Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 höfðu þann háttinn á að safna ekki skuldum en byggja fyrir aflafé þar til sá fyrir endann á smíðinni. Þá var tekið hefðbundið húsnæðislán. Þau fluttu inn 1964, hjónin og synir þeirra tveir, Þórunn og Sig- rún. Þórunn andaðist 30. janúar 1970 og hafði þá átt athvarf hjá dóttur sinni og tengdasyni eftir að hún hætti búskap og seinna sumar- dvöl á Hofl. Sigrún hefur ætíð hald- ið heimili með JóhÖnnu og Bimi og starfað f iðnaði og við sjúkrahús eftir að suður kom. Samheldni þessa fólks hefur verið traust og myndar- og manndóms- bragur fylgt því hvar sem leiðir lágu. Heimilið að Löngubrekku 29 bar þess merki, þótt aldrei væri hvikað frá ráðdeild og forsjálni. Með fátæklegum orðum hef ég reynt að segja æviferil sem virðist auðrakinn kunnugum og ekkert margslunginn á ytra borði. Slíkt segir þó lítið um einstaklinginn, hvem og einn, og samskiptin við hina. Við kveðjur á vegamótum lífs og dauða, sem við nefnum svo, verður jafnan margs að minnast. Aðeins lítinn hluta ævinnar átti Jóhanna heima á Mjóafírði, tæplega tvo tugi ára að ég ætla. En þegar ég lít til baka yfír árin sjötíu og eitt sem hún var með í hópnum, skynja ég návist hennar og fjölskyldunnar sem við- varandi og óraskanlega staðreynd í eigin lífí. Inn í þá samfelldu minn- ingu fléttast síðan einstakir atburð- ir, frá samstarfi í félagslífí, frá sam- verustundum á heimilum okkar og þar fram eftir götunum. Þess alls minnist ég nú með gleði og þökk, en hér verður sem víðar of langt upp að telja. Jóhanna Elísa Svendsen var fal- legt bam, glaðvær og gáskafull í æsku. Svo var hún og glæsileg kona, atorkusöm, þmngin lífsorku og lífs- gleði. Öll störf léku henni í höndum, utan bæjac sem innan ef svo má til orða taka nú á dögum. Henni kippti í kynið, til foreldranna beggja. Síðustu árin gekk Jóhanna ekki heil til skógar eins og sagt er. En fjörið og krafturinn og glaðværðin véku ekki frá henni til lengdar. Fölskvalaus umhyggjan fyrir öllu sem henni var hugstætt og hún náði til yfirgaf hana aldrei. Það var gott að eiga hana að og getum við mörg um það borið. Og bæði voru þau Bjöm og Jóhanna miklir höfð- ingjar heim að sækja. I þessum skrifuðum orðum kemur mér í hug aðdáunin og hlýjan í orð- um og fasi Hermanns Vilhjálmsson- ar, föðurbróður míns, hvert sinn er hann minntist á Jóhönnu Svendsen og fjölskyldu hennar. Og hugsun mín heldur áfram og staðnæmist við fagran ritningarstað þar sem rætt er um það sem gert er einum hinna minnstu bræðra. Jóhanna mátti ekkert aumt sjá. Vissulega hafa nú orðið um- skipti, óvænt sem löngum, mikil umskipti og sár. En ég vil ekki minn- ast Jóhönnu frændkonu minnar á þeim nótum. Það er svo bjart yfír endurminningunni og hún var svo björt stundin þegar ég sá hana sfð- ast. Og henni hlotnaðist að kveðja tilverusvið okkar með reisn. Því vil ég ekki gleyma. Jóhanna Elísa Svendsen og Bjöm Jónsson eignuðust tvo syni sem báðir eru kvæntir og búsettir nær- lendis. Engelhart fæddist á Hofi 21. ágúst 1947. Hann er vélameistari, rekur vélaverkstæði í Mosfellsbæ, og á þar heima. Kona hans er Helga Haraldsdóttir og eiga þau tvær dætur. Hin eldri ber fullt nafn ömmu sinnar, Jóhanna Elise Svendsen, en hin yngri heitir Eva Ósk. Stjúpdótt- ir Engelharts er Berglind Björk. Þór fæddist 1. mars 1961. Hann er tölvufræðingur og býr í Reykja- vík. Kona hans er Ása Halldórsdótt- ir hjúkmnarfræðingur og eiga þau einnig tvö böm, Hrafnhíldi Bimu og Bjöm Jóhann. Við fráfall Jóhönnu þökkum við Margrét gengnar stundir, glaðar og góðar, og alla elskusemi á liðnum ámm og áratugum. Innilegar sam- úðarkveðjur sendum við Bimi, bræðmnum og fjölskyldum þeirra, Sigrúnu, Engelhart og öðmm ást- vinum Jóhönnu og biðjum þeim allr- ar blessunar. Vilhjálmur á Brekku. SigurðurJ. Aðal- steinsson - Minning