Morgunblaðið - 07.03.1992, Page 15
MpfiGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MAJIZ 1992
Kynferðislegt ofbeldi gagnvart börnum:
Kennum bömun-
um að segja nei
eftir Ólöfu Ástu
Farestveit
Kynferðislegt ofbeldi gagnvart
börnum virðist vera að aukast. Ein-
stakir atburðir síðustu ára hafa
vakið upp hræðslu og óhug meðal
foreldra og þorra almennings. En
höfum hugfast að við getum í raun
verndað barnið okkar.
Foreldrar, félagsráðgjafar og
kennarar þurfa að taka höndum
saman og beijast á móti vaxandi
ofbeldi gagnvart börnum. Auka
þarf sjálfsþekkingu og sjálfsvirð-
ingu þeirra svo þau öðlist nægjan-
legan þroska til að koma í veg fyr-
ir að þau verði fyrir kynferðislegu
ofbeldi.
I Bandaríkjunum er nú verið að
vinna að mjög áhugaverðu kennslu-
verkefni í bamaskólum sem miðar
að þvi að koma í veg fyrir að böm
verði fyrir þesskonar reynslu. Þetta
verkefni hefur hlotið nafnið
„Protect Charlie save Program".
En á seinni árum hefur gripið um
sig mikill ótti meðal margra for-
eldra í Bandaríkjunum að börn
þeirra geti orðið fyrir kynferðislegu
ofbeldi utan heimilanna og þessi
ótti hefur oft verið svo ríkur að
foreldrar hafa vart þorað að láta
börnin vera ein og eftirlitslaus utan-
dyra.
Hinsvegar gleymist oftast í um-
ræðunni annað og enn stærra vand-
amál þessu skylt sem litla eða enga
umfjöllun hefur fengið og það er
kynferðislegt ofbeldi gagnvart
bömum framin af einhveijum innan
fjölskyldunnar eða af einhveijum
öðrum sem bamið þekkir til. Rann-
sóknir sýna fram á að 85% af öllum
kynferðisafbrotum gagnvart börn-
um eiga sér stað innan fjölskyld-
unnar, af nágranna eða öðrum sem
barnið þekkir. í Svíþjóð hefur þriðja
hvert stúlkubarn að 18 ára aldri
einhverntíma á æviskeiði sínu orðið
fyrir kynferðislegri áreitni í and-
stöðu við vilja sinn. Þá er miðað
við kunnugan aðila eða ókunnugan.
Við íslendingar höldum gjaman
að þetta eigi sér ekki stað í þjóðfé-
lagi okkar og því síður í fjölskyldu
okkar. En því miður, þannig er
þessu bara ekki farið. Kynferðislegt
ofbeldi gagnvart börnum er því
miður miklu algengara en flest okk-
ar gera sér grein fyrir. Rannsóknir
í Bandaríkjunum benda til að af
hveijum 10 börnum hafi 4 orðið
fyrir kynferðislegu ofbeldi áður en
það nær 16 ára aldri. í slíkum til-
fellum þar sem barn hefur orðið
fyrir slíku ofbeldi og upp hefur
komist þá hættir mörgum fullorðn-
um til að telja að börnin séu að búa
þetta til eða jafnvei ljúga til um
slíkan verknað.
En nýjar og mjög áreiðanlegar
rannsóknir sem gerðar hafa verið
í Bandaríkjunum og Svíþjóð um
þetta efni hafa sýnt fram á að börn-
in ljúga ekki til um slíka atburði.
Og við skulum gera okkur fyllilega
grein fyrir því að jafnvel í dag er
það staðreynd að þrátt fyrir öll
þessi kynferðislegu afbrot gagnvart
börnum sem uppvís verða þá koma
fáir gerendur fyrir rétt og enn færri
þeirra hljóta dóm fyrir afbrot sín.
Þessi mikla þögn og leynd sem
hvílir yfír slíkum afbrotum, gerir
það að verkum að foreldrar eru
ekki nægjanlega meðvitaðir um
nauðsyn þess að fræða böm sín um
þessi mál. Þeir óttast jafnvel að
vekja Upp óþarfa ótta hjá bömum
sínum. Hvaða foreldri vill t.d. gera
það að verkum að dóttirin þori ekki
að vera utandyra og sjái jafnvel
kynferðisgiæpamann í hvéijum
karlmanni sem hún mæti utandyra.
