Morgunblaðið - 15.03.1992, Page 9

Morgunblaðið - 15.03.1992, Page 9
C 9 MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992 Svona leit Cameron House út áður fyrr. flXRHGRS'VKDm./Afhverj u eru ,ykastalasetur'“ svona vinscel hótel? ________ 300 ára „laistalusetur“ á bökkiim Loch Lomond í SKOTLANDI heita stöðuvötnin Loch og þjóðsagan segir, að í djúpi þeirra búi kynjaverur. Margir hafa heyrt um Loch Ness skrímsiið sem minnir á Lagarfljótsorminn okkar. En áttavitinn stefnir ekki á Loch Ness, heldur Loch Lomond og þar er sagt „að eyjar fljóti á vatnsborðinu, að háar öldur rísi i logni og fiskar syndi tálknalaus- ir“. Áfangastaðurinn er 300 ára „kastalasetur“ á vatnsbakkanum sem nýlega er búið að breyta í hótel. Oþað er myrkur við lendingu í Glasgow. Og ég á eftir að aka bílaleigubíl, vinstra megin, í ratleik út úr borginni. Ég flýti mér að þrífa töskuna af bandinu og stefni með hraði út. En ein- hver kemur hlaup- andi á eftir mér, og „ég á þessa tösku“ segir brúna- þungur maður með golfkylfur og hrifs- ar gráu töskuna af handkemmni. Gat það verið? Jú, reyndar. En hvar var þá mín taska? Eftir streituhlaðin augnablik eru réttar töskur komnar í réttar hend- ur. Eins gott að flýta sér hægt. En i Cameron House bíða konur frá Ferðamálaráði Glasgow-borgar eftir íslenskum blaðamanni, svo ekki er til setunnar boðið. „Vinstri beygja við hringtorg,“ segir á leiðarkorti, „yfir Erskine-brúna og áfram eftir A82 að hóteli." Allt gengur eins og í sögu. Góðar merkingar og auðvelt að aka á eigin vegum út úr Glasgow.„Bara beint af augum, góða mín, beint af augum," segir sá sem tekur við vegatollinum. Skotar eru svo elskulegir. Eftir hálftíma akstur glampar á skiltið Cameron House í bílljósum. Grænklæddur dyravörður, með gullsnúrur á öxlum, opnar dyrnar jafnskjótt og bíllinn rennir upp að. Ferðaþjónustan búin að taka við veg- amóðum ferðamanni. Alltaf er jafngaman að ganga inn í gömul óðalssetur. Svipuð tilfinning og maður renni sér með „tímahjól- inu" aftur á bak. Eldur logar í hverri eldstó (horft yfir gasloga nútímans), notalegt eftir gráan regnúða utan dyra. Fyrri óðalseigendur horfa úr gylltum málverkarömmum niður á hótelgesti. Hátíðlegur alvarleiki þeirra er örlítið skoplegur í saman- burði við brosandi andlitsmyndir nú- tímans. Hvert gistiherbergi er með eigið svipmót. Skrautlegt rykkilín yfir himinsængum, sófar og stólar myndu sóma sér í fínni fommunabúð. „Þessi arinn fannst uppi á miðjum vegg, þurfti að lyfta gólfínu," segir Tessa, blaðafulltrúi hótelsins og bendir á eldstæði í herbergi númer sjö. „Hús- ið var mjög illa farið af fúa, þegar hótelkeðjan Craigendarroch keypti það ’89. Allt var endurnýjað í fyrri stfl, nýjar gistiálmur, sundlaug og líkamsræktaraðstaða byggð út frá.“ Yfír kvöldverði (besti sælkerastað- ur Skotlands ’92) segir Tessa, að Pavarotti sé væntanlegur á hótelið. „Hann fær auðvitað fínustu svítuna þar sem ég eyddi brúðkaupsnóttinni þegar hótelið var opnað í ágúst ’90,“ segir Tessa. „Brúðkaupsferðin var sigling eftir Loch Lomond og brúð- kaupsveislan haldin í litlu þorpi við vatnið. Hér eru alltaf brúðhjón um hverja helgi.