Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 22
22
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRUAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
g
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Yaxandi
atvinnuleysi
Vaxandi atvinnuleysi veldur
áhyggjum. í Morgunblaðinu
í gær var skýrt frá því, að atvinnu-
leysi á landinu öllu í janúar hefði
sennilega verið yfir 3% af manna-
afla á vinnumarkaðnum. Þetta
jafngildir því, að nálægt 4.000
einstaklingar hafi verið atvinnu-
lausir í upphafi ársins. Líklega er
þetta mesta atvinnuleysi, sem hér
hefurveriðfráþvííjanúar 1969.
Það er ekki hægt að horfa fram
hjá þessu vandamáli. Áratugum
saman hefur verið lögð rík áherzla
á að tryggja hér fulla atvinnu.
Nú er margt, sem stuðlar að vax-
andi atvinnuleysi. Samdráttur í
sjávarútvegi á sinn þátt í því og
hætt er við, að harðni á dalnum
í þeim efnum eftir því, sem líður
á árið. Byggingariðnaðurinn hefur
verið í umtalsverðum öldudal í
nokkur misseri. Offramboð er á
atvinnuhúsnæði og þær íbúða-
byggingar, sem standa yfir eru
fyrst og fremst í þágu aldraðrá.
Stórframkvæmdir, sem stefnt var
að á þessu ári verða ekki vegna
frestunar álversframkvæmda. Það
er því engin sérstök ástæða til að
ætla, að blómaskeið sé framundan
í byggingariðnaði. Þá fer auðvitað
ekki á milli mála, að samdráttur
í opinberum útgjöldum hefur áhrif
á efnahags- og atvinnulíf með
margvíslegum hætti.
Kjarni málsins er auðvitað sá,
að hér vantar nýjan vaxtarbrodd
í atvinnulífið. Menn horfðu til ál-
versins í þeim efnum, en það er
ekki á dagskrá í bili. Á þingi
Landssambands iðnaðarmanna sl.
haust komu fram athyglisverðar
hugmyndir og ábendingar um
uPPbyggingu smáfyrirtækja og
meðalstórra fyrirtækja, sem
ástæða er til að gefa gaum.
Ákveðin endurskipulagning
stendur yfir í sjávarútvegi en þarf
að ganga hraðar fyrir sig.
Starfsorka ríkisstjórnarinnar
hefur eins og skiljanlegt er beinzt
mjög að því að ná tökum á ríkis-
fjármálum. Spurning er hins veg-
ar, ekki sízt með tilliti til vaxandi
atvinnuleysis, hvort ríkisstjórnin
þurfi ekki að einbeita sér að því
að örva atvinnulífið til nýrra
átaka. Þá er ekki átt við einstakar
framkvæmdir eða aðgerðir, heldur
almennar aðgerðir, sem geti ýtt
undir nýja starfsemi og aukin átök
hjá fyrirtækjum í hinum ýmsu
greinum atvinnulífsins.
Að mörgu leyti er æskilegt, að
saman fari samdráttur hjá hinu
opinbera, en aukin umsvif í at-
vinnulífinu. Samdráttur hjá opin-
berum aðilum á að stuðla að því,
að fjármagn verði ódýrara en ver-
ið hefur, sem væntanlega er lykill
að nýju athafnatímabili í atvinnu-
lífinu. En opinberir aðilar geta
hvatt atvinnulífið til dáða með
ýmsum öðrum hætti.
Þetta þjóðfélag á afar erfitt
með að una því, að mörg þúsund
manns séu án atvinnu. Þótt at-
vinnuleysi sé margfallt meira í
mörgum öðrum löndum er návígið
hér svo mikið, að atvinnuleysi er
þungbærara hér á íslandi en víða
annars staðar, þótt það sé auðvit-
að alls staðar mikið böl.
Nú er mikil óvissa ríkjandi um
gerð nýrra kjarasamninga. Það
er meiri ástæða til þess fyrir
verkalýðshreyfingu og vinnuveit-
endur að taka höndum saman um
að knýja á um aðgerðir til þess
að örva atvinnulífið en að takast
á um launabreytingar, sem enginn
grundvöllur er fyrir.
