Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 10
' ‘tóORÓ'lMBLAÐIÐ’ í'AÓÓARbAÓU'á 7.' MARý' lOÖ2
ío
Jón Ásgeirsson
Sinfóníuhljómsveit íslands var
með „gula“ tónleika sl. fimmtudag
í Háskólabíói. Á efnisskránni voru
verk eftir Gottfried von Einem, Pál
P. Pálsson og Felix Mendelssohn.
Einleikari var Sigvrður Ingvi
Snorrason en stjómandi Páll P.
Pálsson.
Tónleikarnir hófst á Capriccio op.
2, eftir Gottfried von Einem, en
þetta verk var fyrst leikið af Berlín-
arfílharmoníunni árið 1943, undir
stjórn Leo Borchard og vakti þegar
mikla athygli þar í landi. Á þessum
árum starfaði hann sem aðstoðar-
hljómsveitarstjóri og söngþjálfari
(coach), bæði við óperuna í Berlín
og í tengslum við tónlistarhátíðimar
í Bayreuth. Verk þetta er hefðbund-
ið að gerð, tematískt, skýrt í formi
og er einkum vel ritað fyrir lúðrana
og lék hljómsveitin það ágætlega,
undir öruggri stjórn Páls P. Páls-
sonar.
Annað viðfangsefni tónleikanna
var klarinettukonsert, eftir stjóm-
andann en einleikshlutverkið var í
höndum Sigurðar Ingva Snorrason-
ar. Klarinettukonsert þessi er fal-
lega unninn og ýmsir hljómsveitar-
þættimir sérstaklega, t.d. innkoma
hljómsveitarinnar eftir upphafs-
kadensu klarinettsins og upphafið
á öðram þættinum, sem er sérlega
fallegt, svo og niðurlagið, þar sem
klarinettið flytur tónhendingar úr
Sigurður Ingvi Snorrason
Þorlákstíðum en hljómsveitarundir-
leikurinn er þar einn liggjandi tónn.
Sigurður lék konsertinn mjög vel,
með sínum fallega og mjúka tóni.
Tónleikunum lauk með „ítölsku“
sinfóníunni eftir Mendelssohn. í
fyrsta kaflanum höfðu strengirnir
ekki í fullu tré við blásarana hvað
varðar styrk og þó að margt væri
vel gert hjá hljómsveitinni var flutn-
ingur verksins í heild of taktfastur.
T.d. í öðram kaflanum, þar sem
sellóin og basamir leika gangandi
mótrödd við aðalstefíð, var hvergi
slakað á, hvorki við hendingaskil
eða þar sem tónboginn reis og það-
an af síður þar sem slaknaði á
spennunni. Þriðji þátturinn (menú-
ettinn) var vel leikinn og sömuleiðis
var margt vel gert í þeim síðasta,
Saltarello-þættinum, sem þrátt fyr-
ir feikna mikinn hraða var í heild
vel leikinn.
Sinfóníu-
tónleikar
Tónlist
Skrifstofuhúsnæði óskast
Félagasamtök óska eftir að kaupa skrifstofuhúsnæði í
Reykjavík að lágmarksstærð 500 fm.
Leitað er að sér húsi en það er þó ekki skilyrði.
Nánari upplýsingar í síma 621400.
Hafnarfjörður - Öldutún
Til sölu 2ja hæða 153 fm 6 herb. raðhús hjá Öldutúns-
skóla. 30 fm bílskúr. Svalir á báðum hæðum.
Opiðídag Áfni Gunnlaugsson, hrl.,
frákl. 12-17 Austurgötu 10, sími 50764.
911 Kfl 91 97fl L^RUS VALDIMARSSON framkvæmdastjörí- ',
L 1 I 0U"C 10 I U KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggilturfasteignasáu‘
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Rétt við Miklatún
5 herb. neðri hæð 121 fm auk bílskúrs í reisulegu fjórbhúsi. Nýlega
endurnýjuð. Allt sér. Ræktuð lóð. Vinsæll staður.