“ Að morgni er horft yfir víðar grasflatir hvítar af kroppandi gæs- um. Krónumikil tré standa á höfði í lognkyrrum vatnsfleti. En engar öld- ur sjást í logninu eða fljótandi eyjar, enda þoka og regnúði svo ekki sést til fjalla. Einn fyrsti ferðaritari Skota frá 18. öld, Tobías Smollett, var frændi fymi óðalseigenda og dváldi hér oft. Hann sagði um Loch Lom- ond: „Þetta svæði væri paradís á jörðu, ef ekki væru rigningarálög yfir því líkt og Wales, vegna nálægð- ar hárra fjalla, vestlægrar hnattstöðu og Atlanthafslægðanna." Morgunte í bókaherbergi við arin- eld. Fáir gestir og ungi þjónninn fer að segja frá, þegar hann sem lítill strákur kom hingað með pabba sín- um. „Þá var safari-dýragarður á landareigninni,” segir hann „og fullt af allskonar bjarndýrum á grasflöt- inni. Ég sóttist eftir að koma hingað um hveija helgi. Það var oft ævintýralegt, þegar verið var að endurnýja húsið,“ segir hann og hlær. „Það fundust göng undir húsinu sem liggja bæði niður að vatni og upp í fjallshlíð. Nauðsyn- leg undankomuleið fyrir kastalabúa á 14. öld (eldri rústir undir húsinu) til að lokast ekki inni, ef ráðist var á kastalann. Þeir fengu býsna mikla innilokunarkennd sem skriðu eftir göngunum til að kanna þau. Aðrir villtust í bjarndýragerðum á lóðinni og lokuðust þar inni. Ég get ekki hugsað mér að vinna annarsstaðar. Þetta hús á mig allan,“ bætir hann við alvörugefinn. Á landareiginni eru ný raðhús á fallegum útsýnisstað ofan við vatnið. Leigð sem orlofshús yfir vikuna á sumrin, um helgar á vetuma. Þar gætu hæglega dvalið þrenn hjón í einu. Og níu hola golfvöllur ofan við bátahöfnina, þar sem lystiskipið ligg- ur nú við festar. Strax og vorar fyll- ist hér allt af ferðamönnum sem stefna út í eyjar eða í dagsferðir um vatnið. Fáir gestir eru nú á smárétta- stað á bryggjusporði og litla golf- og veiðarfæraverslunin er lokuð. — Liggur allt hér í dvala á vet- urna, spyr ég Tessu. „Alls ekki,“ segir hún. „Um hveija helgi koma eigendur þeirra," og hún bendir á alla sportbátana, „og gista um borð. Margskonar sportklúbbar blómstra í tengslum við bátana. Loch Lomond er ekki síður sótt af staðar- fólki en ferðamönnum.“ Já, hér væri gaman vera í hlýju sumarveðri eða eiga hvíldardvöl yfir helgi. En bíllinn bíður og ratleikur heldur áfram norður í skosku skíða- löndin. Því miður sést víðfræg nátt- úrufegurð hálandanna aðeins í gegn- um móðu og mistur frá snjó eða regni. Hve oft hafa erlendir ferða- menn ekki séð ísland í slíku „gjörn- ingaveðri" og bundið dulúðgan sagnahjúp við stórbrotið, norðlægt landslag, líkt og ég við Skotland. En um það er önnur saga. eftir Oddnýju Sv. Björgvins ÞJÓDLÍFSÞANKAR /Því gera konur þetta? Engan undir- lægjuhátt UM DAGINN KEYPTI ég mér jakka. Ég var nokkuð lengi að máta og dvaldi því drykklanga stund inni f litlu klefa bak við þykk Ijöld. Meðan ég enn var þar inni heyrði ég að viðskipta- vinur kom inn. Sfðan sagði björt konurödd stundarhátt: „Ég keypti hérna pils í gær, en þegar ég kom með það heim þá ærðist bóndinn.11 Sposk hugsaði ég með mér: Kannski var