Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 14
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR 15. MARZ 1992
Endurreisn fornrar menningar indíána:
BAHDAMEHN KOMA
Lakota Sioux-indíánar kynna menningu sína á íslandi'
eftir Sverri Guðmundsson
A þessu ári eru liðin 500 ár frá komu Kólumbusar til nýja heims-
ins. Þess minnast hvítir menn í hátíðarhöldum um alla Ameriku.
Frumbyggjar álfunnar, indíánarnir, fagna líka; þeir fagna því
að hafa lifað af áþján hvíta mannsins í 500 ár. Þeir vilja einnig
kynna menningu sína öðrum þjóðum, þjóðum sem hingað til hafa
öðlast þekkingu sína á indíánum í gegnum John Wayne og kúreka-
myndir. Dagana 21.-24. marz heimsækir ísland hópur Lakota
Sioux-indíána í þeim tilgangi að vekja athygli á menningu sinni
og forfeðranna, sem lifðu hjarðlífi á sléttum Ameríku allt fram
til loka 19. aldar.
Eli Tail, töfralæknir í fullum dansskrúða.
indíánarnir hafa lengi verið tákn-
rænir fyrir allt það sem INDÍÁN-
AR standa fyrir. Margir frægir
indíánahöfðingjar voru af Lakota
þjóðinni, m.a. Red Cloud (Rauða
Ský), Sitting Bull (Sitjandi Tarfur)
og Crazy Horse (Tryllti hestur).
Upphaf veldis Lakota Sioux
þjóðarinnar má rekja aftur til 16.
aldar þegar þeir sjö ættbálkar sem
teljast tíl Lakota þjóðarinnar tóku
sér bólfestu á sléttunum miklu.
Þegar ríki þeirra var sem stærst
náði það yfir sléttumar þar sem
nú eru hlutar Suður- og Norður-
Dakóta, Nebraska, Wyoming og
Montana. Á sléttunum voru stórar
hjarðir vísunda sem indíánarnir
veiddu sér til viðurværis. Þjóðin
kallaði sig Lakota, sem merkir
bandamaður og er til marks um
þau sterku fjölskyldubönd sem
ríktu innan þjóðarinar. Af óvinum
sínum voru þeir hins vegar kallað-
ir Sioux, sem þýðir fjandmaður.
Það nafn var síðan tekið upp íif
hvíta manninum þegar iandnám
hans færðist vestur yfir Ameríku
og hefur haldist síðan. Sjálfír kall-
ar þeir sig gjarnan Lakota Sioux
í dag. Með landnámi hvíta manns-
ins var þrengt meira og meira að
þeim og gengið mjög nærri vísund-
astofninum sem var þeirra lifi-
brauð. Smátt og smátt náði hvíti
maðurinn á 19. öld undir sig landí
indíánanna með samningum og
hernaði.
Endalok Lakota Sioux-ríkisins
voru síðan ákveðin í orustunni við
Wounded Knee árið Í89Ö. Lakot-
arnir minntust þessara tímamóta
árið 1990 með viðeigandi hátíðar-
höldum og hér á íslandi var þeirra
minnst með því að dansa Ghost
Heimsóknin hefst með hátíðar-
sýningu á „Dansað við Úlfa“
í Regnboganum að kvöldi
21. marz þar sem hópurinn
tekur á móti gestum og sýn-
ir dansatriði fyrir sýningu myndar-
innar. Aðalfrumsýning hópsins
verður síðan í Borgarleikhúsinu
sunnudaginn 22. marz og sama
kvöld verður sýning í Þjóðleikhús-
inu. Það eru hjónin Guðrún og
Guðlaugur Bergmann sem standa
að þessari menningarheimsókn
Lakotanna til íslands. Guðrún seg-
ir að tilgangurinn með komu hóps-
ins hingað til íslands sé fyrst og
fremst til að kynna
menningu Lakota Sio-
ux-indíánanna og til að
hjálpa þeim að efla eig-
in sjálfsvirðingu, en
þeir hafa orðið fyrir
mikilli niður-
lægingu.„Við reynum
að byggja heimsóknina
þannig upp að þeir finni
þá virðingu sem við
berum fyrir þeim, sögu
þeirra og menningu.
