Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 18

Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 r VERDI OG OÞELLO eftir Þorvald Gylfason „Þegar Verdi og Boito birtust á sviðinu, ætlaði allt um koll að keyra. Verdi var kallaður fram ekki sjaldnar en 20 sinnum. Honum var færð silfurmappa með eiginhandar- áritunum og nafnspjöldum allra (!) Mílanóbúa. Að því loknu voru hestarnir spenntir frá vagni Verdis, svo að aðdáendur hans gætu dregið hann heim á hótel með handafli." Apf V. i- ~v>V tt f Aiuavi -ps'K- s y- ’o-Cx.'A' - ú vi ~-’v vvv <-L\ toiU n-VxSV'j'íL-.* 1 VI- I V\V -N - i--" 1 -'S r-s_;vt-L« v-vt-V.; 'v_v.. SwKi-'____vi_v Sv_L-v'vú-\>v;-v_. .W-v-v’- : -V h.>S-í\.Vsl *_r ,-L.LU ">,l >-< <. > iSsí B'-s --Vs.vv'-'-'i.-—I-..i-o.•. — . 'U' ’-V'V' ^^■sV-ÍLí'.- Uk I-U . V >'**>»* Verdi I. Krossgötur í Kaíró egar Aida var frumsýnd í Kaíró á aðfangadag jóla 1871, að viðstöddu stórmenni víðs vegar að með landstjóra Egyptalands og kvennabúr hans í broddi fylkingar, var Verdi sjálfur víðs fjarri. Hann hafði sett það skiiyrði fyrir fram- lagi sínu til hátíðahaldanna, að hann þyrfti ekki að vera með; hon- um leiddist til sjós. Aida vakti mikla hrifningu þegar á frumsýningunni í landi píramídanna. Verdi hafði óviðjafnanlegt lag á því að skara fram úr sjálfum sér án þess að ganga fram af .áhorfendum. Aida markaði tímamót. Það höfðu nokkrar aðrar óperur Verdis að vísu gert á undan henni. Verdi hafði orðið landsfrægur um alla Ítalíu, var nánast þjóðhetja, þegar Nabucco var settur á svið í Scala- leikhúsinu í Mílanó 1842 og fanga- kórinn fór eins og eldur í sinu um allan skagann, og hann hafði öðlazt heimsfrægð um fertugt með þríeyk- inu góða á árunum 1851-53: Rigo- letto, II trovatore og La traviata. Og ekki nóg með það: hann hafði bætt nokkrum glæsilegum óperum við afrekaskrá sína eftir það, þar á meðal Grímudansleik (1859), Valdi örlaganna (1862) og Don Carlos (1867). En Aida var öðruvísi: hún mark- aði annars konar tímamót. Fyrstu þættirnir tveir voru að visu gamli, góði Verdi: einsöngur hér, tvísöngur þar, og samsöngur og kórsöngur ofan á allt saman. Þannig ráku skýrt afmörkuð atriði hvert annað eins og perlur á bandi, alveg eins og í mörgum fyrri verkum hans. Allt var fyrsta flokks. Ekkert kom óþyrmilega á óvart. Verdi var enn betri en áður, en þó notalega samur við sig. Svo kom hlé, og allir önd- uðu léttar. 0g svo byijaði þriðji þáttur, og þá kvað við aldeilis annan tón. Marga áheyrendur rak í rogastanz. Söngur og hljóðfæraleikur runnu saman í eina órofa heild með mikl- um brag og blæbrigðum. Tónlist og texti urðu einn samfelldur flaumur líkt og í síðari verkum Wagners — án þess þó, að þessi stílbrigði yllu nokkru innbyrðis ósamræmi í Aidu, öðru nær. Hvað var um að vera? Hafði Verdi geflzt upp fyrir Wagner? II. Hvað fannst Verdi um Wagner? Margir áttu von á því, að Aida væri svanasöngur Verdis. Meistar- inn sagðist sjálfur vera hættur að semja. Hann vantaði tvö ár í sex- tugt, þegar þetta .var. Það var hár aldur: meðalævi ítala og annarra Evrópumanna var ekki nema 40 ár eða svo á þessum tíma. Yngri