Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 4
4 C kvöminni þegar búið var til marsipan fyrir jólin. Mamma og pabbi voru gleðifólk og skemmtileg heim að sækja. í veislum þeirra ríkti glaðværð og skemmtilegheit, en það var ekki drukkið neitt mik- ið, þótt vín væri haft um hönd. Pabbi átti vínkjallara á bannárun- um. Þegar bannið gekk í garð máttu menn halda því víni sem þeir þá áttu. Pabbi hafði byrgt sig vel upp og hafði herbergi i kjallar- anum með hillum sitt hvorum meg- in, sem í lágu flöskur í röðum. Pabba þótti gott að fá sér í staup- inu en fór vel með það. Einstaka sinnum þegar þær fóru út að versla mamma og vinkonur hennar, t.d. á Þorláksmessu, þá drukku þær kampavín þegar þær komu heim. Kvenfólk drakk ekki sterkt vín á þeim árum. Það drakk vín með mat en kokteilar þekktust ekki. Þegar að herramir fóru í herraher- bergið til að fá sér vindla og kaffi með viskí, drukku konurnar bollu og reyktu tyrkneskar sígarettur. Þá þéruðust allir, fólk þurfti að þekkjast ansi lengi til þess að fara að þúast. Á Eskifírði vissi ég um saumaklúbb sem var starfandi í áratugi og konumar í honum þér- uðust alltaf. BREYTTIR TÍMAR Eftir lát föður míns tók veislu- gleðin enda og líf mitt allt miklum stakkaskiptum. Mamma fór til Danmerkur með allt sitt en sendi mig eins og fyrr sagði á kostskóla til Englands. Mig langaði til að fara í Menntaskólann í Reykjavík, en það vildi hún ekki og þannig varð það að vera. Ári eftir að pabbi lést dó einnig systir hans. Um svip- að leyti andaðist einnig Halldóra móðursystir mín, sem annaðist mig fyrst eftir að móðir mín dó og mér þótti mjög vænt um og saknaði mikið. Þá dó líka Ingibjörg Brands vinkona móður minnar, sem mér þótti líka mjög vænt um. Mér líkaði þegar til kom vel í enska heimavistarskólanum. Ég var eini útlendingurinn og skóla- systur mínar komu allar og störðu á mig þegar ég kom fyrst, af því þær héldu að ég væri eskimói. Mér reyndust þær indælar. Ég lærði þarna margt gagnlegt fyrir utan enskuna, t.d. að að teikna og mála og hlusta á sígilda tónlist, svo voru sérstakir listfræðitímar. Ég naut þess hvað ég var vel undirbúin frá skólanum í Landakoti. í enska skólanum hafði t.d. aldrei sést önnur eins handavinna og sú sem ég hafði lært í Landakoti. Kénnslu- konumar voru dolfallnar þegar ég var að sauma í jólagjafír, eins og ég var vön að gera. Systir Klem- enzía leyfði okkur vanalega koma klukkustund áður en kennsla byrj- aði í Landakoti til þess að mála eða sauma meðan hún fræddi okk- ur. Hún var besti kennari sem ég hef nokkum tíma haft. Hún lét okkur oft fara í spurningakeppni. Dagný Ellingsen vann alltaf, hún var mikill námshestur en dó ung úr berklum. Eftir pabba erfði ég húsið í Tjarnargötu 35 og miklar eignir aðrar. Eggert Claessen var fjár- haidsmaður minn. Mér var mánað- arlega greidd sérstök upphæð sem m.a. var ætluð til fatakaupa. Kona að nafni frú Lassen sá um að taka á móti mér í skólafríum og velja á mig föt. Hún fór með mig í flarrods og keypti þar á mig for- kunnar fallega kjóla og meira að segja pels. Hún hafði verið mjög rík og vissi hvar og hvemig átti að.'kaúpa fatnað í London. Eg réð íitiu en hún var ákaflega smekk- ; leg. Þegar ég kom til íslands eftir tveggja