þarna um að ræða mann úr þeim fræga flokki karlmanna sem „ekki mega pils sjá“. Hvað skyldi hún vilja að afgreiðslukonan gerði, hjálpa sér að ráða við hinn ærða bónda, eða veita sér athvarf svo hann næði ekki til hennar. Eg ákvað að fara fram í.búð- ina til þess að sjá bæði pilsið og konuna. Ég veit varla á hveiju ég átti von, kannski niðþröngu pilsi með' klaufum langt upp á báðar hliðar, eða þá svo stutt pils að það hyldi varla sárustu blygðun kon- unnar. Þegar ég kom fram stóð af- greiðslustúlkan við borðið o g var að hengja umrætt pils uppá herðatré, það var grátt á lit og virtist sauðvenjulegt í alla staði, meira að segja með lokaðri klauf að aftan. Konan sem átti bæði pilsið og ærða bóndann stóð skammt frá og skoðaði peysur. Þetta var ljóshærð kona um fimmtugt, upplitsdjörf, sælleg og vel útlítandi, ekki þessleg að búa við kúgun af neinu tagi. „Það var mér ómögulegt annað en skila pilsinu úr því hann tók þessu svona, þótt ég væri sjálf mjög ánægð með það,“ sagði hún afs- akandi við afgreiðslukonuna um leið og hún rétti fram peysuna sem hafði valið sér í staðinn fyr- ir pilsið. „Þeir láta stundum svona,“ svaraði afgreiðslustúlkan spekingslega, með vott af huggunartóni í röddinni. „Jæja, takk fyrir,“ sagði sú Ijóshærða og _tók pokann sinn og fór. Ég stóð eftir og hugsaði um hvernig stæði á því að nokkurri konu dytti í hug að „selja sinn frumburðarrétt“ með þessum hætti. Ekki verður betur séð en það teljist til mannréttinda upp- komins fólks að það ráði sjálft hveiju það íklæðist, varði það ekki við lög um almennt vel- sæmi. í landi þar sem málfrelsi rlkir, er öðrum auðvitað heimilst að segja sína skoðun á klæða- burði annarra á kurteislegan hátt, en maður hlýtur að setja spurningamerki við geðheilsu manna sem ærast af tilefni sem þessu. Þetta atvik vakti mig enn einu sinni til umhugsunar um stöðu konunnar í þessu samfé- lagi. Það er ekki von að konur öðlist raunverulegt jafnrétti við karlmenn ef þær taka þá afstöðu að líta á þá sem skeilkult yfir- vald. Hlaupa jafnvel eftir duttlungum þeirra í þeim mæli að afsala sér rétti til að ráða sjálf- ar fatavali sfnu. Það er varla skynsamlegt að veita einum eða neinum slíka yfirburðastöðu. Sumum finnst þetta kannski ómerkilegt mál, en hvemig skyldi sú kona bregðast við í mikilvægu máli sem bregst á þennan hátt við í lítilvægu máli. Skyldi hún þá hafa andlegt þrek til þess að taka einarða af- stöðu gegn vilja mannsins. Ég leyfi mér að efast um það. Það er affarasælast fyrir konur að veija sjálfstæði sitt í smáum málum sem stórum. Ef fólk ven- ur sig á kjarkleysi í smáum mál- um vill kjarkurinn líka bregðast í alvarlegri málunum. Það er ekkert það í fari karlmanna sem réttlætir að láta þá sitja í yfír- burðastöðu og leyfa þeim að nýta sér hana. Þetta verðum við konur að hafa hugfast og breyta sam- kvæmt því. Hylli manna á ekki að kaupa með undirlægjuhætti. Þvert á móti á að koma mönnum í skilning um að það er ávinning- ur fyrir þá að eiga sér við hlið í lífsbaráttunni kjarkmikinn og úrræðagóðan jafningja. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.