Morgunblaðið - 07.03.1992, Page 30

Morgunblaðið - 07.03.1992, Page 30
30^ MORGUNBLAÐIÐ LAUGAKDAGUR 7, ,MARZ 1992 JWtóáur r a morgun ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kirkjubíllinn ekur. Árni Bergur Sigurbjörnsson. Miðvikudag: Föstumessa kl. 20.30. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa kl. 11. Arna, Gunnar og Pálmi. Guðsþjónusta kl. 14. Bobby Arr- ington syngur í messunni. Org- anisti Guðni Þ. Guðmundsson. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Sr. Hjalti Guðmundsson. Barna- samkoma í safnaðarheimilinu á sama tíma í umsjón Báru Elías- dóttur. Föstumessa kl. 17 við Gregorslag. Altarisganga. Sr. Jakob Á. Hjálmarsson. Miðviku- dag: kl. 12.10. Hádegisbænir í kirkjunni. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir og kl. 13.30- 16.30 er samvera aldraðra í safnaðarheimilinu. Tekið í spil. Kaffiborð, söngur, spjall og helgistund. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðs- þjónusta kl. 10. Sr. Ólafur Jó- hannsson. Miðvikudag: Föstu- guðsþjónusta kl. 18.30. Óskar Ingason guðfræðinemi. GRENSÁSKIRKJA: Barnasam- koma kl. 11.6 ára börn og eldri og foreldrar þeirra uppi. Yngri börnin niðri. Messa kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Organisti Árni Arinbjarnar. Þriðjudag: Kyrrðarstund kl. 12.00. Orgelleikur í 10 mínútur. Fyrirbænir, altarisganga og létt- ur hádegisverður. Kl. 14.00 bibl- íulestur og kirkjukaffi. Sr. Hall- dór S. Gröndal. H ALLGRÍ MSKIRKJ A: Barna- samkoma og messa kl. 11. Alt- arisganga. Sr. Karl Sigurbjörns- son. Kl. 17. Bachtónleikar Lista- vinfélags Hallgrímskirkju. Hörð- ur Áskelsson leikur sálmafor- leiki. Hlíf Pétursdóttir syngur einsöng. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja sálma- lög. Mánudag: Kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18.00. Þriðjudag: Fyrirbænaguðsþjón- usta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um og kvöldbænir með lestri Passíusálma kl. 18.00. Miðviku- dag: Föstumessa kl. 20. Kross- inn og þjáningar mannanna. Sr. Bragi Skúlason sjúkrahúsprest- ur prédikar. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HÁTEIGSKIRKJA: Morgun- messa kl. 10. Sr. Arngrímur Jónsson. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Kirkjubíllinn fer frá Suður- hlíðum um Hlíðarnar fyrir barna- guðsþjónustuna. Messa kl. 14. Sr. Tómas' Sveinsson. Mánu- dag: Biblíulestur kl. 21. Kvöld- bænir og fyrirbænir eru í kirkj- unni á miðvikudögum kl. 18. LANDAKOTSSPÍTALI: Messa í kapellunni kl. 13. Organisti Birg- ir Ás Guðmundsson. Sr. Kjartan Örn Sigurbjörnsson. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guðbrands biskups. Óskastund barnanna kl. 11. Söngur, sögur, fræðsla. Umsjón sr. Flóki Krist- insson. Guðsþjónusta kl. 14. Kór Langholtskirkju (hópur I) syngur stólvers. Organisti Jón Stefáns- son. Prestur sr. Flóki Kristins- son. Kaffi að guðsþjónustu lok- inni. Aðalsafnaðarfundur eftir messu. Aftansöngur virka daga kl. 18 í umsjá sr. Flóka Kristins- sonar. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Drengjakór Lauganeskirkju syngur, stjórnandi Ronald V. Turner. Sr. Jón D. Hróbjartsson. Barnastarf á sama tíma í umsjá Þórarins Björnssonar. Heitt á könnunni eftir guðsþjónustuna. Kl. 17. Tónleikar Drengjakórs Laugarneskirkju. