Morgunblaðið - 07.03.1992, Síða 44

Morgunblaðið - 07.03.1992, Síða 44
 -lykill a& árangri EINAR J.SKÚLASON HF MORGUNBLADID, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJAVÍK SÍMl 691100, FAX 691181, PÓSTHÓLF 1656 / AKUREYRIl HAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 7. MARZ 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Verð á þorskkvóta hefur ekki lækkað „ÞRÁTT fyrir ótiðina í vetur er verð á árskvóta af þorski 45 krónur fyrir kílóið, sem er sama verð og í fyrra. Þorskkvótinn er hins vegar 17% minni en þá, þannig að segja má að verðið hafi í raun lækkað um þessi 17%,“ segir Jón Karlsson hjá Kvótabankanum. Hann segir að ekki hafi náðst að veiða heildarkvótann af ýsu í fyrra og lítið hafi veiðst af henni í vetur. „Eg hef verið að bjóða ýsukvótann á 35 krónur en hann kostaði 45 krónur í hitteðfyrra. Heildarkvótinn af ýsu var hins vegar skertur um 27% í haust." Jón Karlsson segir að eftirspurn eftir þorskkvóta til leigu (árskvóta) sé mest hjá netabátunum en tog- araútgerðir kaupi frekar „varanleg- an“ kvóta. Framboð á leigukvótum sé mest hjá trillum fyrir utan vertíð- arsvæðið, þar sem veiðar þeirra hafi gengið illa vegna ótíðarinnar í vet- ur. Hins vegar hafi fáir trillukarlar .___selt „varanlegan" kvóta undanfarið. Jón fullyrðir að verð á „varanlegum" þorskkvóta sé svipað og í fyrra, eða 185 krónur fyrir kílóið. Verð á „var- anlegum" ýsukvóta sé 170 krónur en það hafi verið svipað og á þorskin- um í hitteðfyrra. „Meiri eftirspum en framboð er á ufsa og karfa og það eru einkum togskipin, sem vantar þessar teg- undir. Netabátar vilja einnig kaupa ufsakvóta, því ufsinn hefur gefíð sig svolítið í netin," segir Jón. Hann upplýsir að verð á ufsakvóta sé 22-24 krónur fyrir kílóið en karfa- kvóta 20 krónur, eða svipað og í fyrra. Verð á „varanlegum“ kvótum á ufsa og karfa sé einnig svipað og í fyrra, um 80 krónur fyrir kílóið. „Töluverð eftirspurn er eftir þorskkvóta og margir eiga mjög lít- ið eftir af honum, sérstaklega þeir sem eru á netaveiðum," segir Jón. Hann fullyrðir að ágætisveiði hafi verið hjá netabátunum að undan- förnu og þeir séu að fá 25 og upp í 30 tonn á dag, allt frá Þorlákshöfn að Grundarfirði, en á þessu svæði hefur þorskurinn verið í loðnu. Jón segir að bátarnir fái stóran þorsk í netin og gott verð fáist fyrir hann á fískmörkuðunum. Stórir netabátar •Vjjafi getað dregið netin daglega, þrátt fyrir ótíðina, en litlu bátarnir lendi í því að geta það ekki. Togar- amir hafa einnig verið að veiða vel fyrir vestan síðustu dagana. Fyrstu 4 mánuði yfirstandandi kvótaárs voru veidd 80 þúsund tonn af þorski, sem er, miðað við kvótaúthlutun, 7% meira en á sama tíma í fyrra, þrátt fyrir ótíðina í vetur. Mjög hratt gengur því á heildarþorskkvótann og ég tel að verð á þorskkvótum hækki á þessu ári. Nú eru menn sviptir veiðileyfi um leið og þeir eru búnir að veiða um- fram kvóta sinn. Upptökugjald vegna veiða umfram kvóta á yfír- standandi kvótatímabili verður sennilega 65 krónur fyrir kílóið af þorski en þorskkvótinn kostar núna 45 krónur, þannig að það borgar sig að kaupa kvóta í stað þess að lenda i upptöku," segir Jón. ♦ ♦ ♦ Jóhann og* Kot- ronias efstir JÓHANN Hjartarson komst í efsta sætið á Apple-skákmótinu ásamt