Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Hafnarfj örður: Kvenfélagið Hring- urinn áttatíu ára KVENFÉLAGIÐ Hringurinn minnist nú þess að 80 ár eru liðin frá stofnun félagsins. Það voru 18 konur í Hafnar- firði sem höfðu fyrir 80 árum þann kjark og þá framsýni að stofna Hringinn, 7. mars 1912. Hvatinn að stofnun félagsins var að berjast gegn berklaveikinni og styrkja fátæka berklasjúklinga til hælisvistar með fata- og matarg- jöfum. Markvisst starf Hringsins varð m.a. þess valdandi að berkla- veikin varð fyrr yfirbuguð í Hafn- arfírði en víðast annars staðar á landinu. Aðalhvatamaður félagsins var frú Helga Gröndal Edilonsson og var stofnfundur á heimili hennar og manns hennar, Þórðar Edilons- sonar læknis. Frú Helga var fyrsti formaður félagsins en á þessum 80 árum hafa 12 konur gegnt því embætti. Það má geta þess að Hringur- inn hefur jafnhliða líknarstarfinu látið sig umönnun barna miklu varða. Sumarið 1932 rak Hringur- inn t.d. fyrst leikskóla fyrir börn í Hafnarfirði. Það gefur augaleið að grunnur að starfi félagsins hefur ætíð ver- ið byggður á ýmiskonar Ijáröflun. Hringskonur hafa í gegnum árin verið fundvísar á fjáröflunarleiðir og þar með gert mögulegt að halda áfram öflugu starfi í anda þeirra framsýnu kvenna sem stofnuðu félagið. Þau eru mörg verkefnin sem Hringurinn hefur tekið sér á hend- ur á þessum 80 árum og spannar starf þriggja kynslóða hér í Hafn- arfírði. Það eru margir sem hafa gegnum tíðina hugsað hlýtt til Frá afhendingu útileiktækja. Hringsins. Félaginu hafa oft bor- ist góðar gjafir og minningarsjóð- ir voru stofnaðir. Hringurinn vill þakka þeim ijölmörgu sem gegn um áratugina hafa sýnt starfi fé- lagsins skilning og velvild, því án þess væri félagið ekki mikils megnugt. Á þessum tímamótum hefur félagið gefið 100.000 kr. til Krýsuvíkursamtakanna og nýver- ið afhent útileiktæki Heimilinu skammtímavistun barna, Hnotu- bergi 19 í Hafnarfirði. í stjórn félagsins eru þessar konur: Erna S. Mathiesen formað- ur, Guðrún Pálsdóttir, Guðrún Osvaldsdóttir, Ragna Gísladóttir og Jóna Eiríksdóttir. Hringskonur halda upp á 80 ára afmælið á morgun, sunnudag- inn 8. mars, kl. 15.00 í Skútunni, Dalshrauni 15. Hallgrímskirkja: Bach-forleikir á föstu LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju efnir til Bach-tónleika næstkom- andi sunnudag 8. mars, fyrsta sunnudag í föstu, kl. 17. Hörður Áskelsson, organisti Hallgrímskirkju, leikur 14 sálmforleiki úr „Litlu orgelbókinni" eftir Bach yfir sálmalög sem tilheyra föstunni. Nokkrir félagar úr Mótettukóm- um syngja sálmalögin í útsetningu Bachs við undirleik Marteins H. Við guðsþjónustuna mun sr. Þór- hildur Olafs predika og þjóna fyrir altari ásamt sr. Einari Eyjólfssyni. Kórar beggja safnaða leiða sönginn undir stjóm organistanna Helga FYRIRLESTUR verður haldinn á vegum Hjálpartækjabanka RKÍ og Sjálfsbjargar, Hátúni 12, laug- ardaginn 14. mars kl. 13-17. Fyrirlesari verður danskur bamaiðjuþjálfi Jette Bentzen og mun hún §alla um börn með skyn- Friðrikssonar. Ragnheiður Haralds- dóttir leikur á blokkflautu og Inga Rós Ingólfsdóttir á selló. Hlín Pét- Bragasonar og Kristjönu Ásgeirs- dóttur. Að lokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili Fríkirkjusafnaðar- ins. úrvinnsluvandamál (Sensory Inter- gration). Þeir foreldrar eða aðstandendur fatlaðra barna sem hafa áhuga á að sækja þennan fyrirlestur tilkynn- ið þátttöku í Hjálpartækjabankann. (Fréttatilkynning) ursdóttir sópran syngur aríu úr kantötu nr. 152 og tvö söngva úr Schemelli-söngvasafninu eftir Bach. „Litla orgelbókin“ er eitt af höfuðritum orgelbókmenntanna og hefur að geyma 45 stutta sálmafor- leiki. Bach ætlaði raunar að hafa þá miklu fleiri en vannst ekki tími