Morgunblaðið - 15.03.1992, Blaðsíða 15
[-
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
C 15
Margir þátttakendur skarta og
skamrnstöfunum og allt þetta sjón-
ar-( lita- og heyrnarspil er vel til
þess fallið að rugla óframfærinn
sveitadreng úr norðrinu bláa í rím-
inu og í rýminu að auki.
FISKURINN HEFUR FÖGUR
HLJÓÐ
Tónlistin á MIDEM spannar allt
litrófið eða ætti maður kannski
frekar að segja tónrófið?
Hér er hægt að gefa sig á tal
við skrifræðislega útlítandi terelín-
buxnamenn á stökum ullaijökkum
gráum, sem vilja selja heimsbyggð-
inni pönkmetalískt dauðrokkað
hryllingstónlistarútfrymi og á kápu-
mynd skælbrosandi, rytjuleg múmía
með búrsveðju í hendi að leggja til
atlögu við hóp grandalausra grunn-
skólabarna.
Ef þetta er kannski ekki alveg
það sem maður er að leita að, má
til dæmis legja leið sína á bás býz-
anskrar helgitónlistar frá því um
landnám íslands, eða þá til eldri
Af fcrð íslcndinga á
MlDEM-kaupstefmma
í Cannes
Nú er gamla svarta hljómplatan
orðin að útdauðri risaeðlu, eða því
sem næst, og endurútgáfugósentíð
í plötubransanum, sem enn heitir
svo, því enginn hefur ennþá heyrst
nota orðið „diskabransi".
Hér eru líka frumsýnd ný tæki
og birgingarform tónlistar. Sony-
risinn japanski kynnir mini-diskinn,
sem hægt er að taka upp á og tek-
ur að auki sáralítið pláss og keppi-
nauturinn Philips heldur fram nýrri
stafrænni snældu, sem krefst að
vísu nýs kassettutækis, en er samt
hægt að spila í gamla rokknum.
Nýjar tálbeitur fyrir oss varnarlitla
neytendur í endalausri leit að viðun-
andi hljómgæðum.
ENGINN GRÆTUR
ÍSLENDING
íslenska sendinefndin á MIDEM
að þessu sinni er nokkuð fjölmenn
þegar best lætur. Fyrir megin-
flokknum fer Steinar Berg ísleifs-
son, forstjóri hljómplötuútgáfunnar
Steina hf., og sá Islendingur, sem
konu á jerseydragt, sem flaggar
ótrúlega fjölskrúðugu úrvali mand-
ólíntónlistar, þ.e.a.s. eldri konan,
og svo má ekki gleyma fjöllista-
manninum og íslandsvininum Kóp-
erníkusi, sem stofnaði eins manns
fyrirtæki um útgáfu á sínum eigin
torræða ljóðalestri með framsækn-
um og drungalegum þórdrunuund-
irleik.
Og allt þar á milli.
Mest er þó auðvitað af „venju-
legri“ tónlist, bæði dægurtónlist og
sígildri. Vegna tækninýjunga eins
og geisladisksins er mikið um end-
urútgáfu eldra efnis og aðilar í
hveiju landi fyrir sig keppast um
að gefa út, með leyfi frumútgefenda
og eigenda útgáfuréttar, hinar
gömlu upptökur á diskum.
hefur mesta reynslu og þekkingu á
hinum alþjóðlega útgáfumarkaði
tónlistar. Hann er hér í 10. sinn.
Hans hægri hönd er sá nýfertugi
og kankvísi holdgervingur sí-
bernsku rokks og róls, Pétur Krist-
jánsson, sem stýrir systurfyrirtæki
Steina, PS Músík og þriðji maður
er Guðbergur ísleifsson, innkaupa-
og sölustjóri Steina.
Lestina rekur svo greinarhöfund-
ur.
Hópnum bætist svo góður liðs-
auki í mynd ötuls hr. menningarfull-
trúa Jakobs Frímanns Magnússon-
ar frá London, en undir hans emb-
ætti heyrir markaðssókn íslenskrar
listar og menningar á erlendri
grund.
Hér hittum við síðan Asmund
r-!
Todmobile við útbreiðslu hins rammíslenska rokkfagnaðarerindis.
MEÐ HARÐFYLGNI, seiglu og heilmiklum fjárútlátum
hefur Steinum hf. tekist að skapa þau sambönd í hinum
evrópska hljómplötuheimi, að fjölþjóðaútgáfa fjögurra
platna fyrirtækisins stendur nú fyrir dyrum. Todmobile,
Friðrik Karlsson og Sálin hans Jóns míns, sem erlendis
gegnir nafninu Beaten Bishops, verða fáanleg á diskrænu
formi innan tíðar, í einum 10 Evrópulöndum og gætu fleiri
fylgt í kjölfarið. Þetta jafngildir um það bil þúsundföldun
á markaði í höfðum talið og þætti sjálfsagt saga til næsta
bæjar ef um lagmeti eða dilkaskrokka væri að ræða.
