Morgunblaðið - 09.02.1992, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992
19
spreytti sig fyrst á því verki 1843
og gafst ekki upp fyrir fullt og allt
fyrr en 1896.
Önnur tónskáld höfðu líka samið
óperur við leikrit Shakespeares,
þótt það væri ekki þá til siðs á ítal-
íuskaga að leika Shakespeare á
sviði. Óþelló (1816) eftir Rossini var
til að mynda vinsælt verk um land-
ið þvert og endilangt. Óperutextinn
er að vísu svo frábrugðinn fyrir-
Ricordi, forleggjari Verdis og
vinur.
Maurel, sem fyrstur söng Jago.
myndinni, að Shakespeare er næst-
um óþekkjanlegur í fyrstu þáttun-
um tveim. Jago, sem er tenór eins
og Óþelló, er hryggbrotinn elskhugi
Desdemonu. Vasaklúturinn, sem
gegnir lykilhlutverki í leikritinu,
kemur hvergi við sögu, og það ger-
ir Cassio reyndar ekki heldur. Lengi
framan af lætur Óþelló engar til-
fínningar í Ijós nema geðvonzku.
Einkum og sér í lagi sýnir hann en
gin merki þess.'að hann unni Desd-
emonu, og hann syngur ekki einu
sinni á móti henni, fyrr en hann
kyrkir hana í lok þriðja og síðasta
þáttar. Þá fyrst birtist Shakespe-
are, og þá verður tónlistin óneit-
anlega fyrsta flokks.
Svo hörmuleg endalok voru mjög
óvanaleg á óperusviði á þessum
tíma. Það kvisaðist út eftir frum-
sýninguna í Napólí, hvaða örlög
biðu Desdemonu í leikslok, og á
næstu sýningum æptu áhorfendur
og blístruðu til að vara hana við,
þegar Óþelló nálgaðist rekkju henn-
ar óður af afbrýði í lokaþættinum.
Af þessu varð svo mikið ónæði í
leikhúsinu, að Rossini breytti endin-
um á þann veg, að Óþelló hvarf frá
fyrirætlan sinni og elskendurnir
sættust og féllust í faðma á svið-
inu, áður en tjaldið féll, við ósvikinn
fögnuð áhorfenda.
VI. Kvöldmáltíð í Mílanó
Það var fyrir tilstilli Ricordis,
forleggjara Verdis í Mílanó, að
yerdi fékkst til að takast á við
Óþelló (hér er fylgt þeirri venju að
nefna leikritið á íslenzku, én óper-
una á ítölsku). Ricordi og aðrir vin-
ir Verdis vildu fyrir alla muni fá
hann til að lyfta pennanum á ný,
en gamli maðurinn þráaðist við.
Þeim rann það til rifja, að hann
skyldi vera hættur að skrifa, þvi
að þeim fannst hann vera í fullu
§öri. Að vísu var .Verdi ekki alveg
aðgerðalaus, þótt hann þættist vera
hættur. Hann samdi Sálumessu
(1874), en hann fór sér hægt að
öðru leyti.
Ricordi dó ekki ráðalaus. Þegar
Verdi og Giuseppina kona hans
buðu honum ásamt hljómsveitar-
stjóranum Faccio til kvöldverðar á
hóteli hjónanna í Mílanó einu sinni
sem oftar, kom Ricordi vel undirbú-
inn. Þetta var sumarið 1879. Ric-
ordi tókst að fá Verdi til að ljá
máls á því að semja óperu eftir
Óþelló gegn því, að Boito fengist
til að semja textann upp úr leikriti
Boito, höfundur textans.
Shakespeares. Ricordi og Faccio
voru á svipuðu reki og Boito næst-
um mannsaldri yngri en Verdi. Ric-
ordi var trúlega búinn að fá Boito
til verksins, en hann hélt því leyndu.
Verdi var tortrygginn. Hann var
ekki búinn að gleyma ummælum
Boitos um skelluna á veggnum
sextán árum áður, þótt Boito hefði
reynt að bæta fyrir þau. Boito var
kominn í heldri skálda tölu, þegar
þetta var, og hann hafði þar að
auki vakið athygli fyrir óperuna
Mefistofele (1868). Daginn eftir
kvöldverðarboðið kom Faccio með
Boito til Verdis til frekara skrafs
og ráðagerða, og þrem dögum síðar
kom Boito aftur til Verdis með ýtar-
leg drög að texta. Verdi sá á svip-
stundu, að textinn var afbragð.
