Morgunblaðið - 15.03.1992, Síða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ ATVINIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
Sölustarf
Framleiðslufyrirtæki í Reykjavík óskar að
ráða starfsmann til frambúðar í fullt sölu-
starf. Starfið er krefjandi og mikils sjálfstæð-
is og krafts er þörf. Umsækjandi verður að
hafa bíl til umráða.
Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri
störf skilist til auglýsingadeildar Mbl. fyrir
miðvikudaginn 18. mars merktar: „I - 7925“.
Fóstrur
- þroskaþjálfar
Við leikskólann Glaðheima, Sauðárkróki, er
laust til umsóknar 100% afleysingarstarf í
eitt ár. Starfið felur í sér stuðning. Aðeins
fóstru-, þroskaþjálfa- eða hliðstæð uppeldis-
menntun kemur til greina.
Umsækjandi þarf að geta hafið störf um
miðjan maí Umsóknarfrestur er til 1. apríl.
Nánari upplýsingar veita Helga leikökóla-
stjóri, í síma 95-35496 og Matthías, félags-
málastjóri í síma 95-35133.
Félagsmálaráð Sauðárkróks.
Hugbúnaðar-
fyrirtæki
Okkur vantar hressan og jákvæðan starfs-
mann í símavörslu og til að sinna tilfallandi
störfum.
Um er að ræða framtíðarstarf á reyklausum
vinnustað.
Umsækjendur leggi inn umsóknir sína á aug-
lýsingadeild Mbl. merktar: „H - 12268" fyrir
20. mars.
Ekki verða veittar upplýsingar í síma.
Sölumaður
- tæknimaður
Sæplast hf. á Dalvík óskar að ráða sölu- og
tæknimann.
Sæplast hf. er leiðandi fyrirtæki í framleiðslu
á fiskikerum og trollkúlum, auk annarra af-
urða úr plasti til notkunar í sjávarútvegi og
fiskvinnslu. Sæplast hf. flytur um helming
framleiðslu sinnar á erlenda markaði og fer
útflutningur vaxandi.
Við leitum að manni með þekkingu á sviði
plastiðnaðar, auk góðrar tæknimenntunar.
Einnig er æskilegt að viðkomandi hafi reynslu
af sölu- og markaðsmálum.
Starfssvið sölu- og tæknimanns er m.a að
taka þátt í aukinni markaðssókn fyrirtækisins,
þróun nýrra framleiðsluafurða, auk annarra
verkefna, sem snerta áframhaldandi upp-
byggingu og daglegan rekstur fyrirtækisins.
Farið verður með allar umsóknir og fyrir-
spurnir sem trúnaðaramál og öllum umsókn-
um verður svarað.
Skriflegum umsóknum, ásamt ítarlegum
upplýsingum um menntun og fyrri störf,
skal skila á skrifstofu Sæplasts hf., Gunnars-
braut 12, 620 Dalvík, fyrir 15. apríl nk.
sœplast
PÓSTHÓLF 50. 620 DALVÍK, SlMI: 96-61670. PÓSTFAX: 96-61833
Sölustjóri
Verslun, með fjölbreytt úrval af alhliða heim-
ilisvörum, vill ráða sölustjóra.
Hér er um að ræða starf sem krefst söluhæfi-
leika og reynslu af verslunarstörfum. Mikil-
vægt er að viðkomandi hafi haldgóða þekk-
ingu af markaðsmálum og góða samstarfs-
eiginleika.
Eiginhandarumsóknir, með upplýsingum um
m.a. fyrri störf, sendist auglýsingadeild Mbl.
fyrir 23. þ.m. merktar: „Sölustjóri - 13“.
Starfsmaður
Verslun í miðbænum óskar eftir starfsmanni
í ca 60% starf, eftir hádegi (1kl. 3-18). Ein-
hver laugardagsvinna.
Aðeins reyklaust fólk með haldgóða reynslu
af verslunarstörfum kemur til greina. Lág-
marksaldur 25 ár.
Umsóknir sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
19. mars nk. merktar: „Hlutastarf - 7500“.
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
A AKUREYRI
Lausar eru til umsóknar eftirtaldar stöður á
skrifstofu hjúkrunarforstjóra við Fjórðungs-
sjúkrahúsið á Akureyri:
- Starfsmannastjóri hjúkrunar, sem jafn-
framt er staðgengill hjúkrunarforstjóra.
- Fræðslustjóri hjúkrunar.
- Sýkingavarnastjóri.
- Verkefnisstjóri hjúkrunar.
Um er að ræða heilar stöður og/eða hluta
úr stöðum, en samtals er um 3 heilar stöður
að ræða. Ráðið er í stöðurnar frá 1. maí nk.
eða eftir samkomulagi.
Umsóknarfrestur er til 31. mars 1992.
Við ráðningu verður tekið tillit til menntunar,
faglegrar þekkingar og reynslu umsækjenda.
Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir
hæfileikum á sviði samskipta, samvinnu og
sjálfstæðra vinnubragða.
Á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri eru
skráð 170 legurúm. Starfsmenn sjúkrahúss-
ins eru um 500 en nálægt 200 starfsmenn
eru innan starfsmannahalds hjúkrunar.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri,
Ólína Torfadóttir, í síma 96-22100.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og
fyrri störf, sendist hjúkrunarforstjóra Fjórð-
ungssjúkrahússins á Akureyri, pósthólf 380,
602 Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Deildarstjóri
HAGKAUP óskar eftir að ráða deildarstjóra
yfir matvörudeild í verslun fyrirtækisins á
Akureyri.
