Morgunblaðið - 15.03.1992, Page 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ NIENNINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 15. MARZ 1992
MYNDLIST / Hvar eru sýningamarf
Hinir nýju sýn-
ingarstaðir
ÞAÐ ER mikill áhugi fyrir myndlist á íslandi og aðsókn að sýning-
um hér er mun meiri en stærð samfélagsins gefur tilefni til að
ætla. Síðasta áratug hefur orðið mikil sprenging í fjölda listsýn-
inga, en sýningarstaðir fyrir myndlist hér á landi hafa ekki eflst
að sama skapi. Þetta hefur leitt til ýmissa skyndilausna og mynd-
listarsýningar skjóta nú upp kollinum á ýmsum óvenjulegum stöð-
um, þannig að áhugasamir listunnendur mega hafa sig alla við
til að geta fylgst með því sem er að gerast. En er þetta að öllu
leyti heillavænleg þróun?
eftir Eirík
Þorlóksson
Stöku sinnum má sjá örstuttar
úttektir á þessu ástandi í
fjölmiðlum. Þá er haft samband
við nokkra helstu sýningarstaðina
(t.d. Listasafn Islands, Kjarvals-
staði, Nýlista-
safnið og listasal-
inn Nýhöfn) og
spurt um sýning-
ardagskrána.
Hún er alltaf
skipuð ár fram í
tímann — hið
minnsta — og út
frá því er síðan
ályktað að það sé erfitt fyrir nýja
listamenn að koma sér á framfæri.
Þetta er mikil einföldun á mál-
inu. Sýningarstaðir sem eru rekn-
ir af einhverri sjálfsvirðingu og
metnaði leggja skiljanlega mikið
upp úr að hafa dagskrána skipu-
lagða nokkuð fram í tímann, til
að auðvelda samninga um sýning-
ar, kynningar o.s.frv.; það bæri
vott um lítið skipulag, ef sýnin-
gatímabil í nánustu framtíð væru
ófyllt. Þessir staðir vinna vel og
þeir eru ekki vandamálið í sýning-
arhaldi í myndlist.
Vandamálið liggur einna helst
í fæð þeirra staða sem hafa slíka
sjálfsvirðingu til að bera. Það
vantar svo sem ekki að opnaðir
séu nýir sýningarstaðir fyrir
myndlist; einungis síðustu tvö eða
þrjú ár er hægt að nefna nokkur
dæmi um staði sem fóru af stað
með góðum áætlunum. Það sem
skortir á er hins vegar þolinmæði
og úthald þeirra sem vilja standa
að slíkum sýningarstöðum; það
tekur nefnilega alltaf nokkum
tíma fyrir nýja staði að skapa sér
nafn, verða að föstum viðkomu-
stað fyrir listunnendur, og að
komast inn á landakort gagnrýn-
enda. Sumir hinna nýju sýningar-
staða hafa þegar lagt upp laup-
ana, en frá öðrum heyrist aðeins
hóstakast með löngu og óreglu-
legu millibili. Úthaldið var ekki
til staðar.
í stað þess að sækja um sýning-
arrými á viðteknum sýningarstöð-
um eða taka þátt í að koma nýjum
stöðum á laggirnar hefur margt
ungt listafólk síðustu misseri grip-
ið til annarra ráða til að koma
verkum sínum á framfæri. Það
hefur lagt kapp á að koma verkum
sínum á veggi veitingahúsa, kaffi-
stofa og öldurhúsa og talið sig
þannig koma sínum verkum á
framfæri á nýstárlegan hátt. En
það er ekkert nýtt undir sólinni.
Það er áratugahefð fyrir sýn-
ingum á kaffihúsum á Islandi —
en sú hefð er eingöngu bundin
ákveðnum stöðum. Þannig á t.d.
Mokka-kaffí við Skólavörðustíg
langan feril að baki á þessu sviði
og Eden í Hveragerði hefur um
árabil verið vettvangur sýninga
áhugamálara (og jafnvel atvinnu-
málara), einkum á sumrin. Þarna
hefur áralöng viðleitni skapað
hefðir sem listunnendur geta
gengið eftir. En það þýðir ekki
að allar sjoppur við hringveginn
geti hýst myndlist, eða að hvert
öldurhús í Reykjavík sé efni í
menningarhöll; frekar má leiða
að því líkur að slíkir sýningarstað-
ir geti verið verri en enginn fyrir
efnilegt ungt listafólk.
Að njóta myndlistar er mjög
einstaklingsbundin lífsreynsla; sú
reynsla krefst bæði tíma og næðis
ef hún á að gera meira en að rispa
í yfirborðið. Á veitingahúsum, vín-
börum og í bensínsjoppum er
tryggt að margir reka augun í list-
ina; þar er stöðugt rennsli fólks
út og inn. En þar hafa fáir tíma
til að staldra við og njóta listar,
menn eru á ferðinni, að skemmta
sér, eta og drekka.