VII. Samvinna við Boito
Samstarf þeirra hófst smám
saman eftir þennan fund. Boito tók
að sér að endurskoða textann við
óperu Verdis frá 1857, Simon Bocc-
anegra, meðan Verdi lagfærði tón-
listina. Nýja gerðin var sett á svið
í Mílanó 1881. Þarna mætast gam-
all og nýr Verdi líkt og í Aidu. þetta
er prýðileg ópera, en hún er sjaldan
færð upp nú á dögum af einhveijum
ástæðum. Þessu næst hófst Verdi
handa við að endurskoða og stytta
Don Carlos frá 1867 ásamt Ghisl-
anzoni, sem hafði samið textann
við Aidu. Ný gerð í fjórum þáttum
í stað fimm var frumsýnd 1884,
einnig í Scala-leikhúsinu. Allt gekk
að óskum. Óþelló sat á hakanum.
Einn góðan veðurdag rak Verdi
augun í blað frá Napólí, þar sem
það var haft eftir Boito, að hann
harmaði það að geta ekki samið
tónlistina við Óþelló sjálfur. Verdi
brá í brún. Hann bauðst umsvifa-
laust til að skila Boito handritinu
að textanum. Boito skrifaði Verdi
þá strax alúðlegt afsökunarbréf og
sagðist aldrei hafa sagt eða hugsað
neitt þessu líkt. í bréfinu til Verdis
stóð þetta meðal annars: „Þú einn
getur samið tónlist við Óþelló. Allt
sköpunarverk þitt er lifandi sönnun
þess.“ Verdi varð rórra, en hann
var lengi að jafna sig.
Texti Boitos fylgir leikriti Shake-
speares í öllum aðalatriðum, stund-
um orðrétt eða því sem næst, en
hann er hnitmiðaður og miklu
styttri. Sumum fínnst hann beinlín-
is betri en frumgerðin. Boito kemur
efninu til skila í innan við 800 ljóð-
línum í stað 3.500 eða þar um bil
í frumgerðinni. Styttingin felst
meðal annars í því, að fyrsti þáttur
leikritsins, sem gerist í Feneyjum,
er felldur niður, þannig að sögusvið-
ið er Kýpur frá upphafi til enda.
Óperutextinn er í fjórum þáttum.
Atburðarásin er hröð: Óþelló birtist
sigursæll á sviðinu í fyrsta þætti
og játar Desdemonu ást sína; legg-
ur svo trúnað á lygavef Jagos í
öðrum þætti; örvinglast og auðmýk-
ir Desdemonu í þriðja þætti; og
myrðir hana í afbrýðisæði og drep-
ur sjálfan sig í fjórða og síðasta
þætti. Trúlega hefur tónskáld sjald-
an eða aldrei fengið betri óperu-
texta í hendur en Verdi fékk í þetta
sinn.. Verdi skildi, að nú var að
duga eða drepast.
Verdi tók ekki til við tónsmíðam-
ar að heita má fyrr en 1884, þá
kominn á áttræðisaldur. Hann
skrifaðist á við Boito, bað hann að
Tamagno, tenórinn mikli, sem
fyrstur söng Óþelló.
lagfæra textann hér og þar og ráð-
færði sig við hann um ýmislegt.
Boito brást vel við í hvívetna. þeir
hittust annað veifið. Verdi var
ánægður með árangurinn og hældi
samverkamanni sínum á hvert reipi.
Lengi vel ætluðu þeir að skíra óper-
una í höfuðið á skíthælnum Jago
til aðgreiningar frá óperu Rossinis,
sem var enn á allra vörum, en þeir
féllu frá því á endanum. Óþelló
varð ofan á. Verdi lagði lokahönd
á hljómsveitarútsetninguna 1. nóv-
ember 1886.
Þann dag skrifaði hann Boito
bréf, sem byijar svona: „Kæri Boito!
Nú er þessu lokið! Gott hjá okkur!
