Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 17
um verulega lækkun fjárveitinga til beggja spítalanna, sem hefði þýtt það að báðir spítalarnir hefðu verið meira og minna í lamasessi. Borgar- spítalinn, sem er annar helsti bráð- aspítali landsins og með slysaþjón- ustuna alla hér í Reykjavík, hefði þá verið höktandi á hækjum. Ég treysti mér ekki til þess að fara þá leið og gerði þess vegna tillögur sem miðuðu að því að varðveita þá þjón- ustu sem Borgarspítalinn býður upp' á. í staðinn kom niðurskurðurinn mjög harkalega niður á Landa- kotsspítala. Spítalinn hefur verið að veslast upp með hverju árinu vegna þess að kostur íslensku þjóðarinnar hefur þrengst með hveiju árinu til þess að veija fjármunum til sjúkra- húsanna hér í Reykjavík. Landa- kotsspítali hefur lent verr í því en hinir spítalarnir vegna þess að verið er að reyna að veija bráðaþjónustu hinna spítalanna; það er Borgarspít- alans, sem er helsti slysaspítali landsins, og Landspítala þangað sem allt bráðveikt fólk er flutt. Síðan upp úr sameiningarviðræð- um slitnaði hefur viðhorf Landakots- manna breyst. Ég hef m.a. fengið yfirlýsingar frá hjúkrunarstjórnend- um og læknum Landakots þess efn- is, að þeir tjá sig reiðubúna til frek- ari viðræðna við fulltrúa heilbrigðis- ráðuneytisins og Borgarspítala um aukna samvinnu og hagræðingu í rekstri með stofnun nýs sjúkrahúss í huga. Þarna er um að ræða al- gjöra breytingu á þeirri afstöðu sem áður lá fyrir. Og ég er að vona að þessi niðurstaða verði til þess að það takist að sameina Landakotsspítala og Borgarspítala í eitt öflugt sjúkra- hús. Nú standa viðræður yfir á grundvelli þeirra tillagna, sem ég fékk í desember. Þær viðræður virð- ast ganga vel. Fjármálaráðherra og ég erum sammála um að reyna að ljúka málinu á næstu dögum. Þá mun skapast nýtt viðhorf sem gerir það að verkum að hægt er að sam- nýta aðstöðu á þessum spítölum báðum og ná fram verulegum sparn- aði með hagræðingu og samstarfi, án þess að til mikilla uppsagna þurfi að koma.“ — Af hveiju breyttist afstaða Landakotsmanna? Var þeim ekki einfaldlega stillt upp við vegg með svo miklum niðurskurði? „Nei. Þeir hafa greinilega skoðað málið betur, en hvað svo sem því hefur valdið, hafa þeir breytt um afstöðu og það hef ég fengið stað- fest frá báðum aðilum. Það kemur hinsvegar ekkert fram, hvort sú breytta afstaða felist í skertri fjár- veitingu eða ekki, enda vissu menn það fyrirfram að ef ég neyddist til að skipta takmarkaðri fjárveitingu upp á milli spítalanna tveggja, þá gæti farið svona. Ef ekki er hægt að ná fram auknu samstarfi spítal- anna, aukinni samnýtingu og auk- inni hagræðingu, kemur þessi niður- skurður allur fram sem samdráttur í þjónustu og fækkun á starfsfólki, vegna þess að 70% af kostnaði í heilbrigðisþjónustu er launakostnað- ur. Nú er ég að vonast til að samein- ingin gangi upp. Þá verður hægt að draga mjög verulega úr hinum nei- kvæðu áhrifum samdráttarins vegna þess að þá verður hægt að hagræða og nýta fjármuni betur.“ Verkaskipting — Hvernig viltu að Borgarspítali og Landakotsspítali skipti með.sér verkum? „Fyrir liggur nefndarálit stjórn- enda spítalanna tveggja um skipt- ingu verka. Ég hyggst hafa það álit áfram sem vinnuplagg. En ef raun- verulegur vilji er fyrir sameiningu, gerist hún auðvitað undir sameigin- legri stjórn spítalanna. Ég ákveð ekki hvaða starfsemi verður á hvor- um stað, þótt ég sé að sjálfsögðu til viðræðu um það. Samkvæmt til- lögum nefndarinnar á Landakots- spítali ekki einvörðungu að vera hjúkrunarspítali. Þar á ýmis önnur starfsemi að fara