Morgunblaðið - 08.03.1992, Side 12

Morgunblaðið - 08.03.1992, Side 12
sefil SHAM .8 HU0AQUVIMU8 ŒGAJaMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8. MARZ 1992 írayndunaraflið er hðmlulausara en náttúran Lárus Thorlacius eðlisfræðingur um upphaf alheimsins, smæstu einingar efnisins og fleiri hliðar lífsgátunnar Sigrúnu Davíðsdóttur ÞEGAR ÞAÐ var nefnt við einn ágætan mann að til stæði að ræða við ungan eðlisfræðing um upphaf heimsins og fleiri mál, svaraði hann um hæl að hann læsi nú bara um það í biblíunni. Og vissulega er það rétt. Þar er ein útgáfa heimssköpunarsögunnar. Aðra er að finna í Snorra-Eddu, þar sem segir frá því að heimurinn varð til úr tóminu í Ginnungagapi. Hvemig getur eitthvað orðið til úr tómi? Ónákvæmlega sagt má segja að þessi heimssköpunarsaga Snorra- Eddu liggi ekki fjarri því sem Lárus Thorlacius eðlisfræðingur og starfsbræður hans víða um heim glíma við. En í stað þess að keppa við Snorra og gefa skáldlega skýringu þar á þá er skýringin færð í stærðfræðilegan búning, ef vel á að vera. Iöllum heiminum eru ekki meira en nokkur hundruð eðlisfræð- ingar, sem vinna á svipuðum nótum og Lárus og íslending- arnir í hópnum eru teljandi á fingrum annarrar handar. Það er ekki mikið til á íslensku um nýjustu hugmyndir eðlisfræð- inga um upphaf heimsins, svo það liggur beint við að fá_ fréttir þar um, þegar færi gefst. I fyrra kom þó út bók, sem hefur veirð metsölu- bók um allan heim, Saga tímans eftir breska eðlisfræðinginn Steph- en Hawking, í snilldargóðri þýðingu Guðmundar Arnlaugssonar fyrrum rektors og með inngangi eftir Lár- us. Aðra merka bók um þessi efni er verið að þýða á íslensku. Hún heitir Þijár fyrstu mínúturnar eftir bandarískan nóbelsverðlaunahafa í eðlisfræði, Steven Weinberg. Sú bók er ætluð áhugasömum almenn- ingi eins og hin og er sömuleiðis metsölubók. Þessa bók las Lárus, þegar hann var í menntaskóla og hún ýtti honum meðal annars í átt- ina að því, sem hann fæst við nú. Annars talaði hann um frá blautu bamsbeini að hann ætlaði að verða vísindamaður og þá raunvísinda- maður, þó merking orðanna væri honum óljós. En orðin heyrði hann heima hjá sér, því hann er sonur Örnólfs Thorlaciusar rektors. Fram á síðasta dag áður en hann skráði sig í háskólann var hann hikandi hvort hann ætti að velja efna- eða eðlisfræði. Síðarnefnda greinin varð ofan á og hann sér ekki eftir því. Eftir BS-próf frá Háskóla íslands 1984 fór hann úttil Bandaríkjanna. Að ráði Þórðar Jónssonar sérfræð- ings á Raunvísindastofnun, og fleiri góðra manna, valdi Lárus Prince- ton-háskóla og lauk þaðan doktors- prófi árið 1989. Síðan lá leiðin til Stanford-háskóla, þar sem hann hefur nú tímabundna rannsókna- stöðu. Þetta er harður heimur, sam- keppnin mikil og margir falla frá. Fastar stöður er sjaldnast að hafa fyrr en eftir tíu ár eða svo eftir lokapróf og þá aðeins ef verkin tala, auk dálaglegrar heppni. Glópalán Það hafði spurst að Lárus ynni með leiðandi fólki í sínu fagi. Það má kahnski segja að ef hann væri söngvari, syngi hann með Pavarotti og ámóta söngvurum. Lárusi fannst þetta nú svolítið skondin samlíking, en sagði eftir smá umhugsun að ef Pavarotti væri á sviðinu, fengi hann kannski að vera í kórnum. „Það heyrist nú ekki mikið í manni, en við skulum segja að ég fái alla vega að vera með.