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Guðmundur Óskar Ólafs- son. Guðsþjónusta kl. 11. At- hugið breyttan tíma. Munið kirkjubílinn. Sr. Frank M. Hall- Guðspjall dagsins: Matt. 4: Freisting Jesú. dórsson. Miðvikudag: Föstu- guðsþjónusta kl. 20. Sr. Frank M. Halldórssson. SELTJARNARNESKIRJA: Messa kl. 11. Kór Klébergsskóla kemur í heimsókn. Organisti Þóra Guðmundsdóttir. Prestur sr. Solveig Lára Guðmundsdótt- ir. Barnastarf á sama tíma í umsjá Eirnýjar, Báru og Erlu. Fundur með foreldrum ferming- arbarna eftir messu. Miðviku- dag: Kyrrðarstund kl. 12. Söng- ur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður í safnaðar- heimilinu og samkoma ki. 20.30 á vegum Seltjarnarneskirkju og sönghópsins „Án skilyrða" undir stjórn Þorvaldar Halldórssonar. Söngur, prédikun, fyrirbænir. ÁRBÆJARKIRKJA: Guðsþjón- usta kl. 11. Organleikari Sigrún Steingrímsdóttir. Molakaffi eftir messu. Barnaguðsþjónusta á sama tíma í safnaðarheimili kirkjunnar í umsjón sr. Þórs Haukssonar. Kirkjubíllinn fer um Ártúnsholt og Efri Selás. Fyrir- bænaguðsþjónusta miðvikudag kl. 16.30. Föstuguðsþjónusta fimmtudag kl. 20. Sr. Guðmundr Þorsteinsson. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Guðsþjón- usta kl. 14. Bænaguðsþjónusta þriðjudag kl. 18.30. Sr. Gísli Jón- asson. DIGRANESPRESTAKALL: Barnasamkoma í safnaðarheim- ilinu við Bjarnhólastíg kl. 11. Guðsþjónusta í Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur Kristjáns- son. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Organísti Guðný M. Magnúsdóttir. Barna- starf á sama tíma. Fyrirbænir í Fella- og Hólakirkju mánudag kl. 18. Prestarnir. GRAFARVOGSPRESTAKALL: Barnaguðsþjónusta kl. 11 í Fé- lagsmiðstöðinni Fjörgyn. Val- gerður Katrín og Hans Þormar aðstoða. Skólabíllinn fer frá Hamrahverfi kl. 10.30 og fer venjulega skólaleið. Guðsþjón- usta kl. 14. Organisti Sigurbjörg Helgadóttir. Vigfús Þór Árna- son. HJALLAPRESTAKALL: Messu- salur Hjallasóknar í Digranes- skóla. Barnaguðsþjónusta kl. 11. Húsið opnað kl. 10.30. Org- anisti Oddný Þorsteinsdóttir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÁRSNESPRESTAKALL: Barn- astarf í safnaðarheimilinu Borg- um sunnudag kl. 11. Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 14. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Guðsþjónusta í Seljahlíð laugar- dag 7. mars kl. 11. Sóknarprest- ur. FRÍKIRKJAN í Reykjavík: í dag laugardag kl. 13 fer fram vígsla safnaðarheimilis á Laufásvegi 13. Safnaðarprestur annast vígsluna, ræðurflytja Guðmund- ur Gunnarsson, formaður bygg- ingarnefndar, og Einar Kristinn Jónsson, formaður safnaðarins. Einsöng syngja Kristín Ragn- heiður Sigurðardóttir, Drífa Ein- arsdóttir, Hanna Björk Guðjóns- dóttir, Guðrún Ingimarsdóttir og Erla Gígja Garðarsdóttir. Undir- leik annast Pavel Smid. Kvenfé- lag Fríkirkjunnar annast veiting- ar. Sunnudag kl. 11. Barnaguðs- þjónusta. Gestgjafi í söguhorn- inu Hermann Gunnarsson, út- varpsmaður. kl. 14. Guðsþjón- usta. Einsöngur: Erla Þórólfs- dóttir. Opið hús i safnaðarheim- ilinu kl. 12-18. Þriðjudag kl. 20.30. Föstuguðsþjónusta. Mið- vikudag kl. 7.30. Morgunandakt, orgelleikari Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTKIRKJA Landakoti: Messa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga er messa kl. 14 og ensk messa kl. 20. Aðra rúmhelga daga messa kl. 18. MARÍUKIRKJA Breiðholti: Messa kl. 11. Laugardag messa kl. 14, fimmtudaga kl. 19.30 og aðra rúmhelga daga kl. 18.30. KFUM/KFUK: Kristniboðssam- koma í kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58, kl. 20.30. Ræðu- maður Ragnar Gunnarsson. Sunnudagaskóli þar á sama stað kl. 11. Nk. mánudag kl. 17.30 bænastund á Holtavegi. FÆR. sjómannaheimilið: Sam- koma kl. 17. Ræðumaður Friðrik Schram. Organisti Eiríkur Skála. