koma inn, bara til að sjá hvem- ig okkur gengi, en það var truflun.“ Þór: „Takkamaðurinn bilaðist á þessu öllu, hann brotnaði niður, enda var Sýrland eins og umferðarmiðstöð. Hann bara fór og'við fréttum það daginn eftir.“ Sveitin lauk þó við Illan arf hér á landi og stýrði þá upptökunum sjálf, en að þessu sinni fengu Molarnir til liðs við sig banda- rískan upptökustjóra, Paul Fox. Þór: „Við ákváðum að vinna plötuna sjálf frá A til Ö, en til þess að það væri hægt fengum við til liðs við okkur mann sem vinn- ur þetta verkefni með okkur, en er ekki hluti af hljómsveitinni. Hann getur sagt sitt og við en þurfum ekki að taka mark á því nema okkur sýnist svo.“ Einar: „Við fengum mann til að drífa okk- ur áfram og stjórna æfingum og upptökum til þess að við gætum einbeitt okkur." Trommur og rými - Lagið Hit, sem sló svo í gegn í Bret- landi og víðar er að mörgu einkennandi fyrir plötuna nýju, því það er eins og það sé meira rými í lögunum; hver hugmynd fær að njóta sín betur en áður, en það er líka áberandi hve mikill kraftur er undir niðri. Þór: „Það er mikið kraftur á plötunni og Þrír Sykurmolar velta fyrir sér frægðinni, nýju plötunni og vænt- anlegri tónleikavertíó það er vegna þess að Sigtryggur, sem er ekki kvörtunarsamur, að minnsta kosti ekki miðað við félaga hans sem heitir Þ.., sagðist ekki ánægður með trommuhljóminn á síðustu tveimur plötum. Það var alveg rétt hjá hon- um, trommuhljómurinn á því sem við höfum gert hingað til er rusl miðað við hvernig hann spilar því hann er snillingur.“ Þetta er ekki íþrótt Platan var tilbúin í ágúst en Sykurmolarn- ir voru ekki tilbúnir að gefa hana út, eftir átti að ákveða umslagið og fleira tengt útgáf- unni. Fyrsta smáskífan af plötunni, Hit, kom síðan úr hér á landi á Þorláksmessu, en ytra á gamlársdag, eins og áður er rakið. Lagið vakti mikla hrifningu ytra og endaði í sautj- ánda sæti breska vinsældalistans, sem er það hæsta sem sveitin hefur náð til þessa. Að auki hefur laginu verið betur tekið í banda- rísku útvarpi en nokkru lagi sveitarinnar. Þeir Bragi, Þór og Einar viðurkenna að vel- gengni lagsins skipti miklu máli fyrir breið- skífuna, en segjast' lítt fella sig við umræður hér um stöðu lagsins þá og þá stundina. Þór: „Þetta er ekki íþrótt. Fólk gerir þau mistök að halda að við séum eitthvað lands- lið.“ Einar: „Þess vegna er þetta hræðileg umræða „í hvaða sæti eru Sykurmolarnir“ þó við kunnum auðvitað að meta það að fólk hafi áhuga á því hvernig okkur gengur. Þór: „Við erum þó jafn sek, enda íslensk líka, og skiljum þetta að vissu leyti. Það lýsti maður því fyrir mér hvað honum hefði þótt gaman að vera á gangi á götu í Sjanghæ og heyra lag með Sykurmolunum berast út af krá og víst er þetta gaman. Þetta er sama ánægja og við höfum af að sjá Iceland Sea- food-skilti.“ - Það má segja að þið hafið borið nafn íslands víða. Einar: „Við höfum aldrei sagt að við vær- um að auglýsa ísland, en í öllum viðtölum sem birt eru við okkur er minnst á ísland.“ Þór: „Þó við minnumst ekki sjálf á ísland, þá koma blaðamenn því alltaf af og bæta við formála eða eftirmála um ísland." - Þegar gengur vel fyllast allir af stolti og segja: „Þetta er okkar hljómsveit“; skipt- ir slík viðurkenning ekki máli? Einar: „Nei.“ Þór: „Víst. Það er þáttur í manni sem maður ræður ekkert við. Auðvitað viljum við fá fulla viðurkenningu fyrir það sem við erum að gera. Við verðum alltaf alltaf jafn undr- andi þegar fólk lítilsvirðir það.“ Peningar og aftur peningar - Það orð fer af ykkur að þið hafið hvað eftir annað hafnað því að taka við peningum og brugðið fæti fyrir eigin velgengni af sér- visku. Bragi: „Við tökum viljandi ekki við ákveðn- um peningaupphæðum, því þeim fylgir áþján. Við höfum oft neitað peningum, en þiggjum líka peninga eftir öðrum leiðum." - í kjölfar velgengi Hit fer fólk að reikna og þegar hefur maður heyrt hvað þið fáið margar milljónir fyrir 50.000 seld eintök af Hit. Einar: „Ég er ekki byijaður að skrifa tékka.“ Bragi: „Ég er byijaður að skrifa tékka, ég fann gamalt hefti með yfirdráttarheimild.“ Þór: „Nei, við eigum ekkert í dag, höfum ekkert átt og komum örugglega ekki til með að eiga nokkuð. Við erum sífellt á ferð og flugi, búum í hótelherbergjum mestallt árið og þurfum að borga allan okkar ferðakostnað sjálf. Ég hló þegar ég sá hvað það hafði tek- ið ríkisskattanefnd stuttan tíma að afgreiða 900 milljónirnar til Sameinaðra verktaka, því við höfum staðið í stappi við nefndina í hálft ár, sem vill ekki trúa öðru en að sem poppar- ar sem hafa komið í Morgunblaðið eigum við miklu meiri peninga en við segjum.“ Tónleikar, hundar og kettir I upphafi ferils síns voru Sykurmolarnir með iðnustu tónleikasveitum landsins, en í seinni tíð hefur tónleikum hér á landi fækkað til muna. Þeir félagar segja þó að hljómsveit- in muni halda eina eða tvenna tónleika áður en hún heldur utan, en geti ekki spilað oftar „því það eru ekki til fleiri áhorfendur sem nenna að koma að hiusta á okkur“. - Það hvað þið spilið sjaldan hér á landi hefur örugglega sitt að segja varðandi það sem ég hef heyrt vikulega síðasta misseri haft eftir áreiðanlegum heimildum að Sykur- molarnir væru hættir. Þór: „Hléin okkar verða alltaf lengri og lengri, því við komum vonandi til með að fá meiri og meiri peninga fyrir það sem við erum að gera og getum því eytt meiri tíma í að gera annað. Okkur finnst þó svo gaman að gera tónlist saman að við munum gera það um ófyrirsjáanlega framtíð. Það vilja alltaf allir vera fyrstir með fréttirnar og við rífumst eins og hundur og köttur og þ'að er meðal annars það sem heldur okkur gang- andi. Við erum fullorðið fólk með ólík áhuga- mál og það að við getum starfað saman er í raun kraftaverk."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.