Morgunblaðið - 09.02.1992, Síða 27
27
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
Nanna Olafs-
dóttir - Kveðjuorð
Góður vinur hefur kvatt þetta líf
og söknuðurinn er sár. En söknuður
er jafnan í réttu samhengi við_ gildi
þess sem genginn er. Nanna Olafs-
dóttir lést 30. janúar, 77 ára að
aldri, eftir skammvinn veikindi.
Segja má að hún hafi kvatt í fullu
fj'öri og miðju verki, en hún vann að
því að undirbúa bréf Baldvins Einars-
sonar til útgáfu.
Nanna var fædd í Reykjavík 28.
janúar 1915, dóttir hjónanna Ólafs
Gunnarssonar læknis (Ólafssonar frá
Ási í Hegranesi) og Rögnu Gunnars-
dóttur (Gunnarssonar kaupmanns í
Reykjavík). Nanna’ólst upp fyrst á
Hvammstanga til 8 ára aldurs og
síðan í Reykjavík en þangað fluttist
fjölskyldan er heimilisfaðirinn varð
að láta af störfum sern héraðslæknir
vegna heilsubrests. Ólafur lést fyrir
aldur fram þegar Nanna var 12 ára
gömul, elst 6 systkina. Systurnar
voru tvær auk Nönnu, Sigrún sem
lifir ein systkina sinna og Kristín sem
lengi var sjúklingur og lést fyrir fáum
árum. Bræðurnir voru þrír, Gunnar,
Björn og Ólafur er allir létust í blóma
lífs síns. Nanna ólst upp í miðbæ
Reykjavíkur, fyrst á Laugavegi í
húsi Laugavegsapóteks, þá í Hafnar-
stræti í skjóli móðurafans, og síðan
á Hverfisgötu. Nanna hlaut hefð-
bundna barnamenntun og lauk
barnaprófi frá Barnaskóla Reykja-
víkur (Miðbæjarskólanum).
Stúdentsprófi lauk hún frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1934.
Eftir það og þegar á námsárunum
vann hún við skrifstofu- og banka-
störf í Landsbankanum allt til ársins
1947. Og það má segja að snemma
beygðist krókurinn, í starfsmanna-
blaði Landsbanka Islands sem' kom
út um sama leyti og Nanna lést er
mynd, á baksíðu, tekin á Þingvöllum
1946 og þar segir í myndatexta:
„Starfsstúlkur aðalbanka Lands-
bankans kveðja Nönnu Ólafsdóttur,
sem var frumkvöðull í baráttu fyrir
launajafnrétti kvenna í bankanum“.
Nanna hóf nám í íslenskum fræðum
við Háskóla íslands 1947, las við
Kaupmannahafnarháskóla 1951 —3.
Lauk mag. art. prófi frá Háskóla
ísiands haustið 1958 og fjallaði loka-
prófsritgerð hennar um Baldvin Ein-
arsson. Hann hefur löngum fylgt
henni síðan. Bók skrifaði hún, sem
byggir á þeirri ritgerð: „Baldvin Ein-
arsson og þjóðmálaskrif hans“, kom
út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi
árið 1961 og bréf Baldvins Einars-
sonar til föður síns Einars Guð-
mundssonar bjó hún til prentunar
og birti í Skagfirðingabók 1983. Hún
hafði í mörgu að snúast á námsárun-
um, hafði mikil afskigti af stjórnmál-
um og sat í borgarsfjórn Reykjavíkur
fyrir Sósíalistaflokkinn, fyrst sem
varafulltrúi árin 1950-2 og aðalfull-
trúi 1952-4. Hún fór til Kína sem
borgarfulltrúi. Lengi minntist hún
þeirrar ferðar og oft varð henni á
orði: „Dæmalaust merkir Kínakall-
ar“, og segir frá þeim ferð í Mel-
korku í mars 1953. Melkorka tíma-
rit kvenna kom út frá í maí 1944-
1962. Nanna skrifaði töluvert í það
blað, fyrsta greinin eftir hana birtist
í nóvember 1945 og enn meira skrif-
aði hún eftir að hún varð ritstjóri í
júní 1949, þegar blaðið kom aftur
út eftir tveggja ára útgáfuhlé og var
hún ritstjóri þess svo lengi sem það
kom út. Þar var hún í góðum sel-
skap; Þóru Vigfúsdóttur, Málfríðar
Einarsdóttur, Petrínu Jakobsdóttur,
Katrínar Thoroddsen og margra fleiri
kvenna, sem of langt mál væri upp
að telja og urðu þessar konur ævar-
andi vinkonur hennar. Það var fyrst
og fremst jafnréttisbaráttan, barátt-
an fyrir bættum hag kvenna og
barna, sem átti hug hennar allan.
