Morgunblaðið - 07.03.1992, Síða 9

Morgunblaðið - 07.03.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 9 OPIÐ LAUGARDAGA OG SUNNUDAGA FRÁ KL. 11:00 TIL 17:00 GRJÓTAPORTIÐ Bílastceðishúsinu Vesturgötu 7, sími 81 25 81 WKO járnrúm Ný sending - mikió úrvnl Teg. 529 - 160 x 200 - Verð kr. 59.755,- stgr. m/svampd. Teg. 661 - 90 x 200 - Verð kr. 28.300,- stgr. m/svampd. Visa - Euro ráógreiðslur OPH> í DAG TIL KL 16 itaaiaBiiiacai HÚSGAGNAVERSLUN Reykjavíkurvegi 66, Hafnarfirði, sími 54100. Fast gengi — stöðugt verðlag Úr vanda sjávarútvegsins verður varla bætt með skynsamlegu móti nema með því að leggja togurum og fækka frystihús- um í rekstri, segir í nýlegri grein í Vís- bendingu. Kröfurum gengislækkun í síðasta tölublaði Vís- bondingar, riti Kaup- þings hf. um efnahags- mál, er grein þar sem fjallað er um vandann í sjávarútvegi. I upphafi hennar eru riljaðar upp tölur Þjóðhagsstofnunar um 4% meðaltalstap á veiðum og viimslu. Þá segir í greininni: „I framhaldi af þeim upplýsingum sem fram komu lýá sjávarútvegs- ráðherra sagði formaður samtaka útvegsmanna að annað hvort yrðu laun að lækka eða lifskjör al- mennings að versna með öðrum hætti ef tryggja ætti viðunandi rekstrar- stöðu sjávarútvegs. Með seinni kostinum hefur formaðurimi sennilega annað hvort í huga geng- islækkun eða þær tillög- ur Vinnuveitendasam- bandsins að sköttum verði létt af atvinnulífi og tekjuskattur almenn- ings hækkaður í staðinn. Hann vill færa rekstur sjávarútvegs í fyrra horf með því að lækka raun- gengi krónunnar (fram- leiðslukostnað á íslandi miðað við kostnað i öðr- um löndum). Þannig að laun eða gengi lækki eða skattar færist til. En hvers vegna vcrsnaði hagur sjávarútvegs? Ástæðan er alls ekki sú að kostnaður á íslandi hafí hækkað meira cn verð afurða á eriendum mörkuðum. Verðið hefur raunar hækkað miklu meira undanfarin ár en laun hér á landi. Ástæða þess að sjávarútvegi vegnar verr en áður er að afli er miirni en áður. Togarar og frystihús eru þvi verr nýtt. Úr þessu verður varla bætt með skynsamlegu móti nema með því að leggja togur- um og fækka frystihús- um í rekstri. Lengi vel var gengi krónunnar ákveðið með það að markmiði að af- koma sjávarútvegs yrði sem næst núlli. Fyrirtæki í sjávarútvegi þurftu ekki að hafa miklar áhyggjur af kauphækk- unum og'Iítil ástæða var til að safna í sjóði til að jafna sveiflur, því að af- koman var nánast tryggð frá degi til dags. Þetta öryggi sjávarútvegsfyr- irtækja þýddi öryggis- leysi fyrir aðra. Laun- þegar máttu þola miklar sveiflur i kaupinætti og ytri skilyrði annarra at- vinnugreina voru mjög sveiflukennd. Fyrir kom að góðæri í sjávarútvegi yrði heilum iðngreinum að aldurtila. Meðaltalsað- ferðin ýtti líka undir of- fjárfestingu í sjávarút- vegi. Ráðist var gegn halla í greininni með þvi að lækka gengi eða styrkja einstök fyrirtæki í stað þess að Iáta verst settu fyrirtækin fara á höfuðið. Minna má á að matvöruverslanir voru að meðaltali reknar með halla eftir að stórmark- aðir komu til sögunnar. Stjórnvöld reyndu þó ekki að bæta afkomuna, heldur leystist vandinn af sjálfum sér. Þær búðir sem ekki gátu boðið