Morgunblaðið - 09.02.1992, Side 10
10
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992
TIL GAGNS EÐA OGAGNS
Mikil umræða á sér nú stað um aðferðafræðina sem beitt
er við mat á stærð fiskistofna og sýnist sitt hverjum
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur.
BÖLMÓÐUR er eitt
helsta tískuorð ráða-
manna yfir þá kreppu,
sem þjóðin á yfir höfði
sér, en ein meginástæða
fyrir bölmóði nú eru
minnkandi aflaheimildir
og þar með minnkandi
þjóðartekjur. Fyrirsjáan-
legt er að afli á yfirstand-
andi kvótaári við íslands-
strendur hefur ekki verið
minni síðan árið 1947,
þrátt fyrir þá friðun-
arstefnu, sem Hafrann-
sóknastofnun hefur rekið
síðan kvótakerfinu var
komið á koppinn árið
1984. Eitt aðalmarkmiðið
með kvótakerfinu var efl-
ing fiskistofnanna um-
hverfis landið. En hvað
hefur gerst síðan þá? Af
hverju batnar ekki ástand
fiskistofna? Getur það
verið að við séum ef til
vill ekki á réttri leið?
að hefur vart farið fram
hjá nokkrum manni að
lífieg umræða hefur farið
fram að undanfömu um
ástand nytjastofna á Is-
landsmiðum. Og eðlilega hafa
niðurstöður og ráðleggingar Ha-
frannsóknastofnunar fléttast inn í
þá umræðu. Stofnunin gefur árlega
út tölur um æskilegt veiðimagn
hverju sinni og gagnrýnendur
„friðunarkenningarinnar" svoköll-
uðu tala um að stjórnmálamenn
gleypi tillögur Hafró hráar. Málið
sé of fiókið til þess að þeir „nenni“
að setja sig inn í það. Því fái Hafró
að vaða áfram í vitleysunni, óá-
reitt, með ófyrirsjáanlegum afleið-
ingum fyrir lífið í sjónum og lífið á
landi. „Við teljum okkur vera á
réttri leið enda værum við ekki að
gera það sem við erum að gera ef
við teldum þá leið ekki rétta,“ sagði
dr. Jakob Magnússon, aðstoðarfor-
stjóri Hafrannsóknastofnunar, þeg-
ar álits hans var leitað á þeim gagn-
rýnisröddum, sem heyrst hafa.
Stefnan mörkuð
Frá því við fengum fullan yfirráð-
arétt yfir fískveiðilögsögunni um
miðjan áttunda áratuginn höfum
við verið einráð um stjórn okkar á
fiskveiðum. Eftir nær tveggja ára-
tuga stjómun stöndum við hinsveg-
ar frammi fyrir því að þorskafli á
þessu ári verður einn sá minnsti
síðan nútíma fiskveiðar hófust við
landið. Ekki nóg með það. Meðal-
ársafli þorsks á stjórnunartímabil-
inu er talsvert minni en þegar við
sjálf og útlendingar stunduðu
óhefta sókn. Mest hefur púðrið far-
ið í það að bítast um hver megi
veiða naumt skammtaðan kvótann,
en minna hefur borið á umræðu um
forsendur fiskveiðistjórnunarinnar.
Hafrannsóknastofnun er helsti ráð-
gjafi stjómvalda í fiskveiðimálum
og árlega gefur sú stofnun út tölur
um æskilegt aflamagn, svo ekki
verði gengið „of nærri" stofninum.
Sú stefna, sem Hafrannsóknastofn-
un markaði, var að byggja skyldi
upp fiskistofnana svo þeir gæfu af
sér meiri afla og ömggari nýliðun.
Vernda skyldi hrygningarstöðvar
og ungan fisk í uppvexti. Möskvi
var stækkaður úr 120 mm í 155
mm og beitt var skyndilokunum til
þess að friða smáfisk svo hann
næði að vaxa og stækka stofninn.
Uppbygging
í skýrslu Hafrannsóknastofnunar
um horfur árið 1978 segir m.a.
hvað gera átti svo ekki verður um
villst: „Ört minnkandi hrygningar-
stofn hefur leitt til vaxandi líkinda
á því að klak þorsksins misfarist.