Ekki má gleyma því, að at-
vinnuleysið kostar þjóðarbúið
mikla fjármuni, bæði í töpuðum
tekjum vegna þess, að mörg þús-
und manns taka ekki þátt í fram-
leiðslustarfsemi og líka vegna at-
vinnuleysisbóta. Talið er að greiða
þurfi 650 milljónir á ári fyrir hvert
eitt prósent atvinnulausra. Það
þýðir, að 3% atvinnuleysi á heilu
ári kostar um 2 milljarða króna.
Þetta eru miklir fjármunir, sem
mundu nýtast þjóðarbúinu betur,
ef hægt væri að veija þeim með
öðrum hætti.
Nú er tímabært, að verkalýðs-
hreyfing og vinnuveitendur og rík-
isstjórn hugi að atvinnuástandi
og horfum. Tæplega getur verka-
lýðshreyfingin haft önnur veiga-
meiri markmið um þessar mundir
en að tryggja félagsmönnum sín-
um fulla atvinnu.
23,
> .ÞAÐ ER EKKI
alltaf jafn eftirsóknar-
vert að alþýðan stjórni
foringja sínum einsog
hásetar skipstjóran-
um, svoað enn sé vitn-
að í líkingar
Melvilles. Hitt er svo annað mál að
þverstæður sem ég hef áður nefnt
gætu verið einkunnarorð þeirra sem
trúa á lýðræði og fyrirheit þess:
Verum raunsæ. Krefjumst þess
ómögulega(l) Og kannski voru hug-
sjónir kommúnismans einnig útóp-
ískar þverstæður af þessu tagi. Á
ferð um tímann sér aðalpersónan í
skáldsögu H.G. Wells, Tímavélinni,
stórar og fallegar borgir sem glitra
af glæsihöllum. Kommúnismi, hugs-
ar hann með sér, gagntekinn af
þessari tímalausu paradís ólýsan-
legra fyrirheita.
Þannig voru draumar manna á
þeim árum þegar Tímavélin var
skrifuð fyrir síðustu aldamót. En
draumarnir hafa reynzt blekking.
Veruleiki kommúnismans er sumar-
hallalaus vonbrigði. Það vissu þeir
ekki sem gáfu okkur þennan draum;
þessa blekkingu. Þeir vissu ekki að
hann var draumurinn um Sjáseskjú.
HELGI
spjall
24,
:.HEIÐARLEIKI ORWELLS
gekk svo fram af kommúnistum að
þeir fóru að brigzla honum öðrum
fremur um óheiðarleika einsog oft
vill verða í þeim gráa leik, stjórnmál-
um. Samt hafði Orwell verið vinstri
maður þegar hann fór til Spánar,
en gekk af trúnni þegar staðreynd-
irnar blöstu við, semsagt, svikari
við boðskapinn; trúvillingur.
Orwell var agaður maður og gerði
ekkisízt miklar kröfur til sjálfs sín.
Þar skildi á milli feigs og ófeigs.
Hann bilaði sem betur fer í trúnni.
Hann þurfti ekki Tékkósióvakíu,
Berlín, Ungó og Torg hins himneska
friðar til að taka sönsum. Honum
nægðu lygarnar. Hann sá í gegnum
blekkingavefinn sem
spunninn var alltí-
kringum hann.
Lýsingar Orwells á
stríðinu á Spáni minna
einna helzt á stríðs-
sögu Stephens Crane.
Báðir eru höfundarnir þátttakendur
í hildarleiknum og lýsa eigin reynslu
og upplifun. Frásögnin verður því í
senn nálæg og tímalaus; atburðirnir
eiga sér stað á þeirri stundu sem
lesið er. Það er því í senn fróðlegt
og áhrifamikið að kynnast bókum
þessara snillinga. Af lestrinum má
sjá að margt í verkum helztu skálda,
kannski flest, á rætur í reynslu
þeirra sjálfra. Þannig stökkva rott-
uraar inní 1984, aðalviðbjóður þeirr-
ar bókar, beint útúr Homage to
Catalonia, en þar lýsir Orwell ógeði
sínu á þessum meindýrum í skot-
gröfunum. Vígvallaviðbjóðurinn
persónugerður í nagdýrunum er
honum jafnvel óttalegra umhugsun-
arefni en óvinurinn handan víglín-
unnar. Og því fáum við svo að kynn-
ast með eftirminniiegum hætti í
1984.
