Morgunblaðið - 09.02.1992, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. FBBRÚAR 1992
39
mmwi
mt . ,
WfMMzMM
■■*9ZÍi
•: )
BADMINTON
Morgunblaðið/Sverrir
Elsa og Tryggwi Nielsen hafa skotist fram á sjónarsviðið í badmintoninu.
Systkinin hafa
slegið í gegn
SYSTKININ Elsa og Tryggvi
Nielsen hafa vakið athygli fyrir
góðan árangur í badminton
íþróttinni þrátt fyrir ungan ald-
ur. Elsa, sem er 17 ára, varði
íslandsmeistaratitilinn í ein-
liðaleik kvenna um síðustu
helgi og T ryggvi, sem er 15
ára, sigraði í einliðaleik í A-
flokki og er yngstur badminton-
manna til að ná þeim áfanga.
Elsa byijaði að æfa badminton
þegar hún var 9 ára og
Tryggvi 8 ára. Þau bjuggu í Dan-
mörku í fímm ár, frá 1984 til 1989,
og kynntust íþróttinni þar. „For-
eldrar okkar hafa verið í badminton
sem trimmarar í mörg ár og smit-
uðu okkur. Við höfum fengið mikinn
stuðning frá þeim, enda vita þau
vel hvað þarf til að ná góðum ár-
angri,“ sagði Elsa.
Fjölskylduíþrótt
Foreldrar þeirra eru Kjartan
Nielsen, tölvufræðingur og Anna
Harðardóttir og stunda þau einnig
badminton. Kjartan er nú í stjórn
TBR og var á sínum tíma einn af
stofnendum badmintondeildar
UMFA í Mosfellsbæ. Yngsti fjöl-
skyldumeðlimurinn, Ágústa 11 ára,
æfir badminton hjá TBR.
Tryggvi og Elsa segja að það sé
langt síðan þau hafa leikið badmin-
ton gegn foreldrum sínum. „Þau
eru orðin of gömul fyrir okkur, eða
við of gömul fyrir þau,“ sagði
Tryggvi, sem var kjörinn efnileg-
asti unglingurinn á nýafstöðnu
unglingamóti b-þjóða Evrópu í
Tékkóslóvakíu. „Eg átti ekki von á
því að vera útnendur efnilegastur
og það kom mér því mjög á óvart.“
Æfa daglega
Systkinín vita hvað þarf til að
ná árangP í.badminton. Við æfum
á hveiju kvöldi tvo til þijá klukk-
tíma í senn svo það er lítill tími
fyrir annað tómstundastarf. En við
sjáum ekki eftir tímanum sem fer
í badmintonið því félagsskapurinn
er mjög góður,“ sögðu þau. Elsa
sagðist reyndar fara á tvær auka-
æfingar í viku og þá á morgnana
áður en hún fer í skólann, en hún
er á öðru ári í MS. Tryggvi er í 10.
bekk í Langholtsskóla.
Þjálfari þeirra er Englendingur-
inn Mike Brown, en hann byijaði
að þjálfa hjá TBR s.l. haust. Þau
hæla honum og segjast hafa lært
mikið af honum, sérstakelga bætt
við sig tækni. Þau segja þó að enn
eigi þau margt ólært og stefna
bæði á Ólympíuleika í framtíðinni;
Elsa á ÓL í Atlanda í Bandaríkjun-
um 1996 og Tryggvi á ÓL árið
2000.
Rakarastofan Greifinn styrkir
Elsu og greiðir allan útlagðan
kostnað fyrir hana, svo sem æfinga-
gjöld og annað. Elsa segir að þessi
stuðningur komi sér vel og geri
henni kleift að stunda íþróttina án
þess að hafa af því fjárhagslegar
áhyggjur.
Eitt mesta efni sem
hefur komið fram
Að sögn þeirra sem til þekkja
er Tryggvi eitt mesta efni sem kom-
ið hefur fram hér á landi. Hann
tryggði sér rétt til að keppa í meist-
araflokki að ári með því að vinna
A-flokkinn á nýafstöðnu íslands-
móti. „Það verður gaman að mæta
Brodda og Árna Þór næsta ár. Ég
geri mér þó grein fyrir því að það
verður á brattann að sækja hjá
mér,“ sagði Tryggvi.
Þau sögðust vilja kvetja krakka
til að fara að æfa badminton. íþrótt-
in væri skemmtileg og vel þess virði
að reyna hana. - ....•* ■ .....—
Friðrik Guðmunds-
son - Minning
Mánudaginn 10. febrúar verður
frændi minn og fóstri, Friðrik Guð-
mundsson, jarðsunginn frá Nýju
kapellunni í Fossvogi kl. 10.30.
