Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 26

Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 26
26 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 + Móðursystir mín, MARGRÉT CARLSSON, vistheimilinu Arnarholti, er látin. Guðríður Helgadóttir. t Vinkona mín, ÓSK KRISTJÁNSDÓTTIR, Eiríksgötu 17, lést miðvikudaginn 29. janúar á öldrunardeild, Hátúni 10b. Sér- stakar þakkir til lækna og starfsfólks þar sem sýndu henni mjög góða hjúkrun og umhyggju. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey samkvæmt ósk hinnar látnu. Svavar Guðmundsson og vandamenn. + Ástkær sonur okkar, fóstursonur og bróðir, BJÖRGVIN ELÍS ÞÓRSSON, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju, miðvikudaginn 12. febrúar kl. 14.00. Guðrún Sigursteinsdóttir, Þór Rúnar Baker, Björn Haukur Pálsson, Marteinn Steinar Þórsson, Páll Haukur Björnsson, Jóhann Sigursteinn Björnsson. + Bróðir minn, BÖÐVAR MAGNÚSSON vagnasmiður, Snorrabraut 30, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 15.00. Þorgerður Magnúsdóttir. + Frændi okkar, FRIÐRIK GUÐMUNDSSON, frá Fremri Arnardal, áöur Akurgerði 27, Reykjavík, verður jarðsunginn frá nýju kapellunni í Fossvogskirkju, mánudag- inn 10. febrúar kl. 10.30. Systkinabörnin. + Útför ástkærrar eiginkonu minnar, MAGNEU KRISTJÁNSDÓTTUR, Hrefnugötu 3, er lést 31. janúar, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Styrktar- og líknarsjóð Oddfellowa. Sigmundur Guðbjartsson. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afl, BÚI RAFN EINARSSON, Víðigrund 33, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 10. febrúar kl. 13.30. Sigríður Hjartardóttir, Stefán H. Búason, G. Eydís Búadóttir, Rúna Hjördís Búadóttir, Aðalsteinn Hallgrímsson, Sigríður íris Hauksdóttir, Búi Bjarmar Aðalsteinsson, Rósa Rún Aðalsteinsdóttir. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, SIGURPÁLS JÓNSSONAR, Rauðalæk 8, Reykjavík. Steinunn M. Steindórsdóttir, Björn Vignir Sigurpálsson, Kristín Ólafsdóttir, Eybjörg Dóra Sigurpálsd., Ólafur Guðmundsson, Jón Sigurpálsson, Margrét Gunnarsdóttir og barnabörn. Magnús Helgi Bjarna- son - Minning Fæddur 28. janúar 1917 Dáinn 31. janúar 1992 Á morgun er borinn til hinstu hvíidar elskulegur afi minn Magnús Helgi Bjarnason. Afi lést á Land- spítalanum 31. janúar eftir stutta sjúkdómslegu. Ég ætla að minnast afa míns og einnig að kveðja hann um leið með fáeinum orðum. Í alla þá tíð sem ég hef þekkt afa hefur hann eingöngu sýnt mér væntum- þykju og alúð og ávallt var gott að koma til hans og ömmu í heimsókn því alltaf tók hann á móti okkur eins og maður væri æðri maður. Hann stökk strax upp úr stólnum sem hann sat mikið á fyrir framan sjónvarpið, klappaði saman lófunum og sagði: „Nei halló,“ gekk beint inn í eldhús og fór að tína til ýmis- legt fyrir mann. Afi var mikill sjón- varpsmaður og var með þeim fyrstu hér á landi til að eignast mynd- bandstæki og öll fjölskyldan safnað- ist oft saman á heimili þeirra ömmu og afa að Túngötu 16 til að horfa á myndir enda var það mjög vin- sælt þá. Aldrei var langt í glens og gam- an hjá afa og átti hann það til að reyta af sér brandarana og var mjög húmorískur þannig að maður komst ekki hjá því að hlægja af honum og komast í gott