Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 25

Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 25
„ . T ^ Trr # r ffTA, ^Tr MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 25 sinni í viku og þess vegna er réttlæt- anlegt að innheimta afnotagjöld. Svo við snúum aftur að spurning- unni um það hvort samkeppni af þessu tagi sé réttlát, þá snýr dæmið eiginlega öfugt í Bretlandi. Einka- stöðvarnar hafa einkarétt á að bítta auglýsingar og einkasjónvarp hefur lengi verið mjög arðbært. Einka- stöðvarnar hafa því getað greitt miklu hærri laun en BBC og fengið betra starfsfólk. Eins og er fær BBC 48% horfunar á sjónvarp, en hefur aðeins úr að spila 35% þess fjár, sem eytt er í dagskrárgerð í Bretlandi. Framleiðslukostnaður BBC er þess vegna minni en hjá einkastöðvunum, hvernig sem á málið er litið. Þegar samkeppni er um sjónvarpsefnið, til dæmis útsendingarrétt á hnefaleika- keppni eða um þátt með einhverri stórstjörnu, hefur BBC minni pen- ingum úr að spila en einkastöðvarn- ar og stendur verr að vígi. Ég ætti að bæta því við að þótt ég vilji ekki einkavæða BBC, er margt í rekstrinum, sem má bæta, og nokkar umbætur hafa þegar ver- ið reyndar. Til dæmis er sú regla gildandi að 25% af öllu útsendingar- efni BBC verður að vera framleitt af einkaaðilum. Þróunin gæti orðið sú að BBC verði fremur í hlutverki útgefanda sjónvarpsþátta en í hlut- verki framleiðanda. Framleiðendur BBC mega líka nota utanaðkomandi tökulið og einkarekin stúdíó, sem getur lækkað framieiðslukostnað. Það er þess vegna áreiðanlega hægt að spara hjá BBC.“ Major hefur tekið réttar ákvarðanir — Snúum okkur að brezkri póli- ,tík. Þér eruð í hópi „vinstrimanna" j íhaldsflokknum. Umbótahópur íhaldsmanna gagnrýndi til að mynda ýmis verk Margaretar Thatcher harðlega. Þér eruð í framboði fyrir íhaldsflokkinn í kosningunum í vor. Eruð þér sammála þeirri stefnu, sem þér munið kynna á kosningafundum, eða þarf að gera einhveijar meiri- háttar breytingar á stefnu Ihalds- flokksins að yðar mati? „Ég gagnrýndi ýmislegt hjá Thatcher. En eftir að John Major varð forsætisráðherra hefur hann tekið réttar ákvarðanir í öllum veiga- miklum málum. Að mínu mati hefur hann leiðrétt tvenn stærstu mistök- in, sem frú Thatcher gerði. í fyrra lagi ætlar hann að afnema nefskatt- inn, sem var hörmulegur afleikur, og í öði-u lagi hefur hann breytt Evrópustefnunni. Evrópumálin eru mér hjartfólgnust af öllu og ég er mjög ákafur Evrópusinni. Þrátt fyrir að frú Thatcher hafi gert margt gott í Evrópumálum, á borð við að draga úr framlagi Breta til fjárlaga Evrópubandalagsins og beita sér fyrir endurskoðun landbúnaðar- stefnu EB, var hún orðin bjánalega þjóðernissinnuð undir lok valda- skeiðs síns. Við hefðum átt að ganga í Evrópska myntbandalagið mun fyrr. Afstaða Breta til sameiningar Þýzkalands var líka afar heimskuleg. Thatcher var greinilega á móti sam- einingu, sem var kjánalegt af því að öllum var augljóst að af henni myndi verða. Þetta var slæmt fyrir Bretland af því að við höfum hags- muni af góðu sambandi við Þýzka- land, rétt eins og við Bandaríkin. Við hugsum á svipaðan hátt og Þjóð- verjar í mörgum málum. John Major hefur snúið þessu við og komið á persónulegri vináttu við Helmut Kohl. í Persaflóastríðinu, þegar Kohl var fremur utanveltu, hafði Major fyrir því að hringja í hann tvisvar í viku og segja honum frá því hvað væri á seyði. Þetta kom sér vel á leiðtogafundinum í Maastricht, því að þar komu Þjóðveijar okkur í raun til bjargar og létu okkur hafa það, sem við vildum. John Major hefur verið mun hlynntari Evrópu og hann er mjög góður fulltrúi skoðana íhaldsflokks- ins. Það var Margaret Thatcher ekki, því að íhaldsmenn eru hlynntir evr- ópskri samvinnu, miklu frekar en Verkamannaflokkurinn. Við erum á móti hlutum á borð við félagsmála- sáttmála EB, en það kalla ég ekki að vera á móti Evrópusamvinnu, heldur að vera á móti sósíalisma." ísland eina Evrópuríkið sem ekki vill í EB — Áfram um Evrópu. Þér hafið hitt íslenzka stjórnmálamenn að máli og rætt við þá um Evrópumál. Koma þeir yður fyrir sjónir sem hlynntir evrópskri samvinnu? „Mér virðist að íslendingar hafi enga tilfinningalega þörf fyrir að vera hluti af Evrópu. íslendingar virðast líta svo á að þeir séu mjög sérstakir, þeir hafi