Hann andaðist 30. janúar sl., á
Hrafnistu í Reykjavík. Þar hafði
hann dvalið síðustu árin og notið
sérstaklega góðrar umönnunar
starfsfólks og vil ég koma fram
þakklæti fyrir það sem fyrir hann
var geit.
Nú legg ég afEur augun mín,
en öndin hvarflar, Guð, til þín,
þinn almáttugan ástarvæng
lát yfirskyggja mína sæng.
Að risa upp í heimi hér
með hverri sólu kenn þú mér,
svo líta fái’ eg ljósið þitt,
er lífgar Jesús duftið mitt.
(M. Joch.)
Friðrik fæddist í Súðavík 28.
október 1904. Foreldrar hans voru
hjónin Guðmundur Gestsson og Sig-
ríður Jóhannesdóttir. Þau bjuggu í
Heimabæ í Arnardal í um tíu ára
skeið en fluttu síðan að Fremri-Arn-
ardal í sömu sveit. Guðmundur og
Sigríður eignuðust sjö börn og tóku
að auki að sér einn fósturson. Þau
eru nú öll látin.
Friðrik fluttist til Reykjavíkur
árið 1936, og kom þá úr foreldra-
húsum að vestan til að hefja nýtt
líf. Margar ástæður hafa eflaust
legjð að baki, en sú sem eflaust
hefur vegið þar þyngst hefur verið
afkoma fólks til sveita á þeim tím-
um og tíðarandinn.
Ég man fyrst eftir Friðrik árið
1956, er hann vann á Landakots-
spítala við ýmis viðhaldsstörf á
húsinu. Honum hafði verið úthlutað
litlu herbergi á jarðhæð spítalans
þar sem hann bjó og leið honum vel
í návist kaþólsku systranna. Oft lá
leið mín þar um og leit ég þá gjarn-
an inn til Friðriks, því ég bjó þar
skammt frá. Hann vann ýmis verka-
störf um ævina og kunni handtök
margra iðngreina. Síðustu starfsár-
in vann hann hjá Sindrastáli. Frið-
rik fluttist um 1958 í Akurgerði
27, þar sem hann útbjó sér fallegt
heimili í litla snyrtilega húsinu sínu.
Hann bjó þar í um 25 ár, eða með-
an heilsan leyfði. Þaðan fiuttist
hann að Hrafnistu í Reykjavík.
Nú þegar ég minnist Friðriks
frænda míns við þessi skrif, vakna
margar minningar ein af annarri,
með þakkæti og gleði fyrir lítinn
dreng sem var svo lánsamur að
hafa fengið að kynnast og læra af
honum svo margt.
Friðrik var hæglátur og hógvær
persónuleiki, orðvar og vel lesinn.
Hann var mjög minnugur á atburði
og menn og var af því hreinasta
unun að heyra hann segja frá lífs-
hlaupi sínu. Hann hafði það ávallt
að leiðarljósi að gleðja og hjálpa
þeim sem minna máttu sín vegna
fötlunar, hvort sem hún var andleg,
líkamleg eða þeir höfðu farið hall-
oka í lífinu á einhvem hátt. Það
gerði hann rausnarlega og með
sinni aðferð og fór það ávallt hljóð-
lega fram.
Hann var einbúi mest allt sitt
líf, ógiftur og barnlaus. Að lokum
var hann helst ósáttur við skapar-
ann sinn að lofa sér ekki að fara,
en hann var orðinn saddur lífdaga.
Hann var farinn að heilsu og sáttur
við Guð og menn. Hann verður jarð-
settur við hlið Guðfinnu systur sinn-
ar í Fossvogskirkjugarði, en það var
hans hinsta ósk.
Magnús Ólafsson.
Jónína Sigurðar-
dóttir - Minning
Fædd 6. október 1899
Dáin 2. febrúar 1992
Nú hefur amma mín, Jónína Sig-
urðardóttir, fengið hvíldina eftir löng
veikindi. Hún lést aðfaranótt 2. fe-
brúar á Hrafnistu í Reykjavík, 92
ára gömul. Þar dvaldist hún undanf-
arin ár og naut mjög góðrar hjúkmn-
ar.
Amma fæddist og ólst upp á Hell-
issandi á Snæfellsnesi. Hún var dótt-
ir hjónanna Steinunnar Magnúsdótt-
ur og Sigurðar Þorsteinssonar, skip-
stjóra og útgerðarmanns. Amma var
elst sinna systkiná, næst á eftir
henni kom Sólborg, sem nú dvelst á
Hrafnistu í Hafnarfirði, þá kom Þor-
steinn og yngst var Sigríður en þau
eru nú bæði látin. Einnig áttu þau
tvo hálfbræður, Jónas og Kjartan
Lárussyni, frá fýrra hjónabandi móð-
ur þeirra.
