Morgunblaðið - 15.03.1992, Page 26
Í6
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
Hjónaminning:
* *
Asta Olafsdóttir
*
og Olafur Bjarna-
son í Brautarholti
Fædd 16. mars 1892
Dáin 8. apríl 1985
Fæddur 19. september 1891
Dáinn 13. febrúar 1970
Um þessar mundir höldum við
jifkomc'ndur Ólafs Bjarnasonar og
Astu Ólafsdóttur frá Brautarholti
upp á aldarafmæli þeirra. Margs er
að minnast og þótt liðin séu rúm
20 ár frá andláti afa míns og ég
þá aðeins unglingur get ég enn séð
hann ljóslifandi fyrir mér og endur-
upplifað ýmsar samverustundir okk-
ar. Styttra er síðan amma dó og við
áttum margar og ógleymanlegar
stundir saman. Allar góðu stundirn-
ar, þegar ég var barn, og ekki síður
stundimar, sem við áttum saman
eftir að afí dó. Það var uppörvandi
að eiga tiltrú hennar og aðdáun,
þegar ég var að fullorðnast.
Afí var fæddur í Steinnesi í
Sveinsstaðahreppi. Foreldrar hans
vom Bjarni Pálsson prófastur í
steinnesi og kona hans, Ingibjörg
Guðmundsdóttir. Afí var þriðji í röð-
inni af 11 systkinum. Hugur hans
mun snemma hafa hneigst til bú-
skapar og ungur stjómaði hann
stóm búi föður síns. Hann fór í
Bændaskólann á Hólum og útskrif-
aðist þaðan 1912. Á ámnum
1916-17 var hann í verklegu námi
á búgarði í Danmörku. Árið 1918
keypti afi jörðina Akur í Torfulækj-
arhreppi, þar sem hann bjó til ársins
1923. Um þær mundir var að heij-
•—ast mikil vélvæðing í jarðrækt í ná-
grenni Reykjavíkur og hélt afi því
suður.
Amma var fædd í Lundi í Lundar-
reykjadal en fluttist ung að Hjarðar-
holti í Dölum. Foreldrar hennar vom
Ólafur Ólafsson prófastur þar og
skólastjóri og kona hans, Ingibjörg
Pálsdóttir Mathiesen. Hún var yngst
6 systkina. Ólafur langafi stofnaði
unglingaskóla í Hjarðarholti 1910.
Þar vann hann merkt brautryðjanda-
starf, sem ég kynnti mér, þegar ég
skrifaði sögu skólans í lokaritgerð
minni við Kennaraháskóla íslands.
Þar hlaut amma menntun sína. Hún
aðstoðaði föður sinn við skólahaldið,
svo sem með söng- og handavinnu-
^ennslu og einnig aðstoðaði hún
móður sína við störf á hinu mann-
marga skólaheimili. Skólinn var
lagður niður 1917 vegna fjárskorts
og fluttist amma ásamt foreldrum
sínum til Reykjavíkur.
Árið 1923 keypti afí Brautarholt-
ið ásamt Páli bróður sínum og Ólafí
föður ömmu og Páli bróður hennar.
Þannig kynntust afí og amma og
giftust 30. maí 1925 í Reykjavík.
Afí var fyrst bústjóri í Brautarholti
en keypti síðan jörðina alla. Frá
upphafí rak afí umfangsmikinn bú-
Suðuriandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ölt kvöld
til kl. 22,- einnig umhelgar.
Skreytingar við öll tllefni.
Gjafavörur.
skap í Brautarholti og ræktaði og
stækkaði túnin á hverju ári. Hann
tók virkan þátt í félagsstörfum,
bæði í sveitinni og innan bændasam-
takanna, og sinnti mörgum trúnað-
arstörfum um ævina. Hann var
hreppstjóri frá 1932 til æviloka eða
í tæp 40 ár.