til. Hann samdi þá sem verkefni fyrir nemendur sína sem voru að læra fótspil, en hafði einnig í huga að þeir gætu nýst í sýnikennslu fyrir þá sem hugðu á tónsmíðar. Við samningu þessara sálmafor- leikja notar Bach því allar möguleg- ar aðferðir og beitir margvíslegum tilbrigðum svo að öllu sé haldið til haga sem hyggja þarf að við tón- smíðamar. Á tónleikunum næstkomandi sunnudag verða meðal annars flutt nokkur þekktustu verkanna úr „Litlu orgelbókinni", svo sem „O, Mensch bewein den Súnden gro6“. Sálmarnir em sungnir á-þýsku en í tónleikaskrá em flestir textarnir prentaðir eins og þeir voru þýddir í messu- og sálmabókum Guðbrands Þorlákssonar. Næsta atriði á dagskrá Listvina- félags Hallgrímskirkju 1992 verður dagskrá í tali og tónum um píslar- gönguna í íslenskum nútímabók- menntum. Dagskráin nefnist „Blóm sem skínið, klukkur sem kólflausar hringið!". Heimir Pálsson cand.mag. tekur dagskrána saman. Uwe Eschner flytur „Píslasöguna í 9 myndum" fyrir gítar, ópus 25 eftir Hermann Reuther. Dagskráin verður flutt sunnudaginn 29. mars kl. 17. Hafnarfjörður: Sameiginleg guðsþjónusta Fríkirkju og Þjóðkirkju í FRÍKIRKJUNNI í Hafnarfirði verður á morgun, sunnudaginn 8. mars, sameiginleg guðsþjónusta Hafnarfjarðarsóknar og Fríkirlyu- safnaðarins og hefst hún kl. 14.00. Er þetta fjórða árið sem efnt er til sameiginlegrar guðsþjónustu á vegum þessara safnaða. Fundur með aðstand- endum fatlaðra barna Grindavík: Samskipti björgnn- arsveitar við þyrlu- sveit endurnýjuð Grindavík. ÞAð ER ekki á hverjum degi sem fáni Bandaríkjanna blaktir við hún í Grindavik. Þá sjón mátti hinsvegar sjá sl. laugardag við bækistöðvar björgunarsveitar Þorbjarnar. Ástæða þessarar sjónar var heimsókn flugmanna úr þyrlu- sveitum varnarliðsins á Keflavík- urflugvelli. Heimsóknin er til að endurgjalda heimsókn björgunar- sveitarmanna til varnarliðsins fyr- ir skömmu. Sigmar Eðvarðsson formaður björgunarsveitarinnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið að heim- sókninni lokinni að þarna væri um gagnkvæma kynningu að ræða sem væri að frpmkvæði sveitarinn- ar. „Við erum með þessari heim- sókn að stuðla að kynningu milli manna og kynna þeim hvernig við vinnum og kýnnast hvernig þeir vinna. Við byijuðum að kynna starfsemi Slysavarnafélags Is- lands sem við erum hluti af og síðan starfsvettvang okkar. Sýnd voru strönd frá upphafi og hvar þau urðu. Það liggur mikill undir- búningur að baki þessari heimsókn og við höfum hug á að halda þessu áfram því við finnum að fullur hugur er hjá þessum mönnum að vinna með okkur og persónu- leg samskipti sem er aflað á þennan hátt skila sér í betri vinnu á slysstað ef til kemur. Við erum á þennan hátt alls ekki að sniðganga Landhelgis- gæsluna sem samstarfsaðila held- ur viljum við halda samskiptum við varnarliðið og jafnvel koma á æfingum með þeim en við höfum orðið varir við að fullur samstarfs- vilji er fyrir hendi,“ sagði Sigmar. Gestunum var boðið í bílferð um Hópsnes í torfærutrölli þeirra sveitarmanna af Man-gerð og bátsferð. Þeir voru einnig settir í spor sjómanna sem þurfa að treysta á líflínu úr landi og björgunarstól er þeir voru feijaðir yfir lítinn vog við Oddsbúð. Þetta þótti þeim ævintýri hið mesta þrátt fyrir að enginn hefði lagt sig í lífs- hættu eins og vill verða í alvör- unni. Að sögn Sigmars voru þeir vamarliðsmenn mjög ánægðir með heimsóknina og létu vel af henni og ekki væri að efa að hún hafi komið þeim verulega á óvart. FÓ Morgunblaðið/Frimann Olafsson Honum líður áreiðanlega skár þessum þyrluflugmanni í mjúku sæti þyrlunnar en björgunarstól björgunarsveitarinnar í Grindavík. Þátttakendur Bach-tónleikanna í Hallgrímskirkju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.