Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
- SEGIR SIGHVATUR BJÖRGVINSSON
HEILBRIGÐISRÁÐHERRA
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur
TÖLUVERT hefur mætt á heilbrigðisráðherranum okkar
að undanförnu í kjölfar samþykktar „bandormslaganna“
umtöluðu á Alþingi. Heilbrigðisráðherrann þarf, eins og
aðrir ráðherrar ríkisstjórnar, að beita niðurskurðarhnífn-
um óvægið, ef takast á að ná fram þeim sparnaði, sem
boðaður er. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti er
fjárfrekasta ráðuneyti þjóðarinnar. Þangað fer um 40%
af fjárlögum hvers ár. Þrátt fyrir það hafa margir gagn-
rýnt harkalegar aðgerðir gagnvart þeim stofnunum, sem
undir ráðuneytið heyra. Því er haldið fram að niðurskurður-
inn komi fyrst og fremst niður á þeim sem síst skyldi, sjúk-
um, börnum, gamalmennum og öryrkjum. „Þetta eru skref,
sem við erum neyddir til að stíga. Þetta eru hvorki fljót-
fæmislegar né vanhugsaðar ákvarðanir. Þetta em erfiðar
ákvarðanir, sem skerða lífskjörin. Ég er ekkert að draga
dul á það. En við emm að reyna að framkvæma þetta eins
og best við getum þannig að þeim, sem minnst mega sín,
verði hlíft,“ segir Sighvatur Björgvinsson, heilbrigðisráð-
herra, í samtali við Morgunblaðið.
Heilbrigðis- og trygg-
ingaráðuneytinu er
gert að spara 3,4 til
3,6 milljarða króna
af tæpum 44 millj-
örðum,- sem fara áttu til heilbrigðis-
og tryggingamála, áður en frumvarp
um ráðstafanir í ríkisfjármálum var
samþykkt á Alþingi 23. janúar sl. í
stórum dráttum á sparnaðurinn að
skiptast þannig: Almennur rekstur
90 milljónir, sjúkrahús á höfuðborg-
arsvæðinu 460 milljónir, sjúkrahús
á landsbyggðinni 60 milljónir, gjald-
taka af heilsugæslustöðvum, sjúkra-
húsum og sérfræðingum 600 millj-
ónir, lækkun á elli- og örorkulífeyri
300 milljónir, lyfjakostnaður 800
milljónir, stofnkostnaður 60 milljón-
ir, ferðakostnaður 100 milljónir,
Framkvæmdasjóður aldraðra 140
milljónir, tannlæknakostnaður 270
milljónir, auk ýmislegs annars.
En mestu fjaðrafoki undanfarið
hefur valdið 5% flatur niðurskurður
á öllum sjúkrastofnunum landsins,
sem ætlað er að spara um 1.250
milljónir, 38% niðurskurður á Landa-
kotsspítala og 25% niðurskurður á
St. Jósefsspítala í Hafnarfirði, sem
þýðir að núverandi rekstrargrund-
velli þessara tveggja stofnana hefur
verið kippt undan þeim. Ráðherra
fór fram á það við forráðamenn allra
sjúkrastofnana landsins að þeir skil-
uðu inn tillögum um sparnað fyrir
1. febrúar, sem þeir gerðu allflestir.
I ljósi þeirra mun ráðherra meta
hvetja stofnun fyrir sig og úthluta,
að öllum líkindum í næstu viku, þeim
500 milljóna króna varasjóði, sem
hann hefur til ráðstöfunar, til að
milda niðurskurðinn hjá einstökum
stofnunurh. En hvaða vinnureglu
ætlar ráðherrann að viðhafa þegar
kemur að úthlutun þeirra fjármuna?
