Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 12
"M'OÍJÖÖSBfiAÐfi) S'L'N'NÚrÍÁGC'K <i. CCCÉÚÁR' Í Ó92
? 12
TIL GAGNS EDA ÓGAGNS
reynslu undanfarinna ára og
óbreyttum vinnuaðferðum, yrði
ástand fískistofna það sama árið
1990 og það var 1983-84 þrátt fyr-
ir tilraunir til að byggja upp stofn-
inn, segir Jón Gunnar Ottósson,
einn líffræðinganna. „Og ástandið
nú staðfestir að gagnrýni okkar
átti rétt á sér á sínum tíma. Að
okkar mati hefur hugtakið „ofveiði“
verið misnotað í umræðu um físk-
veiðistefnuna. Það hefur t.d. aldrei
verið sýnt fram á ofveiði í þorsk-
stofninum í þeim skilningi að
endurnýjunargeta stofnsins hafí
verið skert. Þetta staðfesti Haf-
rannsóknastofnun á sínum tíma.
Nýliðun er í hlutfalli við stofnstærð
upp að ákveðnu marki, en þetta
samband er ekki mjög skýrt og
breytilegt á milli ára. Litlir
hrygningarstofnar geta gefíð af sér
stóra árganga, en það er mjög erf-
itt að búa til stóran stofn, sem gef-
ur af sér hámarksafrakstur eins og
reynt hefur verið. Fiskveiðistefn-
unni voru sett ákveðin markmið í
upphafi, en þeim markmmiðum
hefur ekki verið náð og því hlýtur
að vera komin tími til endurskoðun-
ar,“ segir Jón Gunnar Ottósson.
Vaxtarminnkun
Fjörug skoðanaskipti og deilur
urðu á fundi, sem haldinn var í
ársbyrjun 1984 um fiskveiðistefn-
una. Ekki varð sá fundur þó til
þess að fiskveiðistefnan breyttist, æ
síðan hefur verið beitt aflatakmörk-
unum og smáfískavernd. I máli
Jóns Kristjánssonar, fískifræðings,
kom m.a. fram að þegar físki fækk-
ar yrði meiri fæða til handa hveijum
og einum en jafnframt ykist fæðu-
framleiðslan sjálf, enda giltu sömu
lögmál um stofn og framleiðslu
fæðudýra og fískinn sjálfan. Jón
sagði að þegar tekin hefði verið
ákvörðun um takmörkun á veiðum
smáfisks á árunum 1976 og 1977,
hlyti forsendan að hafa verið sú að
fæðudýr fiskistofna væru ekki full-
nýtt. Jón sagði að þrátt fyrir þetta
hefði dregið úr vexti þorsksins frá
árinu 1977 þannig að allir árgangar
hefðu lést að jafnaði um 4% á ári.
Taldi Jón eðlilegt að bregðast við
vaxtarminnkuninni með því að auka
sókn í smáfísk og fengju menn
stefnu Hafrannsóknastofnunar um
friðun því ekki til að ganga upp.
Hæpið væri að nota reiknilíkan til
að reikna út framleiðslu þorsks í
sjónum, án þess að taka tillit til
þess að þorskurinn væri hluti af
umhverfi sínu og þættir eins og
vaxtarhraði, náttúruleg dánartala
og nýliðun, væru allir tengdir stofn-
stærð. Útreikningar, sem grund-
völluðust á óumbreytanleika þess-
ara þátta, væru óraunhæfír og bein-
línis hættulegir.
Friðun smáfisks
skilar árangri
Á sama fundi sagði Sigfús
Schopka, fískifræðingur á Hafrann-
sóknastofnun, að eftir þá friðun sem
var á þorski á stríðsárunum, hefði
afli stóraukist. Hinsvegar sagði
hann að sóknin nú væri of mikil,
miðað við stærð þorskstofnsins.
Sagði Sigfús að eftir að svarta
skýrslan var kynnt, eftir miðjan
áttunda áratuginn, hefðu möskvar
verið stækkaðir og smáfískur frið-
aður. Samfara friðun smáfísks hefði
afrakstur nýliða aukist um 15% og
af því mætti sjá að friðun smáfisks
hefði skilað árangri.
