Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 6

Morgunblaðið - 08.03.1992, Page 6
6 ' C______________ MOR&l)NBLÁÐlf) MAwwares¥í^aM«tf^MrDGij, 8. MARZ íf992 SVDiTIUEÐl/Ergagn í sibprýöi? ■HHHHHIHj Kurteisi og dónaskapur CORKDÓJVNEFNDIST fátækur fjárhirðir í einu hjarðljóði Virgils. Latínuskólapiltar á 17. öld styttu nafn hans og tóku að kalla durta og fruntalega menn dóna. Það festist í málinu, og fæddi orðin dóna- legur og dónskur. En hvað felst í því að vera dóni, og hvað er kurteisi? Litliskattur á engi, hluti— Er þetta dónaleg mynd? Kurteisi er annars vegar þekking á nærgætinni framkomu, og hins vegar kunnáttu til að nota þekkinguna rétt. Kurteisi er, með öðrum orðum, siðakunnátta og menntun. Kurteis maður er heflaður í framkomu og hæverskur í hátt- emi. Sannlega kurteis maður hef- ur stjórn á skapi sínu. Hann er hóf- stilltur, en getur þó vissulega orðið reiður og ástríðufullur á stundum. Reiði getur nefnilega verið réttlát. Kurteisi er kostur við allar mann- gerðir. Hún býður fólki að koma ávallt prúðmannlega fram. Þolin- mæði gagnvart tilteknum einstak- lingum getur þó þrotið. Ef kurteis- um manni er misboðið, ráðast við- brögð hans af skapgerðinni. Dónum má raða í þijá flokka, og geta sumir hveijir átt heima í tveimur flokkum. 1. Menn sem hafa ekki hlotið menntun í siðum. Þeir eru óheflaðir. Ekkijþurfa þó allir óheflaðir menn að vera dónar. Sér- vitringar geta öðlast „leyfi“ til að vera ófágaðir. 2. Menn sem bera ekki virðingu fyrir öðrum. Hugsan- lega hefur þeim verið bent á allar helstu kurteisisreglur, en þeir fara ekki eftir þeim, vegna þess að skiln- inginn vantar. Það er eitt að læra reglur, og annað að skilja hvers vegna það á fara eftir þeim. 3. Menn sem traðka á náunganum, það eru ruddar og siðleysingjar. Þeir eru skeytingarlausir um allt og alia, nema sjálfan sig. Flesta dóna skortir skilning. Þeir skilja ekki hvaða gagn er af fág- aðri framkomu og hugulsemi. Þeir skeyta ekki um tilfínningar ann- arra. Þeir spyija sig sjálfa: „Til hvers ætti ég að vera siðprúður," og ekkert svar hljómar í huga þeirra. Afleiðing dónaskapar er oft á tíðum vanlíðan annarra, og minni 'vegsemd dónans. Það er gott að læra reglur prúð- mennskunnar, en sannlega prúður maður ber einnig virðingu fyrir náunganum. Hann er tillitssamur vegna þess að hann viil ekki særa aðra. Hann er stimamúkur, til að flestir hljóti sanngjörn tækifæri. Hann er umhyggjusamur vegna þess að hann trúir á réttlætið, og hann er vægðarsamur því hann vill ekki fella ranga dóma. Kurteis maður fellir ekki dóma um aðra. Hann hefur skoðanir og reynir að afla sér þekkingar á réttu og röngu, góðu og vondu, en hann fordæmir ekki einstaklinga sem géra rangt. Hann fylgir eftirfarandi reglu: „Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða. Sakfellið eigi, og þér munuð eigi sakfelldir verða. Sýknið, og þér munuð sýknaðir verða.“ (Lúk. 6. 37-38.) Ef tveir ganga sama veg, og annar hrasar, hvaða rétt hefur sá sem enn uppi stendur, til að dæma þann sem féll? Hann á aðeins að reyna að halda áfram veginn, eða hjálpa félaga sín- um til að rísa upp aftur. Dómar geta valdið tjóni, því „að aldrei deyr dómur um dauðan hvern“. Virðingin fyrir öðrum mönnum liggur að baki allri kurteisi. Mann- orð er frægð og lýsir ágæti einstak- linga og áliti, því „orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur“. Dónar falla sífellt í þann pytt að óvirða aðra, smána og svívirða. Þeir ófrægja, og koma óorði á sam- bræður sína, án þess að skynja hættuna sem þeir skapa, og skað- ann sem þeir valda. Virðingarleysi dónans lýsir tvennu um hann sjálfan. Annars vegar metur