Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 19 Unglingar sýna í Breiðholtskirkju Unglingar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar í Reykjavík ásamt gestaleik- urum sýna á ný leikritið Jafnvel englamir þorðu ekki þangað sunnu- daginn 8. mars í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Leikritið var frumsýnt sl. sunnudag að viðstöddum nær 400 áhorfendum. Leikritinu stýrir Guðrún Ásmundsdóttir sem einnig er höfundur þess. Leikritið er 45 mínútur í sýningu. Inn í leikritið fléttast söngur. Leikendur eru rúm- lega 20 talsins. Óvíst er hvort fleiri sýningar verða ráðgerðar. Atvinnumálafundur í Vestmannaeyjum; 2.000 tonna kvóti seldur frá Eyjum á 3 mánuðum „Stöðva aukningu frystiskipaflot- ans, stöðva útflutning á ferskum fiski einkum þorski og ýsu, full- vinna þurfi aflann meira hér heima, banna sölu og leigu veiðiheimilda og koma upp nýjum atvinnugrein- um til að byggja hér blómlega byggð.“ Jón Kjartansson formaður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja sagði að kvótakerfið hefði einungis fært fjöregg þjóðarinnar á fárra manna hendur og að útflutningur á ferskum físki til vinnslu erlendis væri ekki réttlátur gagnvart at- vinnu verkafólks í landi. Samkvæmt grein Óskars kom Hilmar Rósmundsson, fulltrúi út- vegsbænda, inn á það í máli sínu að bæjarfélög úti á landi keyptu til sín kvóta til að sporna við atvinnu- leysi og hreinlega til að halda lífi, því kvótalaust sjávarpláss væri dauðadæmt. Fyrirspurnir voru leyfðar eftir að framsögumenn höfðu lokið máli sínu. Trausti Marinósson spurði til dæmis fulltrúa útvegsbænda hversu háu hlutfalli heildarafla hafi verið landað í Eyjum. Hilmar Rósmunds- son svaraði því til að 46% aflans væri landað heima og það væri hærra hlutfall en víða annarsstaðar. JÓN Pálsson, formaður skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verð- andi, sagði á atvinnumálafundi Eyverja í Vestmannaeyjum um síð- ustu helgi að búið sé að selja um 2.000 tonna kvóta úr byggðarlag- inu frá byrjun desember. Hann taldi sóknarmarkskerfið betra en kvótakerfið og að núverandi fiskveiðistefna byði upp á brask með kvótann. Jón sagði einnig að fiskveiðistefnan hefði leitt af sér minni afla ár frá ári sem aftur hefði leitt af sér atvinnuleysi. Þetta kemur fram í greinai'gerð sem Óskar Arason gjaldkeri Eyveija, félags unga sjálfstæðismanna, hefur tekið um fundinn og birtist í sjálfstæð- isblaðinu Fylki á næstunni. Átta frummælendur voru á fund- inum: Arnar Sigurmundsson fulltrúi atvinnurekenda í fiskiðnaði, Elsa Valgeirsdóttir og Jón Kjartansson fulltrúar verkafólks, Jón Bondó Pálsson fulltrúi sjómanna, Georg Þór Kristjánsson fulltrúi meirihluta bæjarstjórnar, Ólafur Lárusson full- trúi atvinnumálanefndar og Hilmar Rósmundsson fulltrúi útvegs- bænda. Óskar Arason segir í grein sinni m.a.: „Virtist það brenna á vörum margra að ráðstöfun afla upp úr sjó mætti ekki hvíla á höndum fárra manna eins og er í dag. Fullvinna beri aflann hér heima og setja höml- ur á útflutning á fiski, minnsta kosti á þorsk og ýsu. Margir lýstu yfir áhyggjum sínum yfir atvinnu- leysi á næstum mánuðum hér í Eyjum þegar uppsagnsir frystihús- anna tækju gildi og töldu að sporna þyrfti við því hið fyrsta.“ Formaður Verkakvennafélagsins Snótar, Elsa Valgeirsdóttir, sagði að ársverkum í fiskiðnaði hefði fækkað úr 800 í 600 á nokkrum árum. Þessa þróun þurfi að stöðva. Morgunblaðið/KGA Undirbúningsnefnd Islandsvikunnar sýnir hvar Björgvin er á landakortinu. Frá vinstri: Ingibjöre Björns- dóttir fulltrúi í Norræna húsinu, Knut Odegárd fyrrverandi forstjóri Norræna hússins, Lars-Ake blom forstjóri Norræna hússins og Sveinn Einarsson dagskrárstjóri. Eng- íslensk menningarvika í Björgvin 19.