Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 35

Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 35 Gunnar Andrésson Fæddur: 28. nóvember 1970 í Reykjavík. Starf: Nemandi í MH og starfsmaður hjá Reykjavíkur- borg. Félag: Fram. Landsleikir: 6 unglinga- landsleikir í knattspymu. Hef- ur leikið fjölmarga leiki með 16 ára og 21 árs landsliðinu í handknattleik, en hann var fyrirliði liðsins sem varð í fímmta sæti í HM í Aþenu 1991. 13 a-landsleikir. 4 Tími breytinga aö renna upp Fjögur efstu sætin í Austurríki gefa farseðil til Svíþjóðar 1993, þar sem heimsmeistarakeppnin fer fram, en síðan verður HM hér á la- .di 1995. Það eru margir þeirrar skoðunar að eftir keppnina í Aust- urríki eigi strax að hefja uppbygg- ingu á nýju landsliði, sem á að halda merki íslands á lofti 1995. Sér Gunnar Andrésson fyrir sér mikíar breytingar á landsliðinu eft- ir B-keppnina? „Já, ég hef trú á að uppbyggingin fyrir heimsmeist- arakeppnina hér á landi hefjist strax eftir B-keppnina. Það er til stór hópur af ungum og efnilegum leikmönnum hér á landi, sem þurfa að öðiast reynslu með því að fá tækifæri til að spreyta sig í sterkum mótum eins og til dæmis heims- meistarakeppninni f Svíþjóð. 21 árs landsliðið hefur staðið sig vel und- anfarin ár og þá varð 18 ára liðið Norðurlandameistari. Framtíðin er þjört, áhuginn mikill hjá yngri leik- mönnunum og við eigum stóran hóp af góðum íslenskum þjálfurum. Við eigum eftir að eignast lykilmenn á nýj á borð við Kristján Arason og Alfreð Gíslason." Með tilboð frá Spáni Gunnar Andrésson vakti athygli á Spánarmóti sl. sumar með 21 árs landsliðinu og þá fékk hann tilboð um að gerast leikmaður með fé- lagsliði í Alicante. Það boð stendur Gunnari enn opið. „Ég er ekki tilbú- inn til að fara út og leika strax. Það er nægur tími til stefnu og ég þarf að öðlast meiri reynslu með Fram.og, landsliðinu. Að Jara úLer. meira en að segja það. Ég er þeirr- ar skoðunar að ungir leikmenn eigi að herða sig upp hér heima áður en þeir fara út þar sem óvissan bíður. Leikmenn verða að vera bún- ir að öðlast mikinn styrk áður en þeir halda út í hinn harða heim handknattleiksins. “ Vantar meiri fjölbreytni íslenskur handknattleikur er orð- inn mjög kerfisbundinn og hann gleður ekki auga áhorfandans eins og á árum áður. Margir leikmenn hér á landi eru mjög einhæfir og eru ragir eða hafa ekki kunnáttu til að fara sínar eigin leiðir. Skyttur eru mjög einhæfar í skotum og fjöl- breytileg skot eru sjaldséð. Hvað segir Gunnar um þetta og hvað er til ráða til að gera bót á? „Það er rétt að það vantar meiri fjölbreytni í skot. Leikmenn hér eni mjög einhæfir í skotum og það er auðvelt að lesa leikmennina og veij- ast þeim. Leikmenn verða að auka tækni sína í skotum og sendingum. Það er erfiðara nú en áður fyrir leikmenn að vera með séræfingar þar sem þeir leika nú fleiri leiki og það er miklu meira um æfingar en áður. Þó að áhuginn hjá leikmönn- um sé mikill að bæta sig vantar oft aðstöðu. Það eru ekki öll félög eins vel stödd og til dæmis Stjarnan - þar sem leikmenn geta æft í tveim- ur lyftingasölum. Við hjá Fram bíð- um spenntir eftir nýju íþróttahúsi Fram, sem verður mikil lyftistöng. Annað sem kemur í veg fyrir að leikmenn fari eigin leiðir er að al- varan er orðin of mikil. Það vantar oft léttleikann. En það er einu sinni svo að agaður handknattleikur ræð- ur ríkjum í alþjóðlegum handknatt- leik, þannig að menn verða að ná tökum á öguðum leik til að ná árangri.