“ Sú grein eðlis- fræði, sem Lárus fæst við heitir strengjafræði, „String Theory“ á ensku. Hvemig lenti hann þar? „Fyrir algjört glópalán Eðlis- fræðideild Princeton hefur lengi verið sterk í fræðilegri öreinda- fræði. Strengjafræði er undirgrein hennar og kom fyrst fram undir 1970, en hafði svo þokað fyrir öðr- um kenningum, sem þóttu lýsa bet- ur því sem fram fer inni í efniskjarn- anum. Nokkrum árum síðar skaut strengjafræði upp kollinum aftur í nýjum búningi. Þegar ég kom til framhaldsnáms við Princeton- haustið 1984 birtust einmitt nýjar niðurstöður, sem komu henni aftur á dagskrá. í þessum fræðum er stundum talað um októberbylting- una 1984. Ég gerði mér auðvitað litla grein fyrir mikilvægi þessa, vissi varla af greininni, en þetta varð til þess að það lá í augum uppi að þegar kom að því að ég veldi mér viðfangsefni í doktorsrit- gerðina, þá var það úr strengja- fræði. Ritgerðin fjallaði um grunn- ástand opinna strengja, ef einhver hefur áhuga á því...“ Hvað er strengjafræði? „Strengjafræðin tilheyrir öreind- afræðinni, sem fæst við smæstu agnir efnisins. Vonin, sem bundin er við hana er að með þessari grein takist að sameina lýsingu á öllum þekktum ögnum og allra kraftanna, sem verka á milli þeirra, þannig að þetta verði kenningin um allt. Þeir sem ekki hafa trú á henni kalla hana reyndar kenninguna um ekk- ert, en það er annað mál... Innan eðlisfræðinnar þykir heppilegast að hafa allt sem einfaldast. Því er eðli- legt að stefna að þvi að fella sem flestar kenningar saman, fækka kenningunum. Til að gera sér grein fyrir sam- hengi strengjafræðinnar við aðrar þekktar kenningar eðlisfræðinnar, er nauðsynlegt að rifja upp sögu greinarinnar. Á síðustu öld sýndi breski eðlisfræðingurinn James Maxwell fram á að segulkraftur og rafkraftur væru tvær hliðar á sama fyrirbæri, sem hann sameinaði í eina kenningu um rafsegulkraftinn. Þegar talað er um þessa krafta í eðlisfræði eru þeir færðir í stærð- fræðilegan búning, sem kallast sviðsfræði. Á þessum tíma voru tveir kraftar þekktir, sem undir- stöðukraftar náttúrunnar, nefni- lega rafsegulkrafturinn, sem heldur hlutunum saman, og þyngdarkraft- urinn, sem heldur okkur á jörðinni, jörðinni á braut um sólina og svo framvegis. Þegar farið var að rýna nánar í gerð efnisins á þessari öld fundust tveir aðrir kraftar, kjarnakraftar, sem verka milli öreindanna í frum- eindunum og kallast veika og sterka víxlverkunin. Hér má skjóta því inn að áður fyrr var talað um krafta, en nú hallast menn heldur að því að tala um víxlverkun, því hugtakið „kraftur" felur í sér að eitthvað sé dregið að öðru, en það lýsir fyrir- bærinu betur að tala um víxlverk- un, því kraftaverkunin er fólgin í að ákveðnar agnir gangi í báðar áttir á milli. Veika víxlverkunin sést meðal annars í ákveðinni teg- und geislavirkni, svokallaðri beta- hrömun efniskjarna. Sterka víxl- Innan eðlisfræðinnar þykir heppilegast að hafa allt sem einfald- ast. Því er eðlilegt að stefna að því að fella sem flestar kenningar saman, fækka kenning- unum verkunin verkar milli róteinda og nifteinda í efniskjamanum og er sterkásta víxlverkunin af þessum fjórum." Eindir handan hins sýnilega „Þegar verið er að skoða innstu gerð efnisins gilda önnur lögmál um hreyfingu en við eigum að venj- ast í hinum sýnilega heimi. Þetta má rekja til þess að agnimar eru svo miklu smærri en þeir mæli- kvarðar, sem við notum í daglegu lífí. Stærðfræðileg lýsing smárra agna kallast skammtafræði og vom þýski eðlisfræðingurinn Max Planck og Daninn Niels Bohr meðal frumheija í þeim fræðum. í nútíma tilraunum koma við sögu orkumikl- ar öreindir, sem nálgast ljóshrað- ann, og til að lýsa hegðun þeirra verður kenningin að vera í samræmi við takmörkuðu afstæðiskenningu Einsteins (sem var reyndar einn af frumkvöðlum skammtafræðinnar líka). Eitt meginviðfangsefni eðlis- fræðinnar á þessari öld hefur þann- Lárus Thorlacius ig verið að þætta