Alltaf var margt fólk í Brautar-
holti og munu þau afí og amma
hafa verið sérlega hjúasæl. Böm
þeirra voru 5. Elstur var Bjarni sem
lést á 22. aldursári. Það varð þeim
ákaflega þungt áfall. Hin börnin
eru: Ingibjörg, móðir undirritaðrar,
hjúkrunarfræðingur, Ólafur land-
læknir, Páll og Jón bændur í Braut-
arholti. Meðan börnin voru lítil hafði
amma alltaf hjálparhellu til að ann-
ast þau. Á engan er hallað þótt Vil-
borgar Pálsdóttur frá Sjávarhólum
sé getið eða Villu eins og hún var
alltaf kölluð.
Afí og amma voru ákaflega sam-
hent og samheldin hjón. Þau áttu
mörg sameiginleg áhugamál. Vel-
ferð barnanna settu þau ofar öllu
og fluttist fjölskyldan um tíma til
Reykjavíkur, svo að þau gætu hlotið
menntun. Saman ferðuðust þau
bæði um landið og til útlanda, en
m.a. var afí í stjóm bændasamtaka
á Norðurlöndum. Kirkjan í Brautar-
holti var þeim báðum hjartfólgin og
lögðu þau mikla alúð við umsjón
hennar og umhirðu.
Afí og amma em samofín nær
öllum mínum minningum frá bam-
æsku. Ég var elsta barnabamið
þeirra og var ein í „ríki mínu“ í
nokkur ár. Bræður mömmu vora þá
ógiftir og ég leit á mömmu, pabba,
afa, ömmu, Labba, Palla og Nonna
sem mína fjölskyldu. Á jólum og
öðram hátíðum komu allir í Brautar-
holt. Amma bar kræsingar á borð,
ég fékk ótal jólapakka og páskaegg-
in entust fram á sumar. Allt það
fyrsta sem ég man eftir mér tengist
þeim ömmu og afa á einhvern hátt.
í minningunni er ég vakin upp
seint um kvöld. Afi er kominn frá
útlöndum. Einhvem veginn hefur
orðið misskilningur og hann er kom-
inn, degi fyrr en við höfðum haldið.
Engar móttökur. Afí er reiður og
sár. Mömmu dettur þá í hug að bjóða
honum mig sem förunaut uppeftir.
Ég vakna strax og afi tekur gleði
sína á ný. Ég mun hafa verið þriggja
ára þegar þetta var. Enn man ég
þegar við læddumst inn í Brautar-
holti og vöktum ömmu, sem ekki
átti von á neinum.
Já, ég fór margt með honum afa.
Ég fylgdi honum náttúrlega að sinna
kindum, hænum og hestum. Hversu
oft fórum við ekki með brauðpoka
út í haga til hestanna? Ég sat hjá
honum þegar hann hjó haus og
vængi af lundanum. Ég fór með
honum á bæina, já, ég fór meira að
segja með honum á fundi. Ég man
sérstaklega eftir fundum í Mjólkur-
félagi Reykjavíkur, þar sem ég sat
álengdar með kók og súkkulaði. Ég
fékk að leika mér við skrifborðið
hans, fékk jafnvel lánaðan kjörkassa
hreppsins. Þá eru ógleymanlegar
allar sögumar, sem afí sagði mér
og samdi jafnóðum. Alltaf var hægt
að bæta einum kafla í Guddusög-
una. Afí sá um að kenna mér bæn-
irnar og kenndi mér svo óendanlega
margt sem ég bý enn að. Það var
siður hans að iáta ullarlagð á bijóst-
ið á mér áður en ég fór að sofa,
þegar ég var kvefuð. Alltaf fann ég
mun daginn eftir. Enn set ég á mig
og bömin lítinn trefil í sama til-
gangi. Það kemur margt upp í hug-
ann þegar þessi ár era rifjuð upp.