fram. Tillögur nefndarinnar eru aðeins hugmyndir, sem liggja fyrir sem umræðugrund- völlur, en ekki skilyrði af minni hálfú, enda bjó ég þetta nefndarálit ekki til. Ég lít á sameiningu Borgarspítala og Landakotsspítala sem fyrsta skrefið í uppbyggingu spítalakerfis- ins í Reykjavík. Annars vegar erum MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 17 Ekki lengur borgunarmenn Heilbrigdis- og tryggingarádu- neytinu er gert að spara 3,4 til 3,6 milljarða króna af tæpum 44 milljörðum, sem fara áttu til heilbrigðis- og tryggingamála. við með þessi stóru aðgerðasjúkra- hús í Reykjavík, hinsvegar ágætlega búin sjúkrahús í næsta nágrenni. Mér finnst ekkert óeðlilegt að t.d. spítalarnir á Selfossi, Akranesi, Stykkishólmi, Keflavík og Hafnar- firði taki við sjúklingum til endur- hæfingar eftir aðgerðir á Reykjavík- urspítölunum." — Ef bráðaþjónusta Landakots- spítala verður aflögð og færð yfir á Borgarspítala, má ekki segja að að- eins sé um tilflutning á kostnaði að ræða? „Nei, það er raunveruleg hagræð- ing. Löngu áður en ég kom inn í þetta ráðuneyti voru menn i sam- starfsráði sjúkrahúsanna að ráðgera einmitt það að Landakot dragi sig út úr bráðaþjónustunni. Og í sam- tölum mínum við forsvarsmenn Landakots hafa þeir lýst áhuga sín- um á því að sjúkrahúsið verði í meira mæli gert að „elektívu“ sjúkrahúsi, það er að segja að það taki að ser í auknum mæli biðlistaað- gerðir. Ég er mjög jákvæður gagn- vart því. En nú hefur verið gengið það langt í niðurskurði til Landa- kots, að miðað við núverandi fjár- veitingar, getur spítalinn ekki heldur sinnt því hlutverki. Þrátt fyrir það bind ég vonir rnínar við að hægt verði að beina fjármunum til baka á grundvelli verkaskiptingar Borg- arspítala og Landakots. Sjúkrahúsin í Reykjavík hafa alls ekki verið rekin með eðlilegum hætti í mörg ár. Þau yandkvæði að fjár- magna rekstur sjúkrahúsanna eru löngu komin upp, þó að þau hafi færst í aukana með hveiju ári. Ef reka ætti sjúkrahúsin þijú áfram, miðað við að þau myndu starfa sitt í hveiju lagi, fullnýtt og með eðlileg- um hætti, myndi það kalla á hálfan annan milljarð til viðbótar. Þeir pen- ingar eru ekki til. Eina leiðin að mínu viti ti! þess að komast af þess- arri braut lokana og samdráttar, er að reyna að koma á samstarfi sjúkrahúsanna, til þess að koma í veg fyrir tvíverknað. Á ekki stærra svæði en stór-Reykjavíkursvæðinu er engin þörf á fjórfaldri bráðavakt. Einn bráðaspítali gerir miklu meira en að nægja fyrir þetta svæði. Ljóst er að niðurskurðurinn mun þýða aukið álag á sjúkrahúsin í Reykjavík og einhvern samdrátt í þjónustu. Hversu mikinn, veit ég ekki ennþá. Ljóst er að það er mun ódýrara fyr- ir samfélagið að veita því fólki heimahjúkrun, sem ekki þarf á stofnanainnlögn að halda. Það er eitt af því sem þarf að skoða í sam- vinnu við sveitarfélögin. En það er svo langt í frá að nokkur ástæða sé til að fólk beri í bijósti þann skelfi- lega ótta, sem mér finnst að búið sé að vekja upp í hugum allt of margra nú síðustu daga.“ — Hér á landi voru starfandi er- lendir ráðgjafar á vegum Ríkisspítal- anna á sl. ári. Þeir vöruðu við sam- einingu Borgarspítala og Landa- kotsspítala, en bentu jafnframt á að sameining Borgarspítala og Lands- pítala væri langhagkvæmasti kost- urinn. Hvert er þitt mat á þeirri nið- urstöðu? „Mér fannst ekki mikið til þeirrar skýrslugerðar koma. Þarna er um tvo spítala að ræða, annan í eigu ríkisins og hinn í tengslum við Reykjavíkurborg. Sjálfsagt væri hægt að ná fram aukinni hagræð- ingu með samstarfi og jafnvel sam- einingu þessarra tveggja spítala. En Borgarspítalamenn voru ekki og eru ekki reiðubúnir að ræða við Lands- pítalann um sameiningu. Ég get ekki þvingað fram „hjónaband" milli stofnana, sem ekki vilja sameinast.