Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 11

Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 11 Husbúnaður og innanhússhönnun Sófaborð eftir Ellen Tyler. Borðstofustóll eftir Pétur Birgisson. Myndlist______________ Bragi Asgeirsson Undanfarið hefur staðið yfír fjölþætt sýning Félags húsgagna- og innanhússarkitekta á jarðhæð Perlunnar, og lýkur henni nú á sunnudag. Opnunartíminn var einungis rúm vika og telst nokkuð knappur fyrir jafn viðamikla framkvæmd, sem helst þyrfti að skoðast oftar en einu sinni og verðskuldar ítarlega umfjöllun. Starfsgreinin er nefnilega mun viðameiri en maður gat búist við og eru t.d. meðlimir í fagfélaginu orðnir 60 og fjölgar vafalítið með ári hveiju sé tekið mið af því hve margir sýnendanna eru af yngri kynslóð. Listrýnirinn hefur áður séð sýn- ingar á vegum félagsins, svo og margar aðrar framkvæmdir á vettvanginum, en enga jafn fjöl- breytta, né sem kemur honum jafn mikið á óvart, en það má koma fram að heil 24 ár eru frá síðustu sýningu og er þessi fram- kvæmd því öðrum þræði hugsuð sem einskonar yfírlit. Hér er það eftirtektarvert að framleiðendur og ýmis verkstæði í járn- og tréiðnaði virðast vera með á nótunum um tilraunir ýmiss konar, sem ber vott um framsýni og skilning viðkomandi sem er mikil lyftistöng öllum framförum á starfsvettvanginum og skilar sér í fyllingu tímans eins og hvar- vetna. Ekkert er listum eins mikilvægt og að lyft sé undir hvers konar viðleitni er til döngunar horfa og átakamiklum iðkendum þeirra sköpuð skilyrði til athafna. Má geta þess að danskir hús- gagnahönnuðir þakka blómatíma- bil iðngreinarinnar þar í landi skilningi og uppörvun, en þegar áhugi og stuðningur minnkaði, hrakaði gæðunum og viss stöðnun tók við. Vísa ég til frænda vorra vegna þess, að á blómaskeiðinu var danskur húsgagnaiðnaður heimsþekkt gæðavara, sem skilaði ómældum tekjum í þjóðarbúið, og slík þróun er óhugsandi án upp- örvunar og skilnings. — Segja má að þessi fram- kvæmd hafí verið meira en tíma- bær, en ekki skil ég fyllilega af hveiju Perlan varð fyrir valinu sem sýningarhúsnæði. Að vísu er hátt til lofts og vítt til veggja, en þar með eru kostirnir að mestu upptaldir, því að sýningin kemst ekki nægilega vel til skila í rým- inu. Vera má að það megi skrifa að nokkru á kostnað uppsetning- arinnar, sem er í senn stöðluð og hijúf og hentar hvergi nærri í öllum tilvikum og þá síst er sýn- ingarmunirnir eru af fínlegri gerð- inni og áferð þeirra mjúk og við- kvæm. Þetta hefur áður sést og telst úrelt og útjöskuð framúr- stefna, nema í einangruðum til- vikum, er hún á sérstaklega vel við. Við þetta bætist að aðkoman í Perluna er nokkuð hijúf og stór- skorin og er það sem ég persónu- lega felli mig einna minnst við í sambandi við bygginguna. En hvað sjálfa sýningargripina snertir er þáttur stöðlunar úti, og fjölbreytni og hugkvæmni taka við og það er styrkur framkvæmd- arinnar. Auðséð er að hönnuðirnir eru með á nótunum um þróunina í heiminum, sem vísar til fortíðar- innar og höfðar til hlýleika og fjöl- breytni, í stað kuldalegrar mið- stýrðrar framúrstefnu, sem áður bar mikið á og enginn taldist maður með mönnum sem ekki fylgdi — í raun gamall og úrkynj- aður. Þessi þróun á sér einnig stað í húsagerðarlist og myndlist, og er einfaldlega komin til af þörf og nauðsyn í vélrænum og kuldalegum heimi. Mannfólkið er að hafna miðstýringu og forsjár- hyggju í þessum efnum sem öðr- um á menningar- og stjórnmála- sviðinu, og þar sem listin telst jafnan afkvæmi þeirra tíma sem hún lifir á, og endurspeglar þá, er