menn voru fyrirferðarmiklir í ítölsku tón- listarlífi. Einn þeirra var skáldið og tón- smiðurinn Arrigo Boito (1842- 1918), 29 árum yngri maður en Verdi. Boito var hallur undir nýja strauma að norðan og reyndi eftir megni að veita þeim inn í ítalska tónlist. Hann dáði Wagner. Honum þóttu öll verk Verdis fram að Aidu vera þunnur þrettándi í samanburði við óperur þýzka snillingsins, og hann fór ekki dult með þá skoðun í ræðum og riti. Sjálfur lét Verdi sér fátt um finnast. Og þó ekki; honum mislík- aði, þegar hann var borinn saman við Wagner. Og hann varð beinlínis öskuvondur, þegar hann var kallað- ur eftirherma; hann, sem hafði aldr- ei heyrt eða séð neitt af verkum Wagners nema Lohengrin í Bologna eftir dúk og disk, fimm vikum fyrir frumsýninguna á Aidu í Kaíró. Síðar sá hann Tannháuser í Vín- arborg, það var 1875, og sofnaði — „og það gerðu Þjóðverjamir líka“, segir Verdi í bréfi. Hann virðist þó hafa rumskað á milli, því að hann færði ýmsar athugasemdir inn í nótnaheftið, sem hann las í stúku sinni, meðan hann horfði og hlust- aði á það, sem fram fór á sviðinu. Heftið hefur varðveitzt. Athuga- semdirnar vitna ekki um mikla að- dáun að því sinni. En Verdi er auðvitað ekki einn um að hafa ekki kveikt á Wagner í hvelli. Hann hlustaði ekki á Nifl- ungahringinn í bílnum, eins og al- gengt er á okkar dögum. Wagner tekur tíma. Og svo þurfum við að gá að því, að Reykjavík, Róm og Ríó eru sneisafullar af fólki, sem hefur hlustað miklu oftar á bæði Verdi og Wagner en þeir áttu kost á sjálfir. Reyndar átti Verdi eftir að skipta um skoðun á Wagner, en samt ekki alveg. A efri árum lýsti hann mikilli aðdáun á verkum Wagners, einkum Lohengrin og Tristan og Isoldu; annan þátt Trist- ans kallaði hann í samtali eitt glæsi- legasta sköpunarverk mannsandans fyrr og síðar. Wagner (1813-83) var allur, þegar þessi dómur féll. En svo þegar Valkyijan var færð upp í Mílanó á sínum tíma, virðist Verdi ekki hafa nennt að fara í leik- húsið. „Svona tónlist á heima í þýzku umhverfi,“ sagði Verdi við blaðamann frá Berlín. „Hér á ítal- íu? Nei. Svona nokkuð gengur bara í Þýzkalandi. Tjaldið hefur ekki fyrr verið dregið frá en ljósin slokkna, og maður situr í svarta- myrkri eins og moldvarpa. í þessu myrkri og meðfylgjandi loftþyngsl- um dofnar svo yfir skilningarvitun- um, að tónlistin fer að hljóma eins og heima hjá sér.“ III. Boito stillir Verdi upp við vegg Verdi tortryggði þennan unga hrokagikk, Boito. Mörgum árum áður en Aida kom til skjalanna, 1863, hafði Boito látið hafa eftir sér heldur óvirðuleg ummæli um ástand ítalskrar listar; hann líkti því við skellu á vegg á utanverðu hóruhúsi. Verdi tók þetta til sín og fyrtist við. Skeytið gat varla hafa verið ætlað öðrum en honum, sem bar höfuð og herðar yfir önnur ít- ölsk tónskáld á þessum tíma; Ross- ini (1792-1868) var að vísu enn á lífi, en hann var löngu hættur að semja. Donizetti (1797-1848) og Bellini (1801-35) voru báðir komnir undir græna torfu. Þessi ummæli Boitos sátu í Verdi í sextán ár, eins og mörg bréf bera vitni um. Verdi var ekki auðveldur viðskiptis. Hann var léttur