Fátt má við
niðurskurði
„Ég mun setjast niður með sparn-
aðartillögumar og skoða þær stofn-
un fyrir stofnun. Ég mun kanna
hvaða þjónustuniðurskurð menn eru
að ráðgera á hveijum stað og hvar
hægt er að beita almennri hagræð-
ingu. Jafnframt verð ég að átta mig
á því hvort ég er tilbúinn til að axla
þá pólitísku ábyrgð sem samdrætti
í þjónustu fylgir á hverjum stað. Ef
ég er það ekki, þá spyr ég mig að
því hversu mikið hægt sé að taka
úr varasjóðnum, til að draga úr sár-
asta sviðanum. Ég vil varðveita
móttöku ojg meðferð bráðveikra
sjúklinga. Eg vil eins og ég mögu-
lega get standa vörð um aðhlynningu
gamla fólksins og ég vil jafnframt
standa vörð um þá sérhæfðu þjón-
ustu, sem byggð hefur verið upp hér
á landi, t.d. augnlækningar, hjarta-
skurðlækningar, krabbameinsmeð-
ferðir og fleira."
— Hvaða starfsemi í heilbrigðis-
þjónustunni má við niðurskurði?
„Út a_f fyrir sig má fátt við niður-
skurði. Ég get ekki á þessari stundu
nefnt eitt öðru fremur. A hinn bóg-
inn er ég sannfærður um að hægt
Morgunblaðið/Ámi Sæberg.
„Það getur enginn verið dómari í sjálfs sín sök,
en ef ég á að segja alveg eins og er finnst mér ég standa ansi mik-
ið einn í þessu erfiða starfi,“ segir Sighvatur
Björgvinsson, heilbrigðisráðherra.
er að nota peningana á sumum svið-
um í heilbrigðiskerfinu mun betur
en gert er. Eg leyfi mér að nefna í
því sambandi lyfjainnkaup, útboð á
rekstrarvörum svo og á ýmsum verk-
um, sem unnin eru innan stofnana.
í því sambandi má nefna ræstingu,
þvott og matarframleiðslu, svo og
samnýtingu spítalanna. Og með
skipulagningu á fyrirkomulagi
bráðaþjónustu Landakotsspítala og
Borgarspítala mætti jafnframt
spara. Þá hafa sumar þjóðir gripið
til þess ráðs að gera læknana í meira
mæli ábyrga fyrir rekstri stofnana,
en því miður er talsvert um það í
sjúkrahúsrekstrinum að verið sé að
gera mörgum sinnum sömu rann-
sóknarvinnuna og sömu skýrslurnar,
til dæmis ef sjúklingur er færður til
á milli deilda."
— Hversu langt geturðu gengið
pólitískt?
„Ég á svolítið erfitt með að svara
því núna, vegna þess að ég veit satt
að segja ekki hvernig þetta lítur út.
Ég er að upplifa það sama núna og
ég upplifði í sumar þegar við vorum
að gera tillögur um breytingar í lyfj-
amálum. Mikil múgæsing er að koma
upp á yfirborðið, bæði meðal al-
mennings og starfsfólks stofnanna.
Fólk er óskaplega hrætt. Það veit
ekki, hvað er að gerast. Og við kom-
umst ekki í gegnum múrinn til að
útskýra málin. Við náum ekki sam-
bandi við fólkið í landinu til þess að
útskýra fyrir því, hvað verið er að
gera. Ég er t.d. alveg sannfærður
um að meginþorri ellilífeyrisþega
stendur í þeirri trú, að búið sé að
skerða stórkostlega hjá því ellilífeyr-
inn. Staðreyndin er sú að um 90%
ellilífeyrisþega fá enga skerðingu.
Aðeins þeir, sem hafa umtalsverðar
atvinnutekjur fá skerðingu. Við er-
um búnir að reyna að segja þetta
hvað eftir annað, en fólkið heyrir
ekki hvað við erum að segja. Stjórn-
arandstæðingarnir tala vísvitandi
þannig að fólki sé ekki ljóst, hvað í
þessu felst. Þeir tala sífellt um árás
á ellilífeyrisþega og árás á öryrkja.