Hún hafði óbilandi trú á konum og
gladdist yfir hvetju einu sem konur
gerðu og henni þótti horfa til fram-
fara. Hún vildi helst ekki þurfa að
trúa neinu illu upp á kvenmann og
ef hún þurfti að gera það, taldi hún
líklegast að þar væri karlmaður á
bak við. Því lá það beint við að kjósa
Kvennalistann þegar hann kom fram,
þó hún væri dyggur sósíalisti alla
sína tíð og segði alltaf um Alþýðu-
Vilborg Þorvarðar-
dóttir - Minning
Fædd 29. maí 1899
Dáin 25. janúar 1992
Ástkær amma okkar lést að
morgni 25. janúar sl. að Sólvangi í
Hafnarfirði. Hún var jarðsett 3.
febrúar í kyrrþey að eigin ósk.
Amma fæddist 29. maí 1899 í
Gróttu á Seltjarnarnesi þar sem hún
ólst upp. Foreldrar hennar voru hjón-
in Þorvarður Einarsson frá Stöðlum
í Ölfusi, vitavörður og Guðrún Jóns-
dóttir frá Morastöðum í Kjós. Þau
eignuðust íjögur börn, Guðrúnu, hús-
freyju i Oddgeirsbæ í Reykjavík,
Albert, vitavörð í Gróttu, en þau eru
bæði látin, ömmu og Ástu, fyrrum
húsfreyju á Sólvangi á Seltjarnar-
nesi.
Ásta dvelst nú á Sólvangi í Ilafn-
arfirði. Guðrún og Þoivarður tóku
að sér kjördóttur, Sigríði, húsfreyju
á Ti-yggvastöðum á Seltjarnarnesi,
sem einnig er látin.
Amma giftist afa okkar, Sigmundi
Friðrikssyni, 6. júní 1931. Afi starf-
aði sem bifreiðastjóri, lengst af hjá
Eimskipafélagi íslands. Hann var
einn af stofnendum vörubílstjórafé-
lagsins Þróttar. Amma og afi eignuð-
ust fjórar dætur, Ingveldi, gift Grét-
ari Sigurðssyni. Ingveldur var tví-
buri, en systir hennar dó í fæðingu.
Svövu Erlu, gift Flemming Andres-
en, búsett í Bandaríkjunum, Guð-
rúnu, gift Valdimar K. Jónssyni.
Barnabörn afa og ömmu urðu tíu,
en eitt lést af slysförum árið 1990.
Barnabarnabörn eru nú sjö.
Amma og afi bjuggu fyrstu árin
sín á Ránargötu en lengst af á Hjarð-
arhaga. Afi lést árið 1985, þá 87 ára
að aldri. Amma hélt heimili fram til
88 ára aldurs.
Amma var mikil húsmóðir og hafði
gaman af að fá fólk í heimsókn,
enda var ætíð gestkvæmt hjá þeim.
Heimili ömmu og afa var hlýlegt og
fallegt og ávallt vorum við barna-
börnin tekin opnum örmum. Var
mikil eftirsókn að fá að gista hjá
þeim um helgar. Þá höfðu þau ofan
af fyrir okkur til að gera dvölina sem
ánægjulegasta, hvort sem var við
spilamennsku eða þá að ræða um
daginn og veginn. Oft fengum við
að heyra sögur frá æskuárum þeirra.
