Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 21
MOKGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992
21
Morgunblaðið/Stefán
Snúlla á Efri-Brunná sem mjólkaði allra kúa mest í fyrra og setti
nýtt íslandsmet.
Mesta ársnyt kúa frá upphafi skýrsluhalds:
Snúlla 61 frá Efri-
Brunná mjólkaði
yfir 10 þúsund kg
AFURÐAHÆSTA kýrin á síðasta ári var Snúlla 61 á Efri-Brunná
í Saurbæjarhreppi, Dalasýslu, en hún mjólkaði 10.259 kg, og er
það nýtt Islandsmet. Fyrra met átti Fía 153 á Hríshóli í Eyjafirði,
en hún mjólkaði 9.551 kg árið 1983. Eigandi Snúllu er Sturlaugur
Eyjólfsson, og var hann með afurðahæsta kúabúið á landinu í fyrra,
en kýr hans mjólkuðu að meðaltali 6.468 kg, og er þar jafnframt
um nýtt íslandsmet að ræða. Meðalársnyt kúa í fyrra var sú mesta
frá því skýrsluhald nautgriparæktarfélaganna hófst, eða 4.179 kg
mjólkur að meðaltali.
Sturlaugur Eyjólfsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið meðal
annars þakka hagstæðu tíðarfari
og góðum heyjum það hve kýrnar
hans mjólkuðu vel á síðasta ári,
og einnig hefði kynbótastarfíð
skilað árangri. Sturlaugur er með
rúmlega meðalbú, eða 120 þús.
lítra fullvirðisrétt, og yfírleitt með
20-25 kýr. Hann er eingöngu með
kúabúskap og dálítið kálfaeldi.
„Ég er eingöngu með bundið
þurrhey og fóðurbæti, en hvorki
vothey né rúllur. Það hafa verið
mjög góð hey síðustu tvö árin,
og það hjálpar auðvitað til að fá
góða nyt. Fóðurbætisnotkun hjá
mér hefur verið svipuð undanfarin
ár, en sú sem mjólkaði mest núna
fékk nokkuð mikinn fóðurbætir.
Afkoman af búinu er alveg þokka-
leg þar sem ég er með gamlar
fjárfestingar og litlar skuldir, en
í þessu eins og öðru munar það
öllu hvort menn eru með gamlar
eða nýjar fjárfestingar," sagði
hann.
Mesta ársnyt frá
upphafi skýrsluhalds
Ársnyt í fyrra var sú mesta frá
því skýrsluhald nautgriparæktar-
félaganna hófst, eða 4.179 kg
mjólkur að meðaltali. Það er 38
kg meira en árið 1990, sem var
metár, en þá gáfu kýmar að með-
altali af sér 136 kg meira en árið
1989.
Jón Viðar Jónsson, ráðunautur
hjá Búnaðarfélagi íslands, sagði
að afurðaaukningin á síðasta ári
væri sérstaklega mikil í ljósi þess
að kjarnfóðurnotkun hefði þá enn
dregist saman, en samdrátturinn
var að meðaltali um 12% á grip.
„Síðastliðið ár var einnig ein-
stakt til framleiðslu vegna hag-
stæðs tíðarfars, og þá hefur rækt-
unarstarfið sem við höfum unnið
að skilað sér sérstaklega vel við
þessar aðstæður. Það er því sam-
virkni allra þátta sem tryggir
þennan árangur," sagði hann.
Snúlla á Efri-Brunná, sem
mjólkaði mest í fyrra, er dóttir
Þorra 78001, og sem fyrr segir
mjólkaði hún 10.259 kg. í öðru
sæti varð Búbót 145 á Raufar-
felli, A-Eyjaíjallahreppi, en hún
mjólkaði 9.204 kg, og í þriðja
sæti var Barbara 150 á Nýabæ,
Andakílshreppi, sem mjólkaði
9.007 kg. Aðrar kýr sem mjólkuðu
yfír 8.000 kg eru Rák á Gautlönd-
um, Mývatnssveit, Kolgríma á
Oddgeirshólum, Hraungerðis-
hreppi, Mjöll og Hosa á Litlu-
Tungum, Holtum, Skjalda á
Minni-Hattardal, Súðavík,
Skvetta á Syðri-Bægisá, Öxnadal,
Laufa á Efra-ási, Hólahreppi,
Frekja á Holtsdal, Eyjafjarðar-
sveit, Stjama á Miðkoti, V-Lan-
deyjum, Pía á Dýrastöðum, Norð-
urárdalshreppi, og Skúta á Gröf,
Breiðuvík.