25 • VEL MÆTTI SEGJA AÐ
listin hafi verið banabiti Hemingwa-
ys. Hann lagði nær allt í sölurnar
fyrir þessa taumlausu og óbilgjörnu
ástríðu sína. Margir rithöfundar
hafa verið ofurseldir þessari gyðju.
Aðrir hafa selt sig djöflinum og lagt
sál sína að veði einsog Faust. Það
eru þeir listamenn sem hafa gengið
á mála hjá helstefnum. Kallað þær
til vitnis um ágæti sitt; þjónað þeim
fyrir frægð og hégómlega fullnæg-
ingu.
26 •BRECHT VAR ÞEGAR Á
allt er litið hollastur kommúnista-
flokknum allra þeirra rithöfunda
sem flokkurinn átti, segir Paul
Johnson um þetta víðfræga og
margboðaðá' skurðgóð leiklistarinn-
ar. Til að lifa af, sagði Brecht, verð-
ur þú að vera eigingjarn(I)
Mikilvægasta boðorðið, Vertu
góður við sjálfan þig(!) En Brecht
hefur ekki verið einn um svona hug-
renningar. Listamönnum hættir til
hallærislegrar sjálfsdýrkunar af
þessu tagi. Og hégómleg verðlaun
ýta undir og eru raunar dragbítur
á nýsköpun. Menn fá verlaun fyrir
eitthvað sem er viðtekið; hefð, tízku.
Johnson segir ástæðan til þess
Brecht hafi ekki getað skapað per-
sónur heldur einungis „týpur“ hafi
líklega verið sú, að kenningin var
honum meira virði en fólkið. Hún
gengur af samvizkunni dauðri. En
Brecht var þó meira skáld en John-
son vill vera láta; en hann hefur
fullt leyfi til að hafa sínar skoðanir
á því. Listsmekkur er einn þáttur
mannréttinda.
27,
• SAMVIZKA ER LIKLEGA
fylgifiskur kristninnar; einsog synd-
in. I áhrifamikilli ítalskri kvikmynd,
Zappa minnir mig, segir að samvizk-
an sér kraftaverk guðs. Líklega
rhætti það til sanns vegar færa.
Þarsem hana vantar hefst siðfræði
Dýrabæjar. Ef marka má orðabók
Fritzners koma synd og samvizka
ekki fyrir í íslendinga sögum. Ka-
þólskir höfundar þeirra vissu fullvel
að slík orð tók heiðinn maður sér
ekki í munn. Og hví þá að að skrifa
þau inní andrúm og umhverfi sagn-
anna? Samvizkufangi er því óþekkt
fyrirbrigði í kristslausu umhverfi.
28,
• MARKUS ARELIUS
keisari fjallar þó um þessi kristnu
hugtök í heimspekigreinum sínum.
Hann hafði líka pata af kristindómi
sem göfgaði hugmyndaflug hans og
hlýlega afstöðu til lífsins.
M.
(meira næsta sunnudag.)
FYRIR SKÖMMU EFNDI
Verzlunarráð íslands til
fundar, þar sem ungur
íslendingur, Andri Arin-
bjarnarson, flutti erindi
um aðferðir til þess að
ná varanlegum árangri í
niðurskurði á kostnaði.
Andri Arinbjarnarson á að baki verkfræði-
nám við Háskóla íslands og framhaldsnám
í verkfræði í Tækniháskólanum í Kaup-
mannahöfn. Að því loknu starfaði hann
bæði í Danmörku og hér á íslandi og lauk
síðan MBA-prófí frá Stanford-háskóla í
Bandaríkjunum. Hann starfar nú sem ráð-
gjafi hjá einu þekktasta ráðgjafarfyrirtæki
heims, McKinsey.
í ljósi þeirra umræðna, sem hér hafa
farið fram síðustu vikur um niðurskurð
kostnaðar í heilbrigðiskerfinu hljóta þær
upplýsingar, sem fram komu hjá Andra
Arinbjarnarsyni að vekja sérstaka athygli
og umhugsun. Hann lýsti í samtali við
viðskiptablað Morgunblaðsins sjónarmið-
um og aðferðum sem McKinsey notar í
störfum sínum fyrir stórfyrirtæki víða um
heim.