Grikkjanum Kotronias eft- ir 5. umferð í gærkvöldi. Jóhann gerði jafntefli við Margeir Péturs- son og náði 3Vi vinningi, en Kotr- onias tapaði fyrir Plaskett. Öðmm skákum lauk þannig að Karl Þorsteins og Hannes Hlífar Stefánsson gerðu jafntefli, Conquest vann Jón L. Ámason, Shirov vann Þröst Þórhallsson og Renet vann Helga Ólafsson. Eftir fímm umferðir eru Jóhann og Kotronias með 3'h vinning og Sírov, Conquest og Plaskett með 3 vinninga. Margeir, Helgi, Hannes og Renet eru með 2'h vinning. Þjóðdansar á peysufatadegi Morgunblaðið/Sverrir ÁRLEGUR peysufatadagur nemenda í 3. bekk Kvenn- askólans í Reykjavík var í gær. Á árum áður klædd- ust skólastúlkur peysufötum daglega, en síðar tóku danskir kjólar við. Þá var ákveðið að einu sinni á ári myndu nemendur minnast fyrri klæðaburðar og hefur þessi siður haldist. Fyrir hádegi í gær sungu nemend- ur og stigu þjóðdansa á flötinni fyrir framan skólann, en síðan var haldið að heimili fyrrum skólastjóra, Guðrúnar B. Helgadóttur, og að Elliheimilinu Grund og Vesturgötu 7, þar sem sungið var og dansað fyrir eldri borgara. Leiðin lá svo víða um bæ, þar til nemend- ur sneru aftur til skólans og fengu kakó og vöfflur. Þó piltar séu enn í minnihluta, eða um fjórðungur nemenda, létu stúlkumar dansherraskort ekki á sig fá. Viðskiptabankarnir og aðilar vinnumarkaðarins: Raunvextir spariskírteina ríkisins lækki úr 7,5% í 6,5% Þannig skapist forsendur til raunvaxtalækkunar bankanna FORYSTUMENN vinnuveitenda og launþega hafa undanfarna daga átt fundi með stjórnendum viðskiptabankanna til þess að kanna við- horf þeirra til þess sameiginlega markmiðs VSÍ og ASÍ að ná raunvöxt- um niður, sem mun ein höfuðforsenda þess að kjarasamningar geti tekist. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru aðilar vinnumark- aðarins þokkalega sáttir við afstöðu viðskiptabankanna, sem munu hafa lýst sig reiðubúna að ákveða lækkun raunvaxtastigs, að því til- skildu að ríkisstjórnin og Seðlabankinn gæfu fordæmið, mcð lækkun á vöxtum af spariskírteinum ríkissjóðs úr 7,5% í 6,5%, jafnframt því sem vaxtastig ríkisvíxla verði lækkað. Aðilar vinnumarkaðarins eru sam- mála um að launþegar sem atvinnu- rekendur verði að hafa fullvissu fyr- ir því að raunvaxtalækkun eigi sér stað, ef á annað borð á að vera grundvöllur fyrir undirritun kjara- samninga. Aðilar vinnumarkaðarins hafa í þessum viðræðum beitt þeirri röksemd að verðbólga hefur undanf- ama þijá mánuði engin verið, og í engri verðbólgu séu nafnvextir þeir sömu og raunvextir. Nafnvextir nú séu svo háir að óþolandi sé, bæði fyrir einstaklinga og atvinnurekstur. Samkvæmt upplýsingum Morgun- blaðsins hafa fulltrúar bankanna bent á það í þessum viðræðum að það sé ekki við þá eina að sakast að vaxtastig hefur ekki lækkað í réttu hiutfalli við hjöðnun verðbólg- unnar. Seðlabanki Islands hafí talið rétt að halda uppi vaxtastigi, þar sem lánsfjáreftirspurn væri mjög mikil. Bankarnir hafa jafnframt látið í ljós áhyggjur af eiginfjárstöðu sinni, ef St. Jósefssystur skrifa heilbrigðisráðherra: Alfarið á móti sameiningii segir systir Emanuelle talsmaður St. Jósefssystra ST. JÓSEFSSYSTUR eru alfarið á móti sameiningu St. Jósefsspitala *á Landakoti og Borgarspítala að sögn systur Emanuelle, talsmanns