Á góðu verði með góðum bílskúr
Suðuríbúð 2ja herb. á 2. hæð 59,2 fm nettó syðst við Stelkshóla.
Góður upphitaður bílskúr. Laus fjótlega.
Nýlega endurbyggð sérhæð
við Stigahlið 6 herb. neðri hæð 147 fm. 4 svefnherb. Góður bílskúr
28 fm. Skipti möguleg á góðri 3ja-4ra herb. íb. á 1. eða 2. hæð eða
í lyftuhúsi.
Á 1. hæð við Eskihlið
Rúmgóð 4ra herb. íb. 103,3 fm auk geymslu og sameignar. Gott
geymslu- og föndurherb. í kj. Sameign endurbætt. Góð lán áhv.
Glæsileg eign á góðu verði
Endaraðhús í Breiðholtshverfi 158 fm á hæð. Allt eins og nýtt. Kjall-
ari jafn stór er undir húsinu. Sérbyggður bílskúr. Eignaskipti möguleg.
Rétt hjá Álftamýrarskóla
Suðuríbúð 3ja herb. á 3. hæð. Rúmgóð stofa. Sólsvalir. Ágæt sam-
eign. Bílskúrsplata fylgir. Útsýni.
Sérbýli 100-120 fm óskast
Nýlegt eða endurnýjað húsnæði óskast. Má vera raðhús, parhus eða
sérhæð. Góð 3ja-4ra herb. nýleg blokkaríbúð kemur til greina. Skipti
möguleg á einbýlishúsi í Vogahverfi með 5 svefnherb. Nánari uppl.
trúnaðarmál.
• • •
Opiðídag kl. 10.00-16.00.
Fjöldi fjársterkra kaupenda.
Almenna fasteignasalan sf.
var stof nuð 12. júlí 1944.
AIMENNA
FASTEIGNASAIAH
LÁÚGWÉGM8 SÍMAR 21150 - 21370
• • •
Dýraríki íslands
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
í anddyri Norræna hússins eru
stundum settar upp sýningar, sem
ekki fer mikið fyrir í fjöimiðlum,
en eru þó allrar athygli verðar.
Ein slík sýning hefur staðið yfir
undanfama daga, en þar sem hún
stendur óvenju stutt (til 5. mars),
verður henni að líkindum lokið
þegar þetta kemur fyrir sjónir les-
enda. Er það miður, þar sem hér
er um að ræða myndir, sem ættu
að ná að heilla allan almenning.
Hér eru á ferðinni vatnslita-
myndir af íslenskum dýrum eftir
listamanninn Brian Pilkington, og
munu þetta verða frummyndir að
myndskreytingum í bókina Dýr-
aríki Íslands, sem kernur út innan
skamms á vegum bókaútgáfunnar
Iðunnar.
Brian Pilkington hefur löngu
áunnið sér sess sem einn af þeim
listamönnum hér á landi, sem náð
hafa hvað bestum árangri við
myndskreytingar bóka. Hann hef-
ur skreytt fjölda barna- óg ungl-
ingabóka, sem hafa unnið sér
fastan sess sem lesefni unga fólks-
ins, og hefur auk þess unnið sem
listamaður á öðrum sviðum.
í ávarpsorðum til gesta segir
listamaðurinn m.a. að hann hafi
sem ungur dregur heillast af fugla-
bókum, og alltaf dreymt um að
myndskreyta bók um ríki náttúr-
unnar. „Nú, mörgum árum síðar,
kom loks að því að mér opnuðust
möguleikar á að láta þennan gamla
draum rætast. Ég greip tækifærið
fegins hendi og hef nú í heilt ár
notað hveija stund sem gafst til
verksins."
Þessi draumur og innileikinn sem
felst í honum skín út úr verkunum.