Með þessu framlagi
okkar gefst þeim tæki-
færi til að ferðast til
annarra landa, kynnast
menningu annarra
þjóða og finna að það
er áhugi fyrir menn-
ingu þeirra meðal ann-
arra þjóða.“ í sýningar-
hópnum eru 15 dansar-
ar, söngvarar og
trojnmuleikarar frá
Oglala Lakota-College
í Kyle, á Pine Dirge
vemdarsvæðinu í
Suðúr-Dakóta og þar
búa um 20.000 Lakota
Sioux- indíánar af Oglala ættbálk-
inum. Að sögn Guðrúnar eru allar
ytri aðstæður á vemdarsvæðinu
mjög slæmar og hefur það haft í
för með sér mikið eirðar- og til-
gangsleysi meðal íbúanna. í kjölf-
ar kvikmyndarinnar „Dansað við
Úlfa“ hefur vaknað mikill áhugi á
sögu og menningu Lakota Sioux-
indíánanna, ekki síst hjá hvítum
mönnum, en aðilar úr sýningar-
hópnum dönsuðu m.a. og léku í
kvikmyndirtni.
Menningin endurvakin
Sýningarhópurinn frá Oglala
Lakota-College er einn liður í
kynningu Lakota indíánanna á
menningu sinni. Oglala Lakota-
College er skóli sem settur var á
stofn um miðjan áttunda áratug-
inn, til að Lakotamir gætu sjálfir
séð um eigin menntun og um leið
kennt eigin sögu og menningu.
Skólinn hefur haft mikil áhrif til
hins betra að sögn Guðrúnar. Þar
"befur verið lögð áhersla á sögu
■og hefðir,. Lakpta tungumálið,
-dansa og fleirá, áuk héfðbundinna
. menntaskóla kennslugreina. Einn-
ig hefur verið starfrækt verk-
menntasvið við skólann, þar sem
kenndar eru ýmsar iðngreinar, en
slíkt er mikilvægt í samfélagi þar
sem ríkir allt að 90% atvinnuleysi.
Tilgangur skólans er að sýna fram
á að indíánarnir geti tekið stjórn
eigin mála í sínar hendur og gerst
ábyrgir og þannig haft áhrif á
gang eigin mála, fái þeir aðeins
tækifæri til þess. Árangurinn af
starfi skólans er að byija að skila
sér, en Guðrún bendir á að hlutim-
ir gangi hægt fyrir sig, þar sem
enn séu margar hindranir á vegi,
t.d. gangi indíánum erfiðlega að
fá lán í banka, ef þeir vilja fara út
í einhvetjar framkvæmdir.
Guðrún segir að koma hópsins
hingað til lands, tengist ferð sem
þau hjónin tóku sér á hendur um
verndarsvæðin í Suður-Dakóta sl.
sumar. Þar kynntust þau Robert
Grey Eagle, sem er varaforseti
Oglala Lakota-College og upp úr
þeim kynnum kviknaði sú hug-
mynd að fá hóp tiþmenningarlegr-
ar kynningar til íslands. Guðrún
hafði frétt af hópi sem hafði farið
til Svíþjóðar í fyrra og þegar þau
fóru að ræða við Robert kom í ljós
að hópurinn var frá hans skóla. í
upphafi var rætt um að fá hóp til
að koma einungis til íslands, en
síðar þróuðust mál þannig að sam-
vinna tókst við Per Forsgren, sem
stóð að Svíþjóðarheimsókninni og
þessi heimsókn til íslands er því
liður í ferð hópsins til fleiri Evrópu-
landa. Guðrún og Guðlaugur eru
framkvæmdaaðilar sýninganna
hér á landi.
Það var vel við hæfi að' velja
Lakota indíánanatil Evrópuferðar.
Þeirra menningn er mest þekkt
þeirra um það bil 900 indíánaþjóðá.
sem vora dreifðar pm alla Norðpr-
Ameríku fyrir komu hvíta manns-
ins. Mörgum þessara þjóða var
útrýmt, við komu hans, en Lakota
Sitjandi Boli, einn frægasti höfðingi La-
kota Sioux-indíána.