í frásögn viðskiptablaðs af samtalinu
segir m.a.: „Sú aðferð sem ráðgjafarfyrir-
tækið notar er hægt að kalla athafnar
framlegðargreiningu (Activity Value Ana-
lysis, AVA) og hefur hún verið notuð í
mörgum fyrirtækjum um allan heim í 20
ár. „Það sem skiptir mestu máli í AVA-
greiningu, eða kostnaðarniðurskurði, er
að störf innan fyrirtækisins séu skráð nið-
ur, farið sé í saumana á hveiju og einu
þeirra og gildi þeirra metið. Það sama
gildir um t.d. alla skýrslugerð. Athafnir,
sem ekki hafa gildi á að leggja niður, einn-
ig er reynt að sameina störf og gera vinnu-
ferlið, sem einfaldast. Með þessari aðferð
er hægt að koma í veg fyrir margverknað
innan fyrirtækja og að hætt sé að fram-
kvæma það sem ekki skilar fyrirtækinu
framlegð,“ segir Andri Arinbjamarson.“
Eftir að hafa lýst aðferðum McKinseys
hefur Andri eftirfarandi að segja um þau
sjónarmið, sem ríkjandi eru innan fyrir-
tækisins um niðurskurð kostnaðar: „Hefð-
bundnar aðferðir til að lækka kostnað eru
að menn byija á því að frysta ráðningar,
síðan leggja menn til t.d. 10-20% niður-
skurð í öllum deildum í fjárhagsáætlun og
starfsfólki er fækkað. Yfirleitt leiðir slíkur
niðurskurður til þess að gæði minnka, við-
skiptavinir fjarlægjast, álag á starfsmenn
eykst, beztu starfsmenn yfirgefa fyrirtæk-
ið og sparnaður endist ekki. Kostnaður
kemur til baka í yfirvinnu og verk eru
boðin út. Þegar fyrst er ráðizt á vinnuferl-
ið, líkt og AVA-greining gerir, leiðir sú
aðferð til að gæði haldist eða aukast, þjón-
usta og framlegð batna, vinnuálag helst
hóflegt og varanlegur sparnaður næst.“
Síðan segir: „Að sögn Andra næst um
20% spamaður af óbeinum kostnaði í þeim
deildum, sem fara undir athafnar fram-
legðargreiningu og hefur þetta hlutfall
aukizt á síðastliðnum árum. Þá telur hann,
að viðskiptavinir McKinseys séu almennt
mjög undrandi á því hvaða verk eru unnin
í fyrirtækinu en það kemur oft ekki fram
fyrr en farið er gaumgæfilega í gegnum
hvert starf.“
Loks segir Andri Arinbjarnarson í sam-
tali við viðskiptablað Morgunblaðsins:
„Kostnaðarniðurskurður er oft gerður í
bylgjum. í fyrstu bylgju eru framkvæmdar
þær aðgerðir, sem hafa mikil áhrif á stutt-
um tíma. Önnur bylgja felur í sér þær
aðgerðir, sem geta náð miklum áhrifum
en taka lengri tíma og í þriðju bylgjunni
er það gert, sem væntanlega mun skila
minni árangri í stuttan eða langan tíma.
í heild sinni tekur greiningin almennt 3-4
mánuði en hjá minni fyrirtækjum um 2
mánuði. Framkvæmdin sjálf getur tekið
allt frá einu ári upp í þijú ár og á því tíma-
bili þarf stöðuga stjórnun og eftirlit. Þó
að þessi kostnaðarverkefni séu yfirgrips-
mikil, taki tíma, krefjist mikillar vinnu og
raski vinnubrögðum, skila þau oft miklum
árangri. Ekki aðéins sparnaði heldur næst
oft fram einfaldara vinnuferli og nýr hugs-
REYKJAVIKURBREF
Laugardagur 8. febrúar
unarháttur. Að spara skiptir máli.
