Morgunblaðið - 09.02.1992, Side 28
28
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992
Búi Rafn Einars-
son - Minning
Fæddur 2. febrúar 1928
Dáinn 2. febrúar 1992
Það var rétt farið að morgna
sunnudaginn 2. febrúar, á 64. af-
mælisdegi tengdaföður míns Búa
Rafns Einarssonar er hann lést á
gjörgæsludeild Landakotsspítala.
Það er svo fjarlægt mér að setjast
niður og skrifa kveðjuorð um Búa,
tómleikinn svo mikill og svo erfitt
að trúa því að hann sé farinn til
nýrra heimkynna, svo snöggt og svo
óvænt.
Ég kynntist Búa árið 1986 og
tók hann mér alltaf vel frá fyrstu
tíð, hann var trygglyndur maður
og hugsaði vel um sína, alltaf boð-
inn og búinn að hjálpa öðrum ef
eitthvað bjátaði á.
Búi var sonur hjónanna Guðríðar
Ásgeirsdóttur og Einars Ebenesers-
sonar, hann fæddist og ólst upp á
Barðaströnd, yngstur í stórum
systkinahópi, en þau voru alls 14
systkinin, 3 dóu á unga aldri.
Búi kynntist eftirlifandi eigin-
konu sinni, Sigríði Hjartardóttur,
1949 og stofnuðu þau sitt fyrsta
heimili á Patreksfirði árið 1954 og
bjuggu þar allt til ársins 1983 er
þau fluttust í Kópavog.
Búi og Sigríður eignuðust 4 börn:
Guðríði Eydísi, f. 7.9.1952, d.
11.11.1952, Guðríði Eydísi, f. 1954,
Rúnu Hjördísi, f. 1961, Stefán Hall-
björn, f. 1968.
Búi vann sem vörubílstjóri mest
allt sitt líf og voru bílar alltaf hans
mesta áhugamál. Hann var ungur
að árum er hann af sínum einstaka
dugnaði eignaðist sinn fyrsta vöru-
bíl, og var lengi formaður vörubíl-
stjórafélagsins Fáks, enda mikil
rétlætiskennd honum í blóð borin.
Það var oft erfitt að vera vörubíl-
stjóri vestur á fjörðum þar sem
fannfergið er svo mikið og fjöllin
svo há, og erfitt um allar samgöng-
ur en alltaf skildi hann láta sig
hafa það að fara út í bylinn hversu
slæmt sem útlitið var, og lét hann
sig ekki muna um það oft á tíðum
að moka sig yfir heilu heiðarnar,
því það var aldrei of vont veður eða
of mikil ófærð fyrir hann, hann
barðist áfram í byl og vonskuveðri
og aldrei gafst hann upp, enda vissu
þeir það hinir bílstjórarnir að ef Búi
gafst upp þá var fyrir engan annan
að reyna, ósérhlífnin og þrautseigj-
an voru svo mikil.
Eftir að þau fluttust hingað suð-
ur þá búin að selja vörubílinn sinn
fór han að vinna hjá Hafskip en
síðan Eimskip og vann þar allt til
dauðadags. Alltaf var mætt til
vinnu, það skorti ekki á samvisku-
semina á þeim bæ og aldrei var
kvartað þó oft væri hann kvalinn
af verknum sem var farinn að hijá
hann síðustu misserin, það var bara
bitið á jaxlinn. Það má segja að
hann hafi verið einn af hvunndags-
hetjum þjóðfélagsins okkar sem fá
svo litla umbun fyrir störf sín
hversu vel og samviskusamlega þau
eru af hendi leyst.
Það var mikil ánægja fyrir Búa
er Stefán sonur hans keypti sér sinn
fyrsta sendibíl, manni fannst hann
yngjast um mörg ár og hvað honum
fannst gaman að rifja upp gömul
handtök og fá að annast bílinn að-
eins fyrir hann, það var heldur eng-
inn svikinn af hans vinnubrögðum
og allur umgangur hans bar þess
merki að hann hefði komið þar
nærri. Hann var mikill réglumaður
og vildi umfram allt hafa gott skipu-
lag á hlutunum.
Mér er minnisstætt hversu
ánægður hann var í utanlandsferð-
inni sem við fórum í saman öll fjöl-
skyldan fyrir tæpum tveimur árum,
við vorum oft langtímum saman á
keyrslu en þó allir kvörtuðu um
hita, leið honum vel í hitanum og
var hann uppteknari við fegurð út-
sýnisins og margbreytileikann í
fjarlægu landi. Og hvað honum
fannst tilkomumikið þegar gamall
draumur varð að veruleika er við
ferðuðumst um svissnesku Alpana,
því rúmri hálfri öld áður hafði lítill
skólastrákur ferðast þangað svo oft
í huganum eftir svart-hvítu mynd-
unum í gömlu landafræðibókinni,
en núna sá hann þá í lit í allri sinni
fegurð.