Hér er ekki um að ræða frjálslega
túlkun heldur nákvæma útfærslu
viðfangsefnanna, og því er hin
geysilega tæknilega geta lista-
mannsins með vatnslitina lykillinn
að hversu vel tekst til. Á sýning-
unni getur einkum að líta myndir
af fuglum, og sumar myndanna eru
svo lifandi að þær spretta fram úr
fletinum. Dýrin eru ýmist máluð á
hvítan grunn eða settar í náttúru-
legt umhverfi, og í báðum tilvikum
komast séreinkenni þeirra vel til
skila. Haförninn er jafn tignarlegur
og hagamúsin er vel aðlöguð um-
hverfi sínu, og- rauðmaginn er
vissulega fagur fískur í sjó.
Það eru fuglamyndimar sem
listamaðurinn leggur mesta vinnu
í, og sem gestir skoða best; það
verður fengur að því að fá þessi
verk öll á einum stað, aðgengileg
í bók.
Eins og áður segir stóð þessi
sýning allt of stutt, (aðeins 12
daga), og væri æskilegra að Nor-
ræna húsið gæfí sýningum í and-
dyri sama tíma og sýningum í kjall-
ara hússins, til að sem flestir fengju
notið þeirra.
fikiSÍMQDDfí]
Umsjónarmaður Gísli Jónsson 631. þáttur
Gott er þætti sem þessum að
eiga trausta uppihaldsmenn.
Mörg góð bréf hef ég fengið frá
Jóni Á. Gissurarsyni í Reykjavík,
og hér segir hann m.a.:
„Hr. Gísli Jónsson, Akureyri.
„... þetta sígur upp“ mátti
heyra sjónvarpsþul segja á dög-
unum. Honum virðist hulin ráð-
gáta að sögnin að síga er stefnu-
mótandi svo að nánara ákvæðis-
orði er ofaukið, enda „upp“ hér
ekki einungis ofaukið, heldur
beinlínis rangt. Eitthvað sígur
niður en ekki upp ...
Verið er að lýsa veðurhorfum
í sjónvarpi. Þá varð veðurþul að
orði: „... kalt loft mun ná yfir-
tökum“, þ.e. kalt loft væri í að-
sigi. Hér ruglast sá góði maður
í ríminu. í átökum fær sá betri
vígstöðu sem undirtökum nær.
Orð hans eru því í andstöðu
þess sem ætlað var.
Menn geta skreytt orðræður
sínar málsháttum, orðtökum og
fleygum setningum en því aðeins
að þeir kunni á þeim full skil.
Að öðrum kosti getur úr orðið
hinn fáránlegasti afkáraskapur.
Hér þyrftu útvarps- og sjón-
varpsmenn að ganga í fylkingar-
brjósti, öðrum til eftirbreytni en
ekki til viðvörunar."
Umsjónarmaður tekur undir
þessi lokaorð bréfritara. Sem
betur fer eru slíkir menn til á
fyrmefndum stofnunum, en þar
er raunalega misjafn sauður í
mörgu fé, og fer umsjónarmaður
ekki frekari orðum um það að
sinni.
★
Hlymrekur handan kvað:
Skipti á brúði og byssunni góðu,
hann Brynki og augu hans glóðu
(ég yrki um það stef)
enda eygði hann þá ref
„lengst austur í bláfjallamóðu".
★
1) Steindór Steindórsson frá
Hlöðum er ósammála okkur Þór-
oddi lækni um tjaldurinn. Stein-
dór vill beygja orðið eins og fald-
ur. Þá segir hann mér að heima
á Hlöðum hafí verið hrútur mjög
bjartleitur og nefndur Mjaldur.
Beygðu menn það líka eins og
faldur. Umsjónarmaður tók
reyndar snemma eftir því að
skepnuheiti væru stundum
beygð öðruvísi en fyrirbærið sem
skepnan var skírð eftir. Þannig
sögðu menn á Hofi í Svarfaðar-
dal „lömbin hennar Nóttar“,
þótt þeir á hinn bóginn kynnu
glögg skil dags og nætur. Al-
þekkt nafn á svörtum ám er
Nótt.
