Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 15.03.1992, Qupperneq 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 C 5 Einkaeign - opinber forsjá? RÍKISÚTGJÖLD til bygginga á félagslegu íbúðarhúsnæði hafa verið aukin til muna undanfarin ár og námu 5,2 miHjörðum króna á síðasta ári úr Byggingarsjóði verkamanna og er eftirspurn þeirra, sem leita eftir slíkum lán- um, meiri en framboð. Mikil fólksfjölgun á sér stað á höfuð- borgarsvæðinu og víða annars staðar á landinu. Þrátt fyrir það seljast íbúðir, byggðar á frjálsum markaði, ekki. I ljósi þessa hefur Meistara- og verktakasamband byggingarmanna ákveðið að standa fyrir ráðstefnu, sem hefst á Hótel Loftleiðum, þriðjudaginn 17. mars kl. 12.00. Á ráðstefnunni verður tekist á um andstæð sjónarmið og nefnist erindi Jóhönnu Sigurðardóttur, fé- lagsmálaráðherra, Á réttri leið. Örn í. S. Isebarn, húsasmíðameistari og formaður Meistarafélags húsa- smiða, spyr hvort ríkjandi húsnæð- islánakerfi sé andstætt einkafram- takinu, erindi Ragnars Önundar- sonar, framkvæmdastjóra íslands- banka, nefnist Geta bankarnir skor- ist í leikinn? Erindi Yngva Arnar Kristinssonar, formanns stjórnar Húsnæðisstofnunar ríkisins, ber yfirskriftina Húsbréf, áfangi að einkavæðingu húsnæðislána? Þor- Iákur Helgason, varaformaður Neytendafélags höfðurborgarsvæð- isins, flytur erindi sem nefnist Gagnast núverandi kerfi neytend- um? Guðmundur Eiríksson, fram- kvæmdastjóri Loftorku, Borgar- nesi, flytur erindi um íbúðarbygg- ingar á landsbyggðinni, fram- leiðslukostnað — markaðsverð og Þórólfur Halldórsson, formaður Fé- lags fasteignasala, leitast við að svara spurningunni Hvers vegna seljst nýjar íbúðir ekki? Þá flytur Einar Kr. Guðfinnsson, alþingis- maður, erindi um Sjálfheldu félags- legs íbúðakerfis. Guðmundur Árni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, stjómar umræðum en ráð- stefnustjóri verður Hreinn Loftsson, aðstoðarmaður forsætisráðherra. Ráðstefnan hefst, eins og áður seg- ir, klukkan 12.00 með hádegisverði og erindi félagsmálaráðherra. (Fréttatilkynning) Tónleikar til styrkt- ar Finni Eydal EINS og kunnugt er hefur Finnur Eydal átt við heilsuleysi að búa undanfarið og hefur orðið að fljúga þrisvar í viku frá Akureyri til Reykjavíkur til að fara í gervi- nýra. Félagar hans og vinir hafa undanfarið safnað fé til að kaupa lítið gervinýra er hægt væri að hafa á Akureyri og nú er það komið til landsins, en herslumun- inn vantar til að borga tækið og það sem því fylgir. Því efna Zonta-systur og Jazz- vakning til tónleika í Súlasal Hótels Sögu sunnudagskvöldið 15. mars og hefjast þeir kl. 21.00. Fram koma: Sveiflusextettinn, Kristján Magnússon og hljómsveit, Árni Scheving og félagar, Björn Thoroddsen og Steingrímur Guð- mundsson og þeirra lið, Kuran Swing, hljómsveit Ólafs Gauks ásamt Önnu Mjöll, tríó Carls Möllers með söngvurunum Andreu Gylfa- dóttur, Ellý Vilhjálms og Ragnari Bjarnasyni ásamt blístraranum Óm- ari Ragnarssyni og að lokum mun hljómsveit Finns Eydals leika, en þar eru m.a. innanborðs Helena Eyjólfs- dóttir og Ingimar Eydal. Hermann Gunnarsson og Vernharður Linnet verða veislustjóráí-. (Fréttatilkynning) Iðnskóladagurinn -w 1 r 1 • r 1 • M 1 r* * *• Iðnskólinn í Reykjavík hefur opið hús í dag, 15. mars, frá kl. 13-17 Kaffihlaðborð og skemmtiatriði á vegum nemenda. --------------------------------- Sumarhús, sem nemendur hafa í skólahúsunum á Skólavörðuholti. byggt og innréttað & skóiaánnu, verður til sýnis og sölu. Verklegar deildir verða til sýnis idnlánasjóður Hjá ANDRÉSI Fermingarföt í úrvali.Verð kr. 10.900-13.900. Herraföt í úrvali. Verð kr. 5.500-14.900. Stakir jakkar nýkomnir. Verð kr. 4.900-9.900. Blússur, hattar og stakar buxur í miklu úrvali. Andrés, Skólavörðustíg 22a, sími 18250. Póstkröfuþjónusta. Kulda og vinnufatnaður í úrvali. Vatteraðir samfestingar. Verð kr. 5.400. Stakar buxur. Verð kr. 1.000-6.500. Andrés - Fataval Höfðabakka 9c, sími 673755. (Opið frá kl. 13-17.30 mánud.-föstud.) \í 1917-1992 75 VERSLUNARRÁO ÍSLANDS Morgunverðarfundur fimmtudaginn 19. mars 1992 í Átthagasal Hótels Sögu íd.08.00 - 09.30 Fjárfesting erlendra aðila # í íslenskum sjávarútvegi: UTLENDINGAR í FISKINN BOLVUN EÐA BLESSUN? Frummælendur: Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra, Gestur Jónsson hæstaréttarlögmaður, Friðrik Jóhannsson framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands hf. og Kristinn Björnsson forstjóri Skeljungs hf. Allt að 25 mínútur gefast fyrir athugasemdir, fyrirspurnir og svör. Fundarstjóri: Haraldur Haraldsson forstjóri Andra hf. Aðgangur með morgunverði af hlaðborði kr. 1.000. Fundurinn er opinn, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku fyrirfram í síma Verslunarráðsins 676666 ( kl. 08 - 16). VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS SIEMENS Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara! Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið! • Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6. • Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13. • Borgarfjöröur: Rafstofan Hvítárskála. • Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, Munaðarhóli 25. • Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42. • Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7. • Búöardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12. • ísafjöröur: Póllinn hf., Aöalstræti 9. • Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1. • Sauðárkrókur: Rafsjá hf„ Sæmundargötu 1. • Siglufjöröur: TorgiB hf„ ABalgötu 32. • Akureyri: Sír hf„ Reynishúsinu, Furuvöllum 1. • Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a. • Þórshöfn: Noröurraf, Langholti 3. • Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24. • Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31. • Egilsstaðir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1. • Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13. • Höfn í Hornafiröi: Kristall, Hafnarbraut 43. • Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18. • Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4. • Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29. • Garöur: Raftækjav. SigurÖar Ingvarssonar, Heiðartúni 2. • Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.