Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 07.03.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 UM HELGINA Handknattleikur Laugardagur Landsleikur karla "Selfoss: ísland - Portúgal kl. 17 1. deild kvenna: Garðabær: Stjaman - Valur ...kl. 15.00 Höllin: Ármann - KR kl. 15 Kaplakriki: FH - Víkingur kl. 16 2. deild karla: Höllin: KR-ÞórAk ...kl. 16.30 Sunnudagur Landsleikur karla Höllin: Island - Portúgal kl. 20 1. deild kvenna: Keflavík: ÍBK-Fram kl. 20 Strandgata: Haukar-ÍBV ...kl. 16.30 2. deild karla: Strandgata: ÍH - Þór Ak kl. 14 Körfuknattieikur Laugardagur Japísdeildin: Strandgata: Haukar-ÍBK kl. 14 1. deild karla: Hagaskóli: Víkveiji - Höttur kl. 14 Sunnudagur Japisdeildin: Seltjarnames: KR-UMFN kl. 20 Sauðárkrókur: UMFT - Snæfell... kl. 20 Hlíðarendi: Valur-UMFG kl. 20 1. deild karla: Sandgerði: Reynir-ÍA kl. 17 Mánudagur 1. deiid karla: Kennaraskóli: IS-KFR kl. 20 Badminton Meistaramót Reykjavíkur í badminton fer fram í TBR-húsunum um helgina. Þetta er alþjóðlegt mót þar sem m.a. níu erlendir keppendur taka þátt. Mótið gefur stig á styrkleikalistann fyrir Ólympíuleikana ! Barcelona og hefst í dag kl. 13. Undanúr- slit heflast síðan í öllum greinum kl. 16 á morgun nema einliðaleik. Þau verða á morg- un kl. 10 og strax á eftir hefjast úrslitaleik- irnir. Frjálsíþróttir Meistaramót Islands 15-18 ára í fijálsíþrótt- um fer fram um helgina. Keppendur verða 130 frá 21 félagi. Mótið hefst kl. 10 i Bald- urshaga í dag. Mótinu verður síðan fram- haldið kl. 10 á morgun og þá í Langholts- skóla, en eftir hádegi verður keppt í Bald- urshaga. Fijáisíþróttadeild Ármanns sér um framkvæmd mótsins. Knattspyrna Höttur frá Egilsstöðum og Magni frá Greni- vík mætast í aukaleik um sæti í 3. deild á komandi keppnistímabili, á Sandgrasvellin- um í Kópavogi í dag kl. 14.00. Blak Laugardagur 1. dcild karla: KA-húsið: KA - Þróttur R........kl. 14 Hveragerði: Umf. Skeið - Þróttur N....kl. 17 1. deild kvenna: Digranes: UBK-ÞrótturN........kl. 13.30 Sunnudagur 1. deild kvenna: Digranes: HK-Völsungur..........kl. 14 Golf Púttmót verður í Golfheimi, John Letters- mótið, á morgun, sunnudag, og er frjáis mæting frá kl. 08 til 20. Keila Laugardagsmót KFR hefst kl. 20 í kvöld í Keiluhöllinni. Tunglskinsmót hefur svo kl. 24 í Keilusalnum Óskjuhlíð. Á morgun hefst mót á vegum KR og KFR í Öskjuhlíðinni V1-12- Skíði Bikarmót SKÍ í alpagreinum fullorðinna verður í Bláfjöllum um helgina. Keppt verð- ur í svigi og hefst keppni báða dagana kl. 10. Íshokkí SR og Björnin leika í Bauerdeildinni í ís- hokkí á skautasvellinu í Laugardal ! kvöld kl. 20. Pílukast Mót verður haldið í dag, laugardag, í 501 að Nýbýlavegi 28 í Kópavogi. Húsið verður opnað kl. 11.00 og dregið í riðla kl. 12.00. Þátttökugjald er 1.000 kr. BLAK Sigrún slasaðist Sigrún Ásta Sverrisdóttir, uppspilari Víkings og landsliðsins, verður ekki meira með í vetur. Hún höfuðkúpu- brotnaði er hún lenti í bílslysi á mánudag, en er á batavegi. Meiðsli hennar veikja mjög vonir Víkinga um að endur- heimta Islandsmeistaratitillinn en úrslitakeppnin hefst nú um miðjan mars. Þá er landsliðið að fara utan til Gíbraltar á Smáþjóðaleika og er fjarvera Sigrúnar Ástu einnig skarð fyrir skildi í þeim herbúðum. KNATTSPYRNA / ENGLAND Ross tekinn við stjóm- inni hjá Huddersfield IAN Ross, fyrrum þjálfari Vals og KR, var í gær ráðinn fram- kvæmdastjóri 3. deildarliðs Huddersfield í Englandi. Hann tekur við af Eoin Hand, sem