ára veru á kostskólum var 4 4g hjjög yel klædd, en ekki farin að -rnála mig. Nanna Ólafsson vin- kona mín var afskaplega tineyksl- ' uð 'á því. Hún var þ)á löngu farin að mála sig og farinst ég vera ótta- legt barn. Ég var þó mun skárri í þeim efnum en ensku stelpurnar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992' sem ekki vissu hvemig bömin urðu til. Ég sagði þeim það. í FRÖNSKUM KLAUSTURSKÓLA Eftir veruna í enska heimavist- arskólanum fór ég með mömmu og systur minni tii Suður-Frakk- lands. Þetta var í byijun kreppunn- ar og það var ódýrt að búa þar. Fengin var kennslukona til að segja okkur til i frönsku. í þessu þorpi dvaldi m.a. Knud Hamsun skáld, ég fór oft með syni hans Tore í bíó til Nice ásamt Pétri kennara hans. Tore hafði haft berkla og var mjög feiminn ungur maður. Einnig dvaldi þarna norski rithöfundurinn Peter Egge. Með honum og konu hans fór ég í marg- ar ferðir um S-Frakkland. Svo fór mamma heim til Danmerkur en ég fór í klausturskóla í Mið-Frakk- landi þar sem vinkona mín Nanna Ólafsson var. Þótt mér þætti gam- an þar og í enska skólanum er ég á móti kyngreindum heimavistar- skólum. Ég tel slíka aðgreiningu ekki heppilega þegar hormónamir eru farnir að spila í fólki á ungl- ingsárunum. í klausturskólanum varð ég vitni að því að margar stelpurnar urðu hrifnar af nunnun- um og sá hvemig sumar fengu augastað á sérstökum stúlkum úr hópnum. Foreldrar einnar stúlku sem lenti í slíku komu og sóttu dóttur sína og drógu hana grát- andi út í bíl. Ári seinna strauk hún víst aftur í klaustrið til nunnunnar sem hún var svo hrif- in af. Ég man hvað mér fannst sú kerling ljót, hún var með yfír- skegg hvað þá meira. Hvað gerðist á milli þeirra veit ég auðvitað ekki en það vora fjórar stelpur sem voru svona útvaldar og við kölluðum þær „hinar heil- ögu“. Nunnurnar gættu okkar vandlega ef eitt- hvað karlkyns var í nágrenninu. Einu sinni fór ég út að ganga í skemmtigarði. Skömmu seinna fréttist í klau- strið að sést hefði til pilts sem dvaldi við frönskunám hjá presti í þorpinu. Það varð uppi fótur og fít og ég sótt í snarheitum þótt ég þekkti manninn alls ekki neitt. Eitt sinn kom í heimsókn í klaustrið norskur piltur, Ferdinand Finne, bróðir einnar stelpunnar. Hann var mjög fallegur og við féllum auðvitað all- ar fyrir honum. Mér var seinna sagt að hann hefði orðið þekktur leikhúsfatahönnuður og ástmögur hins fræga leikara John Gielgud. Svo við stelpumar hefðum getað sparað okkur hrifningarandvörpin í klaustrinu forðum daga. í DANMÖRKU Sumarið 1930 fór mamma heim til íslands. Þá var von á mörgum vinum okkar frá Vesturheimi vegna alþingishátíðarinnar svo hún opnaði húsið og hafði tvær vinnu- koriur og við dvöldum heima tii hausts. Þá fóram við til Danmerk- ur þar sem ég var send á mjög fínan húsmæðraskóla. 