Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 2
L MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Þing Norðurlanda- ráðs í Helsinki: Samstarf þjóða á norðurslóð- um aukið Á SÍÐASTA degi Norðurlanda- ráðsþings í Helsinki í gær var samþykkt tillaga sem Halldór Ásgrímsson flutti um stuðning við samstarf þjóða _ á norðurheim- skautssvæðinu. í tillögunni sem miðflokkar á Norðurlöndum stóðu að var lagt til að haldin yrði alþjóðleg ráðstefna sem yrði fyrsta skrefið í átt til aukinnar. samvinnu þjóða á norðurhjara veraldar. Tillagan sem Halldór flutti var í þremur liðum. í fyrsta lagi var gert ráð fyrir að Norðurlandaráð legði sitt af mörkum til samstarfs þjóða á heimskautssvæðinu. í öðru lagi að stuðlað yrði að aukinni samvinnu þjóðanna með alþjóðlegri ráðstefnu. I þriðja lagi að forsætisnefnd Norð- urlandaráðs ynni að því að ríkis- stjómir landa á norðurhjara tækju upp umfangsmikið samstarf. I greinargerð með tillögunni var á það bent að Norðurlöndin hefðu mikið samstarf við nágrannaríki og ætti þetta einkum við um Eystra- saltssvæðið. Mikilvægi samvinnu þjóða á norðurhjara færi vaxandi og hlyti það að vera verkefni Norð- urlanda að notfæra sér möguleikana á samstarfi í þessum heimshluta. Þegar væri nokkur samvinna í um- hverfísmálum og rannsóknum. I framtíðinni hlytu samgöngu- og menningarmál að bætast þar við. Kappkosta yrði að frumbyggjaþjóðir gætu byggt upp eigið atvinnulíf. í greinargerðinni kom fram sú skoðun að auk Norðurlanda ættu Kanada, Bandaríkin og Rússland að eiga aðild að samstarfínu á norð- urhjara. Akranes: Féll af þaki og meiddist Beltagrafa íhöfnina íEyjum Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Vestmannaeyjum. Beltagrafa sem var að vinna við undirbúning nýs lægis fyrir Heijólf í Eyjum, lenti í höfninni á fimmtudag. Erfiðlega gekk að ná gröf- unni upp, þar sem hún er um 40 tonn á þyngd, en með hjálp stór- virkra vinnuvéla tókst það seint á fímmtudagskvöld. Grafan stóð mannlaus á fyllingu við Heijólfslægið er bakki hrundi undan henni um hádegisbil á fímmtudaginn. Lágsjávað var er óhappið átti sér stað og stóð hús hennar því uppúr sjónum. Ekki tókst að ná henni upp áður en flæddi og fór hún því á bólakaf á flóðinu. Seint á fímmtudagskvöldið náðist grafan síðan upp og í gær var unnið að viðgerð á henni. Talsverðar skemmdir urðu á henni en í gær var ekki vitað hversu alvarlegar þær væru. Vélbúnaður virtist í lagi en rafkerfí var eitthvað skemmt. Eigandi gröfunnar var ótryggður fyr- ir óhappi af þessu tagi. Grímur Tekjur af virðisaukaskatti 1991: Innheímtan 2,6 milljörðum minni en áætlað hafði verið INNHEIMTA virðisaukaskatts varð um 2,6 milljörðum króna minni á síðasta ári en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Á fjárlögum var áætluð innheimta virðisaukaskatts 41,6 miHjarðar kr. og þar af voru áform um að afla um 800-900 miiy. kr. með hertri inn- heimtu og eftirliti. Niðurstaðan varð 39 miiyarða kr. innheimta og hafði hún þá dregist saman um 4% að raungildi frá árinu 1990. Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaráðuneytisins um ríkisfjármál- in á nýliðnu ári. Halli á rekstri ríkissjóðs nam um 12,5 milljörðum á síðasta ári og voru heildartekjur ríkissjóðs tæplega 1,8 milljörðum kr. undir fjárlagaáætlun en útgjöld 6,7 millj. neytið telur benda til að áhrif af aukinni veltu hafí vegið upp siaka í innheimtu framan af ári. „Þegar draga tók úr eftirspum á síðustu mánuðum ársins komu áhrif af lakari innheimtu og versnandi ár- ferðis í ljós í minni tekjum af virðis- aukaskatti en áætlað hafði verið,“ segir í skýrslunni. Einnig er bent á til skýringar að frádráttarbær virðisaukaskatt- ur af aðföngum (innskattur) hafi hækkað meira en endanleg álagn- ing (útskattur). Af því leiði að nettóskil hafí aukist minna en al- menn velta. Þá er þess einnig getið að bein- ar endurgreiðslur virðisaukaskatts hafi verið talsvert meiri en reiknað MAÐUR slasðist þegar hann datt ofan af þaki sumarbústaðar í smíðum inni í trésmiðjunni Akri á Akranesi í gærdag. Manninum skrikaði fótur á þak- inu og féll um það bil 3 metra nið- ur á steinbgólf. Hann meiddist á handlegg og höfði og var fluttur á slysadeild sjúkrahússins á Akkra- nesi til athugunar. Að sögn lögregl- unnar á Akranesi reyndust meiðsli hans ekki eins alvarleg og talið var í fyrstu. kr. yfír henni. í þeirri spá sem var lögð til grundvallar tekjuáætlun fjárlaga fyrir árið 1991 var gert ráð fyrir að neysluútgjöld heimilanna myndu aukast um 1Vi% á árinu en verðbólgan yrði um 7%. Endur- skoðun hefur hins vegar leitt í ljós að neyslan hafi aukist um 5‘/2% á árinu. „í ljósi þessarar þróunar hefðu tekjur af virðisaukaskatti átt að aukast nokkuð frá ijárlagaáætl- un að öðru óbreyttu. Raunin varð hins vegar önnur,“ segir í skýrsl- unni. í henni segir einnig að fyrstu átta mánuði ársins hafí tekjur af virðisaukaskatti verið í takt við áætlun fjárlaga sem ijármálaráðu- var með. Þar er m.a. átt við endur- greiðslur vegna hráefnakaupa físk- vinnslu, sem námu 5,7 milljörðum kr., aðkeyptrar þjónustu sveitarfé- laga, sem námu rúmlega 600 millj., og vinnu við íbúðarhúsnæði, sem námu 1,4 milljörðum kr. Þær ijár- hæðir ættu að óbreyttu að skila sér síðar í formi útskatts, að mati ijármálaráðuneytisins, en ekki liggja fyrir upplýsingar um þessi skil. Samtals voru endurgreiðslur á virðisaukaskatti á árinu tæplega 8,5 milljarðar kr. Dagsbrún fundar um stöð- una í samningamálunum STJÓRN og trúnaðarráð verka- mannafélagsins Dagsbrúnar hef- ur verið kallað saman til fundar fyrir hádegi í dag til þess að fara yfir stöðuna í viðræðum um nýja kjarasamninga. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Dagsbrúnar, segir að Dagsbrún hefði viljað hafa aðrar áherslur og forgangsröð í viðræðunum en orðið hefði ofan á hjá forystu Alþýðusambandsins, en þó sé það alls ekki þannig að félagið ætli sér að hlaupa frá félögum sinum í Verkamannasambandinu. Guðlaugnr Gíslason, fv. alþingismaður látínn GUÐLAUGUR Gíslason, fyrrver- andi alþingismaður og bæjar- stjóri í Vestmannaeyjum er lát- inn, 83 ára að aldri. Hann fæddist á Stafnesi í Mið- neshreppi 1. ágúst 1908, sonur hjónanna Gísla Geirmundssonar útvegsbónda og Þórunnar Jakobínu Hafliðadóttur og fluttist með þeim til