sjálfgefíð að hún sé samstiga. Var raunar skrefí á undan í þessu tilviki. Gildi húsgagnahönnunar og innanhússarkitektúrs er óumdeil- anlegt og mjög ríkur þáttur í lífí nútímamannsins. í aldanna rás hefur stílbrigði fylgt stílbrigði í mótun húsagagna líkt og í húsa- gerðarlist og eitt af því skemmti- legasta sem ég geri, er að skoða listiðnaðarsöfn, en það er eins og ganga í gegnum aldirnar að reika þar um. Einkum er kjallarinn í Ríkislistasafninu í Amsterdam svo og Museum de la Arts Decorativs í París toppurinn á flestu því sem ég hef séð á sviðinu til þessa. Sem að líkum lætur gætir mik- illa áhrifa að utan á sýningunni, og vafalítið koma áhrifin að stór- um hluta til frá lærimeisturum viðkomandi líkt og á sér stað í húsagerðarlist, og einmitt þetta kallar á þörf fyrir innlendan menntunargrundvöll í báðum fög- unum og aukna tengingu við ís- lenzkar aðstæður. Og eins og í húsagerðarlist er námsferillinn æði margþættur, enda dreifa menn sér milli heims- borganna, en flestir virðast mér menntaðir í Danmörku, sem er ekki vérra, þar sem þarlendir eru á heimsmælikvarða. í Danmörku ættu menn einmitt að fá skilning á mikilvægi þjóðlegra sérkenna í hönnun, sem eru um leið af alþjóð- legum gæðastaðli. Uppsetning sýningarinnar ger- ir manni dálítið erfítt um vik við mat á framlagi einstakra og fag- leg umfjöllun væri alltof langt mál, vegna þess að af svo mörgu er að taka. Það var margt sem gladdi augað og það er áberandi, að metnaðurinn er sá sami, ef hann hefur ekki aukist til muna, frá því hinn einfaldi og trausti stóll Gunnars H. Guðmundssonar fékk gullverðlaun á listiðnaðar- sýningunni í Munchen 1961. Lít- um einungis til hinna yngstu og t.d. á sófaborð Ellenar Louise Tyler, sem hún hefur sjálf smíðað af miklum hagleik, eða á stóla Leós Jóhannssonar, einfalt skrif- borð Ernu Ragnarsdóttur og bar- skáp Jóh. E. Valgeirsdóttur. Hinir grónu standa sig með mikilli prýði og eru t.d. stólar Péturs B. Lútherssonar unnir af mikilli listrænni alúð og vafalítið á heimsmælikvarða. Sömu ein- kenni má sjá í vinnubrögðum Hjalta Geirs, Gunnars Magnús- sonar og Eyjólfs Pálssonar svo nokkrir gjörólíkir hönnuðir séu nefndir. Marga fleiri vildi ég nefna og gera sýningunni mun ítarlegri skil, en ég réð ekki lengd sýning- artímans, geta okkar listrýnenda er takmörkuð því að mörgu fleiru er að huga. Áhuginn á framkvæmdinni virðist vera mjög mikill og var margt fólk að skoða sýninguna af mikilli athygli þann dijúga tíma sem ég staldraði þar við. Ættu viðtökurnar að vera mönnum hvatning til að sýna oftar og gera uppsetningamar aðgengilegri og skilvirkari, og umfram allt að hafa sýningartímann rýmri. — BRIMBORG Notaðir bílar á góðu verði Allir skoðaðir 1992. Góð greiðslukjör í boði -rnmmsm‘ I Bíll vikunnar: Ford Sierra, árg. 1988. Ekinn 28 þús. km. 4 gíra. 5 dyra. Mjög lítið ekinn fjölskyldubíll á frábæru verði. Staðgr. 590.000,- kr. BÍLAGALLERÍ • FAXAFENI 8 • SÍMI 685870 • Opiö mánudaga til föstudaga kl. 9—18 • Laugardaga kl. 10-16 100-300 þús. Kr. 300-500 þús. Daihatsu Charmant 4G 4D arg '82 Ekinn 140. Tölvunr. 2049 stgr.130 Daihatsu Charade 4G 5D árg. '87 Ekinn 87.Tölvunr. 1969 stgr.330 Toyota Cressida 5G 4D árg. '80 Ekinn 108.Töivunr. 2087 stgr.170 Daihatsu Charmant 4G 4D '86 Ekinn 88. Tölvunr. 465 stgr.340 Daihatsu Charade 4G 3D árg '84 Ekinn 83. Tölvunr. 1988 stgr.175 Daihatsu Charade 4G 3D árg. 88 Ekinn 53. Tölvunr. 1762 stgr.420 Volvo 343 GLS 4G 5D árg '82 Ekinn 130. Tölvunr. 1921 stgr.200 Volvo 240 GL 5G 4D árg. '84 Ekinn 150. Tölvunr. 1926 stgr.450 Daihatsu Coure 5G 5D árg '86 Ekinn 47.Tölvunr. 