“ — í viðtali við Andra Arinbjarnar- son, ráðgjafa hjá einu stærsta ráð- gjafarfyrirtæki heims, í Mbl. sl. fimmtudag, kemur m.a. fram að flöt niðurskurðaraðferð gangi ekki upp því „sparnaðurinn" komi aftur til baka, t.d. í aukinni yfirtíð og útboði á verkum. Því sé þörf fyrir ráðgjafar- fyrirtæki í svo smáu samfélagi vegna þess að erfiðara sé fyrir stjórnendur að beita kostnaðarniðurskurði þegar þeir þekkja persónulega þá sem starfa innan fyrirtækisins eða stofn- unarinnar. Hvert er þitt álit á slíku fyrirkomulagi hjá hinu opinbera til dæmis? „Gallinn er sá að það eru engin ráðgjafafyrirtæki í heilbrigðisþjón- ustu til á íslandi. Við verðum því að stóla á þá fagþekkingu, sem til er hjá okkur sjálfum. Við höfum fengið hingað erlenda ráðgjafa til að gefa ráð um íslenska heilbrigðis- kerfið. Þeir hafa sagt okkur að við séum allt of fámenn þjóð til þess að nokkurt vit sé í því að vera hér með hjartaskurðlækningar, heila- skurðlækningar og taugaskurðlækn- ingar. Ef við hefðum hlustað á þá, hefði þessi starfsemi sennilega aldr- ei hafíst hér.“ Einkarekstur — Telurðu að til greina komi val- kostir innan heilbrigðiskerfisins, t.d. með auknum einkarekstri? „Það eru ýmsar einkastofnanir starfræktar hér á landi, þótt þær njóti framlaga ríkisins til rekstrar. Enginn þeirra aðila, að undanskild- um einum lækni, Eggert Jónssyni, sérfræðingi í bæklunarskurðlækn- ingum, hefur talið það fýsilegt eða mögulegt að starfrækja slíkar stofn- anir, öðruvísi en með framlögum frá ríkinu. Ég sé ekkert að gerast í okkar samfélagi, sem gefur til kynna að þar verði breyting á. Ef menn ætla að fara að reka einkavædda heilbrigðisþjónustu hér á landi, geta menn ekki bara týnt rúsínurnar úr deiginu. Þeir verða að taka þá áhættu, sem sá tekur, sem hættir sér út í einkarekstur og þeir verða að treysta sér til að standa undir stofnkostnaði í sérhæfðu húsnæði og tækjakosti. Hingað til hefur það nú ekki verið talinn gróðavegur að reka spítala á Islandi.“ Legugjald — í könnun, sem birt var í Mbl. sl. þriðjudag kom fram að 47% þjóð- arinnar var hlynnt því að starfrækt yrði sjúkrahús, sem byði sjúklingum að komast strax að og fá betri þjón- ustu.,en annars staðar, gegn 5 þús. kr. legugjaldi á sólarhring. Hvert er þitt álit á þessum niðurstöðum? „Ef það er skoðað hveijir nýta sjúkrahúsin, þá eru það náttúrulega bara þeir sem eru veikir. Meginhlut- inn af þeim sjúklingum, sem liggur inni á spítölunum, eru sjúklingar sem liggja þar mjög lengi, gamalt fólk, langlegusjúklingar, börn og fólk sem er að kveðja þetta líf. Ég held að engum íslendingi dytti til hugar að láta þetta fólk borga sérstaklega fyrir sig á spítölunum. Að minu áliti væri miklu nærtækara að láta þá ríkisstarfsmenn, sem þiggja mat hjá ríkinu, borga fullt verð fyrir matinn sinn heldur en sjúklinga. Og að mínu mati, er miklu nærtækara að loka barnaheimilum starfsfólks heldur en sjúkradeildum. Og ef á að spara í launakostnaði, þá ætti að ná sam- komulagi við starfsfólk um það að ekki verði greitt yfirvinnukaup, fyrr en að búið er að vinna fulla dag- vinnu, fremur en að segja upp fólki og senda það heim í atvinnuleysi. Stór hluti hjúkrunarfólks ræður sig í 40-50% starf, vinnur síðan fulla vinnu og fær þá greitt fyrir það sem upp á vantar á yfirvinnutaxta." Varað við — Stjórn Ríkisspítalanna hefur ákveðið að skila ekki inn tillögum um sparnað til ráðuneytisins fyrr en fyrir liggja