Nýliðun
„Það er alveg rétt hjá okkar and-
mælendum að við höfum fengið
góða nýliðun út úr litlum
hrygningarstofni, en þar með er
ekki þar með sagt að það sé regla
að nýliðun sé best þegar hrygning-
arstofnar eru. litlir. Eitt af grund-
vallaratriðum í stjórn fiskveiða lýtur
að sambandinu milli stærðar
hrygningarstofns og nýliðunar, þ.e.
fjölda afkomenda, sem tiltekinn
stofn getur af sér. En ekkert mark-
tækt samband hefur fundist milli
hrygningarstofns og nýliðunar
þorskstofnsins. Hinsvegar ef þetta
er skoðað nánar, má sjá að meiri
líkur eru á að fá lélegan árgang
þegar hrygningarstofnar eru litlir
heldur en þegar þeir eru stórir,“
segir Ólafur.
I nýlegri grein sinni í Morgun-
blaðinu segja þeir Ólafur og Gunnar
Stefánsson tölfræðingur Hafrann-
Friðun ekki réttlætanleg
nema hún geri gagn
- segir Hrólfur S. Gunnarsson,
útgeróarmaóur
„ÉG ER mjög mikið á móti þeim
friðunaraðgerðum sem nú eru
við líði, enda hef ég ekki séð þær
skila neinum árangri. Eftir því
sem meira er friðað, megum við
fiska minna og rainna. Maður
hefði haldið að þróunin ætti að
vera önnur, upp á við en ekki
niður á við,“ segir Hrólfur S.
Gunnarsson, útgerðarmaður og
fyrrum skipstjóri.
rólfur segist ekki vilja kenna
ráðunautum Hafrannsókna-
stofnunar neitt sérstaklega um
hvemig komið er því sjávarrann-
sóknir væru afar skammt á veg
komnar hér við land. í ljósi þess
gætu menn þar á bæ ekki tekið
sér neitt vald í hendur sem þeir
alls ekki hefðu og endurspeglast í
friðunarráðstöfunum. „Að mínu
mati hafa hinar stóru náttúrulegu
aðstæður skapað þetta ástand, svo
sem hitastig sjávar, áta, selta og
hversu rnikið aðrar tegundir éta
af því sem er að vaxa upp. Það er
svo lítið vitað um fæðukeðjuna í
heíld sinni. Við höfum aðeins rann-
sakað örfáar tegundir af öllum
þeim fiskstofnum sem í hafínu eru.
Við eigum ekki að friða nema
við séum vissir um að friðunin geri
gagn. Ef við vitum ekki að við séum
að gera gagn með friðun, þá getum
við alveg eins verið að gera ógagn.
Og ógagnið felst í því að ef verið
er að ala upp stóran stofn sem
ekki hefur æti, étur hann bara
undan sér. Við verðum að vita
nákvæmlega fæðuþörf hverrar teg-
undar ef við ætlum að fara að ala
eitthvað upp. Við getum bara líkt
þessu við bónda, sem ætlar sér að
ala upp 500 fjár, en á ekki fóður
nema fyrir 100. Þetta er nákvæm-
lega sama dæmið og fískífræðingar
eru nú að kljást við. Vandamálið
er aftur á móti jafnmikið með of
stóran stofn eins og of lítinn, en
það á eftir að finna hinn gullna
meðalveg. Mín skoðun er sú að það
eigi að fiska hvern stofn það langt
niður að það hætti að borga sig
að sækja. Þá friðar stofninn sig
sjálfur og menn snúa sér að ein-
hverju öðru, samanber þegar síldin
og loðnan lögðu upp laupana," seg-
ir Hrólfur að lokum. Magnús
Guðmundsson, skipstjóri á Tálkna-
fírði, telur að minni stofnar skapi
meiri og betri nýliðun, en er þó
ekki á þvf að smækka eigi mösk-
vann svo hægt verði að drepa meiri
smáfísk. „Friðunarkenningin á full-
an rétt á sér. Það á bara að friða
miklu meira en gert er. Það hefur
t.d. ekki verið friðað nógu mikið
fyrir netum og ekki nægjanlega
mikið lokað fyrir togurum.“
Magnús segir að trúlega megi
rekja lélegt ástand fískistofna nú
til náttúrunnar að stórum hluta.