Sem betur fer er þetta ekki svo.
Við megum ekki gleyma því að
börnin bera virðingu fyrir því sem
fullorðnir segja og taka fullt mark
á því ef þeim er leiðbeint um hvern-
ig þau eigi að veija sig fyrir ásókn.
I Bandaríkjunum hefur t.d. verið
hlutverk skólans um langt árabil
Ólöf Ásta Farestveit
„Börnin veröa aö læra
að gera greinarmun á
því hvaða atlot eru góð
og hvaða atlot geta leitt
af sér illt athæfi gagn-
vart þeim.“
að styrkja líkamlegt og andlegt
heilbrigði nemendanna. Þar er mik-
ið lagt upp úr að vinna að fyrir-
byggjandi starfí varðandi áfengi og
vímuefnanotkun. Má þar minna á
kennsluverkefnið Lions Quest sem
hefur rutt sér til rúms í barna- og
unglingaskólum þarlendis. Þetta
kennsluverkefni hefur nú einnig
verið tekið í notkun í flestum skól-
um hér á landi og er það von mín
að það fái þar verðugan sess.
Reykjavíkurborg hefur til að mynda
samþykkt að það verði kennt í öllum
12 ára bekkjum í vetur og sama er
í Garðabæ.
Kennsluverkefni „Project
Sportkafarafélagið 10 ára
SPORTKAFARAFÉLAG íslands verður 10 ára sunnudaginn 8. mars
nk. Þau 10 ár sem félagið hefur starfað hefur það staðið vörð um
köfunaríþróttina og endurbætt aðstöðu til köfunaræfinga. Sportkaf-
arafélag íslands hefur staðið fyrir köfunarnámskeiðum og eru nú
starfandi köfunarkennarar í tengslum við félagið.
Sportkafarafélagi íslands stend-
ur fyrir reglulegum köfunarferðum
fyrir félagsmenn sem eru um 80
talsins, bæði konur og karlar. Allan
ársins hring eru famar bæði styttri
og lengri köfunarferðir um helgar
og eru þær vel sóttar af félags-
mönnum. í dag er í byggingu fé-
lagsheimili í Nauthólsvík og er vel
á veg komið en það hefur verið
byggt í sjálfboðaliðastarfi félags-
manna.
I tilefni af’afmælinu verður hald-
in árshátíð 14. mars næstkomandi
á Hótel íslandi og hefst hún kl.
19.00. Fyrr um daginn kafa félags-
menn eftir hráefni í matinn en á
boðstólum er sjávarréttahlaðborð
sem framreitt er af matreiðslu-
mönnum hótelsins.
(Úr fréttatilkynningu)
Charlie" er byggt á 13 ára reynslu
sem hefur fengist af árangri af
Lions Quest-verkefninu og öðrum
hliðstæðum kennsluverkefnum.
Grunnþáttur slíkra verkefna er að
kenna bömunum sjálfsþekkingu og
hjálpa þeim að byggja upp sjálfsör-
yggi. í verkefninu „Project Charlie"
er unnið að fyrirbyggjandi verkefn-
um. Við skulum gera okkur grein
fyrir því að það er ekki nóg að
kenna börnunum að forðast hættu-
legar aðstæður og ókunnuga.
Við verðum líka að kenna þeim
að taka eftir og skilja eigin tilfínn-
ingar þegar einhver snertir þau.
Börnin verða að læra að gera grein-
armun á því hvaða atlot em góð
og hvaða atlot geta leitt af sér illt
athæfí gagnvart þeim.
í „Project Charlie“-kennsluverk-
efninu læra börnin gegnum leiki,
leikrit og mismunandi æfíngar að
skilja jákvæðar og neikvæðar til-
finningar. Þau læra að draga skil
á milli eðlilegra atlota sem gera
þeim gott og þess ef einhver snert-
ir þau á þann veg sem þeim ekki
þykir gott. Þau læra sjálfsöryggi
til að þora að segja frá slíkum at-
burðum einhveijum sem þau geta
treyst. Gmnnboðskapur verkefnis-
ins er að fá börnin til að skilja að
„minn kroppur sé mín eign og að
enginn hafi rétt á að snerta hann
nema eins og ég vil sjálfur".