hætti í gærmorgun. Huddersfield er í sjötta sæti 3. deildar og hefur enn mögu- leika á að komast upp í 2. deild. Frá Bob Hennessy í Englandi Hand, sem áður þjálfaði landslið ír- lands, og stjórn fé- lagsins komust að samkomulagi á fimmtudag að hann léti af störfum en engin sérstök var gefin fyrir því. Hand tilkynnti leikmönnum sín- um í gærmorgun að hann væri á förum og Ian Ross tæki við, en Ross hefur verið aðstoðarmaður hans. Tók einmitt við því starfi síð- astliðinn vetur, eftir að hafa samið við KR um áframhaldandi þjálfun — en hætti við að koma til Islands þegar honum bauðst starfið hjá Huddersfield. Ross er áttundi framkvæmda- stjóri Huddersfield á 15 árum. Fé- lagið, sem var annari í deild til fjölda ára, hefur verið í þriðju deild síðustu átta ár. SKIÐI / HEIMSBIKARKEPPNIN William Besse, til vinstri, glaður í bragði eftir fyrsta sigur sinn á heimsbikarmóti í gær. Landi hans Daniel Mahrer er til hægri. Fyrsti sigur Besse í heimsbikamum Sigur Paul Accola í heimsbikarkeppninni í höfn WILLIAM Besse frá Sviss sigr- aði í fyrsta skipti á heimsþikar- keppni, er hann varð hlutskarp- astur á móti í Panoram í Bresku Kólumbíu ígær. Hannfórfyrst- ur niður brautina og enginn náði að bæta tíma hans. Paul Accola, einnig frá Sviss, varð í 23. sæti í gær, fékk átta stig fyrir það og þar af leiðandi öruggur með sigur í saman- lagðri stigakeppni heimsbikar- keppninnar. Hefur 1.478 stig. Alberto Tomba frá Ítalíu, sem keppir ekki í bruni, er annar með 1.162 stig og getur ekki náð Accola þegar sex mótum er ólokið. Sigur Besses hékk á bláþræði — tími hans var aðeins einum hundraðasta úr sekúndu betri en Ólympíumeistarans frá því í Frakk- landi á dögunum, Gunther Mader frá Austurríki og Daniels Mahrers, landa Besse, en þer urðu jafnir í öðru til þriðja sæti. Besse var ekki valinn í Ólympíu- Knattspyrna Aukaleikur um 3. deildar sæti HÖTTUR EGILSSTÖÐUM - MAGNI GRENIVÍK í dag kl. 14.00 á sandgrasvellinum í Kópavogi. lið Svisslendinga fyrir leikana í Al- bertville á dögunum, og vildi auðvit- að sýna að hann hefði átt heima þar. Keppnin í gær fór fram í góðu veðri, skýjað var en sólin skein þó annað slagið og frost var örlítið. Hún fór fram í stað keppni sem vera átti í Morioka í Japan í síð- ustu, en því var frestáð vegna veð- urs. Franz Heinzer hefur enn forystu í keppninni um heimsbikarinn fyrir brun. Hann varð áttundi í gær. Hann hefur möguleika á að tryggja • sér heimsbikarinn í þessari grein í dag, en þá verður önnur brun- keppni á sama stað. Karlarnir keppa síðan í risasvigi á morgun í Kanada. „Þetta er skrýtið, ég er ekki viss um ég hafi gert mér grein fyrir árangrinum hér,“ sagði Besse, sem verður 24 ára í næstu viku. „Ég vissi ég gæti staðið mig vel en var ekki viss um að það yrði svona stór- kostlegt. Ég er hissa, að þetta færi svona vel miðað við öll mistökin sem ég gerði í brautinni. Ég held hinir hafa allir verið í vandræðum líka — þess vegna fór þetta svona vel hjá URSLIT Skíði Panorama, Bresku Kojumbíu í Kanada: Brunkeppni í heimsbikarnum í gær: 1. William Besse (Sviss)...........2:5.33 2. -3. Giinther Mader (Austurríki).2:05.34 2.-3. Daniel Mahrer (Sviss)........2:05.34 4. A.J. Kitt (Bandaríkj.)