Fæddur 2. maí 1900 Dáinn 8. mars 1992 Þegar mér og fjölskyldu minni bárust þær sorglegu fréttir að einn okkar besti vinur og kunningi væri látinn, setti að okkur ákveðinn trega og söknuð. Ekki er meiningin að rekja hér að neinu ráði ævispor þessa góðs drengs, aðeins nokkur fátækleg kveðjuorð að skilnaði. Verður því stiklað á stóru. Vil ég með orðum þessum bera fram þakk- læti okkar hjónanna og dætra okk- ar til hans fyrir þá góðvild og vin- áttu sem hann sýndi okkur þessi ár sem við þekktum hann. Jens kynntumst við fyrst árið 1980 er hann hóf sambúð með tengdamóður minni, þau þá bæði orðin háöldruð. Bjuggu þau saman þar til að hún lést árið 1988. Ég tel að þessi ár hafí verið þeim báð- um mikils virði og fljótlega komu eiginleikar Jens í ljós. Sú umhyggja sem hann bar fyrir tengdamóður minni var einstök, lengra var ekki hægt að komast. Heilsa hennar var orðin léleg og árin færðust yfír eitt af öðru. Það var oft notalegt að kíkja yfír til þeirra og kynnast þeirra heimilislífí og Jens með sína glettni og glaðværð. Ekki síst sóttu bömin til þeirra og þau fundu fljótt hvað að þeim sneri þar sem Jens var því hann var með afbrigðum barngóður. Var hann börnunum sem besti afí. Hann var einstaklega glaðlyndur og léttur í lund. Alltaf var allt í þessu fína og ef einhvers staðar heyrðust hlátrasköll og kátína þá var það þar sem Jens var. Hann var spilamaður góður og naut þess að spila og þá var oft stutt í húmor- inn. Einnig tefldi hann mikið og taldi ekki eftir sér að segja þeim ungu til sem voru að byija. Söng- maður mikill var hann og naut þess að syngja f góðra vina hópi, undrað- ist fólk oft hvað þessi háaldraði maður gat sungið og virtist jafnvíg- ur á allar raddir, enda átti hann margar söngæfingar að baki um ævina og fór þá oft gangandi milli bæja á æfingar, jafnvel á milli hreppa. Ekki er mér grunlaust um að oft hafí harmonikkan verið með í för og oftast borin á bakinu, en Jens spilaði mikið á nikkuna og oft á böllum hér áður fyrr. Dansmaður var hann mikill og var alveg tilbú- inn til að taka spor á eldhúsgólfínu ef svo bar undir, þótt fætumir væm orðnir lúnir. Já, sú gleði og kátína sem ávallt fylgdi þessum sómamanni líður mér seint úr minni. Jens fæddist á Ketilsstöðum í Hvammssveit í Dalasýslu og ólst þar upp fyrstu árin. Síðan lá leiðin í Tungusveit og Staðarsveit í Strandasýslu, þar hygg ég að starfsvettvangur hans hafi aðallega verið. Ég trúi að hann hafi litla menntun hlotið utan bamaskóla- náms, það þekktist varla á þeim tíma, böm vom látin fara að vinna strax og getan leyfði. Sagði hann mér að nýfermdur hefði hann kvatt foreldrahús og farið að vinna fyrir sér. Lífsbaráttan var hörð á þessum tímum. Síðar fór hann á skipstjórnar- námskeið og stundaði mikið sjóinn, bæði á eigin bátum og hjá öðmm. Jens var farsæll sjómaður en oft komst hann í hann krappann. í þá daga voru bátar ekki búnir radar eða lórantæki og því erfitt að stað- setja sig eða að sigla milli skeija. Grun hef ég um að hann hafí stund- um verið beðinn um að taka við stjórninni og freista þess að komast klakklaust í höfn. Jens stundaði einnig alla algenga Jóna H. Stefáns- dóttir — Kveðja Fædd 6. janúar 1946 Dáin 9. mars 1992 Mig setti hljóðan við skyndilegt fráfall systur minnar, Jónu Hjördís- ar Stefánsdóttur, er lést á Borgar- spítalanum þann 9. mars 1992. Enn spyr maður sjálfan sig í huganum hví fólk í blóma lífsins er svo skyndilega kvatt til fundar við föðurinn. Ósjálfrátt á stundum sem þessum hverfur hugurinn til baka, til æsku- áranna er allt var svo einfalt, sak- laust og bjart, öll sorg svo fjarri, svo óskiljanleg. Systir mín mætti á lífsleiðinni sumum þeim erfiðustu þrautum sem lagðar em á hvem og einn einstakl- ing, átti kappi við sumt af því óskiljanlega sem á stundum virtist engin lausn vera á. En hún gafst ekki