Núna síðastliðið haust varð
draumur þeirra Siggu og Búa að
veruleika er þau keyptu sér lítið
einbýlishús í Víðigrund í Kópavogi,
og bjuggu þau sér þar svo fallegt
heimili, svo glöð yfir að vera komin
í sérbýli aftur eins og á Patreks-
firði. Það var svo gott að koma til
þeirra og við áttum svo margar
gleðistundir saman. Búi hafði ávallt
eitthvað fyrir stafni, honum var
margt til lista lagt, og aldrei taldi
hann eftir sér að bæta og laga
hvern hlut, allt var nýtt og engu
hent, sérhveijum hlut var búinn
staður, allt í röð og reglu.
Búi var hógvær maður og naut
sín best í faðmi fjölskyldunnar,
hann hafði mikið yndi af barnabörn-
unum sínum og gaf sér ávallt tíma
til að sinna þeim í hvívetna, það
verður sárt fyrir þau að geta ekki
skriðið upp í kjöltuna á afa og feng-
ið að heyra eins og eina sögu eða
bara fengið klapp á koll eða kinn.
Það er erfitt fyrir lítil börn að skilja
lífsins gang en þau munu þó um
alla ævi búa að þeirri hlýju og því
ástfóstri er hann gaf þeim.
Nú þegar er komið að leiðarlok-
um og hlutverki hans í þessu lífi
er lokið vil ég þakka Búa fyrir allt
sem hann gaf mér og okkur öllum,
við eigum eftir ljúfar minningar sem
lifa áfram í hjörtum okkar og við
vitum, að vel verður tekið á móti
honum í þeim framtíðarheimi sem
okkur öllum er ætlað að hittast í
síðar.
Elsku Sigga mín og aðrir ástvin-
ir ég votta ykkur öllum mína dýpstu
samúð og bið algóðan Guð að gefa
ykkur styrk og huggun í sorginni.
Aðalsteinn Hallgrímsson.
Okkur litlu systkinin langar svo
að þakka afa okkar allar yndislegu
stundirnar sem hann gaf okkur. Það
er erfitt að skilja að hann er ekki
lengur hjá okkur, stóra faðmsins
er svo sárt saknað, þangað var svo
gott að skríða, finna hlýjuna frá
afa og hlusta á eina sögu eða heyra
raulaðan lítinn lagstúf.
En þó að við séum svo óumræði-
lega döpur þá megum við gleðjast
yfír því að í nýjum heimkynnum
hans eru litlir englar sem fagna
komu afa og það er alveg örugg-
lega þéttsetið í kjöltu afa þar eins
og hér.
Að lokum viljum við fara með
bænina okkar fyrir hann, bænina
sem við fórum svo oft með saman
í sumar, með henni finnst okkur
afi vera svo nærri.
Vertu nú yfir og allt um kring
með eillfri blessun þinni.
Sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
Við vitum að elsku afi vakir yfir
hvetju fótmáli okkar og hann mun
líka alltaf lifa í hugum okkar og
hjörtum.
Megi minningin um hann gera
okkkur að betri mönnum.
Búi Bjarmar og Rósa Rún.
Hann afi minn var vestfirskur í
húð og hár, ólst upp við rætur fjalla
Barðastrandar þar sem hann sat
yfir ánum og lék sér að skeljum
og fjörusteinum við strendur Breið-
afjarðar. Patreksfjörður var síðan
vettvangur ömmu og afa, þar undu
þau í 30 ár, en tóku sig þá upp og
hófust handa sunnan heiða og tóku
sér bólfestu í Kópavoginum. Þangað
kom ég inn í líf þeirra nýfædd.
Fyrstu 3 árin óx ég og dafnaði
undir þeirra verndarvæng. Ég steig
mín fyrstu skref við rúmstokkinn
þeirra. Það var ljúft að skríða í
ömmu- og afaholu með blautann
bossann á sunnudagsmorgnum og
amma bakaði heimsins bestu
pönnukökur fyrir okkur sælkerana
sína, það voru dýrðardagar. Hvers
vegna voru ekki alltaf sunnudagar?
Afi kallaði mig Pönnukökustelpuna
sína, en hann var nefnilega Lummu-
strákur á mínum aldri, það fannst
mér fyndið. Hann átti alltaf nammi
að lauma í lítinn lófa. Við áttum
margar stundir saman, fórum
margar ferðirnar á fallega bílnum
hans afa. En eftirminnilegust verð-
ur utanlandsferðin sem við fórum
öll saman i. Það er ljúft að eiga
góðar minningar.