Bestu meðalafurðirnar voru
sem fyrr segir 6.468 kg hjá Stur-
laugi Eyjólfssyni á Efri-Brunná.
í öðm sæti varð bú Guðlaugs
Jónssonar á Voðmúlastöðum, A-
Landeyjum, en kýmar hans
mjólkuðu 6.175 kg að meðaltali.
Önnur afurðahæstu búin eru:
Klemens Halldórsson, Dýrastöð-
um Norðurárdal, Viðar Þorsteins-
son, Brakanda, Skriðuhreppi,
Hallsteinn Haraldsson, Gröf,
Breiðuvík, Jón og Sigurbjörg,
Búrfelli, Ytri-Torfustaðahreppi,
Iðunn Jónmundsdóttir, Örnólfs-
dal, Þverárhlíð, Félagsbúið Holts-
eli, Eyjafjarðarsveit, Reynir
Gunnarsson, Leirulækjarseli,
Álftaneshreppi, og Félagsbúið
Efri-Brúnavöllum II, Skeiðum.
Ráðunautafundur 1992:
Staða landbúnaðar í
ljósi nýrra viðhorfa
Á ÁRLEGUM ráðunautafundi Búnaðarfélags íslands og Rannsóknar-
stofnunar landbúnaðarins, sem hefst á mánudag og lýkur á föstu-
dag, verður fjallað um stöðu landbúnaðar og dreifbýlis í ljósi nýrra
viðhorfa.
Fjallað vðTður um þær breytingar viðræðna um evrópskt efnahags-
sem verða á rekstrarumhverfi land- svæði.
búnaðarins og úrvinnslugreina hans
þegar nýr búvörusamningur tekur
gildi næsta haust, og jafnframt
stöðu landbúnaðarins með tilliti til
Fundinn sitja ráðunautar búnað-
ar sambandanna, landsráðunautar,
bændaskólakennarar og sérfræðing
ar RALA.
GATT-samkomulags og samninga-
Greinargerð um brottnám og ígræðslu líffæra:
Samvinna við ígræðslu-
miðstöðvar undirbúin
Stutt í endanlega ákvörðun segir Páll Asmundsson yfirlæknir
Öfullnægjandi upplýsingar frá
ígræðslusjúkrahúsum í London
eru nú það sem helst tefur að
taka megi ákvörðun um hvaða
ígræðslumiðstöð íslendingar
muni eiga samstarf við í framtíð-
inni. Hugmyndin er að skipta ein-
ungis við eina ígræðslumiðstöð
og myndi hún sjá um að sækja
hingað líffæri úr nýlátnu fólki
og koma þeim til hentugra líf-
færaþega. I staðinn myndi mið-
stöðin taka Islendinga á biðlista
og veita þeim sömu ígræðsluþjón-
ustu og fólki i viðkomandi landi.
Nefnd á vegum læknaráðs Borg-
arspítala, Landakotsspitala og
Landspítala um brottnám líffæra
og ígræðslu líffæra telur að til
greina komi að ganga til sam-
starfs við 3 norræn sjúkrahús auk
Royal Brompton-sjúkrahússins í
London. Norrænu sjúkrahúsin
skipta öll við Scandiatransplant
stofnunina sem sér um dreifingu
ígræðslulíffæra á Norðurlöndun-
um en þaðan hafa komið flest
þeirra nýrna sem grædd hafa
verið í íslenska sjúklinga í 20 ár.
Páll Ásmundsson, yfírlæknir á
Landspítalanum og formaður nefnd-
arinnar, sagði að kveikjan að hlut-
verki hennar væru lög frá því í
mars á síðasta ári þar sem opnuð-
ust möguleikar á að fjarlægja líf-
færi úr nýlátnu fólki til ígræðslu.
