Morgunblaðið - 07.03.1992, Page 1

Morgunblaðið - 07.03.1992, Page 1
64 SIÐUR B/LESBOK STOFNAÐ 1913 56. tbl. 80. árg. LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Prentsmiðja Morgxinblaðsins Reuter. Þúsundir manna héldu til í sólarhring fyrir utan þinghúsið í Bakú á meðan rætt var um vantraust á forseta Azerbajdzhans. Varnaði fólkið þingmönnum útgöngu og lyktaði málinu loks svo í gær að forset- inn sagði af sér. Eystrasaltsráð í burðarliðnum: Islensk áheyrnar- aðild auðsótt mál - segir Uffe Ellemann-Jensen, utan- ríkisráðherra Danmerkur Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíösdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. UFFE Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur, sagði á frétta- mannafundi í Kaupmannahöfn í gær að ekkert væri því til fyrirstöðu að íslendingar fengju áheyrnaráðild að Eystrasaltsráðinu eins og aðr- ar þjóðir sem ekki eiga land að Eystrasalti, en kunna þó að eiga hags- muna að gæta. Á fundi tíu ríkja við Eystrasalt í gær var stofnuð embættismannanefnd sem ræða mun frekari tilhögun ráðsins. Ellemann-Jensen hafði áður hafnað áheyrnaraðild íslendinga að undirbúningsfundi Eystrasaltsráðs- ins í Kaupmannahöfn í gær en ís- land eitt Norðurlanda mun ekkj eiga aðild að ráðinu. Hefur Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra lýst þeirri skoðun sinni að íslendingar Spennan í Azerbajdzhan: Forsetinn segir af sér eft- ir sólarhrings þingumræöur Baku, Sameinuðu þjóðunum. Reuter. AYAZ Mutalibov, forseti Az- erbajdzhan, sagði af sér embætti í gær eftir að hafa sætt hörðum árásum andstæðinga í rúmlega sólarhringslöngum umræðum í þinginu um átök Azera við Arm- ena í Nagorno-Karabak. í fimm mínútna langri ræðu viðurkcnndi Mutalibov, sem var forystumaður kommúnista meðan Azerbajdhzan var Sovétlýðveldi, að hafa gert mistök en gaf líka í skyn að nán- ustu ráðgjafar hans hefðu brugð- ist. Auðséð var á forsetanum að umræðurnar höfðu tekið mjög á hann og átti Mutalibov erfitt með mál er hann flutti ræðuna. Þús- undir Azera höfðu krafist afsagn- ar forsetans fyrir framan þing- húsið frá því á fimmtudag og höfðu sumir ráðist að sjálfri bygg- ingunni, barið hana að utan og brotið rúður. Virtist mannfjöldinn í fyrstu eftir afsögn forsetans ekki gera sér grein fyrir hvað gerst hefði heldur hélt upptekn- um hætti. Norski Verkamannaflokkurinn leitar að málamiðlun um EB: Sótt verði um aðild áður en flokkurinn ákveður sig NORSKI Verkamannaflokkurinn hefur átt við harðar innbyrðis deilur að stríða að undanförnu eftir að umræðan magnaðist að nýju í Noregi um hvort landið ætti að sækja um aðild að Evrópubanda- laginu. Aðildarspurningin hefur skipt Norðmönnum í tvær fylking- ar allt frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla var haldin um málið árið 1972 og eru fylgismenn Verkamannaflokksins þar engin undantekn- ing. Málamiðlunartillaga frá Yngve Hagensen, forseta norska Al- þýðusambandsins, sem kom fram fyrir skömmu, gæti hins vegar orðið til að setja niður ágreininginn innan flokksins. Gengur hún út á að Norðmenn sæki um aðild án þess að Verkamannaflokkur- inn hafi endanlega tekið afstöðu til aðildarspurningarinnar. Þegar þessi hugmynd verka- lýðsleiðtogans var fyrst sett fram fyrir um þremur vikum var henni vísað á bug af forystu Verka- mannaflokksins. Það var einungis talið koma til greina að sækja um aðild ef menn hefðu fullan hug á að gerast aðilar. A þeim tíma sem síðan er liðinn hefur hugmyndinni hins vegar vaxið ásmegin að sögn norska dagblaðsins Aftenposten og telja margir flokksmenn að hún kunni að reynast sú málamiðlun sem nauðsynleg er milli fylgismanna og andstæðinga EB-aðildar, eigi flokkurinn ekki að klofna. Gro Harlem Brundtland forsæt- isráðherra er þeirrar skoðunar að ef'Norðmenn sæki um aðild verði umsókninni að fylgja viljayfirlýs- ing um að ríkisstjórnin og Verka- mannaflokkurinn vilji að Noregur verði að EB-ríki. Þessa viljayfir- lýsingu er hins vegar, að mati margra, hægt að orða mjög al- mennt þannig að andstæðingar aðildar geti sagt að í raun sé ekki búið að taka endanlega afstöðu til málsins. Eftir að umsóknin er