Morgunblaðið - 09.02.1992, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUÐAGUR 9. FEBRÚAR 1992
Aðstoðar-
deildarstjóri
Staða aðstoðardeildarstjóra er laus nú þeg-
ar til umsóknar á hjúkrunardeild F-2. Um er
að ræða 40-60% starf. Möguleiki er á auknu
vinnuhlutfalli. Hjúkrunarfræðingar óskast á
kvöldvaktir kl. 17-23 og 16-24 virka daga
og helgar. Sjúkraliðar óskast til sumarafleys-
inga.
Upplýsingar veita ída og Jónína í símum
35262 og 689500.
Hafrannsóknastofnun
og Háskólinn á Akureyri
Hafbeit á þorski
Hafrannsóknastofnun í samstarfi við Háskól-
ann á Akureyri óskar að ráða tímabundið
starfsmann til undirbúnings tilraunafram-
leiðslu á þorskseiðum í Eyjafirði. Verkefnið
tengist öðrum rannsóknaverkefnum við Haf-
rannsóknastofnun og Háskólann á Akureyri.
Æskilegt er að viðkomandi hafi æðri mennt-
un á sviði sjávarlíffræði, fiskifræði eða fisk-
eldis.
Upplýsingar veita Steingrímur Jónsson, Haf-
rannsóknastofnun, Akureyri, og Jón Þórðar-
son, Háskólanum á Akureyri, í síma
96-11780.
Skriflegar umsóknir sendist Hafrannsókna-
stofnun, pósthólf 870, 602 Akureyri, fyrir
1. mars.
m
Sumarstörf
Eftirfarandi sumarstörf hjá Kópavogskaup-
stað fyrir sumarið 1992 eru laus til umsókn-
ar:
Almenn störf:
1. Verkamenn í almenn störf: Garðyrkju,
malbikun, gangstéttagerð, almenna jarð-
vinnju, hreinsun, ýmis viðhaldstörf á
íþróttavelli.
2. Flokkstjórar við garðyrkju og á íþróttavelli.
3. Forstöðumaður og leiðbeinendur í skóla-
garða og áv starfsvelli.
4. Aðstoðarmenn á leikvelli (hlutastarf).
5. Afleysingamenn við Sundlaug Kópavogs.
6. Önnur afleysingastörf.
Vinnuskólinn:
1. Tveir yfirflokksstjórar.
2. Flokksstjórar.
3. Starfsmaður á skrifstofu, þarf að hafa
reynslu í meðferð Macintosh tölvu (þarf
að geta hafið störf í maí).
Garðyrkja:
Verkstjóri með skrúðgarðyrkjumenntun
(4 mánaða starf).
Væntanlegur ráðningasamningur við laus-
ráðna sumarstarsmenn í almennum störfum
mun miðast við 8 stunda dagvinnu, eftirvinna
verður tilfallandi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu
Félagsmálastofnunnar í Fannborg 4,
sími 45700.
Umsóknum skal skila á sama stað fyrir
16. mars 1992.
Starfsmannastjóri.
Sölustarf
Óska eftir hárgreiðslu- eða hárskeramennt-
uðum starfskrafti til sölustarfa o.fl.
Um er að ræða fullt starf.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma 656050
næstu daga.
Atvinna - Keflavík
Óskum eftir:
1) Starfskrafti með reynslu til að sjá um
bókhald fyrirtækisins.
2) Sölumanni á bílasölu, nýjir og notaðir
bílar.
Umsóknum, sem tilgreina menntun og fyrri
störf skal skilað á skrifstofu okkar í síðasta
lagi 17. febrúar 1992.
Öllum umsóknum verður svarað.
BÍLAKRINGLAN
Grófinni 7-8, Kefiavík.
Verkfræðingur
Samband íslenskra sveitarfélaga óskar að
ráða til starfa verkfræðing eða tæknifræðing.
Verksvið: Verkfræðileg og tæknileg ráðgjöf
við sambandið, samstarfsstofnanir þess og
sveitarfélög, m.a. varðandi umhverfismál,
móttökustöðvar fyrir sorp, brotamálma,
spilliefni, sorpeyðingu og frárennslismál.
Einnig varðandi byggingar skóla, íþrótta-
húsa, sundlauga, gatnagerð, vatnsveitur og
hitaveitur. Gæta hagsmuna sveitarfélaga
varðandi fasteignamat, brunabótamat og
brunatryggingar. Veita umsagnir og gera
úttektir fyrir Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, sem
veitir stofnstyrki til ýmissa framkvæmda.
Umsóknarfrestur um ofangreint starf er til
23. febrúar nk.
