Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 20

Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 20
í M/ 20 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 Frankfurter All- gemeine Zeitung: Ráðið leysir norræna sam- vinnu af hólmi ÞÝSKA dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung segir í frétt af undirbúningsfundi Eystrasalts- ráðsins í Kaupmannahöfn að hin nýja samvinna ríkja við Eystra- salt muni að miklu leyti leysa norræna samvinnu af hólmi. Blaðið birti í fyrradag frétt um stofnfundinn sem haldinn var í gær. Þar segir meðal annars: „Þrátt fyrir yfirlýsingar í aðra veru mun hið nýja samstarf ríkjanna við Eystra- salt að miklu leyti leysa norræna samvinnu af hólmi. Norðurlandaráð sem nú fundar í Helsinki stendur hvort sem er frammi fyrir miklum erfiðleikum við að skilgreina eigið hlutverk eftir að ljóst varð að reglur Evrópubandalagsins munu gera flest samvinnuverkefnin óþörf. Tiiraun- um baltnesku landanna til að fá inn- göngu í Norðurlandaráð var hrundið á síðasta ári — einkum af forseta Norðurlandaráðs, Anker Jörgensen. í Helsinki verður nú ljóst að Norður- landaráð verður í auknum mæli að samtökum til að samræma hagsmuni Norðurlanda gagnvart Evrópubandalaginu." EYSTRASALTSRAÐSTEFNAN Reuter. Hans-Dietrich Genscher, utanríkisráðherra Þýskalands, slær á létta strengi er utanríkisráðherramir stilltu sér upp fyrir myndavélar í gær. Á myndinni eru einnig utanríkisráðherrar Finnlands, Rúss- lands, Noregs og Danmerkur. Undirbúningsfundur að stofnun Eystrasaltsráðsins: Landfræðilegar ástæður útiloka aðild Islendinga - segir Uffe Ellemann-Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur Kaupmannahöfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunbladsins. FUNDI utanríkisráðherra ríkjanna við Eystrasalt lauk í Kaupmanna- höfn í gær, en hann var liður í undirbúningi að stofnun Eystrasalts- ráðs. Utanríkisráðherra Noregs sat fundinn á þeirri forsendu að Norðmenn tengdust svæðinu. Frumkvæðið að fundinum áttu Hans-Dietrich Genscher, utanríkis- ráðherra Þýskalands, og Uffe Elle- mann-Jensen utanríkisráðherra Danmerkur, en hugmyndin vaknaði á £undi þeirra tveggja í Rostock í október síðastliðnum. Auk Þýska- lands, Danmerkur og Noregs voru Reutor. Bænastund á Musterishæð Föstumánuður múhameðstrúarmanna, Ramadan, hófst í gær. Á mynd- inni má sjá múslímskar konur biðja á Musterishæð í Jerúsalem en þar komu um 35 þúsund múhameðstrúarmenn saman til bænar í gær. á fundinum fulltrúar Lettlands, Lit- háens og Eistlands, Póllands, Sam- veldis sjálfstæðra ríkja, Finnlands og Svíðþjóðar. Sett hefur verið á stofn nefnd embættismanna til að ræða frekar tilhögun ráðsins. Næsti fundur utanríkisráðherranna verður í Helsinki að ári. Á blaðamanna- fundi í lok ráðstefnunnar spurði fréttaritari Morgunblaðsins Hans- Dietrich Genscher að því hvort Eystrasaltsráðið væri nokkurs kon- ar útvíkkun á Norðurlandaráði, þar sem ísland, eitt Norðurlandanna, fengi ekki að vera með. Genscher vildi auðsjáanlega ekki ræða aðild íslands, heldur sagði að þar sem Þýskaland væri ekki í Norðurlanda- ráði, vildi hann ekki tjá sig um þetta atriði. Uffe Ellemann-Jensen sagði að vandamálið væri landfræðilegt, þar sem ísland lægi ekki að Eystra- salti, en Noregur ætti hins vegar hafsvæði sem lægi að Eystrasalti. Eins og önnur lönd og aðilar, sem gætu átt hagsmuna að gæta í ráð- inu, myndi Islendingum standa til boða að eiga áheymarfulltrúa í ráð- inu. Hann vildi þó ekki útfæra nán- ar hver staða áheymarfulltrúanna yrði eða hvemig starf þeirra innan ráðsins gæti orðið. Þegar fréttaritari spurði Uffe Ellemann-Jensen eftir fundinn Kork‘0*Plast Sænsk gæöavara KOBK-gólfflísar með vinýl-plast-áferð Kork-o-Plast: í 10 gerðum Veggkork í 8 geröum. Ávaltt til á lager Mrm korttvöaitogundir á lagor Uodirlagskork í þrwmur þykktum Korkvéiapakkningar i tvaimur þykktum Gutubaðstof ukork Veggtófki-korkpiótur í þremur þykktum Kork-parkett venjuiegt, i tvaimur þykktum Ðnkaumboð á Wandl: Þ. ÞORGRÍMSSON & C0 Ármúla 29 ■ Reykjavík • Simi 38640 & Linares: Kasparov nær forystu Linares. Reuter. GARRÍ Kasparov, heimsmeistari í skák, sem teflir fyrir Rússland, vann Bretann Nigel Short í áttundu umferð skákmótsins í Linares á Spáni á fimmtudagskvöld og náði þar með forystu í mótinu. í öðru sæti er Alexander Beljavskíj og í þriðja til fjórða þeir Anataloj Karpov og Jan Tim- man. Kasparov teflir í dag við Úkra- ínumanninn Beljavskíj, sem er sá eini fyrir utan heimsmeistarann sem hefur ekki enn