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnu- dagsskóli kl. 14. Hjálpræðis- samkoma. VEGURINN kristið samfélag, Smiðjuvegi 5, Kópavogi: Fjöl- skyldusamvera kl. 11 og almenn samkoma kl. 16.30 og aftur kl. 20.30. MOSFELLSPRESTAKALL: Messa í Lágafellskirkju kl. 14. Barnastarf í safnaðarheimilinu ki. 11. Sr. Jón Þorsteinsson. BESSASTAÐASÓKN: Sunnu- dagaskóli kl. 11. Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14, með þátttöku nemenda úr Alftanesskóla og Tónlistarskólanum. Sr. Bragi Friðriksson. GARÐASÓKN: Biblíulestur i dag, laugardag kl. 13 í Kirkju- hvoli. Sunnudagaskóli þarkl. 13. Guðsþjónusta í Garðakirkju kl. 14. Sr. Bjarni Þór Bjarnason prédikar. Fundur í æskulýðsfél. nk. þriðjudagskvöld og verður húsið opnað kl. 19. Sr. Bragi Friðriksson. KAPELLA St. Jósefssystra Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. VÍÐISTAÐASÓKN: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Guðsþjónusta á Hrafnistu kl. 13. Messa í Víði- staðakirkju kl. 14. Kór Viðistaða- sóknar syngur. Organisti Úlrik Ólason. Sr. Sigurður Helgi Guð- mundsson. KAPELLAN St. Jósefsspítala: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Sjá Fríkirkjuna. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN Hafnarf.: Barna- samkoma kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. ÞórhildurÓlafs prédik- ar. Kórar Fríkirkjunnar og Hafn- arfjarðarkirkju leiða söng. Kaffi- veitingar í safnaðarheimilinu eft- ir guðsþjónustuna. Sr. Einar Eyjólfsson. KALFATJARNARSÓKN: Kirkju- skólinn í dag kl. 11. Sóknar- prestur. ÚTSKÁLAKIRKJA: Messa kl. 11. Altarisganga. Organisti Ester ólafsdóttir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannson. HVALSNESKIRKJA: Messa kl. 14. Altarisganga , börn borin til skírnar. Organisti Ester Ólafsdóttir. Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson. KAÞÓLSKA kapellan Keflavík: Messa kl. 16. HVERAGERÐISKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Sr. Tómas Guðmundsson. KAPELLAN NLFÍ-hælinu: Messa kl. 14. Sr. Tómas Guð- mundsson. EYRARBAKKAKIRKJA: Messa kl. 14. Kaffi eftir messu. STOKKSEYRARKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. AKRANESKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14, altarisganga. Aðalsafnaðar- fundur á eftir í safnaðarheimil- inu. Nk. þriðjudag kl. 20.30 er biblíulestur. Fimmtudagskvöld kl. 18.15 er tónlistarstund á föstu. Organisti Jón Ól. Sigurðs- son. Sr. Björn Jónsson. BORGARPRESTAKALL: Barna- guðsþjónusta í Borgarneskirkju kl. 11. Helgistund nk. þriðjudag kl. 18.30. Sóknarprestur. Einar Bjömsson, Móbergi - Minning Fæddur 31. júlí 1908 Dáinn 24. febrúar 1992 Það er oft sagt um okkur mann- eskjumar, að við gerum okkur ekki nægilega grein fýrir hvað við meg- um vera guði þakklátar fyrir margt sem okkur hendir í lífinu. Eitt af því sem ég má vera Guði þakklát fyrir er að gefa mér Einar Bjöms- son fyrir tengdafoður. Alla tíð síðan ég kom á heimili þeirra Helgu sem feimin unnusta sonar þeirra fyrir um 30 árum hafa þau hjónin reynst mér vel. Nú þegar Einar