Mig furðar hvað hann hafði mikinn
tíma fyrir mig og hvað hann hafði
mikinn skilning á athafnasemi
bamsins og tilfínningum. Fyrstu al-
vöra gúmmístígvélin vora mér afar
kær og þegar þau fóra að slitna
vora þau bætt. Þar kom að ekki var
hægt að bæta þau meira. Ég gat
ekki hugsað mér að henda stígvélun-
um. Afí sagðist þá vita um góðan
stað í Músamesinu, sem við gætum
sett þau á. Þegar út í Músarnesið
kom fór hann með mig að tóftum
sem þar vora. Stígvélin voru sett
undir stóra hellu við mikla hrifningu
mína. Og alltaf var jafn gaman að
heimsækja stígvélin og það lá við
að ég yrði sár þegar ég stálpaðist
og tóftirnar vora jafnaðar. Við fór-
um ekki ósjaldan í fjöruna, þar sem
margt spennandi var að fínna. Eitt-
hvað hefur það sem á fjörar rekur
breyst síðan þá.
Ég var ábyggileg ekki gömul þeg-
ar ég fór að velta fyrir mér hvernig
það yrði þegar afí dæi. Mér fannst
ég gæti alls ekki afborið það. Svo
kom að því að afí var fluttur veikur
á spítala. Hann hafði þá kennt sér
lasleika nokkra áður, en hafði lítið
gert með það. Hafði haldið sínu
striki og hafði verið að eltast við
hesta skömmu áður en hann veikt-
ist. Ég vonaði fyrst að þessi veikindi
væru eins og áður og að afí jafnaði
sig. Þetta var um kvöld og amma
gisti hjá okkur. Áður en ég fór í
skólann næsta morgun kvaddi ég
ömmu og mér brá, og innst inni vissi
ég að hveiju dró. Það var erfítt að
koma heim þennan dag og sjá bíla
bræðranna fyrir utan heima og fá
staðfestingu á láti afa. Sorg og sökn-
uður helltist yfír mig. Dagurinn sem
afí var jarðaður var ákaflega falleg-
ur, sól og kyrrt vetrarveður. Athöfn-
in hafði sterk áhrif á mig og mynd-
aði fallega umgjörð um minningar
mínar um hann.
Ég man aldrei til þess að afí
skammaði mig, en hann hafði held
ég sérstakt lag á að fá menn á sitt
band. Hann var stjómsamur án þess
að vera með yfirgang. Ég man hann
blíðan og hlýjan en samt ákveðinn.
Amma og ég voram ákaflega
nánar alla tíð, en þó ekki síst eftir
að afí dó. Þau höfðu alltaf verið sem
eitt og það var mjög erfítt fyrir
ömmu að missa hann. Hún hélt þó
sínu striki. Hún hélt áfram að vera
í íbúðinni sinni og naut stuðnings
barna og tengdabarna. Síðustu árin
dvaldist hún við góða umönnun á
öldrunardeild í Hátúni.
Amma var mikil húsmóðir. Hún
var sérlega gestrisin ogþótti gaman
að gera gestum vel. Ég hygg að
þeir séu fáir sem komu í Brautar-
holt og fengu ekki nýbakaðar pönnu-
Legsteinar
Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum.
Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf
umi
i
fi S.HELGASON HF
SKBWWUVB3148 SIMI 76677
kökur hjá henni. Litlar hendur fengu
ýmislegt að prófa í eldhúsinu hjá
henni. Amma unni tónlist, spilaði á
orgel og var söngelsk. Hún var víð-
lesin og svaraði óþreytandi öllum
spumingum um lífíð og tilverana.
Hún elskaði gróður og lagði sig fram
við ræktun á litlum garði við húsið.
Sérstaklega dáðist hún að tijá-
gróðri, en ekki var auðvelt að rækta
tré á vindasömu nesinu. Aldrei minn-
ist ég svo á Akureyri, en þar bjuggu
hin amma mín og afí, en að hún
dásamaði ekki tijágróðurinn þar.
Amma var ákaflega blíð og mild
og alltaf var stutt í kímnina. Hún
átti auðvelt með að sjá skoplegu
hliðarnar á öllu, líka á sjálfri sér.
Sterkastur í fari hennar held ég að
hafí verið sá hæfileiki að gera gott
úr öllu. Ég man aldrei eftir henni
reiðri, þvert á móti man ég glað-
værð hennar. Man hana slá á lær
sér og gera að gamni sínu. Hún
hafði einstakt lag á að hrósa og til-
trú hennar á sínu fólki var óbilandi.