systranna. I bréfi sem St. Jósefssystur sendu heilbrigðisráðherra í gær vísa þær í fyrra bréf sitt t.il ráðherrans frá því fyrir áramót, en þar lýstu þær sig sig andviga sameiningunni. Þorkell Helgason aðstoðar- maður heilbrigðisráðherra sagðist í gær ekki telja að efni bréfsins standi í vegi fyrir áframhaldandi samningaviðræðum um sameiningu spitalanna, en systir Emanuelle sagði að þær ætli ekki að ræða við neinn framar um þessi mái; þetta svar sé endanlegt. St. Jósefssystur sendu heilbrigð- isráðherra bréf í gær en ráðherra hafði beðið þær um að lýsa viðhorfum sínum til þeirra sameiningarvið- ræðna sem hófust aftur nýlega og bráðabirgðasamkomulags um sam- einingu umræddra spítala sem tókst milli samninganefnda spítalanna. Bréfíð hefur ekki verið gert opin- bert, þar sem heilbrigðisráðherra hefur ekki enn fengið það í hendur, en Þorkell Helgason sagði við Morg- unblaðið að þar lýstu systumar sig sáttar við það hlutverk sem Landa- kotsspítala væri ætlað eftir samein- inguna. Að öðru leyti tækju þær ekki afstöðu til sameiningarinnar. Þá sagðist Þorkell ekki sjá annað en að opin leið væri að halda þessum samningaumleitunum áfram, en þær yrðu að sjálfsögðu bomar undir nunnumar á öllum stigum málsins. Systir Emanuelle sagði við Morg- unblaðið í gærkvöldi að ekki væri hægt að skilja bréf sitt öðm vísi en þannig að St. Jósefssystur lýstu sig andvíga sameiningu spítalanna. „Við erum alveg á móti sameiningu. Við myndum vilja að samningarnir við okkur frá 1976 yrðu haldnir og Land- akotsspítali verði áfram sjálfstæður spítali. Og við ætlum ekki að hafa neinar frekari viðræður við neinn um þetta. Þetta er endanlegt svar,“ sagði systir Emanuelle. hrina gjaldþrota ríður yfir í atvinnu- lífínu á næstunni. Því hafí þeir tregð- ast við að lækka vexti hraðar en gert hefur verið. Þrátt fyrir þessi sjónarmið munu viðskiptabankamir hafa lýst því yfir að þeir vilji stuðla að lækkun raunvaxta, en ríkið verði að taka af skarið og lækka vexti hjá sér. Það sparnaðarform sem ríkið bjóði upp á í formi spariskírteina og ríkisvíxla sýni allt of mikinn mun í ávöxtun, miðað við það sem bankarn- ir bjóða, og því verði að breyta, ella haldi ríkissjóður áfram að soga til sín sparifé landsmanna í óeðlilegum mæli. Bankamir hafa jafnframt gagn- rýnt harðlega bindiskylduna hjá Seðlabankanum, sem ber einungis 2% vexti. Telja þeir brýna nauðsyn bera til að bindiskylda verði lækkuð eða afnumin, eða vextir af þeim fjármunum sem þannig eru bundnir í Seðlabankanum hækkaðir verulega. Aðilar vinnumarkaðarins hafa bent á að samdráttur í öllum greinum viðskipta- og þjónustulífsins blasi við, og til þess að draga úr neikvæð- um áhrifum samdráttarins, sé afar mikilvægt að hraða lækkun raun- vaxta. Búist er við því að vaxtastig og forystuhlutverk ríkisins í þeim efnum að keyra niður vexti verði mjög til umræðu síðdegis í dag, þeg- ar fulltrúar vinnumarkaðarins eiga fundi með ráðherrum. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins má búast við að ríkisstjórnin taki já- kvætt í þessa málaleitan, svo fremi sem tryggt verði að aðilar vinnu- markaðarins í heild, þar með talið opinberir starfsmenn, verði tilbúnir til samninga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.