er farinn frá okkur koma minningarnar upp í hugann ein af annarri, þessar minningar sem er svo gott að eiga og ylja sér við. Einar var mikill bóndi og hafði unun af skepnunum sínum, þar mættumst við á miðri leið. Það var svo innilega gaman að fara með Einari í húsin og láta hann sýna sér kindumar. og sérstaklega alla verðlaunahrútana sem hann var svo hreykinn af. Seinna þegar bömin okkar komu til sögunnar var hann óþreytandi að taka þau með sér til að skoða lömbin og kálfana, það var alveg sérstakt hvað hann var natinn og þolinmóður við þau og ekki var hann nafni hans hár í loft- inu þegar þeir röltu saman út á Hól til að líta til með ánum um sauðburðinn. Alltaf mátti Einar vera að því að bíða eftir stuttstígum snáða sem þó oft var að teíja afa sinn í amstri dagsins. Og ekki var heyskapurinn minna ævintýri fyrir bömin, alltaf var gert ráð fyrir þeim ef þau voru í heimsókn. Þau fengu að sitja á vegninum, velta sér í heyinu í hlöð- unni og svo það allra besta sem nafni hans fékk að gera, að sitja í sætinu á traktomum þegar afi var að rifja eða taka saman. Öll eignuðust bömin svo kind hjá ömmu o g afa í sveitinni og afí sýndi þeim lömbin þeirra á vorin og jafn- vel þó hún Móra missti svo lambið sitt þá kom alltaf lamb undan Móm af ijalli á haustin, afi sá um það. Einar var mikill grínisti og gerði góðlátlegt grín að sjálfum sér og öðrum en aldrei held ég að hann hafi sært aðra manneskju. Hann bar mikla umhyggju fyrir náttúrunni og um það ber trjágarð- urinn þeirra Helgu vitni. Það var gaman að ganga með Einari út í garðinn og hlusta á hann segja frá hveiju tré og fylgjast með hvemig hann mældi vöxt þeirra og þroska, hann hafði hlúð að flestum þeirra síðan þau voru bara lítil fræ. Síðustu árin var Einar heilsu- veill, en alltaf bar hann sömu um- hyggjuna fyrir bömunum. Ég man eftir því eitt sinn þegar hann þurfti að fara daglega í þjálfun á sjúkra- húsið og gisti hjá okkur, að einn daginn heyrði hann litla manneskju vera að suða um að fá þríhjól. Skömmu seinna fór Einar í göngu- túr „til að æfa sig“ sagði hann, en þegar hann kom til baka var hann með gjöf til litlu dóttur minnar, hið þráða þríhjól. Svona var Einar, hann hafði ekki hátt um gerðir sín- ar en alltaf skein umhyggjan fyrir okkur öllum út úr öllu sem hann gerði. Sumarið 1988 áttum við saman ánægjulegan dag sem mér þykir mjög vænt um að hafa fengið að upplifa. Þá komu Einar og Helga í heimsókn til okkar Ara í sælureitinn okkar á Eyvindarstaðaheiðinni, veðrið lék við alla þennan dag og ánægja Einars var ósvikin, að vera aftur kominn á þær slóðir þar sem hann hafði farið í göngur sem ung- ur maður. Hann sagði okkur marg- ar skemmtilegar sögur frá þeim tíma sem nú er að hverfa í gleymsku á tækniöld, þeim tíma þegar gangnamaður átti allt sitt undir góðum hesti og þekkingu sjálfs sín á umhverfinu og aðstæðum í nátt- úrunni. í þeim fræðum held ég að Einar hljóti að hafa verið mikill kunnáttumaður með ást sína á jörð- inni að leiðarljósi. Elsku Helga mín, Guð gefi þér styrk í sorg þinni, þú ert rík kona að eiga minningar um svo góðan mann. Þegar ég nú kveð Einar með þakklæti fyrir samfylgdina þá er ég viss um að einhvem tíma mun hann aftur taka mér opnum örmum eins og fyrr með sitt góða kímni- bros á vör og sýna mér garðinn sinn. Guð blessi Einar Björnsson. Halla. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.