Eins er útgáfa á nýjustu
plötu Mezzoforte í burð-
arliðnum og það um heim
allan, því hróður þeirrar
sveitar er mikill, þó hún hafi ekki
verið mikili spámaður í eigin föð-
urlandi. Af þessu tilefni hefur
Todmobile boðist til að heiðra
MIDEM með nærveru sinni og
halda tónleika í sjálfu MARTINEZ
hótelinu, en þar er helsti sam-
komustaður Cannes þessa dag-
ana. Þetta þýðir að hljómsveitin
þarf heldur en ekki að bretta upp
ermarnar, því víkingafe’rðin hefst
klukkan 3 aðfaranótt sunnudags
á Akranesi, þegar sveitin lýkur
ieik sínum fýrir Skaga- og nær-
sveitarmenn. Vaskir tæknimenn
ganga snarlega frá margvíslegu
hafurtaski og síðan er ekið rak-
leiðis til Keflavíkur og flogið til
Lúxemborgar, þar sem stigið er
um borð í tvo sendibíla og keyrt
sem leið liggur suður Frakkland,
til Cannes. Þangað er komið um
miðnæturskeið og þó öllu síðar.
Verkefnið er erfitt: Að spila
fyrir fag- og atvinnufólk, sem
leggur annað mat og kaldrana-
legra á tónlist og flytjendur en
venjulegir tónleikagestir og er
aukinheldur gjaman með mjög
fastmótaðar skoðanir á því sem
gengur og ekki gengur.
En Todmóbílarnir standa undir
merkjum. Þau hafa skapað sér
sinn eigin stíl og falla í kramið
hjá þeim, sem trúa því að tónlist-
armenn eigi að leita nýrra leiða.
Hinir eru svo fjölmargir, sem gera
skýran greinarmun á tónlist sem
verslunarvöru og svo hinu, sem
þeim sjálfum fellur í geð. Todmo-
bile er eitt dæmið um lítið fyrir-
tæki í mengunarlausum léttiðnaði
tónlistargeirans, sem gæti veitt
(þau eru reyndar þegar byijuð,
ásamt fleirum) erlendum gjaldeyri
í þjóðarbudduna og ef marka má
nýjustu tíðindi í þjóðmálum, er
slíks full þörf.
Og er nema von að spurt sé:
Af hveiju er ekki stutt við bakið
á slíkum útflutningi, eins og ýms-
um öðrum? Eru dægurtónlistar-
menn óæskilegri aflendur gjald-
eyristekna en ýmsar aðrar stéttir.
Sé svo, af hverju?
Er nema von að litið sé til ríkis-
stjómar, sem skipuð er yfirlýstum
unnendum íslenskrar dægurtón-
listar (og jafnvel rómuðu texta-
skáldi) og þess krafist að hún
hætti að leggja virðisaukaskatt á
tónlist eina listgreina og hlúi frek-
ar að þessum nýsköpunarvaxtar-
broddi og komi honum til hríslu,
sem á gott á grænum bala.
Eða ætti frekar að líkja Todmo-
bile við trillu eða togara eða
rækjuvinnslu eða hafbeitarstöð
eða minnkabú eða kynbótastóð-
hest eða skyr eða lýsi eða lamba-
skrokk eða rafeindafyrirtæki eða
pijónastofu eða álver...?
Spyr bara sá sem ekki veit.
Jónsson, þann sem löngum var
kenndur við Grammið, en stýrir nú
hljómplötudeild Japis. Hann deilir
hér bási með norrænum kollegum
sínum og er enn sem fyrr óþreyt-
andi við að sinna málefnum og út-
vegun jaðartónlistar, sem illfáanleg
er í venjulegum hljómplötuverslun-
um.
Vér ísiendingar aðrir erum ekki
með bás á MIDEM, enda ekki gefíð
að leigja sér aðstöðu hér um slóðir.
Steinar Berg rifjar upp, að þegar
hann var búsettur í Englandi á vel-
mektarárum Mezzoforte og rak þar
útgáfufyrirtæki, greiddi breska
ijónið kostnað við MIDEM-farir
hans að þremur fjórðu hlutum og
trúlega ekki af bijóstgæðunum ein-
um saman því Bretar eiga mikið
undir sínum tónlistarútflutningi og
rækta þann garðskika af kostgæfni.
