Morgunblaðið - 07.03.1992, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992
25
Morgunblaðið/Björn Blöndal
Það var mikil spenna meðal krakkanna sem voru mættir til að
renna sér í nýju vatnsrennibrautinni sem var tekin í notkun í
Sundmiðstöðinni í Keflavík á sunnudaginn.
Keflavík:
Ný vatnsrennibraut
í Sundmiðstöðinni
Keflavík.
NÝ vatnsrennibraut var tekin í notkun í Sundmiðstöðinni í
Keflavík á sunnudaginn og mættu nokkur hundruð unglingar
til að renna sér í rennibrautinni sem er 35 metra löng. Renni-
brautin sem kostaði 7 milljónir króna er frá sænska fyrirtækinu
HYDRO-SPORT og er hún gjöf frá Vatnsveitu Suðurnesja sem
einnig greiddi tveggja milljóna króna kostnað við gerð lending-
arlaugar við enda rennibrautarinnar. Þá var einnig opnaður
eimgufubaðsklefi sem er nýjung hér.
opið öllum og þyrfti ekki að
greiða sérstaklega fyrir það.
Þá mun á næstunni verða lok-
ið við frágang á yfirbyggðu sól-
skýli þar sem einnig verður heit-
ur pottur. Ilafsteinn sagði að
aðrar framkvæmdir, svo sem
gerð 12,5i25 m innilaugar í kjall-
ara og búningsklefa fyrir íþrótta-
vellina, yrðu að bíða um sinn, en
þegar þeim lyki yrði Sundhöllinni
væntanlega lokað.
-BB
Sveinn Guðmundsson, for-
stöðumaður sagði í samtali við
Morgunblaðið að um þessar
mundir væru tvö ár liðin frá því
að Sundmiðstöðin opnaði og
hefðu um 200 þúsund gestir
komið á þessum tíma. Hafsteinn
sagði að nýja eimgufubaðið virk-
aði þannig að tekið væri um 80
gráða heitt vatn sem síðan væri
leitt í gegnum 10 stúta sem
gæfu frá sér um 50 gráða heita
gufu sem fyllti klefann. Haf-
steinn sagði að gufubaðið væri
FÍM-salurinn:
Dröfn með
grafík-
sýningu
DRÖFN Friðfinnsdóttir mynd-
listarkona frá Akureyri opnar
grafíksýningu í FÍM salnum,
Garðastræti 6, Reykjavík, laug-
ardaginn 7. mars.
Á sýningunni eru tuttugu og
eitt verk unnin í tréristu. Stærð
myndanna er frá 25x35 sm til
100x150 sm og er hver mynd í
tíu eintökum.
Dröfn hefur tekið þátt í fjölda
samsýninga og einnig haldið
einkasýningar í Dynheimum,
Akureyri, 1987, Lathi Hammen-
gallerí, Finnlandi, 1988, og Gamla
Lundi, Akureyri, 1989 og 1991.
Sýningin verður opin alla daga
frá kl. 14-18 til sunnudagsins 22.
mars.
Ver&um með
ArtnaSlex
Á góðu verði
pípueinangrun í hólkum,
plötum og límrúllum frá
Þ.MRGRfMSSON &C0
Ármúla 29 - Múlatorgi - Simi 38640
Dröfn Friðfinnsdóttir með eitt
verka sinna.
Fræðslufund-
ur um börn
alkóhólista
TIL þess að ræða um börn alkó-
hólista m.a. líkur á að alkóhól-
ismi erfist, aðstæður barna alkó-
hólista og hjálparúrræði boðar
Víntulaus æska til fræðslufundar
að Borgartúni 6 í Reykjavík,
þriðjudaginn 10. mars nk. kl.
17-19.
í fréttatilkynningu um fundinn
segir meðal annars: „Fjöldi barna
og unglinga elst upp við þær að-
stæður að annað foreldra þeirra eða
báðir eru alkóhólistar. Uppeldi í fjöl-
skyldunni þar sem drykkjuvanda-
mál eru til staðar lætur ekkert barn
ósnortið. Mörg börn skaðast varan-
lega vegna þessara aðstæðna og
veldur það þeimmiklum erfiðleikum
síðar á ævinni.
Fyrir utan ýmis félagsleg og sál-
ræn vandamál sem börn sem alast
upp við alkóhólisma föreldra sinna
verða fyrir, eru þau talin mun lík-
legri en önnur börn til þess að verða
alkóhólistar sjálf eða velja sér lífs-
förunaut sem á við áfengisvanda-
mál að stríða.
Með aukinni áfengisneyslu, eins
og átt hefur sér stað síðustu ár,
eykst þessi hætta til muna. Þrýst-
ingur á alla, böm alkóhólista, til
áfengisneyslu vex. Ýmsir áhættu-
hópar verða því berskjaldaðri en
áður. Við því verður að bregðast.“
-----»44------
Fundur um
kvennabanka
Laugardagskaffi kvennalistans
verður að venju haldið á Lauga-
vegi 17, annarri hæð, kl. 10.30.
Að þessu sinni mun' Þórunn
Bjamadóttir, áhugakona um kvenna-
banka á Islandi, kynna þær hug-
myndir sem búa að baki stofnun
kvennabanka og hvemig slíkur banki
kemur konum í atvinnulífinu til góða.
Laugardagskaffi er orðið fastur
liður í helgardagskrá margra kvenna,
enda er leitast við að vera með er-
indLsem snerta líf og störf kvenna
á einhvern hátt.
-....♦ '4. ♦
Bingó til styrkt-
ar Takmarkinu
STYRKTARFÉLAG Takmarksins
efnir til bingós sunnudaginn 8.
mars kl. 14.00 á veitingastaðnum
Furstanum, Skipholti 37. Kynnir
verður Hermann Gunnarsson en
veglegir vinningar eru I boði, m.a.
utanlandsferð með Sólarflugi,
gisting fyrir tvo á Hótel Örk og
flugferð innanlands fyrir tvo. All-
ur ágóði af bingóinu rennur til
starfsemi Takmarksins.
Líknarfélagið rekur nú áfangahús,
Takmarkið á Barónsstíg. Um er að
ræða heimili fyrir alkóhólista sem
eru að koma úr meðferð en markmið-
ið er að veita þeim stuðning og leið-
sögn við að takast á við líf sitt.
TIL SÖLU
Mjög vel með farið, nýlegt,
enskt sumarhús með öllu.
Stofa, 2 svefnherb., wc með
sturtu. Staðsett í Borgarfirði.
Upplýsingar í simum
92-11900 og 92-12423.
BAÐINNRÉTTINGAR
15% afsláttur af baðinnréttingum með halógenljós-
um til mánaðamóta. Einnig sérsmíði á innréttingum
eftir teikningum. Góð greiðslukjör.
Opiðídagfrá kl. 10-17ogámorgunfrá kl. 14-16.
Máva innréttingar,
Kænuvogi 42, sími 688727,
104 Reykjavík.