Amma bar aldurinn vel. Ég minn-
ist allra búðar- og bæjarferðanna
okkar. Sérstaklega man ég ferð nið-
ur allan Laugaveginn fyrir jólin, en
þá var hún orðin áttræð. Hún naut
þess að taka þátt í lífinu af fullum
krafti, sjá fólk, skoða fallega hluti
og kaupa sjálf það sem hana van-
hagaði um. Og auðvitað enduðum
við á kaffíhúsi og mér fannst amma
hreint ekkert gömul.
Aldrei fór ég svo í burtu að amma
skrifaði mér ekki bréf. Þar vora
ævinlega fréttir af allri fjölskyld-
unni, veðurfari og einhveijar sögur
af „elliglöpum" hennar eins og hún
kallaði. Síðasta bréfið fékk ég aust-
ur á Stöðvarfjörð sumarið 1978,
nokkra áður en hún heimsótti mig
þangað. Þá var hún 84ra ára og óx
ekki í augum að ferðast þvert yfír
landið, en gerir að gamni sínu og
skrifar: „Er ekki best ég komi með
hjónunum? Ég held ég sé orðin of
gömul til að ferðast ein míns liðs.“
Og austur kom hún með mömmu
og pabba og ég fylltist stolti að sýna
henni nýstofnað heimili mitt.
Mér fannst alveg nauðsynlegt að
hafa ömmu sem gest þar. Ég var
þá nýorðin móðir og ákaflega stolt
og glöð yfír syni mínum. Amma tók
innilega þátt í þessari gleði minni
og hrósaði honurn á hvert reipi.
Ekki þótti ungri móður það verra.
Ég get aldrei fullþakkað að fá að
vera í svo nánu sambandi við afa
og ömmu í Brautarholti. Njóta leið-
sagnar þeirra, ástar og hlýju. Eiga
tiltrú þeirra og aðdáun. Ég held -dfr
þau hafí manna mest látið mig fínna
hvað ég skipti miklu máli. Mér
fannst ég alltaf mikilvæg persóna í
návist þeirra. Ég held kannski að
það gleymist oft nú orðið í uppeldi
barna að þau fínni tiltrú og virð-
ingu. Ég veit að börnin, við barna-
börnin, sem orðin eram 20, og
bamabarnabörnin vorum það dýr-
mætasta sem þau áttu. Blessuð sé
minning afa_ og ömmu.
Ásta Gunnarsdóttir.
Er horft er um öxl rifjast oft upp
á góðum stundum atburðir úr æsku.
Bræður tveir, rétt fermdir, sveita-
menn úr Hrafnagilshreppi, mæta
með farteski fyrir klukkan sjö árdeg-
is á Bifreiðastöð Akureyrar. Eigand-
inn, Kristján Kristjánsson bílakóng-
ur, fylgist grannt með öllu á gang-
stéttinni. Hann er snöggklæddur og
glaður og hress að vanda. Sól og
sunnan vindur og ferðahugur í svein-
um. Haldið skal í tveimur áföngum
til Ólafs frænda og Ástu í Brautar-
holti á Kjalamesi. Síðla kvölds er
gist í Grænumýrartungu í Hrúta-
fírði. í bítið daginn eftir er ekið í
suðrænni súld yfír Holtavörðuheiði.
Frá þjóðleið að stórbýlinu, Braut-
arholti, er þó nokkur spölur. Brátt
var hann að baki og ferðaþreyta
gleymd eftir forkunnar góðar mót-
tökur frænda og staðgóða máltíð hjá
konu hans, Ástu Ólafsdóttur, próf-
asts, Hjarðarholti í Dölum.
Þá hófst vistin í Brautarholti.
Yfír sumartímann voru þar um og
yfir þrjátíu manns í heimili og því
mörgu að sinna sem nærri má geta.