Allir eru sannfærðir um að við séum
að segja upp mörghundruð manns;
við séum að bera út sjúklinga og
loka heilu sjúkrastofnunum. Og að
við ætlum okkur að koma í veg fyr-
ir að veikt fólk fái aðhlynningu. Við
erum ekki að gera neitt af þessu.
Við erum aðeins að reyna að stánda
vörð um þjónustuna með þeim hætti
að nota þá fjármuni, sem þjóðin á,
eins vel og hægt er.“
— Þú og þinn flokkur kennið ykk-
ur við alþýðuna í landinu. Flokkur
þinn barðist fyrir velferðarkerfinu.
Ertu ekkert hræddur um að verða
úti í þessum slag?
„Nýlega var ég á fundi úti í Stokk-
hólmi, þar sem að ég hitti marga
flokksbræður mína, en þeir ástunda
núna mikla naflaskoðun og eru að
reyna að leita orsakanna fyrir því,
af hveiju þeir töpuðu kosningunum.
Þeirra niðurstaða er að þeir hafi
verið ótrúverðugir. Þeir sögðu að
velferðarkerfið hefði verið að brotna
í höndunum á þeim. Þá hafi skort
kjark og getu til þess að taka á
málunum svo hægt hefði verið að
varðveita kerfið, þannig að það gerði
ekki allt fyrir alla, heldur að það
væri til staðar til þess að hjálpa
þeim, sem þyrftu á velferðarkerfinu
að halda.
Sú kynslóð, sem nú er við lýði,
er sú sem hefur haft það hvað best
allra kynslóða á íslandi til þessa.
Við erum jafnframt sú kynslóð, sem
hefur verið heimtufrekust kynslóða
á íslandi, því við viljum gjarnan fá
allt fyrir ekki neitt. En okkar
heimtufrekja má ekki verða til þess
að þeir, sem þurfa á velferðinni að
halda, kdmist ekki að. Og velferðar-
ríki er ekki ríki sem gerir allt fyrir
alla, því að slíkt ríki er ekki til. Kjarni
velferðarríkis er sá að enginn þurfi
að vera uggandi um sinn hag, hvort
sem um er að ræða sjúkt fólk, gam-
alt fólk, ungt fólk eða fólk sem orð-
ið hefur fyrir áfalli í lífinu. Og það
er kjarninn, sem við ætlum að reyna
að varðveita. Ef við ekki gerum
það, gerist það sama hér á Islandi
eins og gerst hefur í Svíþjóð, að
velferðarkerfið hrynur undan sínum
eigin þunga."
— Ér velferðarkerfið að brotna í
höndunum á okkur?
Já, það er að brotna. Það sést til
dæmis best á því að á sama tíma
og 100 sjúkrarúm á sjúkrahúsunum
í Reykjavík eru að jafnaði lokuð árið
um kring, erum við með hinni hend-
inni að byggja upp nýtísku hjúkr-
unarheimili hér á þessu sama svæði.
Samkvæmt nýjustu stöðlum þá kall-
ar hvert hjúkrunarrými á 65 fer-
metra sem kostar að meðaltali um
átta milljónir króna. Með öðrum orð-
um það kostar um átta milljónir að
byggja yfir hvert hjúkrunarrými.
Þetta er náttúrulega ekkert vit.“
Hefndaraðgerðir
— Nú hafa fjárframlög til Landa-
kotsspítala verið skorin niður um
38%. Ertu í hefndaraðgerðum gagn-
vart Landakoti úr því að meirihluti
starfsmanna þar og St. Jósefssystur
lögðust gegn sameiningu Landa-
kotsspítala og Borgarspítala
skömmu fyrir áramótin?.
„Nei, af hvetju ætti ég að vera í
hefndaraðgerðum? Ég hef einfald-
lega ekki meiri peningum úr að spila.
Þegar upp úr sameiningarviðræðun-
um slitnaði, átti ég tveggja kosta
völ. Annars vegar að gera tillögur
E
'l