Sl. haust rættist draumur þeirra
um nýja húsið, þar lögðu þeir feðg-
ar nótt við dag og endurnýjuðu allt
lið fyrir lið, það var mikil gleði sem
fylgdi því samstarfi, þeir voru ekki
einungis feðgar Stefán og afi held-
ur allra bestu vinir sem tóku sér
fyrir hendur sífellt ný verkefni. En
afi naut árangursins aðeins í hálft
ár. Honum fannst svo gott að hafa
okkur öll litlu skinnin sín.hjá sér.
En núna er hann dáinn og ég get
alls ekki trúað því, á sjálfan afmæl-
isdaginn sinn. Áfi hefur verið miklu
veikari en við vissum, hann hefur
ekki viljað valda okkur áhyggjum;
þannig var hann alltaf, bar ekki
tilfínningar sínar á torg. Það er svo
tómt þegar afastóll er auður. Nú
veit ég að honum líður vel, ekki
lengur þjáður og þreyttur. Nú situr
afi með litlu stúlkuna sína, frum-
burðinn sinn, og frumburði beggja
dætra sinna, sem nú hafa fengið
afa til sín, en við hin barnabörnin
ætlum að hjálpa ömmu eins og við
getum í hennar miklu sorg, hugga
hana og leiða.
Ég bið góðan Guð að geyma
elsku afa minn og varðveita. Hafi
hann þökk fyrir allt og allt._
Sigríður fris.
Minning:
Helga Guðjónsdóttír
Laxness píanóleikari
Fædd 5. maí 1912
Dáin 15. janúar 1992
Ef Helga afasystir mín vissi að
um hana væri skrifuð minningar-
grein, spyrði hún eflaust: „Og hvað
á svosem að skrifa um mig?“ Helgu
leiddist allt umstang og þótti skrýt-
inn þessi fyrirgangur á fólki. „Það
vill láta hafa svo fyrir sér,“ átti hún
til að segja. Henni leið vel í íbúð-
inni sinni á Laugaveginum. Stund-
um stóð hún við gluggann og horfði
á götulífið. Það fannst henni gam-
an. Hún undi sér ein, kenndi á
fiygilinn sinn og vissi ekkert betra
en hlusta á fallega tónlist. Hún var
óperuunnandi, alltaf að spekúlera í
röddum. Ég held að tónlist hafi
verið hennar líf.
Einhvern tíma heyrði hún ung
Jóhann Jónsson skáld tala. Hann
var gestur Halldórs afa míns heima
hjá þeim í Laxnesi, hún sat í rúm-
inu sínu og hlustaði á skraf þeirra.
Aldrei heyrði hún fallegri rödd og
lýsti henni fyrir mér á þessa leið:
„Röddin var líkt og gulli slegin.
Hún hljómaði eins og sellókonsert
eftir Bach.“ Seinna var þetta skáld
henni samtíða í Leipzig í Þýska-
landi. Hann orti ljóðið Söknuð sem
henni þótti fegurst ljóða og byijaði
svona: „Hvar hafa dagar lífs míns
lit sínum glatað . . .“
Ég sótti píanótíma hjá Helgu. í
hverri viku fórum við yfir æfingam-
ar og ég fékk kökur á eftir. Þá
skar Helga tvær jólakökusneiðar á
disk og hlóð smákökum í kring, svo
hellti hún mjólk í lítið glas. Þvínæst
vippaði hún sér upp á eldhusborð
og spurði brosandi frétta. Á eftir
fylgdi hún mér til dyra og bað ósköp
vel að heilsa.
Á páskum og jólum dvaldi Helga
alltaf á Gljúfrasteini hjá ömmu og
afa. Hún hlustaði á hátíðatónlistina
og fékk sér vindil eftir matinn. Ef
henni var boðin ábót, spurði hún
hlessa: „Heldurðu að ég geti borðað
svona voðalega mikið?“
Ég hitti Helgu síðast rétt fyrir
jól. Þá lá hún mjög veik á spítala.
Samt sem áður gerði hún góðlátlegt
grín að sjálfri sér og gaf engum
færi á að vorkenna sér. Henni þótti
erfiðast að kynnast ungum konum
á spítalanum sem glímdu við sjúk-
dóminn sem hún var heltekin af,
sjálf sagðist hún vera hundgömul
og „farið hefur nú fé betra Auja
mín en ég“.