Ósjaldan leiddi amma okkur barna-
börnin um „Grótturíki", eins og hún
nefndi það, þar tíndum við skeljar
og hlustuðum af aðdáun á frásagnir
hennar af bernsku sinni þar.
Amma var aldrei aðgerðarlaus, og
hafði hún gaman af útsaum og í dag
má sjá margt fallegt eftir hana á
heimilum dætra hennar.
Langt fram eftir aldri gekk hún
rösklega um bæinn og hafði gaman
af því að skoða í verslanir og sjá
mannlífið.
Er við barnabörnin urðum henni
samferða um bæinn var oft komið
við á kaffihúsi til að fá sér rjóma-
kökusneið og heitt súkkulaði.
Ömmu þótti gaman að elda góðan
mat og þau voru ófá skiptin sem hún
bauð fjölskyldunni ti! veislu og er
við höfðum lokið við að borða, mátti
strax finna angan af yndislegum
pönnukökum sem amma gat ein gert.
Hún lagði alltaf mikið upp úr því
að enginn færi ómettur úr sínu húsi.
Við munum minnast ömmu okkar
með hlýhug og væntumþykju. Minn-
ingin um góða konu ristir djúpt í
hjörtum okkar.
Þyri, Orn, Vilborg Erla
og Jón Rafn.
bandalagið og það sem því tilheyrði:
flokksi, mínir menn og blaðið okkar.
Og ekki þurfti hún að lifa að blaðið
hennar hætti að koma út.
Að háskólanámi loknu starfaði
Nanna í áratug sem bréfritari hjá
Borgarfelli. Hún réðst svo til starfa
á handritadeild Landsbókasafns
1968, frá 1. janúar að telja. Grímur
M. Helgason tók um sama leyti við
stöðu forstöðumans deildarinnar af
Lárusi Blöndal, sem þá varð borgar-
skjalavörður. Tókst með þeim hið
ágætasta samstarf sem hélst til
dauðadags Gríms, en í áratug voru
þau einu föstu starfsmenn handrita-
deildar með opnunartíma frá 9-7
alla daga nema sunnudaga. Helstu
störf Nönnu A handritadeild voru
skráning bréfasafna, afgreiðsla
gesta og taldi hún ekkert eftir sér
við að leysa mál þeirra, hvaðeina sem
þá vanhagaði um. Auk þessa fór hún
yfir svo til allan safnkostinn, kann-
aði og skráði ástand handritanna og
valdi úr þau handrit sem brýnast
þurftu viðgerðar við. Hún var í fullu
og föstu starfi til ársloka 1985 þegar
hún fyrir aldurs sakir lét af því en
var áfram í hlutastarfi til haustsins
1990.
Nanna deildi heimili með systur
sinni, Kristínu, svo lengi sem Kristín
gat búið í heimahúsi, en hún þjáðist
af mænusiggi og var Nönnu afar
annt um hag þessarar systur sinnar.
Eftir að ég kynntist Nönnu bjó hún
ein, oftast, en systkinabörn hennar
bjuggu stundum hjá henni um lengri
eða skemmri tíma, stundum heil fjöl-
skylda. Þótt hún eignaðist ekki af-
komendur komu systkinabörn henn-
ar í sama stað. Nanna átti fallegt
heimili sem stóð öllum vinum og
vandamönnum opið og bar það vitni
áhugamálum hennar mörgum. Það
var fagurlega prýtt listaverkum enda
hafði Nanna áhuga á hverskyns
myndlist. Hún átti góð hljómflutn-
ingstæki hafði Iöngu eignast geisla-
spilara og sótti hún ötullega tón-
leika, leikhús og aðra listviðburði.
Hún las mikið og átti gott bókasafn
og fylgdist vel með bæði í sínum
fræðum og heimsviðburðum. Hún
ferðaðist víða utanlands og innan
einkum á yngri árum. Til Bandaríkj-
anna fór hún á bankaárunum, í
námsferðalag og dvaldi þar fyrri
hluta árs 1942 og hún fór til Kína
eins og áður segir, en einnig til Rúss-
lands, Egyptalands og fleiri landa.