Umsóknir er tilgreina aldur, menntun og fyrri
störf sendist til undirritaðs.
Samband íslenskra sveitarfélaga,
Þórður Skúlason, framkvæmdastjóri,
Háaleitisbraut 11, 105 Reykjavík.
Framkvæmdastjóri
Óskum að ráða framkvæmdastjóra til starfa
hjá traustu iðnaðar- og innflutningsfyrirtæki
í Reykjavík.
Starfssvið: Stjórnun og ábyrgð á daglegum
rekstri fyrirtækisins. Stefnumörkun og mótun
framtíðarmarkmiða í samvinnu við stjórn.
Sérstök áhersla á arðbæran rekstur með
átaki í markaðs- og sölumálum.
Við leitum að hæfum einstaklingi í þetta
mikilvæga starf, sem hefur þekkingu og
reynslu af stjórnunarstörfum. Reynsla og
þekking á íslensku atvinnulífi er nauðsynleg.
Viðkomandi þarf að hafa frumkvæði og lifandi
áhuga á stjórnun og starfsemi fyrirtækja.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðarmál.
Vinsamlegast sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., Skeif-
unni 19, merktar: „Framkvæmdastjóri 55".
Hagva niíur hf
Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
Sölufulltrúi matvöru
Óskum eftir að ráða sölufulltrúa, sem mun
hafa daglega umsjón með sölu og dreifingu
á matvöru, áætlanagerð, hagkvæmniathug-
anir og eftirlit. Sölufulltrúinn gerir einnig inn-
kaupaáætlanir og söluáætlanir ásamt vöru-
þróun eins og tilefni gefur til.
Lögð er áhersla á framsækna sölumennsku,
fyrsta flokks þjónustu og hagkvæmni í
rekstri.
Við leitum að einstaklingi á aldrinum 25-40
ára með viðskiptamenntun og einhverja
reynslu af stjórnunarstörfum.
Skriflegum umsóknum, er tilgreini aldur,
menntun og fyrri störf, skal skila til starfs-
mannastjóra á Stuðlahálsi 1, fyrir föstudag
14. febrúar nk.
Vífilfell hf. er fyrirtæki í stöðugri markaðssókn. Við erum einkaframleiö-
andi Coca-Cola íslandi auk þess sem við flytjum inn, framleiðum og dreif-
um fjölda annarra heimsþekktra vörutegunda. Við erum stolt af fram-
leiðslu okkar og leggjum ríka áherslu á að viðhalda háum gæðum og
góðri þjónustu við markaðinn. Vífilfell hf. vill stuðla að bættu umhverfi og
við erum bjartsýn á framtíðina.
Vífilfellhf.
Skrifstofustjóri
óskast
Öryggisþjónustan Vari hf. óskar eftir að ráða
skrifstofustjóra í fullt starf. Starfssviðið er
yfirumsjón með fjárreiðum fyrirtækisins og
rekstur skrifstofu. í starfinu felst að sjá um
fjárhagsbókhald, greiðslur og launaútreikn-
inga fyrir 25 starfsmenn á mánaðarlaunum,
öll hefðbundin gjaldkerastörf og erlendar
ávísanir.
Leitað er eftir starfsmanni með ríka ábyrgð-
artilfinningu og ítrustu samviskusemi, þekk-
ingu og reynslu af skrifstofuhaldi með PC-
tölvubókhaldi ásamt hæfileika til mannlegra
samskipta og stjórnunar.
Atvinnuumsókn berist Vara hf. ásamt saka-
vottorði í síðasta lagi 15-. febrúar nk. á eyðu-
blöðum er fást á afgreiðslu fyrirtækisins.
Upplýsingar um starfið eru ekki gefnar í síma.
á
m
VARI
Þóroddsstöðum við Skógarhlíð.
Sölustjóri
íslensk tæki í miðbæ Garðabæjar selur bók-
haldshugbúnaðinn Vaskhuga. Notendur for-
ritsins eru tæplega 400 um allt land.
Okkur vantar aðila til að sjá um þjónustuna
við þessa notendur og veita tilvonandi not-
endum upplýsingar um forritið. Nauðsynlegt
er að viðkomandi hafi þekkingu á tölvum og
DOS stýrikerfinu, geti starfað sjálfstætt og
sé góður sölumaður.
Framtíðarstarf í góðu umhverfi.
Vinsamlega sendið upplýsingar um menntun
og fyrri störf í pósthólf 26, 210 Garðabæ,
fyrir 14. febrúar.
íslensk tæki,
Garðatorgi 5, 210 Garðabæ.