Þá þótti Steindóri Steindórs-
syni sögnin að hundsa (hunsa)
mikils til ofnotuð um þessar
mundir, t.d. í fréttum eða stjórn-
málaumræðu. Honum fannst
hún einkum of oft höfð, þar sem
önnur sögn eða annað orðasam-
band með vægari merkingu ætti
betur við, svo sem humma fram
af sér, láta sem vind um eyru
þjóta, taka ekki tillit til, snið-
ganga.
2) Aftur fóru þeir að auglýsa
„garnaútsölu“ í sjónvarpinu.
Þetta kom upp í fyrra eða hittið-
fyrra, og þá var þetta strax leið-
rétt. Mér er ekki ljóst hvort enn-
þá stendur yfir útsala á „görn-
um“, en ég myndi helst leita
upplýsinga um slíkt hjá Sláturfé-
lagi Suðurlands eða kjötiðnaðar-
stöð KEA.
3) Úr gamalli landsprófsúr-
lausn í náttúrufræði:
„Hrognkelsinn er meindýr af
skolpdýraættinni. Hann hefur
einn maga, en út úr honum
ganga níu botnlangar. Þegar
hann verður fyrir árás, spýr
hann frá sér dökkleitum vökva,
og verður þá óvinurinn svartur
í framan.“
★
Karlheitið Hernit kom upp
hér á landi á 19. öld, að því er
virðist einhvern tíma frá 1855-
1870. Þetta nafn kemur fyrir
sem kappaheiti í Blómstur-
vallasögu sem Pálmi Pálsson
íslenskukennari taldi vera frá
ofanverðri 14. öld. Nafnið fylgdi
svo auðvitað, þegar rímur voru
ortar út af sögunni. Það gerði
Þorsteinn Jónsson á Dverga-
steini, og þar stendur til dæmis:
Blómsturvallafólkið fann
framann snjalla, langvinnan.
En maður sem ósnjallur var
að muna erfiðan -kveðskap hag-
ræddi þessu svo:
Blómsturvalla fólkið fann,
fór að spjalla langvían.
En áfram með Hernit. Mjög
svipuð nöfn koma fyrir í Þiðriks
sögu af Bern, og eru í þýskum
bókum talin standa fyrir Hart-
neid, en það þýða þeir „kampe-
seifer“. Það er Sigfús á íslensku
eða Vigfús. Sama er, Sikkús og
Vikkús, sagði kerlingin með
framburði sem þekktist fyrir
norðan. Það var því mjög í stíl,
að í Svarfaðardal var skírður
sveinninn Sigfús Hernit 1883.
En árið 1910 voru aðeins tveir
Hernitar á íslandi, báðir fæddir
í Þingeyjarsýslu. Nú sýnist nafn-
ið vera útdautt.
★
Prófessor Halldór Halldórsson
hringdi tii mín og sagði mér frá
því, að tæki til að slökkva ljós
á kerti hefði átt sitt fasta heiti
á sínu heimili í 20-30 ár: skar-
klofi. Hann minnir að í ein-
hveiju af ritum Guðbrands Þor-
lákssonar Hólabiskups (d. 1627)
komi þetta fyrir. Halldóri þykir
orðið skarklofi fallegra en eign-
arfallssamsetningin skaraklofi
*sem Freysteinn Gunnarsson
hafði í dansk-íslenskri orðabók
sinni sem þýðing á lyseslukker.
★
Eg var inn leiddur,
yli húss seiddur,
dúk’r á borð breiddur,
beini fram reiddur.
Kom svo krúsflæði,
krása marggæði
andrík óðkvæði; -
alt lék á þræði.
Frábær framreiðsla
fyrirtaks greiðsla,
kræsinga-neyzla
konungleg veizla,
svellfeilur hlaði
af sauðaspaði
í munn sem mjólkaði
eins og „marmelade".
(Matlhías Jochumsson," 1835-1920,
um viðtökur í Þverárdal, Bólstaðar-
hlíðarhreppi, A.-Hún.)