'Þetta • var. svo önn skóli að .við þurftum aldr- ei að þvo potta eða 'skúra góÍL Okkur var bara -kennt að þvo upp, hitt var gert ráð fyrir að vinnukon- umar myndu annast. En við lærð- um að búa til ódýran en góðan Guðrún Laxdal 18 ára. mat, því þetta var á kreppuárun- um. Mér fannst mjög fíragt á kokk- askólanum. Að honum loknum fór ég í hinn fína nýstofnaða Margaretuskóla og lærði þar að sauma á mig föt, sem kom mér að miklu gagni síðar meir. Margrét prinsessa var vernd- ari skólans, sem enn í dag er fín- asti skólinn sinnar tegundar í Dan- mörku. Loks fór ég svo á Translatórskólann og lærði þar hraðritun, vélritun og fleira sem laut að verslunarstörfum. HJÓNABAND Ég fór auðvitað oft út með vin- um mínum í Kaupmannahöfn eftir að ég kom þangað árið 1931, þótt þeim þætti reyndar mamma ströng og kölluðu mig í gríni. „Det forkug- ede barn“. En ég hefði aldrei gifst dönskum manni því ég eaknaði ísiands svo mikið að ég tók ekki á heilli mér. Sérstaklega þráði ég að sjá íslenska náttúru, Esjuna og svo Austurstræti. Þegar ég var tvítug giftist ég Sigurði Arnalds. Ég þekkti hann frá uppvaxtarárun- um, en hitti hann aftur á Hótel Borg þegar ég var í stuttri heim- sókn á íslandi. Sigurður var sonur Ara Arnalds og Matthildar dóttur Einars H. Kvarans. Þau skildu og Matthildur giftist seinna móður- bróður mínum Magnúsi Matthías- syni. Matthildur var stórgáfuð kona, mælsk og óvenjulega vel menntuð þótt ekki nyti hún lang- skólamenntunar. Við Sigurður giftum okkur heima hjá séra Bjarna Jónssyni. Á eftir var óskaplega stór veisla í Oddfellow-húsinu. Ég var með fjögurra metra slör og efnið í brúð- arkjólinn var pantað frá London. Hann var úr grófri blúndu og ég litaði hann ljósbláan og notaði hann sem ballkjól nokkur ár á eft- ir. Þegar hann var úr sér genginn saumaði ég mér flottan kjól úr slör- inu sem ég litaði blátt áður. Við Sigurður eignuðumst saman tvo syni, Jón og Ragnar, en skildum eftir níu ára hjónaband. Við skiln- aðinn fékk ég í minn hlut húsið í Tjarnargötu 35, þar sem ég var fædd og uppalin. Áðrar eignir mín- ar höfðu gengið til þurrðar á kreppuáranum. Húsið í Tjarnar- götunni hafði verið leigt frá 1930 og í því var fyrst rekin fæðingar- stofnun og seinna sjúkrahúsið Sól- heimar. Árið 1946 seldi ég Reykja- víkurbæ það til niðurrifs, þá stóð til að byggja hótel þar rétt hjá og lóðin átti að fara undir bílastæði. En hótelið var aldrei byggt, húsið stendur enn og Rauði krossinn rekur þar nú athvarf fyrír ungl- inga. Skömmu eftir að við Sigurð- ur skildum giftist ég Jens Figved. Hann stofnaði KRON og seinna Innkaup hf. Hann varð bráðkvadd- ur í Bandaríkjunum eftir eins árs hjónaband. ANTIK-VERSLUN Snemma árs 1946 keypti ég upp lager sem keyptur hafði verið í Danmörku fyrir konu Gunnlaugs Blöndals, sem hann var þá skilin við, og vinkonu hennar hér á landi. Innflutningsleyfí var fyrir hendi én vinkonan heyktist hins vegar á að opna antik-verslunina og mér var boðið að ganga inn í þetta. Ég ákvað að slá til. Þá var hægt að kaupa fínustu útskorin húsgögn fyrir lítinn pening í Danmörku og Bretlandi. Ég fékk húsnæði á Freyjugötu 1 og seldi fyrsta daginn húsgögn fyrir 85 þúsund krónur, þetta var ofboðsleg upphæð joá. Ég var ein við afgreiðsluha og nærri að niðurlotuiri komin. Dag- inn eftir seldi ég fyrir 60 þúsund. Ég var með bílstjóra í förum, tveimur dögum seinna gat ég fyrst Matthías Jochumsson farið að taka upp aðra vöru, svo sem gler, postulín, kristal og silfur. Skömmu seinna fór ég í inn- kaupaferð. Innflutningsleyfíð var stílað þannig að ég mætti kaupa leirvörar, glervörur, silfur og post- ulín o.s.frv. frá