1773 stgr.220 Peugeot 309 5G 5D árg. '88 Ekinn 40. Tölvunr. 1967 stgr.450 Volvo 240 GL 5G 4D árg '81 Ekinn 140. Tölvunr. 437 stgr.240 Mazda 323’87 5G 4D Ekinn 75. Tölvunr. 1983 stgr.450 Ford Escort 5G 3D árg '84 Ekinn 93. Tötvunr. 1840 stgr.265 Daihatsu Charade 5G 5D árg. '88 Ekinn 69.Tölvunr. 1948 stgr.460 Daihatsu Charade 4G 3D árg '86 Ekinn 75. Tölvunr. 1344 stgr.290 Volvo 340 GL 5G 4D árg. '86 Ekinn 52. Tölvunr. 1714 stgr.470 Lada 1200 4G 4D árg '90 Ekinn 18. Tölvu- nr. 1834 stgr.290 Daihatsu Charade 5G 5D árg. '88 Ekinn 44. Tölvunr. 1968 stgr. 480 Daihatsu Coure 5G 5D árg. '87 Ekinn 40. Tölvunr. 2088 stgr.290 Volvo 360 GL 5G 4D árg. '86 Ekinn 70 Tölvunr. 1956 stgr.500 Kr. 500-700 þús. Kr. 700-900 þús. Ford Orion 5G 4D árg. '87 Ekinn 54. Töivunr. 2008 stgr.530 MMC Colt GLx SSK 3D árg. '89 Ekinn 28.Töhrunr. 2116 stgr.720 Mazda 323 5G 3D árg. '88 Ekinn 39. Tölvunr. 1934 stgr.570 Toyota Carina SSK 4D árg. ’88 Ekinn 62.Töhrunr. 2078 stgr.725 Honda Accord 5G 4D árg. '87 Ekinn 122.Tölvunr. 1212 stgr.570 Volvo 240 GL 5G 4D árg. ’87 Ekinn 73. Tölvunr. 1971 stgr.730 Ford Sierra 4G 5D árg. '88 Ekinn 28. Tölvunr. 1914 stgr.590 Suzuki Samurai 5G 3D árg. ’89 Ekinn 42. Töhrunr. 2005 stgr.740 Dodge Aries SSK 4D árg. '88 Ekinn 42. Tölvunr. 1068 stgr.630 Volvo 240 GL 5G4D árg. ’87 Ekinn 65. Töhrunr. 1478 stgr.750 Volvo 240 GL SSK 4D árg. ’86 Ekinn 75. Tölvunr. 1188 stgr.670 Volvo 740 GL 5G 4D árg. '85 Ekinn 71. Töhrunr. 1443 stgr.790 Volvo 240 GL SSK 4D árg. ’86 Ekinn 64. Tölvunr. 1685. . stgr.680 Volvo 740 GLSSK 4D árg. '85 Ekinn 75. Tölvunr. 2039 stgr.790 Suzuki Samurai 5G 3D árg. '88 Ekinn 48.Tölvunr. 1880 stgr.690 Toyota Corolla 5G 3D árg. '88 Ekinn 67,Tölvunr. 2101 stgr.815 Nissan Sunny SSK 4D árg. '89 Ekinn 50. Tölvunr. 2001 stgr.680 BMW3165G 40 árg, '88 Ekinn 25. Töhru- nr. 1580 stgr.850 Saab 900i 5G 4D árg. '87 Ekinn 63. Tölvunr. 2003 stgr.695 Volvo 740 GLE 5G 4D árg. '86 Ekinn 103.Tölvunr. 1473 stgr.890 Kr, 900-1.100 þús. 1.100-2.000 þús. Dai. Feroza EI-2 5G 3D árg. '89 Ekinn 49.Töhrunr. 1497 stgr.910 Volvo 740 GLE SSK 4D árg. '87 Ekinn 72.Töhrunr. 479 stgr. 1.120 Daihatsu Rocky 5G 3D árg. '87 Ekinn 65. Tölvunr. 1873 stgr.910 Dai. Feroza Special '90 5G 3D 4x4 Ekinn 16.Tötvunr. 1905 stgr. 1.130 Daihatsu Feroza 5G 3D árg. '89 Ekinn 53.Tölvunr. 1661 stgr. 930 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88 Ekinn 67. Tölvunr. 1027 stgr. 1.190 Daihatsu Applause 5G 5D árg. '91 Ekinn 13.Tölvunr. 2112 stgr.940 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88 Ekinn 49. Tölvunr. 2085 stgr. 1.190 Volvo 460 GLE 5G 4D árg. '90 Ekinn 94.Tölvunr. 2090 stgr.950 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '88 Ekinn 46. Töhrunr. 1963 stgr. 1.200 Volvo 440 GLT 5G 5D árg. '89 Ekinn 39.Tölvunr.2076 stgr.950 Volvo 460 GLE SSK 4D árg. '90 Ekinn 11. Tölvunr. 2056 stgr. 1.240 Volvo 240 stetion SSK 5D árg. '88 Ek- inn 72. Töhrunr. 2013 stgr.960 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '89 Ekinn 46. Tölvunr. 2118 stgr.1.475 Volvo 740 GL SSK 4D árg. '87 Ekinn 86. Tölvuinr. 1896 stgr. 1.025 Daihatsu Rocky 5G 3D árg. '91 Ekinn 9. Töivunr. 2050 stgr. 1.550 Volvo 440 Turbo 5G 5D árg. '89 Ekinn 20.Töhrunr. 1811 stgr. 1,095 Subaru Legacy SSK 5D árg. '91 Ekinn O.Tötvunr. 1919 stgr. 1.580 Volvo 440 Turbo 5G 5D árg. '89 Ekinn 57.Töhrunr. 2019 stgr.1.100 Volvo 740 GL SSK 5D árg. '90 Ekinn 20. Töhrunr.2128 stgr. 1.590 SSK = Sjálfskiptur. D = Dyrafjöldi. G = Girar. St. = Station.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.