„Og á sama tíma og náttúran er
að svíkja okkur, eykst tæknin ört
og hjálpar til við að ganga á auð-
lindina.“
sóknastofnunar að skýran greinar-
mun verði að gera á veiðistofni sem
inniheldur ijögurra ára og eldri fisk,
ókynþroska og kynþroska, og
hrygningarstofni sem inniheldur
eingöngu kynþroska físk. „Ljóst er
að ókynþroska fískur getur ekki af
sér neina nýliða og því ástæðulaust
að leita sambands milli veiðistofns
og nýliða. Ennfremur ber að hafa
í huga að hluti þorskstofnsins, eins
og hann birtist í tölum Hafrann-
sóknastofnunar, er ekki við ísland
heldur elst upp við Grænland fram
undir kynþroska. Ekki er viðeigandi
að hafa þann hluta stofnsins inni í
stærð veiðistofnsins við ísland.
Marktæku sambandi er heldur ekki
að dreifa þegar samband hrygning-
arstofns og nýliðunar er skoðað.
Hinu er ekki að leyna að þegar á
heildina er litið hefur nýliðun verið
talsvert lægri á síðari hluta þessa
tímabils. Á árunum frá 1960 til
1976 reyndust 11 árgangar yfír
meðallagi eða sterkir en 7 árgangar
undir meðallagi eða slakir. Frá 1976
hafa aðeins 3 árgangar reynst yfir
meðallagi eða sterkir, en 11 undir
meðallagi eða slakir. Sérstakt
áhyggjuefni er að síðustu 6 árgang-
ar stofnsins virðast vera slakir og
jafnvel óvenju slakir og er svo löng
röð lélegra árganga einsdæmi síð-
ustu fjóra áratugina,“ segja sér-
fræðingar Hafrannsóknastofnunar.
Ennfremur segja þeir: „Ljóst er
að þessi þróun helst í hendur við
hnignun þorskstofnsins og þar með
hrygningarstofnsins, enda þótt töl-
fræðilega marktækt samband sé
ekki fyrir hendi. Sú tilgáta hefur
komið fram að eldri hluti hrygning-
arstofnsins, þ.e. 10 ára fískur og
eldri, sé sérlega mikilvægur varð-
andi afkomu hrygningar og klaks.
Athyglisvert er einnig í þessu sam-
bandi að nýliðun ýsustofnsins hefur
verið mjög góð nokkur undanfarin
Verið er að ofbeita vistkerfið í hafinu
- segir Kristinn Pétursson,
atvinnurekandi ó Bakkaffirói
í stuttu máli gefa töflur í skýrslum Hafrannsóknastofnunar til kynna
að þegar t.d. þorsk- og ýsustofnarnir eru litlir, þá er nýliðunin
best, en þegar stofnarnir eru stórir, þá er nýliðun verst, en nýliðun-
in er eitt það mikilvægasta í fiskveiðistjórnuninni. Allt tal um „of-
veiði“ sem vandamál á sér engan vísindalegan grundvöll þegar
málin eru krufin til mergjar. Eg dreg því stórlega í efa að tillögur
stofnunarinnar um aflahámark séu á rökum reistar," segir Kristinn
Pétursson, atvinnurekandi á Bakkafirði, en hann hefur sl. þrjú ár
grúskað í skýrslum stofnunarinnar og komist að öðrum niðurstöðum
en sérfræðingar þar á bæ og hyggst á næstunni birta þær niðurstöð-
ur sínar.
Veiðistofn og nýliðun þorsks 1972-1989
HafrannsóKnarstofnun telur að „eigi“ að
bera saman hrygningarstofn og nýliðun, en
viðmælandi telur að það eigi einnig að bera
saman heildarstofn og nýliðun.
Samkvæmt samanburði sem unninn er upp
úr skýrslum Hafrannsóknarstofnunar þá er
þetta samband þannig að fylgni nýliðunar
við heildarstofn er neikvæð um 46%.
450------------
Nýliðun, *
millj. 3ja ára
seiði færð
á klakár
1973
1984«
350 -
1983
300
1986.