skap. Afí hefur ávallt fylgst vel með okkur bamabömunum, bæði í leik og starfí og var alltaf að taka myndir af okkur sem hann lét svo útbúa fyrir sig á myndband og er það kallað „myndin endalausa" hjá okk- ur. Afi var mikið fyrir ljóð og ekki voru það ófá ljóðin sem hann kunni enda man ég vel þegar hann kenndi mér ljóðin sem ég átti að læra fyr- ir skólann. Afi og amma voru alltaf. hjá okk- ur á aðfangadagskvöld og yfirleitt var það afí sem hreppti möndlugjöf- ina sem hann þó vildi alltaf gefa aftur til okkar. Nú höfum við hann ekki lengur hjá okkur nema í hug- anum og vona ég að hann muni fylgja okkur fjölskyldunni til trausts og halds og vernda okkur. Ég vil þakka góðum guð fýrir að hafa kynnst honum og vona að hann megi hvíla í friði og ró. Blessuð sé minning hans. Anna. Afí minn Magnús Helgi er dáinn. Þessi stóri sterklegi maður sem ég hélt að ekkert gæti bugað. Hann barðist fram á síðustu stundu eins og hans var von og vísa. „Síðasti maður frá borði,“ enda sjómaður í húð og hár. Hvernig er hægt að þakka eftir á fyrir allt það sem er í raun ómet- anlegt? Hvernig er hægt að þakka fyrir allar stundirnar saman, fyrir allt það sem hann miðlaði og kenndi mér og fyrir allan tímann sem hann alltaf hafði? Afi var einn af þeim sem hafði alltaf nægan tíma og talaði við börn eins og jafningja sína, þess vegna var alltaf gott að koma á Túngötuna, það var alltaf eins og hálfgert tímastopp í mínum huga. Þar var hægt að spila og spjalla tímunum saman. Eitt af því fyrsta sem afí kenndi mér var að teikna Óla prik. Við áttum saman sögu um Óla prik, sögu sem ég segi syni mínum þegar hann fer að teikna. Ef mér tekst að miðla aðeins brota- broti af því sem afi kenndi mér þá er ég glöð og ánægð. Elsku amma, Didda, Björg, mamma, Bjarni og þið öll, ég vildi geta verið með ykkur á þessari stundu en örlögin ráða og því sendi ég mínar bestu kveðjur heim og bið góðan guð að geyma hann afa minn. Katrín Hall. Elskulegur afí minn Magnús Helgi Bjarnason er nú látinn og með þessum orðum vil ég kveðja hann og vona að Guð taki vel á móti honum, einnig vil ég þakka fyrir að hafa fengið að eiga hann sem afa. Afi fæddist 28. janúar 1917 og var því nýorðinn 75 ára gamall er hann lést. Afí flutti ung- ur að árum á Túngötu 16 í Reykja- vík og bjó þar allt fram til ársins 1987 en amma flutti þangað tvítug að aldri og þótti þeim þess vegna mjög vænt um þennan stað. Ég man sérstaklega eftir húsinu á Tún- götunni því það voru svo há tré sem skyggðu á útsýnið en okkur krökk- unum var alveg sama því við klifr- uðum bara í þeim og svo fengum við okkur líka rifsber úr garðinum. Eitt er mér minnisstætt, að alltaf passaði afí sig á því að eiga Cocoa Puffs sem hann reyndar kallaði kókópopps. Árið 1987 í byijun júlí fluttu þau á Vesturgötu 69 í Reykjavík og býr amma þar ennþá. í hvert skipti sem maður kom í heimsókn stóð hann strax upp, gekk á móti manni, klappaði saman höndunum og á andlitið kom svipur sem ég mun aldrei gleyma, því næst fór hann inn í eldhús, náði í ávexti, kók og alls kyns góðgæti og alltaf vildi t Ástkær eiginkona mín og móðir, RÁN ÁRMANNSDÓTTIR, Miðvangi 14, Hafnarfirði, er lést 5. febrúar sl., verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Blóm og kransar