“ Góður efniviður hjá Fram Gunnar Andrésson byijaði að leika með Framliðinu 17 ára, 1987, og lék hann þá við hlið Atla Hilm- arssonar og Hannesar Leifssonar. Gunnar var þá yngsti leikmaðurinn hjá Fram, en nú er hann einn elsti leikmaður Framliðsins aðeins 21 árs. „Það hefur orðið geysileg breyting hjá Fram. Við erum með stóran hóp af ungum og efnilegum leikmönnum, en reynsluleysið hefur háð liðinu. Fram þarf að fá einn til tvo reynda leikmenn til að ná lengra, en ég hef trú á því að eftir eitt til tvö ár verði liðið orðið öflugt. Það mun ekki skemma fyrir að við erum að fá okkar eigin heimavöll, sem á eftir að verða mikil lyfti- stöng. Það verður allt annar andi í herbúðum okkar þegar við förum að leika heimaleiki okkar á félags- svæði Fram. Það eru stórhuga menn hjá Fram og ný stjórn undir stjórn Halldórs Lúðvíkssonar hefur gert mjög góða hluti í vetur. Þá erum við með góð- an þjálfara sem Atli Hilmarsson er, en hann og Jón Ámi Rúnarsson liðs- stjóri hafa haldið vel á málunum. Atli kom með æfingar sem hafa veitt okkur mikla skemmtun og það hefur enginn leiði verið í hópnum, eins og oft áður eftir miklar æfing- ar. Árangurinn hefur verið ágætur og við náðum þvi sem við ætluðum okkur - einu af átta efstu sætunum í 1. deild, sem gaf okkur rétt á að leika í úrslitakeppninni." Þið mætið Víkingum, sem flestir spá öruggum sigri gegn ykkur. Verðið þið auðveld bráð fyrir Vík- inga? „Nei, það ætlum við okkur ekki að vera. Við erum kannski sýnd veiði, en ekki gefin. Þó að Víkingar hafi unnið okkur stórt f síðasta leiknum segir það ekki alla söguna. Við veittum Vikingum harða keppni í Reykjavíkurmótinu og í fyrri leikn- um í 1. deildarkeppninni - í Vík- inni, þar sem við vorum klaufar að tapa. Það verður ekkert gefið eftir gegn Víkingum. Við höfum allt að vinna en engu að tapa,“ sagði Gunnar Andrésson, sem var með í hvorugum landsleiknum gegn Slóv- eníu í vikunni þar sem hann lá í flensu. Nýborg # Ármúla 23, sími 83636. Stærðir 36-41. Verð kr. 6.900,- Staðgreiðsluafsl. 5% - Póstsendum samdægurs KRINGLAN 8-12 SÍMI 888345 J-b~úof+ MILANO LAUGAVEQI81S 10655 Jt Fjárhagsöryggi til framtídar: TAKTU SKATTAFSLÁTTINN OG LIFEYRINN ÞINN MEÐ í REIKNINGINN! BÚSTÓLPI HUSNÆÐISREIKHINGUR Bústólpi, húsnæðisreikningur Búnaðarbankans, er kjörinn fyrir þá sem vilja safna í varasjóð og hyggja sér fjárhagslegt öryggi í framtíðinni. Há ávöxtun, 25% skatt- afsláttur og húsnæðislán gerir húsnæðisreikning Búnaðarbankans að einum besta sparnaðarkosti sem völ er á. Taktu 25% skattafslátt og lífeyrinn þinn með í reikninginn. BESTU ÁVÖXTUNARKJÖR Húsnæðisreikningur er verðtryggður spari- reikningur og ber ávallt hæstu vexti almennra innlánsreikninga bankans hverju sinni. 25% SKATTAFSLÁTTUR Húsnæðisreikningur Búnaðarbankans veitir rétt til skattafsláttar sem nemur einum fjórða af árlegum innborgunum á reikninginn. Við álagningu skatta kemur afslátturinn til lækkunar á tekju- og eignarskatti eða útsvari álagningarársins. Um skattafsláttinn gilda sömu reglur og um persónuafslátt. SVEIGJANLEGUR BINDITÍMI - EIGIN LIFEYRISSJÓÐUR Binditími húsnæðisreiknings er að lágmarki 3 ár og að hámai'ki 10 ár. Heimilt er að taka út af húsnæðisreikningi þremur árum eftir að sparnaður hefst ef eigandi reiknings ráðstafar inneigninni til byggingar, kaupa eða verulegra endurbóta á eigin íbúðarhúsnæði. Einstakling- ar sem orðnir eru 67 ára eða eru 75% öryrkjar geta tekið út af reikningnum í heild til frjálsrar ráðstöfunar eftir 5 ára sparnaðartíma. Eftir 10 ára sparnaðartíma er innstæðan laus til útborg- unar án skilyrða. Þannig nýtist húsnæðisreikn- ingur sem eins konar Iífeyrissjóður. Um húsnæðisreikning gilda lög nr. 49/1985. Nánari upplýsingar fást í næsta útibúi Búnaðarbankans. Kynntu þér Bústólpa! DÆMI UM SPARNAÐ OG ÁVÖXTUN Á HÚSNÆÐISREIKNINGI Forsendur: 1. Lagðar eru inn 10.000 kr. i lok hvers mánaðar. 2. 6.75% raunvextir sem leggjast við höfuðstól í árslok. 3. Fast verðlag. 4. Skattafsláttur 25% Sparnaðartfmabil 3 ár 5 ár 10 ár Samtals innborqað 360.000 600.000 1.200.000 Vextir 36.752 107.898 489.216 Samt. innborgað + vextir 396.752 707.898 1.689.216 Skattafsláttur 90.000 150.000. 300.000 Meðal raunávöxtun 21.85% 15.76% 10.76% RETTUR TIL LANTÓKU Sparnaðartími Margfeldi af höfuðstól Hámarksupphæð láns 3 ár 2 1.000.000 4 ár 3 1.500.000 5 - 8 ár 4 2.000.000 9 - 10 ár 4 2.500.000 Innborgun á hverjum ársfjórðungi er nú að lágmarki kr. 10.790 og að hámarki kr. 107.090. BUNAÐARBANKINN - Traustur banki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.