tapað skák í mótinu. Rússinn Karpov, fyrrver- andi heimsmeistari, tapaði fyrir hollenska stórmeistaranum Timm- an. hvemig stæði á mismunandi viðtök- um hans og Pouls Schliiters forsætisráðherra á norræna for- sætisráðherrafundinum, sagði hann að Schluter hefði ekki gert sér grein fyrir hvemig málið væri í pottinn búið. Það væri ekki spuming um að verið væri að útiloka ísland, heldur að önnur ríki eins_ og til dæmis Tékkóslóvakía og Úkraína vildu einnig vera með, en í þessu tilviki væru mörkin landfræðileg. Ef einhver á íslandi vildi leggja afstöðu hans út á annan hátt, staf- aði sá skilningur af gremju yfir öðmm málum. Komið hefur fram að fundarboð- endur teldu að ekki væri unnt að bjóða einu ríki utan Eystrasalts- svæðisins aðild án þess að allar flóð- gáttir opnuðust um leið. Slík útvíkk- un þýddi að upphaflegar hugmynd- ir um markmið ráðsins og takmörk stæðust ekki. Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, lét í ljósi þá skoð- un í fyrradag á fundi með frétta- mönnum að honum þætti miður að íslendingar gætu ekki verið þátt- takendur, en sagðist skilja að landa- fræðin réði úrslitum og Norðmenn hefðu rétt sloppið inn. Hugmyndin að baki ráðinu er að þar verði rædd sameiginleg hagsmunamál Eystrasaltsríkjanna. Þar em umhverfismálin ofarlega á blaði og einnig aðstoð við Eistlandj Lettland, Litháen og Pólland. I máli Andrej V. Kozyrevs, utanríkis- ráðherra Rússlands, kom fram að á fundinum hefði verið rædd aðstoð við að flytja burt rússneska herliðið í Eystrasaltsríkjunum. Slík aðstoð gæti bæði flýtt fyrir og auðveldað brottflutninginn, sem ylli ýmsum félagslegum vandamálum fyrir her- mennina. Þeir sem fylgst hafa með aðdrag- andanum að fundinum hér í Kaup- mannahöfn, em ekki á eitt sáttir um hvert gagn geti orðið að ráðinu, hvort hér verði aðeins um að ræða umræðuvettvang eða hvort fram- kvæmdir fylgi. Það virðist þó ekki ólíklegt að umhverfismálin verði verulegur þáttur í starfi ráðsins og einnig aðstoð við fyrrum Austur- Evrópuríki. Fulltrúadeild- in samþykk- ír ny fjarlog Fulltrúadeild Bandaríkja- þings samþykkti í gær fjárlög þar sem gert er ráð fyrir að dregið verði úr útgjöldum til vamarmála um 15 milljarða dala. Fjárlögin voru samþykkt með 224 atkvæðum, aðallega demókrata sem eru í meirihluta í deildinni, gegn 191. Gert er ráð fyrir að fjárlagahallinn verði 324-331 milljarður dala en áætl- að er að hann verði um 399 milljarðar í ár. George Bush Bandaríkjaforseti vill helmingi minni niðurskurð á útgjöldum til varnarmála, eða um 7,4 millj- arða dala, og draga minna úr fjárlagahallanum, eða í 351,9 milljarða dala. Rauði herinn frá Lettlandi BROTTFLUTNINGUR hers Sovétríkjanna fyrrverandi frá Lettlandi hefst í þessum mán- uði. Það var Sergej Zotov, yfir- maður rússneskrar sendinefnd- ar, sem undanfarið hefur rætt þetta mál við Letta, sem greindi frá þessari niðurstöðu fyrstu fundanna um þetta efni. í Lett- landi eru nú 45.000 hermenn Sovétríkjanna fyrrverandi. Ekki hefur verið ákveðið hve langan tíma brottflutningurinn mun taka. Dehaene reynir stjórn- armyndun JEAN-Luc Dehaene, 51 árs leið- togi flæmskumælandi Kristi- legra demókrata, varð í gær við beiðni Baldvins Belgíukonungs um að reyna stjórnarmyndun og binda þar með enda á pólitíska kreppu sem verið hefur í Belgíu frá því í kosningunum í nóvem- ber. Sömu flokkar og skipuðu fráfarandi stjórn munu væntan- lega eiga aðild að ríkisstjóm Dehaene. Uppgangnr skoskra þjóð- ernissinna FLOKKUR þjóðernissinna í Skotlandi nýtur fylgis 30% kjós- enda samkvæmt skoðanakönn- un dagblaðsins Aberdeen press and Journal og sjónvarpsstöðv- arinnar Grampian. I kosningun- um árið 1987 fékk flokkurinn um 15% fylgi. Verkamanna- flokkurinn hefur tapað fylgi samkvæmt könnuninni og fengi 39% ef kosið yrði nú. Ihalds- flokkurinn nýtur fylgis 18% kjósenda og tiefur ekki fengið verri útreið í skoðanakönnun í Skotlandi. Þjóðemissinnar segj- ast keppa að því að fá meirihlut- ann af 72 sætum Skota á breska þinginu og takist það verði þeg- ar í stað lýst yfir sjálfstæði. Jarðskjálfti í Iran SEX fórust og flmmtíu siösuðust í jarðskjálfta sem reið yfir tvær borgir og fjallaþorp í suðvestur- hluta Irans á miðvikudag. Skjálftinn mældist 4,9 á Richter. Ekki er enn að fullu vitað hvert tjón af völdum skjálftans varð vegna þess hve sum þorpin á skjálftasvæðinu eru afskekkt. BILASYNINGIDAG KL. 10 -14 Komiö og skoöið 1992 árgeröirnar af MAZDA . SKÚLAGÖTU 59, REYKJAVlK S.61 95 50

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.