Allt með myndarbrag, búskapur og
viðurgerningur allur. Móðurbróður
mínum Ólafí Bjarnasyni frá Stein-
nesi og Akri í Húnaþingi, var í ríkum
mæli gefíð að stjórna án nokkurra
átaka. Ásta, húsmóðirin, annaðist
heimilið af röggsemi og nærfæmi,
sem engum brást. Orðin vora sjaldn-
ast mörg hjá húsfreyjunni í Brautar-
holti en vógu þeim mun þyngra á
metaskálum. Ráð hennar og ábend-
ingar reyndust mörgum holl.
Fjölmennt sveitaheimili á íslandi
hefir á öllum öldum verið heimur
út af fyrir sig. Einskonar smækkuð
mynd af stóram stað, með kostum
hans og löstum. í Brautarholti nut-
um við Bjarni bróðir, lífsins í leik
með börnum húsbændanna, en okk-
ur voru ekki ætluð ákveðin heimilis-
störf. í Brautarholti var vélakostur
meiri en á flestum öðrum jörðum.
Samtímis okkur dvöldu þar einnig
dætur Vilmundar Jónssonar land-
læknis og konu hans Kristínar lækn-
is, sem var systir Ástu húsfreyju,
Guðrún og Ólöf. Þær voru á líkum
aldri og við Bjarni. Frændsystkinin
í Brautarholti voru: Bjarni, sem dó
ungur, hvers manns hugljúfi, Ingi-
björg, Ólafur, Páll og Jón. í þessum
hópi voru allir samhentir og nutu
hverrar stundar.
Brautarholtsland er mikið og fag-
urt. Við sendna strönd skerast inn
víkur. Þar fórum við í sjóinn og fund-
um lítt fyrir svala sjávarseltunnar,
enda blóðið heitt. Eftir buslið var
oft í björtu veðri gengið á Borgina.
Þaðan sást til Reykjavíkur í suðri
og skip á siglingu um flóann.
Ólafur frændi, stjórnaði fólki sínu
við heyskapinn. Fyrir haustið varð
að ná undir þak miklum heyjum til
þess að fóðra eitt, ef ekki stærsta,
nautgripabú á íslandi, áður en bú-
skapur hófst að Korpúlfsstöðum í
sömu sveit vegna framtaks Thors
Jensens.
Stórbýlum á íslandi hafa flestum
fylgt hlunnindi. Fyrr á öldum hefir
sjósókn án efa verið stunduð frá
Brautarholti. Þar hefir reka borið
að landi og æðarvarp skilað arði.
Enn í dag hreiðrar lundinn sig í
Andríðsey. Á búskaparárum Ástu
og Ólafs var hann nytjaður. Fyrir
unga fólkið var það meiri háttar til-
breyting frá heyönnunum allt um
kring að fylgjst með úrvinnslu lunda-
tekjunnar. Þau vinnubrögð eru nú
að hverfa eins og svo margt annað.
Éjg kom oft í Brautarholt til Ástu
og Olafs, til skemmri og lengri dval-
ar. Þau hjónin komu og til foreldra
minna í Kristnes. Ég minnist þess
með ánægju að Ólafur frændi taldi
Eyfírðinga góða bændur.
Ólafur í Brautarholti var einstak-
ur heimilisfaðir og hann naut góðrar
konu. Að sitja við borð þeirra Ástu
og Ólafs, hvort sem var í eldhúsi eða
stássstofu, hverfur ekki úr minni.
Þau bára umhyggju fyrir öðram og
elskan milli þeirra sjálfra leyndist
engum.
Olafur i Brautarholti sóttist ekki
eftir mannaforráðum. Hafði raunar
í önnur horn að líta. Það féll þó í
hans hlut að gegna flestum þeim
störfum, sem til falla í einu héraði
svo sem heimildir um hann greina.
Hann var og einn af helstu for-
göngumönnum bænda í þeirra sam-
tökum og sinnti atvinnumálum, er
til hans var leitað. Hann var tví-
mælalaust einn af mestu áhrifa-
mönnum Sjálfstæðisflokksins í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, síðar
Reykjaneskjördæmi.
Nú, þegar liðin eru hundrað ár
frá fæðingu þeirra Brautarholts-
hjóna, Ástu og Ólafs, minnumst við
þeirra beggja með kærleika, þökk
og virðingu.
Jónas. G. Rafnar.