Það er ekki auðvelt að skera niður kostn-
að í fyrirtæki með AVA-greiningu. Þetta
er hörð vinna og oft óvinsæl en mögulega
eina leiðin til þess að ná varanlegum spam-
aði. Þessar aðferðir við kostnaðarniður-
skurð eru ekki ný sannindi. Hins vegar
skipta þær mörg fyrirtæki nú meira máli
en áður, þar sem margar gamlar leiðir til
að ráðast á samkeppnisvandann eru horfn-
ar, t.d. það að sækja fé til hins opinbera.“
Niðurskurð-
ur hjá hinu
opinbera
ÞESSI UMMÆLI
Andra Arinbjarnar-
sonar hljóta að
vekja menn til um-
hugsunar um þær
aðferðir, sem beitt
er í ríkiskerfinu til þess að draga úr kostn-
aði. Þótt tæpast sé hægt að segja, að al-
menn samstaða sé um nauðsyn þess að
draga úr útgjöldum hins opinbera er óhætt
að fullyrða, að verulegur meirihluti fólks
er þeirrar skoðunar. Rökin fyrir nauðsyn
þess era svo augljós og hafa verið tíunduð
svo oft hér í Morgunblaðinu m.a. í forystu-
grein blaðsins sl. föstudag, að óþarfi er
að endurtaka þau. Hins vegar hafa ýmsar
spurningar vaknað vegna þess hvernig
staðið er að þessum niðurskurði.
í forystugrein sl. sunnudag lýsti Morg-
unblaðið - sem hefur stutt niðurskurðar-
áform ríkisstjórnarinnar - áhyggjum yfir
því að þannig væri gengið til verks við
niðurskurð á kostnaði á sjúkrahúsunum,
að það mundi vekja upp almenna andstöðu
við niðurskurð í opinbera kerfinu yfirleitt.
Enda hafa mótmæli dunið á ríkisstjórninni
með vaxandi þunga síðustu daga. Þær
upplýsingar sem fram komu hjá Andra
Arinbjarnarsyni á fundi Verzlunarráðsins
og í samtali við viðskiptablað Morgun-
blaðsins vekja svo upp spurningar um það
hvort þær aðferðir sem beitt er hér séu
líklegar til varanlegs árangurs.
í nokkur undanfarin ár hefur spamaður
í rekstri sjúkrahúsa verið framkvæmdur
þannig, að ákveðnum deildum hefur verið
lokað hluta ársins. í umræðum undanfarn-
ar vikur og mánuði virðist sú skoðun nokk-
uð almenn, að reynslan af þessum sparn-
aðaraðgerðum sé slæm og að lítið vit sé
í þeim. Sú reynsla virðist vera í samræmi
við þau sjónarmið Andra Arinbjarnarson-
ar, sem vitnað vár til hér að framan.
Það sem kveikt hefur mesta elda í kring-
um ríkisstjórnina í þessu sambandi eru
vinnubrögðin við Landakotsspítala. Heil-
brigðisráðherra hafði unnið að því að ná
fram sameiningu Borgarspítala og Landa-
kotsspítala. Á síðustu stigum málsins kom
í ljós, að gegn mótmælum St. Jósefssystra
var ekki hægt að ganga þannig til verks
fyrr en að nokkrum árum liðnum sam-
kvæmt samningum sem ríkið sjálft hafði
gert við þær. Þá tilkynnti heilbrigðisráð-
herra, að fjárveitingar til sjúkrahússins
yrðu skornar niður um nær 40%! Þegar
þessi afstaða lá fyrir varaði Morgunblaðið
við slíkum vinnubrögðum í forystugrein
hinn 21. desember sl. Tilkynning um slík-
an niðurskurð jafngilti lokun spítalans.
í kjölfar þessara ákvarðana heilbrigðis-
ráðherra hafa viðræður um sameiningu
þessara tveggja sjúkrahúsa verið teknar
upp á ný enda eiga stjórnendur Landakots
tæpast annarra kosta völ. Þeim er stillt
upp við vegg með þeim hætti, að menn
hafa tæpast orðið vitni að slíkum starfsað-
ferðum hjá opinberum aðilum. Vinnu-
brögðin ein út af fyrir sig hafa vakið reiði
hjá almenningi, sem hefur smitað út frá
sér með þeim hætti að andstaðan magnast
við niðurskurðaráform ríkisstjórnarinnar,
hvort sem er í heilbrigðiskerfinu, í skólum,
í tryggingakerfinu eða annars staðar. Hér
hefur ekki verið staðið vel að verki.
Rökin fyrir nauðsyn niðurskurðar eru
augljós. Tæpast leikur nokkur vafi á því,
að hægt er að ná fram spamaði í heil-
brigðiskerflnu. Efnisleg rök fyrir tekju-
tengingu margvíslegra greiðslna í trygg-
ingakerfinu eru sterk og engum dettur í
hug, að ekki megi margt betur fara í skóla-
kerfinu. Ef sómatilfinningu hins almenna
Morgunblaðið/Þorkell
borgara er hins vegar misboðið með vinnu-
brögðum er mikil hætta á ferðum.