Hún lá þarna svo hvít og hrein
og fín, með kertaljós og var að lesa
bókina um málarann Erró. Fólkið
hans þekkti hún vel og átti róman-
tískar endurminningar frá því hún
í gamla daga dvaldi á Kirkjubæjar-
klaustri. Hún rifjaði upp sögur af
fólki sem einu sinni var til í Mos-
fellssveitinni og henni þótti vænt
um. Þegar mamma hennar var orð-
in ekkja í Laxnesi, þá öfundaði hún
svo húsfreyjuna í Helgadal „því
hennar bóndi var svo mikið snyrti-
menni á jörð“. Og systkinin frá
Mosfelli voru svo lagleg og fjörug
„og náttúrlega svo afskaplega
músíkölsk". Svo sagði hún mér af
svokölluðum Skeggjastaðasystrum,
sem enginn hefur heyrt nefndar
fyrr eða síðar. Þær voru aldar upp
svo glæsilegar og „velaðsér" að það
var talað um það á haustin í Reykja-
vík að nú væru Skeggjastaðasystur
á leið í bæinn. Helga sagði alltaf
„hva?“ ef henni fannst eitthvað
sjálfsagt og liggja í augum uppi.
Svo þegar við mamma spurðum
hvað hefði orðið um glæsisprundin
frá Skeggjastöðum þá horfði Helga
alveg undrandi á okkur og sagði:
„Hva ...! Þær giftust náttúrlega til
útlanda."
Helga fór víða þegar hún var
ung. Hún fór í framhaldsnám í pían-
óleik til Þýskalands þgar hún hafði
lokið námi við Tónlistarskólann í
Reykjavík. Hún dvaldi í Englandi,
nánar tiltekið í Brighton, þar sem
hún sagðist hafa lært að spásséra.
Seinna, þegar hún var á miðjum
aldri, ferðaðist hún oft um Evrópu.
„Það var gaman í Róm og afskap-
lega fallegt í Mónakó.“ En eftir
1960 fór hún held ég ekki af landi
brott. Ef hún var spurð af hveiju
hún ferðaðist ekki svolítið, frí og
fijáls manneskja, talandi bæði
ensku og þýsku, þá svaraði hún:
„Ég? Ég er búin að sjá þetta allt
saman, hvað ætli ég þurfi að sjá
þetta aftur?“
En henni þótti alltaf jafn gaman
að horfa út í Laxnes í Mosfellsdal,
þar sem hún fæddist og ólst upp.
Hún settist alsæl í sóffann heima
með útsýnið beint á æskuslóðirnar
og dæsti. „Ó hvað það er gaman
að horfa heim að Laxnesi."
Síðast núna undir haust og hún
var í síðasta skipti á Gljúfrasteini
labbaði Helga frænka í góða veðr-
inu til mömmu. Þær ætluðu að
skemmta sér við að horfa á óperu
saman í sjónvarpinu. Þetta var ein
af þessum óperum sem Helga hefði
hlustað á þótt Mosfellsheiði væri
að búa sig undir að gjósa og rútan
að snúa við í örugg veðurleysi
Reykjavíkurbæjar. Því samkvæmt
því sem Helga frænka sagði, var
ekkert til betra en þurfa aldrei að
heyra í veðri, þess vegna var svo
gott að búa á Laugaveginum.
En eftir dálitla stund af óperunni
á fallegum síðsumardegi stóð Helga
snögg upp og sagði: „Æ, við skulum
ekkert vera að hlusta á þetta. Mig
langar að setjast í sóffann og horfa
út í Laxnes.“
Okkur þótti þetta skrýtið, en við
þekktum hana Helgu frænku vel
og vissum að hún átti til að vera
svo skrýtin. Undir morgun næsta
dag var hún flutt á spítala, þaðan
sem hún átti ekki afturkvæmt.
Hún andaðist 15. janúar með
bros á vör, eigandi ekki orð yfir
þær manneskjur spítalans sem
gerðu henni síðustu vikurnar eins
ljúfar og unnt var. „Mikið afskap-
lega líður mér vel,“ voru síðstu orð-
in hennár.
Hún er nú horfin og skilur eftir
tómið sem aldrei verður fyllt. En
ef líf er eftir þetta líf vona ég að
þar fyrirfinnist fegursta tónlist.
Blessuð sé minning Helgu Guð-
jónsdóttur.
Auður Jónsdóttir, Akureyri.
t
Systir mín,
GUÐBJÖRG ÁRNADÓTTIR
frá Gunnarsstöðum,
sem andaðist 4. febrúar í Hátúni 10b, verður jarðsungin frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 14. febrúar kl. 13.30.
Gunnar Árnason.
t
Alúðarþakkir til allra þeirra, sem sýndu mér samúð og vinarhug
við andlát elskulegs eiginmanns míns,
BJARNA ODDSSONAR,
Öldugötu 4,
Hafnarfirði.
Svanhvít Jónsdóttir.