Vestmannaeyja 5 ára gamall. Guðlaugur lauk prófi frá verslun- arskóla í Kaupmannahöfn 1931. Hann var kaupmaður í Vestmanna- eyjum frá 1932-1934 og frá 1948- 1954. Guðlaugur var bæjargjaldkeri í Eyjum frá 1934-1937, hafnar- gjaldkeri frá 1937-1938 og kaupfé- lagsstjóri Neytendafélags Vest- mannaeyja frá 1938-1942. Hann var bæjarstjóri í Vestmannaeyjum frá 1954-1966. Guðlaugur Gíslason var virkur í íþróttalífi Vestmannaeyja og starf- aði meðal annars í stjórn íþróttafé- lagsins Þórs, þar sem hann var heiðursfélagi. Þá var hann einn af stofnendum Golfklúbbs Vest- mannaeyja og stundaði þá íþrótt meðan heilsa leyfði. Guðlaugur var kjörinn til setu á alþingi sem þingmaður Vestmanna- eyja árið 1959 og sat síðan á Al- þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn sem þingmaður Sunnlendinga til 1978. Meðal annarra trúnaðarstarfa hans má nefna setu í stjórn Viðlagasjóðs frá 1973 og setu í bankaráði Út- vegsbanka Islands um árabil. Þá var hann vararæðismaður Svíþjóðar um áratugaskeið. Þá gegndi hann ýmsum störfum fyrir samtök Sjálf- stæðismanna. Eiginkona Guðlaugs Gíslasonar, „Ég var einn af þeim sem taldi að það hefði verið hyggilegra að snúa sér fyrr að efnisatriðum samn- inga en byija ekki á því að ein- skorða sig við tímalengd þeirra. Ég hefði viljað sjá hvað væri í boði til skemmri tíma og hvað væri í boði til lengri tíma,“ sagði Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði að Dagsbrún hefði ennfremur viijað fá úr því skorið hvort ekki hefði verið hægt að ná samstöðu með öðrum launþegasam- tökum og þeim fyndist einnig hafa verið gengið framhjá Dagsbrún í þessum viðræðum. „Dagsbrún hef- ur verið opin fyrir báðum möguleik- unum, samningum til langs 0g skamms tíma. Við vildum ná víð- tækari samstöðu og okkur finnst hafí verið gengið framhjá Dags- brún, en við munum ekki yfirgefa Verkamannasambandið. Það er hins vegar kurr í félaginu og við getum ekki haldið áfram nema kalla saman stjórn og trúnaðarráð og fara yfír stöðuna," sagði Guðmund- ur að lokum. Tölvuvírusinn eyddi gögn- um í nokkrum vélum LJÓST ER að tölvuvírusinn Michelangelo eyðilagði gögn í nokkrum PC-vélum hér á landi í gær þegar vírusinn varð virkur, að sögn Friðriks Skúlasonar tölvufræðings. Hann sagði að ástandið hefði getað orðið verra þar sem margir hefðu náð að „sótthreinsa“ tölv- ur sínar með vírusleitarforriti hans sem hægt var að fá keypt á kostnaðarverði fyrir 6. mars. Guðlaugur Gíslason Sigurlaug Jónsdóttir, lifír mann sinn ásamt sex uppkomnum böm- um þeirra. Friðrik sagði að undanfama daga hefðu margir tilkynnt honum að þeir hefðu fundið umræddan vírus eða einhvem annan í tölvum sínum. Meðal annars hefðu allar tölvur á ákveðinni verkfræðistofu reynst vera sýktar, en það tókst að sótthreinsa þær í tíma. „Það var vitað fyrirfram að þessi vírus væri á 50-500 vélum, en mér sýnist þó að fjöldinn hafí verið nær neðri kantinum. Það er ljóst að vírusinn hefur komið upp á nokkrum stöðum og eyðilagt upplýsingar, og þrír aðilar hafa tilkynnt mér að þeir hafí misst allt út af vélunum hjá sér,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.