saman skammta- fræði Plancks, sviðsfræði Maxwells og takmörkuðu afstæðiskenning- una í svokallaða skammtasviðs- fræði og síðan að beita henni til skilnings á innstu gerð efnisins. Hér er kannski rétt að skjóta inn að það er fátt sem sýnist. Ég nefndi áðan að það væri ekki nógu ná- kvæmt að tala um krafta og því væri orðið víxlverkun notað. Sama á við um eindir, eins og í orðinu „öreind". Orðið gefur til kynna ein- hvers konar efnisagnir eða búta, en það stenst ekki alltaf. Þó skilja Ef framhaldsnámið kom mér í skilning um hve ég kunni lítið, þá hefur starfið síðan því lauk sannfært mig um að það er ekkert sem heit- ir að verða fullnuma megi marga eiginleika ljóss sem það sé buna af svokölluðum ljóseindum sýnir það oft bylgjuhegðun líka. Talað er um tvíeðli öreinda, að eind °g bylgja séu tvær hliðar á sama fyrirbærinu. í stað þess að tala um eindir er í skammtasviðsfræðinni talað um skammta og öreindir álitn- ar skammtar í skammtasviðinu með ákveðna bylgjulengd, sem ræðst af orku þeirra. En hvað þá með grundvallar- kraftana fjóra? Áður er nefnt að í eðlisfræðinni er leitast við að fella sem flesta hluti saman, líkt og þeg- ar Maxwell tókst að sýna fram á að rafkrafturinn og segulkrafturinn voru tvær hliðar á sama fyrirbæri. Það virðist vera reginmunur á veiku víxlverkuninni og rafsegulkraftin- um, en það hefur engu síður tekist að sýna fram á að þessar tvær víxl- verkanir eru hluti sama fyrirbæris. Fræðilegir eðlisfræðingar sýndu fram á þetta 1967 og niðurstaða þeirra fékkst síðan staðfest í til- raunum. Fyrir þessa niðurstöðu voru nóbelsverðlaunin í eðlisfræði veitt 1979. Einn þeirra þriggja, sem hlutu þau, er Steven Weinberg, höfundur „Þriggja fyrstu mínútn- anna“. Þá voru eftir þrír kraftar, þar sem er samsteypa rafsegulkraftsins og veiku víxlverkunarinnar, sterka víxlverkunin og svo þyngdarkraft- urinn, sem Newton skilgreindi á I: sínum tíma og Einstein færði í nú- tímabúning í almennu afstæðis- kenningunni. Síðan var sett fram kenning um hvernig sterka víxl- verkunin gæti verið hliðstæð raf- segulkraftinum og veiku víxlverk- uninni, þannig að þetta væri aðeins einn kraftur. Þessi kenning kallast sameinaða sviðkenningin eða „Grand Unified Theory“, GUT. Hugmyndin að baki kenningarinnar er að við mjög hátt hitastig hafi þessir þrír kraftar allir sama styrk- leika og þarna sé því um einn og sama kraftinn að ræða. Þetta ger- ist við hitastig, eða orku, sem er miklu hærra heldur en hægt er að ná í tilraunum. Það má kannski segja að um leið fái hugmyndaflug- ið lausari taum, en í raun er það ekki stórt skref að sameina þessa þijá krafta í einn. Þá er þyngdarkrafturinn einn eftir og þá fer nú málið að vand- ast. Þyngdarkrafturinn sýnist vera sterkur, því hann á við stóra massa eins og jörðina og sólina og er í raun eini krafturinn sem er að verki milli reikistjarnanna. Kjamakraftar ná ekki svo langt og himinhnettirn- ir innihalda flestir jafnmargar já- kvæðar og neikvæðar rafhleðslur svo það togar enginn rafkraftur í þá. En ef hlutirnir eru skoðaðir á frumeindaskala, þá kemur annað í ljós. Ef þyngdarkrafturinn og raf- krafturinn milli rafeindarinnar og kjarnans í vetnisfrumeind eru born- ir saman, þá er rafkrafturinn svo miklu sterkari að það er hægt að slá striki yfir þyngdarkraftinn þar. Draumurinn er samt að sameina lýsingu þyngdarkraftsins við hina kraftana þijá og sýna fram á að í rauninni séu þeir allir aðeins mis- munandi hliðar á sama fyrirbæri. Afstæðiskenningin og sveigður tími • „Hér komum við aftur að al- mennu afstæðiskenningu Einsteins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.