En jafnframt hefur Andri Arinbjarnar-
son gefið tilefni til umhugsunar um það,
hvort nægilega skipulega sé unnið að nið-
urskurðaráformum ríkisstjórnarinnar al-
mennt, þannig að þau skili varanlegum
árangri. Að mörgu Ieyti virðist gengið til
verks með mjög áþekkum hætti og hann
lýsir gamaldags vinnubrögðum, sem
reynslan hafi sýnt að skili ekki árangri
þegar til lengri tíma er litið. Raunar hefur
sú gagnrýni komið fram hjá starfsfólki
sjúkrahúsanna, að niðurskurður á einum
stað leiði til kostnaðarauka á öðrum stað,
sem er í raun og veru lýsing hins unga
verkfræðings á afleiðingum flats niður-
skurðar.
Á undanförnum árum hefur mikill fjöldi
ungs fólks aflað sér víðtækrar menntunar
og starfsreynslu erlendis, með svipuðum
hætti og sá ungi maður sem hér hefur
verið vitnað til. Höfum við nýtt menntun,
þekkingu og reynslu þessa unga fólks
nægilega vel? Við náum engum tökum á
ríkisútgjöldum á einu ári, jafnvel ekki einu
kjörtímabili. Þetta er margra ára verk-
efni. Er ekki kominn tími til að kalla þetta
unga fólk til starfa í þágu þjóðarinnar og
fela því það viðamikla verkefni að koma
einhveiju lagi á rekstur íslenzka þjóðarbús-
ins og einstaka þætti þess? Þjóðin hefur
lagt fram mikla fjármuni til þess að
mennta þetta unga fólk og ekki úr vegi
að leita eftir því að ávöxtun þeirrar fjár-
festingar skili sér.
Stjórnmálamenn eru engir sérfræðingar
í niðurskurði. Embættismennirnir sem
halda stjórnkerfinu gangandi frá degi til
dags ekki heldur. Ef eitthvert vit á að vera
í þessum vinnubrögðum þarf að kalla til
nýja starfskrafta, sem koma með fersk
sjónarmið og önnur vinnubrögð. Fyrirtæki
hafa gott af því, eins og reynsla fjöl-
margra þeirra sýnir, og íslenzka ríkið hefði
líka gagn af því.
ÞAÐ GETUR
haft alvarlegar
pólitískar afleiðing-
ar að niðurskurð-
aráform ríkisstjórn-
arinnar fari út af sporinu. Það fer ekkert
á milli niála, að stjórnarandstaðan vinnur
nú markvisst að því að skapa hér jarðveg
Pólitískar
afleiðingar
til þess að gera aðsúg að ríkisstjórninni
með sama hætti og gert var veturinn 1978.
Verkalýðshreyfingin heldur að sér höndum
og fer sér hægt í samningagerð af ásettu
ráði. Ef fram fer sem horfir verður ríkis-
stjómin komin í mjög erfíða stöðu, þegar
líður á veturinn. Það skapar óþolandi
óvissu fyrir atvinnulífið, ef ekki tekst að
ná nýjum kjarasamningum. Atvinnuleysi
er of mikið og fyrirtæki leggja ekki út í
nýjar fjárfestingar, ef þau vita ekki að
hverju þau ganga.
Það er hins vegar alveg ljóst, að takist
núverandi ríkisstjórn ekki að koma í fram-
kvæmd þeirri stefnu, sem hún hefur mark-
að, verður þess langt að bíða að önnur
tilraun verði gerð. Það sem mestu skiptir
í þessu sambandi er ekki líf einnar ríkis-
stjórnar heldur framtíðarvelferð þjóðfélags
okkar. Nái ríkisstjórnin ekki tökum á verk-
efnum sínum má gera ráð fyrir, að fljótt
dragi í sundur með okkur og öðrum þjóð-
um.
Þess vegna er eitt helzta verkefni núver-
andi ríkisstjórnar að skapa samstöðu og
stuðning í landinu um nauðsyn niðurskurð-
ar. Til þess að slík samstaða skapist og
slíkur stuðningur verði til þarf fólk að
hafa sannfæringu fýrir því, að staðið sé
að málum af einhverri sanngirni. Það er
lítill vandi að stjórna í uppsveiflu. Það er
mikill vandi að stjórna á samdráttartímum.
Stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn
verða ekki vinsælir af því. Núverandi ríkis-
stjórn getur ekki búizt við vinsældum, en
hún á að geta haldið þannig á málum, að
fólk treysti henni til þeirra verka, sem hún
hefur tekið að sér. Þess vegna er ástæða
til að staldra við eitt andartak og íhuga
hvert stefnir.
Með því er alls ekki sagt, að ríkisstjórn-
in eigi að beygja af eða hverfa frá settu
marki. En það þarf að standa þannig að
málum að veki traust.
Valkostur
MORGUNBLAÐIÐ
hefur átt nokkur
skoðanaskipti við
Ólaf Olafsson,
landlækni, um stefnuna í heilbrigðismál-
um. Blaðið hefur varpað því fram til um-
hug^unar og umræðu, að æskilegt sé að
fólk eigi einhvern valkost í heilbrigðisþjón-
ustu. Þeir sem vilji fremur verja fjármun-
um sínum til að greiða kostnað við læknis-
aðgerð á einhveijum ákveðnum, takmörk-
uðum sviðum, en eyða þeim í Spánarferð,
skuli eiga þess kost.
Landlæknir skildi þessi ummæli á þann
veg að Morgunblaðið væri að boða frá-
hvarf frá núverandi grundvallarstefnu í
heilbrigðismálum og að blaðið vildi taka
upp einkarekið heilbrigðiskerfi. Það var
að sjálfsögðu misskilningur hjá landlækni,
eins og bent var á í forystugrein Morgun-
blaðsins fyrir skömmu.
Þar var nefnt sem dæmi, að eldra fólk,
sem hefur þurft á bæklunaraðgerð að
halda, t.d. þeirri að kúla væri sett í mjöðm,
hafi þurft að bíða misserum saman eftir
slíkri aðgerð. Spurt var, hvort óeðlilegt
væri, að þetta fólki gæti notað fjármuni
sína til þess að greiða fyrir slíka aðgerð
eða aðstandendur þess. Af einhveijum
ástæðum hefur landlæknir kosið að skilja
þessa ábendingu á þann veg, að hann
ræðir í grein í blaðinu sl. fimmtudag um
kransæðaaðgerðir, sem kosti 700-800 þús-
und krónur og segir, að fólk hafi slíka fjár-
muni almennt ekki á milli handa. Auðvitað
ekki! Hvenær hefur Morgunblaðið rætt um
slíkt?
Kjarni málsins er þessi: núverandi heil-
brigðiskerfi veitir ekki fullnægjandi þjón-
ustu. Þessi þjónusta er frábær á sumum
sviðum, léleg á öðrum. Hún er áreiðanlega
frábær í sambandi við kransæðaaðgerðir
en það er léleg þjónusta að láta gamalt
fólk bíða mánuðum eða jafnvel misserum
saman eftir aðgerðum af því tagi, sem
áður voru nefndar. Þess vegna er full
ástæða til að kanna, hvort hægt sé að
bæta þjónustu heilbrigðiskerfisins á þeim
sviðum þar sem hún er léleg með því að
fólk eigi kost á því að greiða fyrir þessa
þjónustu. Þá léttir um leið á hinu opinbera
kerfi og þjónusta þess batnar gagnvart
þeim sem kjósa að nýta sér það. Með þessu
er ekki gengið gegn siðferðiíegum skyldum
heilbrigðisyfirvalda. Þvert á móti eru þær
betur uppfylltar en áður.
Landiæknir segir í grein sinni hér í blað-
inu sl. fimmtudag: „Forgangsröð í heil-
brigðisþjónustu er erfítt og vandasamt
mál. Égtrúi því ekki, að almenningur kjósi
að leysa þetta vandamál með fjárgreiðslum
einum saman.“ Hefur landlæknir hugleitt
að í hinu margrómaða íslenzka kunningja'
þjóðfélagi sé hugsanlegt, að forgangsröðin
ráðist af kunningsskap? Hvert er siðferðið
í því?
„Enjafnframt
hefur Andri Arin-
bjarnarson gefið
tilefni til umhugs-
unar um það,
hvort nægilega
skipulega sé unn-
ið að niður-
skurðaráformum
ríkisstj órnarinn-
ar almennt, þann-
ig að þau skili
varanlegum ár-
angri.“