-24. maí ÍSLENSK menningarvika verður haldin í tengslum við hina árlegu listahátíð í Björgvin i Noregi dagana 19.-24 maí. Vigdís Finnbogadótt- ir forseti Islands mun opna Islandsvikuna í Hákonarhöll i Björgvin og halda hátíðarræðu við opnun sjálfrar Björgviiyarhátíðarinnar að viðstöddum Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra. Hin árlega listahátíð í Björgvin er stærsta menningarhátíð á Norð- urlöndum sem haldin er reglulega. Hefð er fyrir því að Noregskonungur setji hátíðina og mun Haraldur kon- ungur nú setja hana í fyrsta skipti. I tengslum við íslandsvikuna verð- ur norsk-íslensk guðsþjónusta í dóm- kirkjunni í Björgvin. Herra Ólafur Skúlason biskup mun predika en Hamrahlíðarkórinn syngja íslensk sálmalög. Hamrahlíðarkórinn mun auk þess halda sjálfstæða tónleika á hátíðinni. Þá mun Reykjavíkur- kvartettinn ásamt Selmu Guð- mundsdóttuir píanóleikara lialda tvenna tónleika. íslensk hönnun er ein þriggja sýn- inga sem verða í Bryggensafninu meðan á hátíðinni stendur. íslensk handrit verða þar einnig til sýnis og Jónas Kristjánsson prófessor og for- stöðumaður Stofnunar Árna Magn- ússonar heldur fyrirlestur í boði há- skólans í Björgvin. Verk félags- manna í íslenskri grafík verða sýnd en auk þess verða kvikmyndir frá íslandi sýndar daglega í safninu. I Stenersenlistasafninu verður sýning á listaverkum eftir Erró og verður þar meðal annars að finna ný verk. Náttúrufræðideild háskól- ans í Björgvin mun setja upp sýn- ingu um íslenskt náttúrufar og ís- land sem ferðamannaland verður kynnt í stórri verslunarmiðstöð í borginni. íslenskar bókmenntir verða með fulltrúa á hátíðinni og verða þijú málþing um bókmenntir haldin. Eitt þeirra fjallar um norrænar rann- sóknir við háskólana í Björgvin og Reykjavík en tvö um þýðingar á ís- lenskum bókmenntum á norsku. Einnig munu kunn islensk ljóðskáld verða á norsk-íslensku bókmennta- kvöldi. Með íslandsvikunni er stefnt að auknum samskiptum Háskóla ís- lands og Björgvinjarháskóla og hef- ur íslenskum vísindamönnum meðal annars verið boðið til Björgvinjar til að halda fyrirlestra. Þá verða gagn- kvæm nemendaskipti og ritgerðar- samkeppni meðal skólabarna í Björgvin skipulögð í samvinnu skóla- yfii-valda og norrænu félaganna í Noregi og á íslandi. Norræna húsið gegnir lykilhlut- verki við skipulagningu íslandsvik- unnar en íslenska menntamálaráðu- neytið, norska menningarmálaráðu- neytið og margir norrænir sjóðir eru meðal þeirra aðila sem leggja fram fé til þessa menningarátaks. Þá mun Norræna félagið skipuleggja leigu- flug til Björgvinjar vegna Islandsvik- Kvikmyndasýning fyrir börn og unglinga í Norræna húsinu Kvikmyndasýning fyrir börn og unglinga verður í fundarsal Norræna hússins sunnudaginn 8. mars kl. 14.00. Sýnd verður norska unglinga- myndin Piraterne. Hún gerist í litl- um bæ í Norður-Noregi. Þar eru unglingarnir orðnir þreyttir á því að ekki sé tekið mark á þeim og því grípa þeir til þess ráðs aðstofna- „sjóræningjaútvarp". í fyrstu er þett.a saklaust grín og gaman en síðan fara hjólin að snúast og þá ... Þetta er spennumynd ætluð fyrir börn 12 ára og eldri. Sýning mynd- arinnar tekur um eina og hálfa klst. Leikstjóri er Morten Kolstad. Að- gangur er ókeypis og boðið er upp á ávaxtasafa í hléi. SPEMNANDI Kolaportið er nú um þessa helgi eins og alltaf stútfullt af spennandi varningi - úrvalið er ótrúlegt og verðlagið jafn spennandi. BOKAMARKAÐURINN = SÍÐASTA SÖLUHELGI = 10% AUKAAFSLÁTTUR! FELAG EINSTÆÐRA FORELDRA með stórkostlegan flóamarkað á sunnudögum! OPIÐ: Laugardaga frá kl.10-16 og sunnudaga frá kl. 11-17. KOLA PORTIO M^RKa-ÐXfOR‘r -undir seðlabunkanum! [

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.