Störf nefndarinnar hefðu miðað að
því að gera tillögur um hvernig
nýta mætti líffæri samkvæmt lögum
þessum.
Þó ekki hafí áður verið tekin líf-
færi til ígræðsju úr íslendingum
hafa allmargir íslendingar gengist
undir líffæraígræðslur á erlendri
grund. Má þá sérstaklega nefna að
rúmlega 40 íslendingar hafa fengið
nýru úr nýlátnum á Rigshospitalet
í Kaupmannahöfn í gegnum Scan-
diatransplant stofnunina án þess að
nokkur líffæri kæmu á móti og
grædd hafa verið 3 hjörtu í íslend-
inga á vegum dr. Magdi Yacoub á
Royal Brompton-sjúkrahúsinu í
London. Þá hafa 2 lifrar verið
græddar í Kings Collega Hospital í
London og 1 í Pittsburgh.
Ólíklegt að íslensk líffæri
verði grædd í íslendinga
Engu að síður er sá fjöldi fólks
sem árlega þarf á nýjum líffærum
að halda ekki nægilega mikill til
þess að nefndin telji ráðlegt að hefja
hér ígræðslu að svo stöddu. Hún
leggur hins vegar til að leitað verði
eftir samstarfí erlendis.
„Við mælum með sambandi við
eina ígræðslumiðstöð erlendis og
myndi hún sjá um að sækja hingað
líffæri með mjög stuttum fyrirvara,
taka þau út með sér aftur og græða
í hentugan líffæraþega," sagði Páll
Ásmundsson í þessu sambandi.
„Annars er skylt að benda á að það
yrði algjör tilviljun að íslenskt líf-
færi hentaði íslendingi af biðlista.
Hvað samstarfíð við ígræðslustöð-
ina varðar mundum við á móti vilja
að hún tæki alla íslendinga á bið-
lista hjá sér hvaða ígræðslulíffæri
sem þá vantaði og að þeir nytu sömu
réttinda og fólk á staðnum.“
Hér má bæta því við að líklega
verður hægt að nýta líffæri úr 8-10
íslendingum með umtöluðum hætti
árlega og svarar sá fjöldi nokkurn
veginn til þarfa okkar fyrir ígræðsl-
ulíffæri. Líffæri úr einum manni
geta bjargað allt að 5 líffæraþegum.
Ekki mælt með útgáfu
gjafakorta
Fjallað er um ýmsa þætti er tengj-
ast líffæraflutningi í greinargerð og
tillögum nefndarinnar. Má þar
nefna umfjöllun um hvaða sjúkrahús
skuli leggja fram líffæri og kemst
nefndin að þeirri niðurstöðu að
Reykjavíkurspítalarnir þrír ættu í
byijun að leggja til þau líffæri sem
nýtileg verða. Þá er lögð áhersla á
Páll Ásmundsson yfirlæknir á
Landspítala og formaður nefnd-
ar um brottnám og ígræðslu líf-
færa.
þátt heilbrigðisyfirvalda í almenn-
ingsfræðslu um brottnám líffæra til
ígræðslu og fræðslu til starfsfólks
sjúkrahúsa. Ekki er mælt með út-
gáfu gjafakorta (donor cards) af
hálfu heilbrigðisyfirvalda þar sem
reynslan sýni að þau skili fáum líf-
færum og leyfís sé hvort sem er
Ieitað hjá ættingjum hins látna.
Hins vegar segir að tæpast verði
amast við dreifingu slíkra korta á
vegum samtaka eða einstaklinga
enda geti þau vakið gagnlegar um-
ræður.
Nefndin leitaði til 5 sjúkrahúsa
vegna hugsanlegs samstarfs um
brottnám líffæra hérlendis ,og
ígræðslu í íslenska sjúklinga. Þau
eru Rigshospitalet í Kaupmanna-
höfn, Rikshospitalet í Osló, Sahl-
grenska sjukhuset í Gautaborg,
Akademiska sjukhuset í Uppsölum
og Royal Brompton og Kings Coll-
ege Hospital í London. Akademiska
sjukhuset hefur nú helst úr lestinni
og Páll Ásmundsson segir að enn
hafí ekki borist fullnægjandi upplýs-
ingar um þjónustu Lundúnasjúkra-
húsanna. „Það má eiginlega segja
að beðið sé þessara upplýsinga til
þess að hægt sé að taka ákvörðun
um samstarf," segir hann.„Allar
njóta ígræðslumiðstöðvar þessar
álits og hafa sýnt góðan árangur.
