Morgunblaðið - 09.02.1992, Qupperneq 1
104 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
33. tbl. 80. árg. SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
f áfs t \ f. - ■ ■:* “ “ v , ■ \ -
Morgunblaðið/Sverrir í LITLUM LEIK
Fyrstu frjálsu sveitastjórnarkosningarnar í Rúmeníu í hálfa öld:
Spáð sigri stjómarand-
stöðimnar 1 Búkarest
Búkarest. The Daily Telegraph, Reuter.
Islam býr um
sig á Amager
í DANMÖRKU búa meira en 70.000
múslímar og nú hafa þeir fengið leyfi
til að reisa mosku og íslamska menning-
armiðstöð á Amager i Kaupmannahöfn.
Hafa þessar áætlanir lengi mætt mik-
illi andstöðu sumra danskra hægri-
manna, til dæmis framfaraflokks-
manna, og í borgarstjórn Kaupmanna-
hafnar hefur sjómannaleiðtoginn Pre-
ben Möller Hansen einnig verið þeim
andvígur. Þótt leyfið hafi fengist er
ekki alveg víst, að af byggingarfram-
kvæmdum verði á næstunni því að þrátt
fyrir stuðning frá Saudi-Arabíu, Líbýu
og Kúveit vantar enn upp á þær 800
milfj. ISK., sem menningarmiðstöðin á
að kosta. Miklar deilur milli ólíkra fylk-
inga innan íslams hafa einnig staðið í
veginum.
Hve gamall er
egypski Sfinxinn?
DEILUR eru risnar um aldur egypska
Sfinxins en hingað til hefur verið talið,
að þessi stórfenglegal .'y.»bb
mynd, sem höggvin cv'SmtmBá
til úr einuin kalksteins-œ&MtmJB
kletti rétt við pvramít- pB
ana miklu, sé frá
um 2.500 fyrir KristsBB^ -SoMp
burð. Robert Schoch, t
aðstoðarprófessor við háskólann í Bost-
on, heldur því nú fram, að Sfinxinn
hafi verið gerður um 5.000 árum f. Kr.
og segist geta ráðið það af veðruninni.
Bendir hann á, að hún sé miklu meiri
á Sfinxinum en á öðrum nálægum
mannvirkjum eða myndum, sem taldar
hafa verið jafn gamlar og eru úr sama
efni. Andstæðingar hans segja aftur á
móti, að á þessum tíma, fyrir 7.000
árum, hafi ekkert menningarsamfélag
verið til í Egyptalandi.
Tíræðar tvíbura-
systur á listabraut
KIN og Gin, japanskar tvíburasystur,
eru að slá í gegn um þessar mundir
og kannski tími til kominn því þær
standa á tíræðu. Eftir áramótin komu
þær fram í sjónvarpsauglýsingu frá
pöntunarlistafyrirtæki og þóttu standa
sig svo vel, að tilboðunum hefur rignt
yfir þær. Eru þær meðal annars að
vinna að sinni fyrstu plötu eða geisla-
disk og syngja þar barnalög úr ýmsum
áttum. Ekki er vitað hvort þær Kin og
Gin eða „Gull“ og „Silfur“ eins og nöfn-
in útleggjast á japönsku eru elstu lista-
mennirnir, sem gefa frá sér plötu eða
geisladisk, og um það segir ekkert í
Metabók Guinness.
FYRSTU frjálsu sveitastjórnarkosning-
arnar í rúmlega' hálfa öld verða haldnar
í Rúmeníu í dag og virðist sem Þjóð-
frelsisráðið, sem farið hefur með völd
síðan Nicolae Ceausescu var steypt af
stóli árið 1989, eigi undir högg að sækja
á mörgum stöðum. Endanlegar niður-
stöður kosninganna munu að öllum lík-
indum ekki liggja fyrir fyrr en eftir þrjár
vikur, þar eð síðari umferð verður hald-
in eftir hálfan mánuð í kjördæmum þar
sem enginn einn frambjóðandi fær 51%
atkvæða eða meir.
I þingkosningum sem haldnar voru í maí
1990 fékk Þjóðfrelsisráðið um 65% atkvæða
og dreifðust atkvæði stjórnarandstöðunnar
á um áttatíu smáflokka. í sveitastjórnar-
kosningunum nú hafa hins vegar fjórtán
helstu stjórnarandstöðuflokkamir sameinast
í einn flokk, sem býður fram undir nafninu
Lýðræðisbandalagið, og er það talið eiga
eftir að styrkja stöðu þeirra verulega.
Báðir aðilar hafa notað nútíma auglýs-
ingatækni í kosningabaráttunni sem er ný-
mæli í Rúmeníu. I sjónvarpsauglýsingum
Þjóðfrelsisráðsins eru sýndar loftmyndir af
landinu og óljóst gefið í skyn að hætta sé
á að harðlínumenn taki völdin. Flokkurinn
segist vera boðberi félagslegs öryggis og
að hægt og sígandi verði tekin skref í átt
tii markaðsbúskapar. Helsti boðskapur Lýð-
ræðisfylkingarinnar er aftur á móti að flokk-
urinn sé „lykillinn að Evrópu og framtíð-
inni“. Flokkurinn segist vilja útrýma skrif-
ræði því sem komið var á undir stjórn komm-
únista og beijast gegn spillingu.
Almennt er litið svo á að niðurstöður
kosninganna í Búkarest séu besti mæli-
kvarðinn á hið pólitíska andrúmsloft í
Rúmeníu og samkvæmt óháðri skoðana-
könnun, sem framkvæmd var í vikunni,
myndi Crin Halaicu, frambjóðandi Lýðræðis-
bandalagsins, ganga þar með sigur af hólmi
og hljóta alls sextíu prósent atkvæða. Önn-
ur skoðanakönnun, sem framkvæmd var af
stofnuninni IRSOP, sem nýtur stuðning rík-
isins, sýndi einnig verulegt forskot Halaicu
á helsta frambjóðanda Þjóðfrelsisráðsins,
Cazimir Ionesco. Samkvæmt könnuninni
ætla 80% íbúa Búkarest að taka þátt í kosn-
ingunum.
OTELLO
VELFERÐARRIKIÐ
ERÁ
VEGAMÓTUM
SIGHVATUR
^ y BJÖRGVINSSON
7 HEILBRIGÐIS-
JL U RÁÐHERRA
EG ER
SVO EINMANA,