hann sjálfan sig til of mikils, og hins vegar metur hann náungann til of lítils. Yfirlæti felst í því að minnka aðra og stækka sjálfan sig. Hinn kurteisi er af þeim sökum yfirlætislaus, því hann fellir ekki dóma, hvorki um sjálfa sig né aðra. Dóninn, á hinn bóginn, upp- hefur sjálfan sig og telur sig hafa náttúrulegan rétt til að koma mál- um sínum á framfæri, hvernig, hvar og hvenær sem er. Hinn kurteisi veit, að heiður er heiðríkja ærunn- ar, og hver sá sem blæs skýjum upp á heiðan himin annars manns, er vindlegur dóni. Þegar saga orðsins prúður er könnuð, kemur í ljós, að prúður maður er forsjáll, vitur og hugrakk- ur. Hann er einnig kurteis, stilltur og hógvær. Hann er engin gunga. Þegar dóninn bregður sverði, tekur hinn prúði vopn sín og veijur, og ber efra skjöld! Það er við hæfí, því orðið kurt er fornfranska orðið cortois, og vísar til siðakunnáttu konungshirðarinnar. Niðurstaðan á hugleiðingu minni um dóna og aðra menn er, að kurt- eisi er viska, en dónaskapur heimska. Speki: Dónaskapur er mann- skæð pest. eftir Gunnar Hersvein Kjarvalsstofa í París Kjarvalsstofa í París er íbúð og vinnustofa, sem ætluð er til dvalar fyrir íslenska listamenn. Reykjavíkurborg, menntamálaráðuneytið og Seðlabanki íslands lögðu fram fé til þess að koma upp slíkri starfsaðstöðu í Parísarborg með samn- ingi við stofnun, sem nefnist Cité Internationale des Arts, og var samningurinn gerður á árinu 1986. Kjarvalsstofa er í miðborg Parísar, skammt frá Notre Dame dómkirkjunni. Sérstök stjórnarnefnd fer með málefni Kjarvals- stofu og gerir hún tillögu um úthiutun dvalartíma þar til stjórnar Cité Internationale des Arts, er tekur endanlega ákvörðun um málið. Dvalartími er skemmstur 2 mánuðir en lengst er heimilt að veita listamanni afnot Kjarvalsstofu í 1 ár. Þeir, sem dvelja í Kjarvalsstofu, greiða dvalargjöld er ákveðin eru af stjórn Cité Internationale des Arts og miðast við kostnað af rekstri hennar og þess búnaðar, sem þeir þarfnast. Þessi gjöld eru lægri en almenn leiga í Parísarborg. Dvalargestir skuldbinda sig til þess að hlíta reglum Cité Inter- nationale des Arts varðandi afnot af húsnæði og vinnuaðstöðu, og jafnframt skuldbinda þeir sig til þess að dvöl lokinni að senda stjórn Kjarvalsstofu stutta greinargerð um störf sín, ef óskað er. Hér með er auglýst eftir umsóknum um afnot Kjarvalsstofu, en stjórnin mun á fundi sínum í apríl fjalla um afnot listamanna af stofunni tímabil- ið 1. ágúst 1992 til 31. júlí 1993. Skal stíla umsókn- ir til stjórnarnefndar Kjarvalsstofu. Tekið er á móti umsóknum til stjórnarnefndarinnar í skjala- safni borgarskrifstofanna í Austurstræti 16, en þar liggja einnig frammi umsóknareyðublöð og afrit af þeim reglum sem gilda um afnot af Kjar- valsstofu. Fyrri umsóknir þarf að endurnýja, eigi þær að koma til greina við þessa úthlutun. Umsóknum skal skila í síðasta lagi 30. mars nk. Stjórnarnefnd Kjarvalsstofu STRNGVEIÐl/Heyrir laxveidi í net brátt sögunni til? Stangveiði - netaveiði Netin tekin upp? — „...fískur sem veiðist á ein- um stað veiðist ekki á öðrum.“ NÝLEGA VAR SAGT frá því í fréttum að lesið hefði verið úr merkjum sem fundust í löxum veiddum í sjávarnet frá jörðum sem hafa rétt til netalagna. í ljós kom að laxarnir voru ættaðir úr ám og hafbeitarstöðvum aílt frá Dyrhólaósi vestur um norður í Vatnsdalsá. etta leiðir hugann ekki aðeins að siðfræði þessara veiða og annarra sjávarveiða á laxi heldur einnig framtíð laxveiða í net sem atvinnugreinar. Við hugsum okkur gjaman úthafíð sem sameiginlegan vettvang þar sem í fyrsta lagi er heim- ilt að veiða, sam- kvæmt reglum eða samningum, fisk sem hrygnir