Enda þótt ekki hafí verið sýnt fram
á samhengi milli stærðar hrygning-
arstofns og niðjaijölda, er þó aug-
ijóst að einhver eru þau stærðar-
mörk hrygningarstofnsins þar sem
hann verður ófær um að gegna líf-
fræðilegu endurnýjunarhlutverki
sínu. Hér að lútandi er athyglisvert
að viðkoma þorskstofnsins hefur
verið mjög sveiflukennd síðustu
fjögur ár, þ.e. eftir að stofninn fór
niður undir og niður fyrir 200 þús.
tonn. Lítill hrygningarstofn sam-
settur af tiltölulega fáum aldurs-
flokkum, kemur tii hrygningar á
takmörkuðu tímabili og veltur því
á miklu, að umhverfísaðstæður séu
hagstæðar einmitt þá. Þegar
hrygningarstofn er stór og í honum
margir aldursflokkar, dreifíst
hrygning yfir lengri tíma sem stuðl-
ar að því að einhver hluti stofnsins
hrygni við hagstæðar aðstæður.
Líta má á stóran hrygningarstofn
sem aðlögun tegundarinnar að
breytilegum umhverfísaðstæðum
og tryggingu fyrir viðhaldi hennar.
Hafrannsóknastofnunin telur nauð-
synlegt að byggja upp hrygnihgar-
stofninn og þorskstofninn í heild
og tryggja þannig viðkomu stofns-
ins og hámarksafrakstur hans.
Telja má eðlilegt að haga nýtingu
þorskstofnsins á þann veg að nota
stóru árgangana frá 1973 og 1976
sérstaklega í þessu skyni.“
Árið síðar er enn hnykkt á þessu,
en þá segir í skýrslum Hafrann-
sóknastofnunar: „Þó ekki hafi verið
.. sýnt fram á að núverandi hrygning-
arstofn sé orðinn ófær um að gegna
endurnýjunarhlutverki sínu, þá er
ljóst, að ástand stofnsins og veið-
anna sem á honum byggjast eru
með öllu óviðunandi. Hafrann-
sóknastofnunin ítrekar fyrri
skoðanir sínar og telur brýnt að
byggja upp hrygingarstofninn og
þorskstofninn í heild til þess að
tryggja viðkomu hans og afrakstur
um alla framtíð."
Vísindaleg rök
„Okkar aðferðir byggjast á ýmsum
kenningum, sem væri of langt mál
að rekja, en í stuttu máli þá eru
þetta aðferðir sem notaðar hafa
verið í Norðaustur-Atlantshafi
nokkuð lengi. Þær byggja að mestu
leyti á aldursgreiningu afla og svo-
nefndri aldursaflaaðferð sem virtur
breskur vísindamaður, Gulland að
nafni, þróaði á sínum tíma,“ segir
Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræð-
ingur á Hafrannsóknastofnun, þeg-
ar hann var að því spurður hvaða
vísindaleg rök lægju að baki friðun-
arkenningunni svokölluðu. „í stuttu
máli byggist okkar friðunarkenning
á því að gengið er út frá vissum
náttúrulegum dauðsföllum og vöxt- |
ur fískana er þekktur í stórum
dráttum. Síðan höfum við upplýs-
ingar um þann fjölda físka sem ;
bætist í stofnana á ári hveiju þann-
ig að við þekkjum stofnstærðina
nokkurn veginn. Að gefnum þeim
forsendum er markmið okkar að
hámarka þann afla sem út úr þessu
kemur - eða hámarka afla á nýliða,
eins og við köllum það. Það er gert
með því að friða smáfiskinn upp
að vissu marki svo hann fái tæíri-
færi á að nýta sína vaxtarmöguleika
í hafinu,“ segir Ólafur. „En svo eru
það hliðaraðgerðirnar sem menn
deila gjarnan um, svo sem svæða-
lokanir og möskvastækkanir, en
þær eru gjarnan því viðameiri þeim
mun minna sem farið er eftir okkar
megin tillögum."
Varað við
Hópur líffræðinga varaði við fisk-
veiðistefnunni strax 1983-84 og
setti þá m.a fram spá um ástand
fiskistofna næstu sex árin, eða fram
til 1989-90, sem birt var í dagblöð-
um. í þeirri spá, sem byggð var á
SJÁ SÍÐU12