(og Honum!!).“ Með „Honum!!“ Átti
Verdi líklega við Shakespeare. Það
kemur þessu máli að vísu ekki við,
en Verdi notaði upphrópunarmerki
óspart í bréfum sínum, stundum
átta í einni bendu, ef honum var
mikið niðri fyrir.
VIII. Frumsýning
Skömmu síðar hófust æfingar í
Scala-leikhúsinu. Verdi fylgdist
með þeim, en Faccio vinur hans
stjómaði hljómsveitinni.
Tamagno (1850-1905), tenórinn
mikli, söng Óþelló. Verdi hafði
skrifað hlutverkið með hann í huga,
enda hafði Tamagno áður sungið
titilhlutverkið í Don Carlos og
Radames í Aidu. Faccio og Verdi
skiptust á um að segja honum til á
æfíngum. Verdi hafði svolitlar
áhyggjur af honum, því að Tam-
agno átti ekki gott með að syngja
veikt og halda lagi samtímis, eins
og nauðsyn krafði, til dæmis í loka-
þættinum, þegar Oþelló syngur yfir
líki Desdemonu. Maður öskrar ekki
á liðið lík eða hvað? En Tamagno
lét sig hafa það. Verdi fékk ekki
rönd við reist. Á einni æfingunni
hrópaði Verdi „“Nei, nei, nei!“ utan
úr sal og rauk upp á svið til að
sýna Tamagno, hvernig hann ætti
að syngja og svipta sig lífí. Það
mun hafa verið tilkomumikil sjón.
Maurel (1848-1923), franskur
barítónsöngvari, söng Jago. Hann
var einn dáðasti söngvari sam-
tímans og frábær leikari. Hans beið
líka titilhlutverkið í síðustu óperu
Verdis, Falstaff, sex árum síðar,
1893. Túlkun hans á óþokkanum
þótti óaðfinnanleg í alla staði.
Hlutverk Desdemonu söng sópr-
ansöngkonan Pantaleoni (1847-
1917). Verdi valdi hana sjálfur, en
hann var þó ekki alls kostar ánægð-
ur með söng hennar. Hún náði ekki
heldur heimsfrægð eins og Tam-
agno og Maurel. Henni var samt
engan veginn alls varnað. Hún þótti
hafa mikið aðdráttarafl á sviði. Hún
var þar að auki hjákona hljómsveit-
arstjórans.
Svo rann frumsýningardagurinn
upp, 5. febrúar 1887. Öll Mílanó
logaði af eftirvæntingu. Margir
þóttust vita, að Verdi hefði áskilið
sér rétt til að hætta Við allt saman,
ef honum líkaði ekki aðalæfingin.
Götur borgarinnar voru krökkar af
fóiki frá því eldsnemma um morg-
uninn. Um kvöldið voru allir áhorf-
endur komnir í sæti sín í leikhúsinu
heilum klukkutíma, áður en sýning-
in hófst.
Sýningin tókst vel. Fagnaðarlæt-
in í leikslok voru gríðarleg. Margir
grétu. Þegar Verdi og Boito birtust
á sviðinu, ætlaði allt um koll að
keyra. Verdi var kallaður fram ekki
sjaldnar en 20 sinnum. Honum var
færð silfurmappa með eiginhand-
aráritunum og nafnspjöldum allra
(!) Mílanóbúa. Að því loknu voru
hestarnir spenntir frá vagni Verdis,
svo að aðdáendur hans gætu dregið
hann heim á hótel með handafli.
Það var ekki um að villast: Verdi
hafði tekizt það, sem hann ætlaði
sér.
IX. Wagiier bak við tjöldin?
Var Óþelló saminn undir áhrifum
af verkum Wagners? Verdi sjálfum
þótti þessi spurning fráleit og bein-
línis ósvífin. Samt halda margir
áfram að velta þessu fyrir sér.
Tónskáld læra hvert af öðru og
af sjálfum sér. Það segir sig sjálft,
og þannig á það að vera. Tónskáld
hljóta að fylgjast með framþróun
tónlistarinnar, um leið og þau reyna
að leggja eitthvað frumlegt af
mörkum. Ungir menn standa á öxl-
um eldri manna. Sumir berast með
straumnum, aðrir valda straum-
hvörfum. Verdi og Wagner lærðu
mest af sjálfum sér. Hvor hafði sinn
stíl — sterkan og persónulegan stíl,
sem tók stöðugum breytingum alla
ævi beggja.