upp, heldur hélt ótrauð áfram þó stundum væri sú ganga æði erfið, en trúin á lífið gaf henni orku og þrek til að mæta hveijum þeim vanda er á vegi henn- ar varð. Nú eru æskuspor hennar máð af bergi jarðar en okkur hinum, sem efitr lifum, og troðum áfram slóð lífsins, er minningin um Jónu Hjör- dísi mótuð og varðveitt i hugum vomm og hjörtum. Við leiðarlok fínnst manni oft eins og þeir sem minna mega sín eða hafi á einhvem hátt orðið undir í lífínu, séu fyrr kallaðir. En við skulum sameinast í minn- ingunni um Hjördísi, og vera minn- ug þess að í ríki Drottins er einginn minnimáttar, þar em allir jafnir. Bömum hennar, ættingjum og vin- um votta ég mína dýpstu samúð. Vilhjálmur. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins em birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. sveitavinnu, var kaupamaður á summm eða vetrarmaður að vetri. Margar sögur sagði hann mér frá þessum ámm. Þá var oft glatt á hjalla, margt fólk á bæjum og innan um ýmsir kynlegir kvistir eins og gengur. Þá var nú margt brallað og mörg vísan varð til, kannski ekki alltaf mjög dýrt kveðin en bros- legar voru þær. Mér fannst ég oft þekkja orðið þetta fólk sem margt var löngu dáið, það varð svo ljóslif- andi í frásögn hans. Jens átti gott með að setja sam- an vísur líkt og fleiri Strandamenn og er missir af því ef slíkur kveð- skapur er látinn falla í gleymsku. Eftir lát tengdamóður minnar fluttist Jens aftur norður á sínar bemskuslóðir og settist að á elli- heimili sjúkrahússins á Hólmavík, þar sem hann var ánægður og leið vel. Honum fannst sínu hlutverki lokið hér syðra og vildi eyða ævi- kvöldinu á sínum heimaslóðum. Þar átti hann góða vini og ættingja, þar hafði hann lifað og starfað, átt sín- ar gleði- og sorgarstundir því að hann fór ekki varhluta af vonbrigð- um í lífinu frekar en margur ann- ar. Það er önnur saga sem ekki verður rakin hér. Eftir að Jens fluttist til Hólma- víkur upphófst nýr kafli í samskipt- um okkar við hann. Það voru heim- sóknirnar til hans á hveiju sumri. Þær ferðir gáfu okkur mikið, ekki síst dætrum okkar. í gegnum hann höfum við kynnst mörgu góðu fólki og verður okkur ávallt hlýtt til Strandamanna, þó sérstaklega til Hólmavíkur og nágrennis. Þar skoðuðum við okkur um á hveiju sumri með Jens sem leiðsögumann og bættum við þekkingu okkar smátt og smátt. Fyrsta ferðin okkar norður verður mér ógleymanleg en þá var hann með okkur. Það var unun að hlusta á hve fróður hann var, það var sem hann þekkti hvern hól og hveija hæð. En þá var hann orðinn mjög sjóndapur en minnið var óskert og það var ekki bara í Strandasýslu heldur líka í Borgar- fjarðarsýslu. Það var sem hann fyndi á sér hvar við vorum stödd í það og það skiptið, að þessu búum við alla ævi. Það verður svolítið fátæklegt að koma til Hólmavíkur næst en lífs- sagan er liðin og ekki annað nú en að færa honum alúðarþakkir. Aðstandendum og vinum sendum við samúðarkveðjur. Þessar ljóðlín- ur eiga vel við sem hinsta kveðja til Jens Aðalsteinssonar, hvíli hann í guðs friði. Hafí hann þökk fyrir allt og allt. Og nú fór sól að nálgast æginn og nú var gott að hvíla sig og vakna upp ungur einhvem daginn með eilífð glaða kring um þig. Nú opnar fangið fóstran góða og faðmar þreytta barnið sitt hún býr þar hlýtt um bijóstið móða og blessar lokað augað þitt. Hún veit hve bjartur bjarminn var þótt brosin glöðu sofi þar. (Þorsteinn Erlingsson) Ragnhildur Helgadóttir. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12 á horni Bergstaðastrætis : sími 19090 Kæii - og frvstitœki í miklu úrvali! Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœkil Hjá SIEMENS eru gœðí, ending og fallegt útlít ávallt sett á oddinnl SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 • SlMI 28300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.