Englandi, Dan- mörku, Hollandi og Frakklandi. Ég keypti svo mikið að ég varð að fá tollarana til þess að koma upp í búð til mín til að skoða varn- inginn í kössunum. Nokkuð löngu seinna urðu peningaskipti á íslandi til þess að þeir sem grætt hefðu ólöglega yrðu að fara og skipta um seðla. Fyrir peningaskiptin urðu viðskiptin mjög fjörug hjá mér því margir vildu heldur fjár- festa í antik-vörum en skipta á seðlum. VERSLAÐ MEIRA Eftir peningaskiptin skullu á höft og erfítt varð að fá innflutn- ingsleyfi og ómögulegt frá Dan- mörku. Þá borgaði ég frú Blöndal út úr fyrirtækinu og flutti verslun- ina á Laugaveginn, þar sem Freyjugatan var orðin of fjarri al- faraleið þegar ég hafði ekki lengur þá eftirsóttu vöra sem ég hafði verið með. Á Laugaveginum versl- aði ég m.a. með gler og leirvörar sem ég keypti gegnum umboðs- menn hér á landi. Nokkra seinna var verslunarhúsnæðið rifið og þá settist ég í þijú ár á skrifstofu, fyrst hjá hjá Vélum og verkfærum og svo hjá Globus. En þar var ég stutt því mér var boðin verslunar- aðstaða í Hafnarstræti við hliðina á Zimsen. Þar hafði verið minja- gripaverslun og ég bauð í lagerinn. Einn af eigendunum var ekki spenntari en það að hann fór með tilboðið í vasanum austur á land og gleymdi því. Ég keypti mér þá upp nýjan lager. Ég var óreynd á þessu sviði og vissi ekki vel hvað ég ætti að kaupa. Ég keypti t.d. bara 20 gærur en hefði getað selt 40, af öðru keypti ég alltof mikið. Auk þess var um of liðið á sumar- ið þegar ég opnaði minjagripa- verslunina Stofuna, sem ég rak í 20 ár. Eftir þessa byijunarörðug- leika gekk mér ágætlega og hafði gaman af að versla. Eg hef hins vegar aldrei verið nógu ágjörn og aldrei þótt nægilega vænt um pen- inga til þess að verða rík á verslun- arrekstri. Rétt eftir að Þjóðleikhúsið tók til starfa árið 1950 fór ég að vinna þar við leiksýningar, í „propsinu" sem kallað er, eða leikmununum, og hafði mjög gaman að þeim störfum þótt full umfangsmikil yrðu. Ég hætti í Þjóðleikhúsinu fáum áram seinna þegar dóttir mín, Elín Laxdal Stefánsdóttir, fæddist. Ég var þá fyrir mörgum árum flutt með drengina mína að Sundlaugavegi 26, þar sem ég hafði keypt hæð og ris í nýbyggðu húsi. Héðan er stutt í sundlaugarn- ar sem ég hef verið duglega að sækja. Ennþá finn ég hamingjutil- finningu gagntaka mig þegar ég geng út og sé Esjuna blasa við. Ég er ákaflega fegin og þakklát að hafa fengið að fæðast og búa mest alla mína ævi á íslandi. Ég hefði ekki getað hugsað mér að búa annars staðar.“ Það sem hér hefur á undan far- ið er aðeins lauslegt ágrip af „dramatískum" lífsferli konu, sem forsjónin úthlutaði ríkulegum vöggugjöfum. Hún var borin til auðæfa og fékk glæsileika, gáfur og fegurð í vöggugjöf, sem enn er eftirtektarverð þótt árin hafi færst yfir. Það sem mér er þó hugstæðast úr fari Guðrúnar Laxdal er hin þóttafulla og kjark- mikla afstaða þil lífsins, sem fölskva hefur ekki slegið á þótt dauðinn hafi margoft höggvið nærri henni og veraldariánið stundum verið valt. Best lýsa henni kannski hennar eigin orð: „Ég er í eðli -mínu frekar léttlynd kona,“ sagði hún. „Ég er svo mikil bjart- sýnismanneskja að ég ræð alltaf krossgátur með penna.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.