nógu ódýrar vörur lögðu upp laupana. Verslunum fækkaði og vöruverð lækkaði. Gæti hugsast að rétta verkefnið í sjávar- útvegi sé ekki að reka meðaltalið á sléttu? Kannski er réttara að spyija: Er svo illa búið að útvegi hér á landi að enginn nenni að sækja fískinn út á sjó? Eða er gróðavonin kamiski svo mikil að altt of margir séu að vasast I þessu? Á mörgum er það að skilja að þjóðarhag væri betur borgið ef togurum og frystihúsum fækkaði um 20%. í Austur-Evrópu var þjónusta lengi vel ekki talin til þjóðarfram- leiðslu. Þetta leiddi til þess að lestakerfí var lát- ið drabbast niður, en allt kapp lagt á að efla iðnað. Þannig getur rangt verð- mætamat stjórnvalda brenglað áherslur þeirra." Atvinnubætur „Mikilvægi fiskvinnslu fyrir atvinnu á lands- byggðinni sést á atvinnu- leysistölum fyrir janúar- mánuð, en þá höfðu mörg fískvinnslufyrirtæki sagt upp fólki vegna Iiráefn- isskorts. Tap á frystingu og söltun er nú um 8% af tekjum ef marka má könnun Þjóðhagsstofn- unar. Víða virðist rekstur fremur stundaður til at- vinnubóta en af gróða- von. Fólk í sjávarþorpum gerir þá kröfu til útvegs- fyrirtækja að þau haldi atvinnu uppi, enda yrði byggð víða í hættu ef þau hættu rekstri. Slæm af- koma fiskvinnslu hefur þó komið fram í því að hún hefur ekki verið samkeppnisfær í launum. Störf við að vinna fisk hafa þvi ekki freistað nægilega margra heima- mamia. Fyrirtækin hafa ráðið erlent starfsfólk, sem kemur hingað í æv- intýraleit, til þess að fylla í skörðin. Fiskvinnslan hefur einnig átt erfítt með að bjóða nógu hátt fiskverð. Skorður eru settar við siglingum með aflann til erlendra hafna og útflutningi á ferskum fiski og er það meðal annars gert til þess að vernda fiskvinnslu í landi. Kvótaálag vegna útflutnings á ferskum þorski og ýsu var hækk- að úr 15% í 20% í byijun árs 1991. Þetta á þátt í þvi að ísfiskútflutningur minnkaði mikið á þessum tegundum í fyrra, en hlutur landfrystingar jókst. í haust kynnti sjáv- arútvegsráðherra tíUög- ur að nýjum reglum um frystítogara. Þær eiga að tryggja aðbúnað skip- veija og vörugæði, en ekki var dregin dul á það að þeim væri einnig ætl- að að sporna við því að frysting flyttist út á sjó. Eðlilegt er að fólk óttist atvinnuleysi, en fara verður mjög varlega I aðgerðir til atvúmubóta, því að þær geta dregið úr hagkvæmni fram- leiðslu og spiUt sam- keppnisstöðu íslenskra atvinnuvega.“ Ávöxtun á erlendum verðbréfum 33% raunávöxtun í North-America á einu ári. Opið í Kringlunni í dag á milli kl.10 og 16. Brynhildur Sverrisdóttir hagfræðingur, verður í Kringlunni í dag. Verið velkomin! (Qf VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF. KRINGLUNNI. 103 REYKJAVÍK S. (91) 689700 HEITI VERÐBRÉFASJÓÐS RAUNÁVÖXTUN M.V. 1ÁR (5.03.91 - 5.03.92) RAUNÁVÖXTUN M.V. SÍÐUSTU 3 MÁN. (5.12.91-5.03.92) CONTINENTAL EUROPE -1.41% 26.17% . ■ FAREAST 19.50% 50.24% GLOBAL 6.45% 35.19% NATURAL RESOURCES 18.58% 59.84% INTERNATIONAL 8.70% 27.25% JAPAN -14.04% -32.55% MEDITERRANEAN -10.34% 18.76% NORDIC -14.18% . 1.16% NORTHAMERICA 33.07% 105.90% UNITED KINGDOM -5.13% 18.38%

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.