1982
I
700
I
800
^—
900
1000
1977 1978
”1988 1979
—r-------1 r ~\----------------1------1
Veiðistofn, þús. tonn 1400 1500 1600
Kristinn segir að flest það sem
viðkomi rækju, humri *og
hörpudiski virtist í þokkalegu
standi. „Varðandi þorskstofninn,
þáeru bestu nýliðunarárin frá 1960
árgangamir 1973, 1983 og 1984.
Það sem er sameiginlegt þessum
árum er að þá var þorskstofninn
meira en 100 þúsund tonnum minni
en hann er í dag og veidd voru 330
til 380 þúsund tonn af þorski á
þessum árum. Ný met voru auk
þess sett í nýliðun. Allt tal um
„ofveiði" sem vandamál á sér því
engan vísindalegan grundvöll. Ég
er ekki að draga töflur stofnunar-
innar í efa, en hennar eigin töflur
um „ástand“ þorsks, ýsu og ufsa
segja annað en látið er í veðri vaka.
Það sem mér fínnst hins vegar
hvað ámælisverðast í töflunum er
sú staðreynd að engin marktæk
gögn er að finna yfir samanburði
á lengd og þyngd eftir aldri. Mæl-
ingar á þyngd eru framkvæmdar
með tommustokki sem hlýtur að
vera villandi og ónákvæm mæling
atriðis, sem skiptir miklu máli og
á að vera nákvæmt.
Látlaust er verið að hræða lands-
menn með „ofveiði". Að mínu mati
er einfaldlega verið að ofbeita vist-
kerfínu í hafínu hringinn í kringum
landið um þessar mundir, en því
eru ákveðin takmörk sett. Hvala-
stofnar stækka, en hvalir éta um
4% af þyngd sinni á dag að jafnaði
á sama tíma og meðalvigt lan-
greyðar hefur farið lækkandi eftir
aldri undanfarin ár, líklega vegna
matarskorts. Þá fjölgar sjófuglum
jafnt og þétt og kolmunnastofninn
er stærsti fískistofninn í Norður-
Atlantshafí. Heildarstærð hans er
nú talin vera um átta milljónir
tonna og eru aðalfæðustöðvar hans
þær sömu og fæðuslóðir norsk-
íslenska síldarstofnsins var. Það er
bjartsýni að ætla að „byggja upp“
nýjan norsk-íslenskan síldarstofn
með svona risavaxinn kolmunna-
stofn í „stæðinu".
Menn segja réttilega að lítið
veiðist nú. Mitt mat er það að litla
veiði megi rekja til fæðuskorts í
hafínu. Á-aðalfundi LÍÚ 1980 sagði
forstjóri Hafró að „beitilönd loðnu
virtust sem eyðimörk“. gann fór
með rétt mál. Síðan gekk illa að
fínna loðnu og illa að veiða loðnu.
Ekki af því að lítið væri til af loðnu,
heldur af því að loðnan var dreifð
um allt í leit að æti. Sterkasta eðlis-
hvöt fiskana er að hrygna. Til þess
að geta hrygnt þarf að búa til hrogn
og til þess þarf fæðu. Þá má ekki
gleyma því að hlýnað hefur í sjón-
um sem þýðir að brennslan hjá fisk-
unum vex og vaxtarhraðinn sömu-
leiðis sem aftur leiðir af sér meiri
fæðuþörf.
„Ástandið“ nú er ofur eðlilegt.
Það er bara pláss fyrir litla físki-
stofna við landið og þeir gefa best
af sér litlir, samkvæmt töflum
Hafrannsóknastofnunar. Ef við
ákveðum að minnka hvalastofna,
síldarstofninn og kolmunnastofn-
inn, kann að vera pláss fyrir stærri
þorsk- og ýsustofna. En fjarstæða
er að verið séað „ofveiða" físki-
stofna hér við land. Rökrétt væri
núna að veiða meira úr öllum stofn-
um til þess að létta á fæðukerfinu.
Það væri líka rökrétt með vísan til
reynslu áranna 1973, 1983 og 1984
en enn frekar rökrétt vegna þess
að sjávarútvegsfyrirtækin og þjóð-
in öll þarfnast aukins afla,“ segir
Kristinn.