í sjó. í öðru lagi lítum við á það sem afrétt eða „beitiland“ fyr- ir laxfíska sem alast upp eða eru aldir í ferskvatni með tilkostnaði sem því fylgir. Varðandi seinna dæmið hlýtur að teljast vafamál að þeim sem ekkert hafa lagt af mörkum til ræktunar og viðhalds stofna þessara göngu- físka leyfist að nýta sér þá vaxna eða hálfvaxna í afréttinum. Hitt vekur svo aftur spurningu hvort veiðiréttareigendur og hafbeit- arstöðvar geti nýtt afréttinn endur- gjaldslaust. Bent hefur verið á að seiðin séu ekki nema nokkur grömm er þau gangi til sjávar en snúi heim aftur fleiri eða færri kíló. Þyngdar- munurinn er vissulega sóttur í sjóinn. Hvað sem afréttargjaldi líður er sýnt að það á ekki að vera í valdi einstaklinga eða þjóða að taka upp á sitt eindæmi toll af þessari haga- göngu og nýta hann í eigin þágu. Samkvæmt einföldum skilningi heyr- ir slíkur verknaður undir sjórán. Svo dæmi sé tekið frá fyrri búska- partíð hér á landi var það gjarnan siður sómakærra heiðabænda að vetrarlagi að leiða gesti í fjárhús og sýna þeim fjárstofninn og gæta þess vel að fjármarkið færi ekki framhjá þeim til að firra sig grun um versta glæp aldanna — sauðaþjófnað. Merktur fiskur ber í vissum skilningi eyrnamark eiganda síns. Skilningur er að vakna hjá um- heiminum á nauðsyn þess að koma böndum á laxveiðar í sjó og það fyr- ir tilverknað íslendinga. I breskum blöðum er t.d. æ oftar vitnað til for- ystu okkar í þessari baráttu og þyk- ist jafnvel breska ljónið geta lært nokkuð af íslenskri laxveiðilöggjöf. Hér á landi eiga nokkrar sjávar- jarðir hefðbundinn rétt til að leggja laxveiðinet, sumar hveijar ekki ýkja langt frá ósum laxveiðiáa. í nokkrum tilvikum hafa þessar lagnir verið keyptar upp ogjörðin verið metin inn í arðskrá viðkomandi ár eftir uppgef- inni veiði næstu ár á undan. Árleigan til stangveiðimanna hefur þá hækkað sem því hlutfalli af heildarveiðinni nemur. Þetta hefur þótt viðunandi og víst er að ekki er hægt að svipta menn eignarrétti né hlunnindum bótalaust þótt aðstæður og sjónarmið hafí breyst síðan rétturinn ávannst. Hvað varðar netaveiði í jökulánum er komið inn á annað svið. Veiðifélag hvers vatnasvæðis vélar um sín mál. Barátta veiðiréttareigenda við þver- árnar við þá sem neðar búa snýst um fjármuni eins og flest ágreinings- mál manna. Stangveiðin er sífellt í sókn og eftir því sem fleiri laxar veiðast í bergvatnsánum þeim mun eftirsótt- ari verða þær af stangveiðimönnum og um leið verðmætari eigendum jarða þar á bökkunum. Menn hafa trúað því að eftir því sem færri fisk- ar veiddust neðarlega á vatnasvæði muni veiðast þeim mun fleiri ofar. Samkvæmt þessari trú er hér um að ræða tilfærslu verðmæta frá neðri ársvæðum til þeirra efri. Margir stangveiðimenn grípa til ’þeirrar skýringar þegar illa veiðist í uppán- um að netin séu einmitt að taka físk- inn sem þeir hefðu ella veitt þá stund- ina. Þetta er a.m.k. sálfræðileg skýr- ing og á grundvelli hennar eru þeir reiðubúnir að kaupa upp netin. Það er auðvitað alveg rétt að fisk- ur sem veiðist á einum stað veiðist ekki á öðrum. Málið er þó sennilega ekki alveg svona einfalt og staðreynd að menn eru ekki alltaf í mokveiði þar sem engin eru netin enda yrði það leiðigjarnt til lengdar. Hitt er jafnvíst að árleiga hækkar með vax- andi fjölda físka. Hins vegar má leiða getum að því að dagar netaveiðanna séu senn tald- ir vegna verðfalls á laxi með tilkomu eldis- og hafbeitarstöðva. Það má vel skilja söknuð þeirra sem stundað hafa þessa atvinnu í sumum tilvikum mann fram af manni en enginn fær snúið þróuninni við. eftir Gylfa Pólsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.