Það er mjög mikilvægt að geta
sagt nei, þegar einhver sýnir áreitni.
Fyrir böm er það oft mjög erfitt
að segja nei við slíkar kringumstæð-
ur. Börnunum finnst oft að þau
hafí hvorki rétt né vald til að segja
nei við hinn fullorðna. í kennslu-
verkefninu „Projéct Charlie" upp-
lifa börnin ýmsar ólíkar og oft
hættulegar aðstæður sem gætu orð-
ið á vegi þeirra gegnum leikrit og
að leiknum loknum verða þau að
vinna úr atburðarásinni og svara
spurningum. Mjög mikilvægt er að
bömunum þyki gaman þegar verið
er að vinna í verkefnum sem þessum
þar sem fjallað er svo náið um til-
finningar og nauðsynlegt er að
börnin njóti virðingar og trausts af
hendi kennara. Það er nefnilega
staðreynd að hægt er að kenna
bömunum að komast hjá kynferðis-
legu ofbeldi en til þess að svo megi
verða verðum við fyrst hinir full-
orðnu að opna umræðuna og læra
að skilja að kynferðislegt ofbeldi
getur líka komið fyrir i okkar fjöl-
skyldu, gagnvart barninu okkar og
framið af aðila sem við töldum að
væri alls trausts verður. Ef við ekki
gemm þetta er hætta á að stór
kynslóð bama vaxi úr grasi, barna
sem ekki var kennt að segja nei
við hættulegum atlotum, barna sem
síðan verða niðurbrotnir einstakl-
ingar ófærir um að láta sér líða vel
og skila samfélagi okkar hlutverki
sínu.
Vegna vemlegrar hættu á að
10—20% bama verði fyrir einhvers-
konar kynferðislegu ofbeldi á upp-
vaxtarskeiði sínu er nauðsynlegt
fyrir okkur að hugleiða það í fullri
alvöm hvort ekki sé nauðsynlegt
að bæta fræðslu um þessi mál inn
í kennslu barna og unglinga en slíkt
verkefni ætti vel heima með Lions
Quest-kennsluverkefninu. En við
þurfum líka að gera okkur grein
fyrir því að menn eða konur sem
einhvemtíma hafa verið staðin að
kynferðislegu ofbeldi gagnvart
börnum má alls ekki skipa í stöður
sem tengjast starfí með börnum.
Það býður bara hættunni heim og
stuðlar að freistingum fyrir afbrota-
manninn. Kynferðisleg afbrot á
bömum em afbrot þess eðlis að þau
geta svo auðveldlega lagt líf við-
komandi bams í rúst um alla fram-
tíð.
Fullt eins má gera ráð fyrir að
barnið beri þess seint bætur ef af-
brotið er slæmt. Áhættuþættirnir í
nútíma samfélagi em allt of stórir
til þess að við foreldrar megum
sofa á verðinum.
Höfundur erað Ijúka námi í
afbrotafræðum við háskólann í
Stokkhólmi með kynferðisleg
afbrot gagnvart börnum sem
sérgrein.
HEF OPNAÐ
LÖGMANNSSTOFU
að Skúlagötu 30, 4. hæð - Reykjavík.
Skrifstofan er opin aila virka daga
frá kl. 09:00 - 16:00.
• Almenn lögfræðiþjónusta
• Ráðgjöf
• Málfiutningur
• Innheimta
LOGMANNSSTOFA
OSKARTHORARENSENMl
Skúlagata iiO - 101 Reykjavfk - Sími: 1 11 90 - Fax: 62 07 57
Evtu rneð í gegnum á
verðmúriri
F
A Teppalandsútsölunni bjóðast þér góKefni á áður óþekktu veiði.
Glæsilegt úrval hvers kyns gólfefna á
Teppalandsútsölunni um allt land.
•Teppi * Dúkar Hísar Koikur • Parket Sígild stök teppi fra 1.998 kr.
• • •
Teppaland
-landiö þar sem leitin endar.
Grensásvegi 13, sími 813577
Opið laugardaga 10-16
VISA
RAÐGREIÐSLUR
Alltaö 18 mán.
Alltaö11 mán.