komin fram yrðu hafnar aðildarviðræður og þá fyrst kæmi loks í ljós ná- kvæmlega hvað það hefði í för með sér fyrir Norðmenn að gerast aðilar. Ein af ástæðunum fyrir því að menn leita nú óðum að málamiðl- un í EB-málinu er að andstaðan við aðild hefur farið mjög þverr- andi innan flokksins að undan- förnu og óttast andstæðingar að- ildar að þeir kynnu að verða und- ir ef látið yrði sverfa tii stáls á flokksþingi. Þá hefur ávallt verið ríkur vilji innan flokksforystunnar til að finna lausn sem er ásættanleg fýrir flesta flokksmenn. Þeir sem enn muna þjóðaratkvæðagreiðsl- una frá 1972 eru tilbúnir til að teygja sig mjög langt til að þau ósköp sem henni fylgdu endurtaki sig ekki. Azerskir þjóðemissinnar saka Mutalibov um að hafa setið aðgerð- arlausan á meðan á átökunum stóð og ekki stutt við bakið á sveitum Azera sem skyldi. Sumir höfðu varað við því að þeir myndu grípa til „af- gerandi aðgerða" léti forsetinn ekki af embætti og sagði einn aðstoðar- manna Mutalibovs að sú hótun hefði ráðið úrslitum varðandi ákvörðun hans. Framan af þingumræðunum hafði Mutalibov neitað að segja af sér ög lýst því yfir að hann ætlaði sér ekki að taka á sig hlutverk blórabögguls í málinu. Hótaði hann því jafnvel um tíma að lýsa yfir neyðarástandi eða setja herlög í lýðveldinu. Boutros Boutros Ghali, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti í gær Azera og Armena til að ná friðsamlegri lausn á deilunni um Nagorno-Karabak í samræmi við stofnskrá SÞ en bæði lýðveldin skuldbundu sig til að fylgja henni er þau fengu aðild að Sameinuðu þjóðunum fyrir nokkrum dögum. Gusan Sadykhov, utanríkisráð- herra Azerbajdhzan, átti í gær fund með Boutros Ghali og á blaðamanna- fundi að honum loknum lýsti hann þeirri skoðun sinni að æskilegt væri að friðargæslusveitir á végum SÞ yrðu staðsettar á landamærum lýð- veldanna til að koma í veg fyrir aðstreymi manna og vopna frá Arm- eníu yfir til Nagorno-Karabak. Utanríkisráðherra Armeníu hafði einnig hvatt til afskipta Sameinuðu þjóðanna af deilunni er hann ávarp- aði allsheijarþingið á mánudag. Nagorno-Karabak er landsvæði í Azerbajdzhan en það er aðallega byggt Armenum. Hafa lýðveldin barist hart um yfirráð í Nagorno- Karabak undanfarin fjögur ár og hafa rúmlega fimmtán hundruð manns fallið í þeim átökum. kunni að verða viðskila við kjarnanri Norðurlandasamstarfinu og fól ríkisstjórnin honum að sækjast eftir áheyrnaraðild til að eiga þess kost að fylgjast með. Ellemann-Jensen sagði í gær að full aðild íslendinga að Eystrasaltsráðinu kæmi ekki til greina af landfræðilegum ástæðum. Noregur fær að vera með að sögn ráðherrans vegna þess að ríkið á hafsvæði er liggur að Eystrasalti. Forsætisráðherrar Norðurlanda urðu sammála um það í Helsinki í vikunni að eðlilegt væri að ísland ætti aðild að ráðinu. Ellemann-Jens- en segir um þá afstöðu Pouls Schlút- ers, forsætisráðherra Danmerkur, sem þar kom fram, að hann geri sér ekki grein fyrir hvernig málið sé í pottinn búið. Sjá fréttir á bls. 20. ♦ ♦ ♦ Edúard Shevardnadze Shevardn- adze heim til Georgíu Moskvu. Reuter. EDÚARD She- vardnadze, fyrrverandi utanríkisráð- herra Sovét- ríkjanna, sagð- ist í gær ætla að hverfa heim til aritjarðar sinnar, Georg- íu, til að að- stoða við að leysa stjórnmála- kreppuna i landinu. Með flugmiða aðra leið í hendi ræddi Shevardnadze við fréttamenn í gær og sagðist fara á laugardags- morgni til Georgíu og væri lengd dvalarinnar þar óákveðin. „Efna- hagurinn er í rúst, verksmiðjurnar hafa stöðvast, samgöngur eru í lamasessi, það er hvorki olíu né annað eldsneyti að fá. Við slíkar aðstæður get ég ekki setið auðum höndum,“ sagði Shevardnadze. Ráðherrann fyrrverandi sem nú er 64 ára gamall sagðist e.t.v. myndu keppa að þingsæti þegar kosningar yrðu haldnar. Ennfremur vildi hann ekki útiloka framboð til forseta en það væri að sjálfsögðu undir því komið hvort það embætti yrði áfram við lýði. Shevardnadze sagðist myndu reiða sig á stuðning vina sinna erlendis og kvaðst hafa feng’- ið vilyrði þeirra um aðstoð við Ge- orgíu ef lýðræði yrði komið á í land- inu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.