vin- samlegast afþakkaðir, en þeir sem vildu minnast hennar láti Sólheima í Gríms nesi njóta þess. Minningarkort fást hjá Styrktarfélagi vangefinna. Bergþór Pálmason, Geir Gunnarsson. t Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, MAGNÚS HELGI BJARNASON stýrimaður, Vesturgötu 69, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 10. febrúar kl. 15.00. Anna Hjartardóttir, Bjarni Magnússon, Guðlaug Magnúsdóttir, Frank P. Hall, Björg Magnúsdóttir, Örn E. Henningsson, Magnþóra Magnúsdóttir, Árni Ó. Thorlacius og barnabörn. hann skræla eplin og appelsínurnar fyrir mann. Afí var mjög ljóðelskur maður og þuldi oft upp heilu ljóðin og ég man sérstaklega eftir að hann unni Tómasi Guðmundssyni mikið og vil ég því enda orð mín með ljóði eftir Tómas. Afi var mér alltaf góður og ég mun sakna hans mikið. Blessuð sé minning hans. Þú hafðir fapað með gróandi grösum og grátið hvert blóm, sem dó. Og þér hafði lærst að hlusta unz hjarta í hveijum steini sló. Og hvemig sem syrti, í sálu þinni lék sumarið öll sín ljóð, og þér fannst vorið þitt vera svo fagurt og veröldin Ijúf og góð. Linda Björk. Okkur langar með örfáum orðum að minnast tengdaföður okkar, Magnúsar Helga Bjarnasonar, sem lést á Landspítalanum 31. janúar sl. eftir stutta en erfiða sjúkdóms- legu. Magnús fæddist í Reykjavík 28. janúar 1917. Hann var sonur hjónanna Guðlaugar Magnúsdóttur og Bjarna Jónssonar frá Vogi. Magnús stundaði nám við Stýri- mannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan prófí 1941. Það sama ár kvæntist hann eftirlifandi eigin- konu sinni Önnu Hjartardóttur. Magnús fór snemma til sjós og stundaði sjómennsku, sem háseti, stýrimaður og skipstjóri, hjá inn- lendum og erlendum skipafélögum. Síðustu árin var hann stýrimaður hjá Ríkisskipum. Magnús og Anna eignuðust fjög- ur börn, Bjarna, fæddan 14. maí 1942, Guðlaugu, fædda 6. janúar 1945, Björgu, fædda 7. júní 1946 og Magnþóru, fædda 18. nóvember 1948. Barnabörnin þeirra eru átta og barnabarnabörnin orðin þijú. Magnús var mjög vel látinn af öllum sem hann átti samskipti við og var hann frekar í hlutverki gef- andans en þiggjandans. Bestu stundir hans voru þegar fjölskyldan var öll samankomin og var hann þá hrókur alls fagnaðar. Reyndist hann okkur tengdasonunum ein- staklega vel og bar aldrei skugga á okkar samskipti enda var hann mikið ljúfmenni. Magnús kom okkur sífellt á óvart með þekkingu sinni á mönnum og málefnum. Hann stóð fast á sínum skoðunum en hlustaði ávallt á rök annarra. Bar hann ávallt hag barnabarnanna fyrir bijósti og fylgdist náið með störfum þeirra og leik og var hann dáður og elskað- ur af þeim öllum. Er hans nú sárt saknað úr þeirra hópi. Magnús og Anna bjuggu mestall- an sinn búskap að Túngötu 16 í Reykjavík og minnumst við sérstak- lega þeirra ára en þar var aðalmót- staður fjölskyldunnar og oft glatt á hjalla. Árið 1986 festu þau hjónin kaup á íbúð á Vesturgötu 69, vest- ast í vesturbænum með útsýni yfír sundin þar sem sólarlagið er feg- urst í Reykjavík og jökullinn skart- ar sínu fegursta. Nú siglir Magnús fleyi sínu í átt til sólar og birtu og æðri heima. Við þökkum honum liðnar stundir og guð blessi minn- ingu hans. Tengdasynir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.