íslenskir ráðamenn hafa hinsveg-
ar löngum daufheyrst við hjálpar-
beiðnum dægurtónlistarmanna um
styrki og aðstoð og þótt eðlilegt að
þeir éti það sem úti frýs. Þó hefur
mátt greina góðan vilja á allra síð-
ustu árum, en mikið skortir þó á
skilninginn á þeim miklu sóknar-
færum, sem íslenskir tónlistarmenn
hafa skapað sér á erlendum mörk-
uðum.
Nokkrar vonir eru bundnar við
núverandi stjórnarherra, að þeir
muni sjá ljósið í myrkrinu og bæta
úr núverandi ófremdarástandi. Þeir
verða aliavega ekki í vandræðum
með að finna sér erlendar fyrir-
myndir, því þau iönd eru fá í
Vestur-Evrópu, sem ekki styðja við
bakið á sínum dægurtónlistargeira.
íslendingar hafa á þessu sviði
orðið (enn eina ferðina) að geir-
fugli og nægir að nefna það að
Grænlendingar höfðu bás á MIDEM
í fyrra, seldu tónlist sína í austur
og vestur og varð afskaplega vel
ágengt.
í ÚTLÖNDUM ER EKKERT
SKJÓL
Okkur verður tiðrætt um það hér
á MIDEM, að ísléndingar þurfi að
sækja fram djarflega á tónlistar-
heimsmarkaðnum; við eigum lista-
fólkið, höfundana, tæknimennina
og tækin eru til í landinu. Við þurf-
um að freista gæfunnar með hug-
verk okkar og sérkenni, vitandi að
það er pláss fyrir alls konar tónlist
í heiminum.
ísiendingar urðu fyrir áhrifamik-
illi bólusetningu í þessum efnum
hérna um árið, þegar ónefnd hljóm-
sveit af Suðumesjum kvaðst vera á
leið út í heim að færa út kvíarnar.
(Svona fleiri hundruð ára gamait
bændasamfélagshugtak er bara
hægt að nota um poppmúsík á Is-
landi og við skulum vera þakkiát
fyrir það.)
Síðan þá, hefur alltaf verið gert
svolítið grín að þeim dægurtónlist-
armönnum, sem hafa beint sjónum
sínum yfír pollinn, þeir sagðir vilja
verða heimsfrægir og allir sorgleg-
ustu eðlisþættir íslensku minni-
máttarkenndarinnar gagnvart hin-
um stóra umheimi hafa fengið að
leika lausum hala.
Engum dettur samt í hug að
halda því fram að íslenskir fisksalar
í útlandinu séu misheppnaðir þó
gervöll bandaríska þjóðin borði ekki
ýsu með hamsatólg á mánudögum.
Það er semsagt hægt að ná heil-
miklum árangri án þess að verða
heimsfrægur.
ERU EKKIALLIR í STUÐI?
Aðspurðir sögðu norrænir frænd-
ur okkar, að þátttaka á MIDEM
væri árviss, fastur liður og að eng-
inn efaðist um að þeim peningum
væri vel varið. Einokun Engilsaxa
á alheimsmarkaði heyrir sögunni
til, því æ fleiri framandleg nöfn
sjást nú og heyrast og sænskar,
danskar og norskar sveitir hafa
gert garðinn frægan um víða ver-
öld.
Sömu sögu segja Frakkar, en
Jaques Laing menntamálaráðherra
þeirra, er orðinn víðfrægur fyrir
stuðning sinn við dægurmenningu,
sem hefur á móti skilað ríkulegum
árangri. Þegar Laing heimsækir
MIDEM er líkast því að sjálfur páf-
inn sé á ferðinni, svo mikið er írafár-
ið í kring um hann.
Hann kom til íslands, vildi heyra
í Sykurmolunum og kom á fransk-
íslenskum rokkskiptum, sem hafa
veitt ferskri, spennandi tónlist inn
•í íslenskar hlustir. Og íslenskir hafa
stigið á stokk í Frans . . .
Svona eiga bændur að vera.
Þeir, sem heyrt hafa þá íslensku
tónlist sem tilbúin er til útgáfu er-
lendis, eru sammála um að nú sé
lag. Það er því okkar sjálfra að
vinna heimavinnuna og safna liði
og föngum.
Rokkararnir í ríkisstjórninni
gegna hér lykilhlutverki og þeir eru
vanir að kunna því vel. Ugefendur
og tónlistarfólk eru með á nótunum.
Það er því ekki eftir neinu að bíða.
Eru ekki allir í stuði?
Höfundur er tónlistarmaður og
hefur skrifað greinar fyrir
Morgunblaðið.