skýrari línur frá ráðu- neyti til að vinna eftir. Hver eru þín viðbrögð við þeirri ákvörðun? „Þessi ákvörðun stjórnarnefndar Ríkisspítalanna kom mér vægast sagt mikið á óvart, því að hún var beðin um að vinna þetta með ná- kvæmlega sama hætti og allar aðrar stofnanir. Ég undra mig á því ef Ríkisspítalar telja sig ekki geta unn- ið þau verk, sem aðrar stofnanir hafa lokið við. Ef stjórnarnefnd Rík- isspítalanna treystir sér ekki til þess að gera ráðuneytinu grein fyrir því, hvaða áhrif þessi niðurskurður gæti haft á þeirra starfsemi, veit ég satt að segja ekki, hvernig ég á að með- höndla Ríkisspítalana, þegar ég fer í það nú á næstunni að skipta þeim 500 milljóna króna varasjóði, sem ég hef til ráðstöfunar." — Ertu með þessum orðum að vara Ríkisspítala við? „Já, ég er að vara þá við. Þeim ber að skila þessum tillögum inn með nákvæmlega sama hætti og öðrum stofnunum. Þeir hafa öfluga stjórnunardeild. Hún fær ekki góða einkunn, ef hún treystir sér ekki til þess að segja fyrir um, hversu mikið hægt er að spara með almennum aðhaldsaðgerðum og hversu stór hluti þurfi að koma fram sem sam- dráttur í þjónustu." — Er hlaupin pólitík í málið? „Nei, ég trúi því ekki.“ — Væri ekki óðs manns æði að ganga fram hjá Ríkisspítölum í út- deilingu varasjóðsins, þar sem Land- spítalinn er, þrátt fyrir allt, eins konar endastöð fyrir sjúklinga? „Borgarspítalinn og Landspítalinn eru endastöðvar, báðir tveir. Þær tillögur, sem ég hef fengið frá Borg- arspítalanum, bera það með sér að þar hafa menn lagt allt kapp á að vinna sína heimavinnu. Ég trúi ekki öðru en að ég fái jafngóða heima- vinnu frá Landspítalanum." — Felast í þessum niðurskurði tímabundnar aðgerðir eða frambúð- arbreyting? „Það fer nú eftir mörgu. Við erum fyrst og fremst að bregðast við minnkandi tekjum þjóðarinnar, núna fimm ár í röð. Þar áður, 1985-1987, vorum við vaðandi í peningum. Tekj- ur þjóðarinnar voru í stöðugri upp- sveiflu. Síðan tók við tekjufall, stöðnun og hnignun þannig að við erum ekki lengur borgunarmenn fyrir þeirri þjónustu, sem við viljum fá. Þá vaknar sú spurning, hvort við eigum að rgóta velferðarinnar út í reikning barna okkar. Undanfarin ár höfum við reynt að jafna þetta með erlendum lántökum, í þeirri von að efnahagsaðstæður færu batn- andi. En við sjáum ekki fram á nein- ar breytingar til bóta', að minnsta kosti ekki næstu tvö árin. Ef ástahd- ið batnar, er víst að velferðarkerfið hefur algjöran forgang um uppbygg- ingu. En ég get ekki gefið mönnum neinar vonir um, að á árinu 1993 verði betra efnahagsumhverfi en í ár. Við verðum að sníða okkur stakk eftir vexti. Fjöldafundir, mótmæli, samþykktir, hróp og köll breyta ekki staðreyndum. Ekkert af þessu býr til peninga." — Að lokum, finnst þér þetta ekki vera ruddalegar aðfarir? „Mér finnst mjög erfitt að bera ábyrgð á þessu. En hér er ég með ráðuneyti sem fer eftir þeim pólitísku ákvörðunum, sem ráðherrann tekur. Fólkið hér inni hefur unnið vel. Og ég hef átt ágæt samskipti við heil- brigðisstéttirnar, þrátt fyrir allt. Það getur enginn verið dómari í sjálfs sín sök, en ef ég á að segja alveg eins og er, finnst mér ég standa ansi mikið einn í þessu erfíða starfi. Ég fæ ekkert óskaplega mikinn stuðning." ítilefni af25 ára starfsafmœli Vald. Poulsen hf á Sudurlandsbraut 10, bjódum vid vidskiþtavinum okkar 15% afslátt afrafmagns- og handverkfærum Poulsen SUÐURLANDSBRAUT10, SÍMI686499. LEIÐANDI VÉLAVERSLUN íMEIRA EN 80ÁR. Og nú líka á sunnudögum kl. 11-17 KOLA PORTIO ÍAtmKaÐStOfrT kemur sífellt á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.