nýlega fengið sjálfstæði og langmestu efnahags- munir þeirra snúi að einum hlut; fiski. Þeir virðast líka telja að bezta leiðin til að veija þá hagsmuni sé að deila þeim ekki með neinum. Dýrðleg einangrun sé ef til vill bezta lausnin fyrir Island. Menn telja að samningurinn um Evrópska efna- hagssvæðið bjóði upp á nokkurn, en takmarkaðan ávinning. Mér sýnist að fyrir utan Liechtenstein sé ísland eina landið í Evrópu, sem ekki hefur áhuga á að ganga í Evrópubandalag- ið. Þetta er afar athyglisveii og auðvitað verða menn að spyija þeirr- ar spurningar af hveiju ísland sé svona öðruvísi. Ef Sviss, Ungveija- land og Albanía vilja öll ganga í EB, hvers vegna ætti ísland ekki að gera það? Þetta er líka spurning um örygg- ishagsmuni íslendinga. Fram að þessu hefur varnarstöð Bandaríkja- manna leyst þann vanda. En með endalokum’ kalda stríðsins gæti starfsemin í stöðinni breytzt, sagði forsætisráðherrann ykkar mér. Það gæti því verið áhugavert fyrir ísland að tengjast Vestur-Evrópusamband- inu á einn eða annan hátt. Davíð Oddsson sagði líka að eins og væri stæðu engar líkur til þess að ísland gengi í EB, en það gæti breytzt, til dæmis ef EES-samningurinn færi út um þúfur og öll hin EFTA-löndin gengju í EB. Mér sýnist samt að það myndi þurfa meiriháttar átak til að breyta hugsunarhætti íslendinga. Þið eruð mjög rík þjóð og getið leyft ykkur þann munað að gera ykkur áhyggjur af menningu, fullveldi og fleiru, sem fátækari lönd velta ekki fyrir sét- af því að þau horfa fyrst og fremst á efnahagslegan ávinning. Ég talaði í morgun við kaupsýslu- mann, sem sagði að hættan væri sú að útlendingar kæmu og keyptu upp íslenzkar laxveiðiár. Mér fínnst þetta viðhorf afar skrýtið. Við búum öll í sama heiminum og einn stærsti kost- urinn við evrópska samvinnu er að fólk nýtur sömu réttinda, hvar sem er í Evrópu, til að starfa, setjast að eða gera viðskipti. Ef einhver vill kaupa_ enskan kastala, þá má hann það. Ég er viss um að íslendingar vilja kaupa fasteignir á Spáni og víðar. Ef menn vilja kaupa eignir á íslandi finnst mér það allt í bezta lagi og ég skil ekki svona fáranlega rembu. Ég skil hins vegar að Islend- ingar hafi áhyggjur af fiskveiði- stefnu EB og hún er líklega stærsta raunverulega hindrunin." NATTÚRUFÆÐi - sýnikennsla Matreiðslunámskeið í náttúrufæði með makro- bíotísku ívafi verður haldið miðvikudaginn 19. feb. kl. 20.30-23.30 og laugardaginn 22. feb. kl. 9.30-18.00 á Matstofunni „Næstu grösurn". Skráning og upplýsingar á Matstofunni í síma 28410 og hjá Soffíu Karlsdóttur á milli kl. 19-20 ísíma21537. Námskeiö í stjórn áfengisneyslu Viltu draga úr áfengisneyslu þinni, hætta drykkju tínnabundið og/eða takast á við neikvæðar afleið- ingar áfengisnotkunar? Námskeið í stjórn áfengisneyslu verður haldið í febrúar - mars. Upplýsingar og skráning í símum 675583 og 611359 milli kl. 20.00-21.00 Hreinlega allt til hreinlætis fyrir stofnanir, fyrirtæki og heimili. Rekstrarvörur eru meS landsins mesta úrval af rekstrar- og hreinlætisvörum. Sölumenn og hreinlætisráðgjafar RV aðstoÖa þig við að finna réttu vörurnar fyrir þínar þarfir og ráðleggja þér um notkun þeirra. Vertu velkomin(n) að Réttarhálsi 2, opið kl. 8.00 - 17.00. Hjá Rekstrarvörum færðu m.a. alhliSa hreinsiefni faxpappir háþrýstidælur ofnæmisprófuS efni skrúbba r álfilmur glasamottur hitapokar ofnhreinsir sópar baSsápa glerúSi hjúkrunarvörur oliukertalampar stígvél bekkjapappir glös ilmsteinar plasthnífapör teppahreinsiefni bílabón gólfbón ilmgjafar plastpokar teppahreinsivélar bleiur gólfklútar kaffi reiknivélarúllur upp Dvottaburstar blettahreinsir gólfsápa kaffimál ruslafötur upp Dvottavélaefn bónleysir gólfskrúbbar kerti ræstikrem upp Dvottalögur bónvélar gólfþvottabón klór ræstingavagnar vatnsugur borSdúkar gólfþvottalögur klórtöflur sápuskammtarar vinnugallar borSklútar gúmmíhanskar klútar servéttur vinn uklossar burstar gólfþvottavélar kvoSuhreinsiefni stálsvampur þvottaefni diskamottur handsápa matfilmur stifluleysir W.C. pappír diskar handþurrkur moppur dömubindi handþvottakrem moppuvagnar eldhúsrúllur hanskar mýkingarefni <^p Þekking • Úrval • Þjónusta RFKSTRARVÖRUR UMBOÐSMENN UM ALLT LAND Réttarhálsi 2 -110 R.vík. Sími: 91- 685554 V >•

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.