í lund, uppstökkur og stundum þunglynd- ur. Verdi og Boito áttu þó eftir að skipta um skoðun hvor á öðrum, síðar. Þegar Aida leit dágsins ljós, gerði Boito sér grein fyrir því, að hún var snilldarverk. Mörgum árum síðar hófu þessir menn samstarf, sem leiddi til gagnkvæmrar virðing- ar og vináttu. Boito gekk Verdi í sonarstað og sat við dánarbeð hans í Mílanó 1901. Árin eftir Aidu voru Verdi erfið að ýmsu leyti. Hann var setztur í helgan stein, þótt hann stundaði búskap í Busseto af heilum hug. Aida, kórónan á ævistarfi hans, hafði sannarlega fengið ágætar við- tökur, það vantaði ekki, og flest fyrri verk hans voru enn í miklum metum. En samt hafði þýzka óperu- hefðin, einkum verk Wagners, sótt mjög í sig veðrið sunnan Alpafjalla, sumpart fyrir áhrif Boitos og ann- arra ungra ákafamanna. IV. Wagner á Ítalíu Fleira lagðist á sömu sveif. Þjóð- veijar höfðu sigrað Frakka í styij- öldinni 1870-71, og Frakklandsvin- urinn Verdi hafði þungar áhyggjur af auknum áhrifum Þjóðveija í álf- unni. Þær reyndust réttmætar, því að stjórnmálaástandið í Evrópu var mjög ótryggt, allar götur þangað til Þjóðveijar hófu heimsstyijöldina fyrri 1914. Efnahagsástandið var erfitt víða um álfuna eftir stríðið 1870-71, og mörg ítölsk óperuhús lentu í fjár- hagsvandræðum. En þau sýndu verk Wagners oftar og oftar, ekki aðeins Lohengrin og Tannháuser, heldur líka Hollendinginn fljúgandi og æskuverkið Rienzi. Síðari verk Wagners heyrðust ekki á Ítalíu fyrr en eftir hans dag: Niflungahringur- inn dánarárið 1883, Tristan og Isold 1888 og Meistarasöngvararnir 1889. SíðastaóperaWagners, Pars- ifal, komst ekki á ítalskar fjalir fyrr en 1914, aðallega vegna þess að Cosima, ekkja Wagners, þvæld- ist fyrir; hún var mótfallin því, að helgileikurinn væri færður upp utan veggja musterisins í Bayreuth. Cosima; vel á minnzt. Dagbækur hennar hafa verið gefnar út í tveim hnausþykkum bindum. Þær eru fróðleg lesning. Færslurnar byija flestar eitthvað á þessa leið: „Rich- ard svaf ekki vel í nótt.“ Hvað um það, Wagner var vanur því, að verk hans væru ekki færð upp fyrr en eftir dúk og disk. Verdi bjó við betri kjör; blekið var varla þornað á nótnapappírnum, þegar óperur hans voru komnar á svið, ekki bara á Ítalíu, heldur í París og Péturs- borg og úti um allan heim. Þær voru rifnar út. Engu að síður gerði Verdi sér grein fyrir því, að hann gæti ekki boðið ítölskum áheyrendum upp á gamalt vín á nýjum belgjum nú, eins og þegar hann samdi II trov- atore og La traviata strax á eftir Rigoletto tuttugu árum áður. Nei, nú varð hann annaðhvort að bjóða upp á eitthvað alveg nýtt, eins og hann hafði til dæmis gert í þriðja og fjórða þætti Aidu, eða þá láta pennann liggja. V. Hann ætlar að drepa þig, Desdemóna! Tíminn leið. Verdi hafði lesið og dáð leikrit Shakespeares frá ungl- ingsárum. Hann hafði samið Mac- beth (1847). þessi ópera hefur lifað góðu lífi fram á þennan dag, þótt hún sé ekki í hópi þeirra verka Verdis, sem eru oftast sett á svið. Verdi glímdi við Lé konung í meira en hálfa öld án árangurs; hann

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.