Óþelló er rammítölsk ópera, bæði
tónlist og texti. Tónlistin þjónar
textanum. Atburðarás verksins er
auðskiljanleg og skýr og svo áhrifa-
rík, að sumir áhorfendur telja sig
ekki þurfa á tónlistinni að halda til
að geta notið óperunnar til fulls.
Umgerðin á ekkert skylt við þann
germanska hugarheim, sem Wagn-
er hrærðist í. Operan er stutt; hún
tekur um tvo tíma í flutningi. Allar
óperur Wagners eru miklu lengri.
Tónlistin í Óþelló er samin í beinu
framhaldi af Aidu. Ekki vantar at-
riðin, sem voru aðalsmerki Verdis
alla ævi: drykkjusöngvarnir og ást-
ardúettinn í fyrsta þætti, trúaijátn-
ingin og vasaklútskvartettinn í öðr-
um þætti, kórinn mikli í þriðja
þætti og pílviðarsöngurinn í fjórða
þætti bera vitni um það. Þannig
rekur hvert atriði annað eins og í
fyrri verkum Verdis. Handbragðið
leynir sér ekki.
Meginmunurinn er sá, að atriðin
í Óþelló renna saman í eina sam-
fellda, saumlausa heild. Það er þess
vegna erfitt að greina nákvæmlega,
hvar eitt atriði byijar og annað tek-
ur við. Ríkidæmið í tónlistinni er
svo mikið, að það er lítið sem ekk-
ert um endurtekningar. Hljómsveit
og kór gegna mikilvægara hlutverki
í Óþelló en í fyrri verkum Verdis.
Söngraddimar eru þó alltaf i aðal-
hlutverki og hljómsveitin leikur
með, en ekki öfugt eins og víða í
síðari verkum Wagners. Og Verdi
notaði ekki leiðsögustef eins og
Wagner, þótt hann endurtæki stef
og stef hér og þar, eins og til dæm-
is kossastefið, sem auðkennir ástir
Óþellós og Desdemonu, upphaf
þeirra og endalok.
Höfundur er prófessor við
viðskiptadeild Háskóla íslands.
Við veitum þér:
★ Þitt eigið hár sem vex ævilangt
Ókeypis ráðgjöf og skoðun hjá
okkur eða heima hjá þér
★ Skriflega lifstíðarábyrgð
★ Framkvæmt af færustu læknum
Skanhár
Klapparbergi 25,111 Reykjavík.
Sími 678030.
Simi:.
Heimilisfang:.
Póstnúmer:.
HANDMENNTASKOU ISLANDS
BOX14Ó4 121 REYKJAVÍK SÍmI: 91/627644
Handmenntaskóli íslands hefur kennt yfir 1800 íslendingum bæði heima og
erlendis á síðastliðnum ellefu árum. Hjáokkurgetur þú lært Teikningu, Lita-
meðferö, Skrautskrift, innanhússarkitektúr, Híbýlafræ&i og Garðhusa-
gerð - fyrir fullorðna - og Föndur og Teikningu fyrir börn í bréfaskóla-
formi. Þú færð send verkefni frá okkur, sendir okkur úriausnir þínar og þær eru
sendar leiðréttar til baka. - Biddu um kynningu skólans með þvi að senda
nafnog heimilisfangtilokkareðahringdu í sfma 627644 núnastrax.símsvari
tekur við pöntun þinni á nóttu sem degi. -Tímalengd námskeiðanna stjómar
þú sjálf(ur) og getur því hafið nám þitt, hvenær sem er, og verið viss um fram-
haldið. Hér er tækifærið, sem þú hefur beðið eftir til þess að læra þitt áhuga-
svið á auðveldan og skemmtilegan hátt. - Nýtt hjá okkur: Listmálun.
ÉG ÓSKA EFTIR AÐ FÁ SENT KYNNINGARRIT HMÍ
MÉR AÐ KOSTNAÐARLAUSU
7 NAFN.
HEIMILISF.
J