Morgunblaðið - 02.02.1992, Page 11

Morgunblaðið - 02.02.1992, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. FEBRUAR 1992 C 11 ísafjörður: alhliSa hreinsiefni ólfilmur baðsápa bekkjapappír bílabón bleiur blettahreinsir bónleysir bónvélar borðdúkar borðklútar burstar diskamottur diskar dömubindi eldhúsrúllur faxpappír glasamottur glerúði glös gólfbón gólfklútar gólfsápa gólfskrúbbar gólfþvottabón gólfþvottalögur gúmmíhanskar gólfþvottavélar handsápa handþurrkur handþvottakrem hanskar háþrýstidælur hitapokar hjúkrunarvörur ilmsteinar ilmgjafar kaffi kaffimál kerti klór, klórtöflur klútar kvoðuhreinsiefni matfilmur moppur moppuvagnar mýkingarefni ofnæmisprófuð efni ofnhreinsir olíukertalampar plasthnífapör plastpokar reiknivélarúllur ruslafötur ræstikrem ræstingavagnar sápuskammtarar servéttur stálsvampur stífluleysir skrúbbar sópar stígvél teppahreinsiefni teppahreinsivélar uppþvottaburstar uppþvottavélaefni uppþvottalögur vatnsugur vinnugallar vinnuklossar þvottaefni W.C. pappír UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Pekking - Úrval - Pjónusta REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2 -110 R.vik. - Simi: 91- 685554 Sniglarnir segja upp bifhjóla- tryggingum Sniglarnir, bifhjólasamtök Iýð- veldisins, ákváðu að segja upp bif- hjólatryggingum sínum frá næstu mánaðamótum á 100 manna fé- lagsfundi á miðvikudagskvöldið. Með uppsögnunum mótmæla Sniglarnir fyrirhuguðum hækk- unum á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggingamálum ökumanna bif- hjóla. Þær felast meðal annars í því að tekið verði mið af stærð bifhjóls og aldri ökumanns við álagningu iðgjalda. Þorsteinn Marel, úr stjóm Snigl- anna, sagði að samkvæmt núverandi iðgjaldareglum væri óbeint stuðlað að slysaaukningu með því að leggja jafn mikið á ökumenn bifhjóla hvort sem þeir ækju 10 hestafla eða 150 hestafla hjólum. Af þessu leiddi að hér á landi væri mun meira af stærri hjólum en í öðrum löndum. Þá benti hann á að jafn háir tollar af litlum og stórum hjólum hvettu menn til að festa kaup á stærri hjólum. Sniglamir hafa ákveðið að ségja upp tryggingum af bifhjólum sínum til þess að mótmæla fyrirhugaðri hækkun á iðgjöldum bifhjóla og þrýsta á grundvallarbreytingar í tryggingamálum ökumanna bifhjóla. Þorsteinn segir að Sniglamir séu til- búnir til að ræða við tryggingafélög- in um breytingar á iðgjaldareglum. Þar með nýtist reynsla þeirra af þess- um málum. Hann sagði að eðlilegt væri að stærð bifhjóls skipti máli og benti jafnframt á að óeðlilegt væri að vanir ökumenn borguðu álíka mikið og þeir sem væri að fara á götuna í fyrsta sinn en í viðtalinu kom fram að meðalaldur Sniglanna er 29,3 ár en meðalaldur þeirra sem slösuðust á bifhjólum árið 1991 væri 20,6 ár. Ragnar Ragnarsson hjá Trygg- ingaeftirlitinu sagði að sums staðar erlendis væri tekið mið af því hvað ökumaður væri gamall og hjólið stórt við álagningu iðgjalds en ekki hafí verið farið út í slíkt hérlendis meðal annars vegna þess að hjólin væru það fá að erfitt væri að miða við fyrirliggjandi reynslu. Hann kvað þó ekki útilokað að miða mætti við reynslu manna erlendis. Aðspurður sagði Ragnar að það væri vel athug- andi hugmynd að Sniglarnir ræddu við tryggingafélögin um breytingar á iðgjaldareglum og ef eitthvað kæmi út úr slíkum umræðum yrði það væntanlega borið undir eftirlitið. Hann kvað ekki líklegt að heildarið- gjöld myndi lækka heldur yrðu áhættuhópur látinn borga niður tryggingu hjá öðrum. Hreinlega allt til hreinlætis fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Rekstrarvörur eru meö landsins mesta úrval af rekstrar- og hreinlætisvörum. Sölumenn og hreinlætisróSgjafar RV aSstoða þig við að finna réttu vörurnar fyrir þínar þarfir og róðleggja þér um notkun þeirra. Vertu velkomin(n) að Réttarhálsi 2, opið kl. 8.00 - 17.00. Hjá Rekstrarvörum færöu m.a. Hlíf 2 fullgerð Dvalarheimili með 72 íbúðum ísafirdi. SIÐASTI hluti Hlífar, dvalarheimilis aldraðra á Isafirði, var afhent eigendum sínum 20. desember. Þar með er lokið síðasta byggingará- fanga hússins, sem telur 42 eignaríbúðir og 30 leiguíbúðir. Þá hefur verið samið við verktaka um að breyta efstu hæð eldri byggingarinnar í elliheimili og er áætlað að flytja þar inn síðla vetrar. Söluverð þessara síðustu íbúða er 5,9 milljónir. Mánaðarlegar afborg- anir og vextir af láninu eru um 15 þúsund. Ennþá eru nokkrar íbúðir úr þessum áfanga óseldar, en að sögn Magnúsar Reynis Guðmunds- sonar bæjarritara á ísafirði, er reikn- að með að þær seljist á næstu vik-v um. Mikil félagsleg þjónusta svo sem verslun, tómstundaaðstaða, snyrti- stofur og samkomusalur er í húsinu, en matur kemur frá sjúkrahúsinu sem er í nokkura metra fjarðlægð. Með tilkomu elliheimilisins á þessu ári er reiknað með að hjúkrunarfólk verði þama við störf. Þegar full nýting verður komin á Hlíf má reikn- að með að íbúamir verði rúmlega eitt hundrað. Það er til marks um stærð Hlífar í vestfirsku samfélagi, íbúa elliheimilisins við Mánagötu að af 12 sveitarfélögum á norðan- verðum Vestfjörðum, sem teljast verður þjónustusvæði stofnunarinn- ar, em 6 með færri íbúa en Hlíf. Arkitekt hússins er Ingimundur Sveinsson, aðalverktakar Eiríkur og Einar Valur hf., rafverk var í hönd- um Straums hf., málun hjá Penslin- um, Blikksmiðja Erlendar sá um blikksmíðar, Rörverk hf. sá um pípu- lagnir og múrverk var í höndum Jóns Þorlákssonar og Arnar Svein- björnssonar. Eftirlit með verkinu hafði Eyjólfur Bjarnason forstöðu- maður tæknideildar ísafjarðar. Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Hlíf, dvalarheimili aldraðra á ísafirði er nú fullbyggt. Eigendur íbúða í síð- asta áfanga hússins sem eru söluíbúð- ir eru að flytja inn þessa dagana. Nú eru að hefjast breytingar á efstu hæð gamla hlutans, til hægri á myndinni, og er gert ráð fyrir að íbúar elliheim- ilisins við Mánagötu flytji þangað í vor. A innfelldu myndinni tekur Björn- ey Björnsdóttir hjúkrunarkona við lyklunum að íbúð sinni á Hlíf úr hönd- um bæjarstjórans á Isafirði, Smára Haraldssonar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.