Margs er þó að gæta við valið og
verður það hlutverk heilbrigðisyfir-
valda.“
Skyldum að gegna við
Scandiatransplant
Öll norrænu sjúkrahúsin skipta
við Scandiatransplant og er ítrekað
í greinargerð nefndarinnar að Ís-
lendingar eigi skyldum að gegna
gagnvart hinni samnorrænu stofn-
un. Segir orðrétt í kafla um mat á
innsendum tilboðum: „Við höfum
notið góðs af starfi þeirrar stofnun-
ar um 20 ára skeið, þar sem eru
flest þeirra rúmlega 60 nýrna sem
grædd hafa verið i íslenska sjúkl-
inga, en aldrei höfum við lagt þar
nein líffæri af mörkum. Við höfum
átt fullgildan fulltrúa í mörg ár f
norrænu ígræðslunefndinni, sem er
eins konar stjórnarnefnd Scandiatr-
ansplant. Hefur þessi starfsemi ver-
ið talin lýsandi dæmi um samstarf
Norðurlandaþjóða eins og það gerist
best. Hagsmunum okkar virðist vel
borgið innan ramma þessarar stofn-
unar.“
í nefndinni sátu, auk Páls, pr.
Jónas Magnússon, Landspítala, dr.
Ólafur Jónsson, yfírlæknir á Borg-
arspítala, Torfí Magnússon, sér-
fræðingur í taugasjúkdómum, Borg-
arspítala og Viðar Hjartarson, yfír-
læknir á Landakoti.
Mjög falleg og
ljóðræn tónlist
- segir Marta G. Halldórsdóttir sem
syngur einsöng 1 Máríuvísum
MARTA G. Halldórsdóttir syng-
ur einsöng með Kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð og
Hamrahlíðarkómum í Máríuvís-
um eftir Hróðmar I. Sigur-
björnsson í Hallgrímskirkju
mánudaginn 10. febrúar kl.
19.10. Verkið er hluti af tónlist-
ardagskrá í tilefni 1100 ára
sönghefðar á íslandi. Tónleik-
unum verður útvarpað beint til
20 Evrópulanda í samvinnu við
Evrópubandalag útvarpsstöðva.
Marta stundaði söngnám í Tón-
listarskólanum í Reykjavík undir
leiðsögn Sieglinde Kahmann og
lauk þaðan einsöngvaraprófi
1988. Um haustið hóf hún nám í
tónlistarháskólanum í Múnchen í
Þýskalandi. Þar nemur Marta hjá
Daphne Evangelatos.
Þegar spurst var fyrir um Már-
íuvísurnar sagði Marta að þær
væru af andlegum toga. „Þær eru
eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson
við texta Lilju eftir Eystein munk.
Tónlistin er hljómmikil og byggist
á hljómaklösum fremur en melód-
íum. Hún er mjög falleg og ljóð-
ræn,“ sagði hún.
Marta reiknar með að halda
áfram námi í Múnchen næsta vet-
ur. Hvað þá tekur við er ekki
ákveðið. „Það er erfitt að fá vinnu
úti um þessar mundir. Allt er að
fyllast af Bandaríkjamönnum og
Áustur-Evrópubúum. Annars
verður að vaða á þennan markað
Marta G. Halldórsdóttir
vegna þess að því er ekki endilega
þannig farið að besti söngvarinn
fái hlutverkin heldur er spurningin
oft um réttan mann á réttum
stað,“ sagði hún og bætti við að
algengt væri að samið væri til
skamms tíma í einu þannig að
hægt væri að ráða nýtt fólk og
komast hjá því að hækka_ laun
þeirra sem fyrir væru. „Ég er
svona að hugsa minn gang. Hvort
ég eigi að fara þessa hefðbundnu
leið og syngja fyrir umboðsmenn
eða reyna að koma hingað heim
í baslið," segir hún létt í bragði.