Ámma giftist honum afa, Ásgeiri
Guðbjartssyni, sem var ættaður frá
ísafirði. Hann fæddist 28. ágúst
1901 og lést 28. desember 1977.
Þau eignuðust fimm börn sem öll
komust upp. Þau em Stella, fædd
2. september 1931, gift Jerry Thom-
as, búsett í Bandaríkjunum. Guð-
bjartur, fæddur 31. desember 1932,
kvæntur Paolu, búsett í Bandaríkj-
unum. Einar, fæddur 5. janúar 1934,
kvæntur Einöru Magnúsdóttur, bú-
sett í Bandaríkjunum, Sigurður,
fæddur 3. mars 1936, kvæntur Marý
Ólafsdóttur, búsett í Kópavogi.
Yngstur er Þórir, fæddur 7. sept-
smber 1937, kvæntur Oddnýju 01-
afsdóttur, búsett í Reykjavík. Barna-
börnin eru fjölmörg og langömmu-
börnin enn fleiri. Fyrir hjónaband
átti afi dótturina Guðbjörgu sem
gift er Holger Nielsen og era þau
búsett í Danmörku.
Fyrstu minningar mínar af henni
ömmu eru þegar ég var lítil stelpa
að koma í heimsókn til hennar og
afa á Smyrilsveginn. Hún stóð þá í
eldhúsinu og hitaði kaffi handa gest-
unum, en afi sat í borðstofunni og
leyfði okkur systrunum að setjast
hjá sér.
Mér er það minnisstætt þegar
amma náði í lyklana og opnaði sæl-
gætisskápinn. Því alltaf átti hún eitt-
* hv-að -gotP -liunda - Htlum munnum.
Amma lét sér mjög annt um okkur
barnabörnin. Þegar ég var 6 ára
fluttu afi og amma í Hátún og dó
afi skömmu síðar. Eftir að afi var
dáinn og amma orðin ein fór ég oft-
ar til hennar og sat hjá henni á
daginn. Við fómm saman út í búð,
þar sem amma var næstum orðin
blind. Þetta voru ánægjulegar ferðir
og þegar við komum til baka fengum
við okkur jólaköku og ég kók en
amma kaffi. Þá töluðum við saman
og amma sagði mér frá gömlum tím-
um, og amma hafði einnig áhuga á
því sem ég var að gera.
Þó að aldursmunurinn á okkur
ömmu hafi verið 72 ár kom okkur
mjög vel saman og fannst mér alltaf
gaman að koma til hennar.
Nú kveð ég ömmu mína í hinsta
sinn með þakklæti fyrir allar þær
ánægjustundir sem við áttum sam-
an.
Rut Þórisdóttir.
Vatnsleysustrandarhreppur:
Tekjuafgangur á
fj árhagsáætlun
Vogum. ^
Fjárhagsáætlun vatnsleysustrandarhrepps gerir ráð fyrir 18,6
miiyóna króna teKjuafgangi, eftir fyrri umræðu í hreppsnefnd.
Að sögn Jóhönnu Reynisdóttur sveitarstjóra er hugmyndin að
safna fé til byggingar iþróttahúss sem ætlunin er að reisa á árinu
1993, en á þessu ári eru ætlaðar 2 miHjónir króna til undirbún-
ings þeirra framkvæmda.
Tekjur hreppsins eru áætlaðar
68,8 milljónir króna. Helsti tekju-
stofninn er útsvar, 36,0 milljónir.
Síðan koma fasteignagjöld, 11,5
milljónir, og aðstöðugjöld, 7,5
milljónir.
Rekstrargjöld era áætluð 35,5
milljónir króna. Þar ber hæst
fræðslumál, 8,6 milljónir, yfir-
stjórn sveitarfélagsins, 8,6 milljón-
ir, almannatryggingar og félags-
mál, tæpar 4 milljónir, fjármagns-
gjöld, 2,5 milljónir og áhaldahús,
2,5 milljónir.
Tæplega 124- milljón er ætluð
til fjárfestinga. Mest til fræðslu-
mála, 3,4 milljónir og íþrótta- og
. æskulýðsmála, 2 milljónir.
Tekjuafgangur að loknum
rekstrargjöldum og fjárfestingum
er 22,1 milljón. Með töku 8 millj-
óna króna langtímaláns, afborgun-
um langtímakrafna og greiðslu
vegna sölu fasteignar er fjáröflun
á fjármagnsyfirliti 37,8 milljónir,
á móti 19,2 milljónum sem era
ætlaðar til greiðslu lána á árinu.
Samtals gerir þetta 18,6 milljóna
króna greiðslujöfnuð við áramót.
- E.G.