Deildarstjóri stjórnar matvörudeild og ber
ábyrgð á rekstri hennar gag'nvart verslunar-
stjóra.
Við leitum að einstaklingi, sem getur unnið
sjálfstætt og skipulega og á auðvelt með að
vinna með öðrum. Æskilegt er að viðkom-
andi hafi reynslu af verslunarstörfum og
stjórnun.
Upplýsingar um starfið veitir Þórhalla Þór-
hallsdóttir, verslunarstjóri HAGKAUPS á
Akureyri, í síma 96-23965 mánudag og
þriðjudag milli kl. 14 og 16.
Umsóknum þarf að skila til verslunarstjóra
HAGKAUPS á Akureyri eða starfsmanna-
halds HAGKAUPS, Skeifunni 15, Reykjavík,
fyrir föstudaginn 20. mars.
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaða-
mál og öllum svarað.
HAGKAUP
Aðalskrifstofa
Norðurlandaráðs
í Stokkhólmi
auglýsir eftir starfsfólki
Norðurlandaráð auglýsir lausar til umsóknar
stöður ritara efnahagsmálanefndar, ritara
laganefndar, ritara félagsmálanefndar og rit-
ara umhverfismálanefndar á skrifstofu for-
sætisnefndar Norðurlandaráðs í Stokkhólmi.
Eftirgreind skilyrði gilda um allar stöðurnar:
Umsækjendur hafi háskólapróf, góða tungu-
málakunnáttu og reynslu af ritvinnslu. Þeir
þurfa að vera vel máli farnir og eiga auðvelt
með að tjá sig skriflega. Æskilegt er að
umsækjendur hafi þekkingu á norrænu og
öðru alþjóðlegu samstarfi og að þeir geti
sýnt frumkvæði í starfi. Jafnframt er æskilegt
að umsækjendur hafi þekkingu á starfssviði
þeirrar nefndar, sem þeir sækjast eftir að
starfa fyrir.
Störfunum fylgja ferðalög, aðallega um Norð-
urlönd. Launakjör eru samkomulagsatriði og
skulu umsækjendur geta um launakröfur
sínar í umsóknum. Auk fastra launa er öllunrí
starfsmönnum skrifstofunnar greidd skatt-
frjáls launauppbót. Norðurlandabúum, öðr-
um en Svíum, sem flytja til Svíþjóðar til að
taka við störfum á skrifstofunni, er auk þess
greidd skattfrjáls staðaruppbót. Kjör fara að
öðru leyti eftir sérstökum norrænum reglum.
Ráðningartími er fjögur ár og hefst sumarið
eða haustið 1992. Ríkisstarfsmenn eiga rétt
á launalausu leyfi á ráðningartímanum.
Nánari upplýsingar veita
í síma 90 46 8143420:
Jostein Osnes, ritari forsætisnefndar
Norðurlandaráðs,
Henrik Wichmann, ritari efnahagsmálanefndar,
Ellen Torvö, ritari laganefndar,
Eric Hultén, ritari félagsmálanefndar,
Tómas H. Sveinsson, ritari umhverfisnefndar,
Ove Caspersen, formaður
starfsmannafélagsins.
Einnig veitir Snjólaug Ólafsdóttir, skrifstofu-
stjóri íslandsdeildar Norðurlandaráðs upp-
lýsingar í síma 11560.
Umsóknum skal beint til forsætisnefndar
Norðurlandaráðs (Nordiska rádets presi-
dium) og þurfa að berast til skrifstofu forsæt-
isnefndarinnar (Nordiska rádets presidie-
sekre tariat), Box 19506, S-10432 Stock-
holm, eigi síðar en 30. mars 1992.
Norðurlandaráð er samstarfsvettvangur
þjóðþinga og ríkisstjórna Norðurlanda. Milli
þinga ráðsins sinnirforsætisnefnd daglegum
störfum þess með aðstoð skrifstofu forsæt-
isnefndar. Við Norðurlandaráð starfa sex
fastanefndir.
Efnahagsmálanefnd fjallar m.a. um efna-
hagsmál, Evrópumál, orkumál, viðskiptamál
og mál varðandi þróunaraðstoð.
Laganefnd fjallar m.a. um löggjafarmál, neyt-
endamál, jafnréttismál og málefni flótta-
manna.
Félagsmálanefnd fjallar m.a. um félags- og
heilbrigðismál, vinnumarkaðsmál og mál
varðandi vinnuumhverfi.
Umhverfismálanefnd fjallar m.a. um um-
hverfismál, samgöngumál, landbúnaðarmál,
sjávarútvegsmál og byggðamál.
Ritarar nefndanna undirbúa fundi þeirra og
semja m.a. drög að ályktunum um öll þau
mál og tillögur, sem vísað er til viðkomandi
nefndar.
Á skrifstofunni er unnið á dönsku, sænsku
og norsku.
Forsætisnefnd Norðurlandaráðs hvetur kon-
ur jafnt sem karla til að sækja um stöður
þessar, sem eru auglýstar í öllum norrænu
löndunum.