..........2:05.52 5. Christophe Fivel (Frakklandi)..2:05.61 6. Patrick Ortlieb (Austurríki)....2:05.62 7. Leonhard Stock (Austurríki).....2:05.75 8. Franz Heinzer (Sviss)...........2:05.80 9. Lasse Amesen (Noregi)...........2:06.05 10. Luc Alphand (Frakklandi)......2:06.11 11. Jan Einar Thorsen (Noregi).....2:06.20 12. Denis Rey (Frakklandi)........2:06.35 13. Niklas Henning_(Sviþjóð).......2:06.36 14. Pietro Vitalini (ítaliu)......2:06.41 15. Berni Huber(Þýskalandi)...:....2:06.42 16. Xavier Gigandet (Sviss)........2:06.46 17. Felix Belczyk (Kanada).........2:06.47 18. Adrien Duvillarad (Frakkl.) ...2:06.67 19. Marc Girardelli (Luxemb.)......2:06.69 20. Roman Torn (Kanada)............2:06.71 Risasvig í Oddskarði Cyrsta risasvigmótið á íslandi verður haldið á skíðasvæðinu í Odd- ■ skarði helgina 12. - 13. mars. Skíðaráð Þróttar á Neskaupstað stendur fyrir mótinu. Fyrirhugað að mótið verði árlegur viðburður ef vel tekst til. Keppt verður í karla og kvennaflokki. Einn stjórnarmanna félgsins, Graham Lesley, sagði í gær að Hand hefði unnið mjg gott starf og fyrir það bæri að þakka. En eftir að ákveðið var að hann hætti hefði strax verið ákveðið að Ian Ross fengi starfið, og stjómar hann liðinu í fyrsta skipti í dag er Hudd- ersfield fær Shrewsbury í heim- sókn. fa&m FOLK ■ MERVINDAY, markvörðurinn gamalkunni, hefur verið lánaður til Luton frá Leeds. Hann er 36 ára. ■ STEVE Sutton, sem verið hef- ur í láni hjá Luton frá Nottingham Forest síðustu þijá mánuði, hefur nú hins vegar verið seldurtil Derby fyrir 300.000 pund. ■ SUTTON, sem var í láni hjá Derby um tíma 1985 og lék þá 15 leiki með liðinu, tekur stöðu Peters Shilton, sem farinn er til Plymouth sem leikmaður og stjóri. Frá Bob Hennessy í Englandi ■ STEVE Redmond, varnarmað- urinn sterki hjá Manchester City, hefur verið settur á sölulista að eig- in ósk. Hann er 24 ára og á að baki yfir 300 leiki með City. Hann er verðlagður á eina milljón punda. ■ KEVIN Keegnn, fram- kvæmdastjóri 2. deildarliðs New- castle, hefur áhuga á að kaupa bakvörðinn Barry Venison frá Liv- erpool. Hann er 27 ára. ■ KENNY Dnlglish, stjóri Blackburn, sem er á toppnum í 2. deild, keypti enn einn leikmann- inn í gær — framheijann Roy Wegerle, 28 ára — frá QPR á 1,2 milljónir punda. ■ WEGERLE fer beint í liðið í dag, í stað Mikes Newell, sem Dalglish keypti frá Everton í vet- ur, en hann fótbrotnaði á dögunum. ■ BRIAN Talbot, fyrrum leik- maður Ipswich og Arsenal, gerði sér lítið fyrir og keypti eitt stykki knattspyrnulið í vikunni ásamt fé- laga sínum. Það er Kettering Town, sem leikur utandeilda. Þeir borguðu 100.000 pund fyrir félagið — 10,5 milljónir ÍSK. Þjálfari liðsins er Peter Morris, fyrrum leikmaður hjá Ipswich. ■ LIVERPOOL fær Aston Villa í heimsókn á morgun í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. Graeme Souness, stjóri Liver- pool, ýjaði að því í gær að liðsupp- stilling hans gæti komið á óvart. Jafnvel er talið að John Barnes komi óvænt í liðið að nýju og einn- ig Michael Thomas. Þeir hafa ver- ið meiddir og talið var að Barnes yrði ekki meira með í vetur. M ÞRIR leikmanna Tottenham eru meiddir og verða ekki með gegn Leeds í sjónvarpsleik RUV í dag. Það eru fyrirliðinn Gary Mabbutt, framheijinn Gary Lineker og Ma- rokkóbúinn Nayim. Blökkumaður- inn Andy Gray, sem er í láni frá Crystal Palace, verður með liðinu í fyrsta skipti í dag. ■ EKKI var ljóst í gær hvort Guðni Bergsson leikur í dag. Hann ætti hins vegar að verða í liðinu í síðari Evrópuleiknum gegn Fey- enoord eftir tæpan hálfan mánuð því báðir bakverðirnir, Pat van den Hauwe og Terry Fenwick fengu gult spjald í Hollandi og verða í banni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.