Ilún skrifaði töluvert alla tíð fyrst í
Melkorku, en einnig fræðigreinar í
Andvara, Skírni, Árbók fornleifafé-
lagsins og eftir að hún réðst til
Landsbókasafns í Árbók þess, fyrstu
greinina árið eftir að hún kom til
starfa þar 1969. Síðasta grein henn-
ar birtist í Árbókinni 1988 eftir að
Nanna var komin í hlutastarf en það
var grein um Halldóru Bjarnadóttur
heimilisráðunaut. Þegar hún lést var
hún í miðju kafi að búa bréf til Bald-
vins frá Kristrúnu Jónsdóttur unn-
ustu hans til birtingar, en að því
verki vann hún eftir að hún hætti
með öllu launastarfi.
Eftir að leiðir okkar lágu saman
á handritadeild árið 1980, tókst með
okkur vinátta sem stöðugt óx og
aldrei bar skugga á. Enda var Nanna
einstök kona: hún var geðgóð, glað-
sinna og áreitnislaus, hélt alla tíð
með lítilmagnanum, einkum þeim
sem aðrir lögðust á. Börn höfðu
næstum alltaf rétt fyrir sér að henn-
ar mati og í hennar munni voru þau:
„Litla hjartað" og fannst henni þau
eiga mjög undir högg að sækja í
okkar þjóðfélagi. Hún var mjög sjálf-
stæð og sjálfri sér næg en engu að
síður mannblendin og gladdist með
glöðum á góðri stundu. Hún ræktaði
vináttuna og vinir hennar voru á öll-
um aldri, hún talaði ævinlega við
börn og unglinga eins og jafningja.
Hún þekkti sín takmörk og ætlaði
sér aldrei um of, hún var metnaðar-
full en ekki metnaðargjörn og æðrað-
ist ekki. Vildi ekki eiga í illdeilum
en erfði ekki heldur misgjörðir.
Óvenju heilsteypt og vel gerð sem
og samstarfsmaður hennar og vinur
Grímur M. Helgason. Égtel mig láns-
manneskju að hafa fengið að deila
með þeim dögum og eiga vináttu
þeirra. Séu bæði sæl kvödd og megi
orðstír þeirra lifa með vinum og í
hjörtum þeirra sem þau voru kær.
Sjöfn Kristjánsdóttir.
Birting afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmæl-
, is- og ininningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
• góðum fyrirvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði að berast síðdegis á
mánudegi og hliðstætt er með
greinar aðra daga.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
JÓNÍNA SIGURÐARDÓTTIR,
Hrafnistu,
áður Smyrilsvegi 22,
verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 10. febrúar
kl. 13.30.
Stella Thomas,
Guðbjartur Ásgeirsson,
Einar Ásgeirsson,
Sigurður Ásgeirsson,
Þórir Ásgeirsson,
Jerry Thomas,
Paola Ásgeirsson,
EinaraMagnúsdóttir,
Marý Ói.afsdóttir,
Oddný Ólafsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
GERD HALLVARÐSSON,
sem lést 2. þ.m. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík
þriðjudaginn 11. febrúar kl. 13.30. Blóm vinsamlega afþökkuð en
þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Barnaspítalasjóð
Hringsins.
Birgir Sigurjónsson,
Hallvarður Sigurjónsson,
Helga María Sigurjónsdóttir,
tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
t
Elskuleg móðursystir mín og ömmu-
systir okkar,
JÓHANNA GUÐRÚN MAGNÚSDÓTTIR,
áður til heimilis Laugaveg 39,
lést 29. janúar sl. á Elli- og hjúkrunar-
heimilinu Grund. Bálför hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Fyrir hönd vandamanna
Lára Ásgeirsdóttir,
Ruth Sörensen,
Hanna Rún Guðmundsdóttir.