Sá listamaður sem vill koma
sinni list á framfæri við listunn-
endur verður að gera það við þær
aðstæður sem hin einstaklings-
bundna reynsla krefst. Kjósi hann
að sýna verk sín undir öðrum
kringumstæðum getur hann ekki
ætlast til að þeim verði tekið öðru
vísi en umhverfíð býður upp á;
þar sem glasaglaumur, góður
matur eða áfengi ráða ríkjum,
verður myndlistin aðeins hluti af
innréttingunum og rennur saman
við veggfóðrið.
Vafasamir sýning-
arstaðir— Þar sem glasa-
glaumur ræður ríkjum verð-
ur myndlist hluti af vegg-
fóðrinu.
DJASS/SHn vonarstjaman í Karíbahafit
Þríein
MARGAR vinsælustu hljóm-
sveitir djassins hafa verið pía-
nótríó og svo er enn. Oscar
Peterson tríóið svíngar á fullu
og fáir eru jafn eftirsóttir til
tónleikahaids og Keith Jarrett
og tríó hans — enda verðið eft-
ir því. Nýjasti diskur triósins
nefnist The Cure (ECM/Japis)
og er tekin upp á tónleikum í
þeirri tónleikahöll þar sem Lou-
is Armstrong hélt frægustu
tónleika sína: Town Hall I New
York. Meginuppistaða disksins
eru sígild djassverk og sönglög
— eins og á flestum hinn ellefu
diska tríósins. Það á sinn þátt
í hinum geysilegu vinsældum
þess.
Bill Evans var trúlega fyrstur
djasspíanista til að stjóma
tríói þar sem bassaleikarinn og
trommarinn gegndu næstum jafn
viðamiklu hlutverki og píanistinn
■■■■m — voru ekki
hrynsveit fyrst
og fremst. Slíkt
er tríó Jarretts
og Gary Peacock
og Jack DeJo-
hnétte eru menn
sem valda hlut-
verkinu vel. The
Cure er ekki ólík
fyrri tríóskífum Jarretts —
kannski nokkuð fjölbreyttari. Þijú
eflir Vernharó
Linnet
sígild djassverk eru á disknum:
Bemsha Swing eftir Thelonius
Monk, Woody ’n’ You eftir Dizzy
Gillespie og Things Ain’t What
They Used to Be eftir Mercher
Ellington, ekki Duke eins og
stendur í fylgiriti. Upphefjast þau
á misstuttum einleiksforleikjum,
svona eins og Erroll Gamer var
vanur að spila og fóm þá allir að
velta fyrir sér hvert verkið yrði.
Keith byijar einnig öll sönglögin
einn, en er oftar þó á laglínunni
sjálfri. Þau em hin síleiknu Old
Folks og Body and Soul og sjaldn-
ar djassettu Blame it on My Yo-
uth og sígaunasöngur Victors
Youngs: Golden Earrings. Einn
fmmsaminn ópus er á disknum:
The Cure, þar sem austurlensk
hughrif nær kristallast í sterkum
rýþma.
Það þarf ekki að koma neinum
á óvart sem þekkir Keith Jarrett
að diskur þessi verður æ magn-
aðri eftir því sem hann er leikinn
oftar og það má líka segja um
nýjasta disk kúbanska píanóvirtú-
ósins Gonzalo Rubalcaba The
Blessing (Blue Note/Skífan). Allt
frá því kraftmikill píanóásláttur-
inn skellur á hlustendum í upphaf-
sópus hans Circuito þar til klið-
mjúkur lokaópusinn Mina er á
enda er hlustandinn á valdi hins
mikla töframanns tónanna. Ekki
spilla meðleikararnir: Charlie
Haden á bassann og Jack DeJo-
hnette á trommurnar eins og hjá
Keith. Þeir eiga sinn hvorn ópus-
inn á diskinum, píanistinn íjóra
og svo er djass-klassíkin: Giant
Steps eftir John Coltrane, Blue in
Green eftir Bill Evans og The
Blessing eftir Ornette Coleman.
Tónlistarmaður sem les Ornette á
jafn persónulegan og hátt og
Rublacaba og er trúr meistaran-
um um leið er ekki á hvetju strái.
Charlie Haden á þama meistara-
sóló enda hagvanur í garði Cole-
mans.
Rublacaba verður tuttugu og
níu ára í maí nk. Hann byrjaði
ungur að leika á píanó og lék
m.a. með Irakare, kúbversku
djasssveitinni kynngimögnuðu,
áður en hann ferðaðist um Evrópu
með eigin hljómsveit. Það var árið
1986 að Charlie Haden var á
Kúbu með frelsisveit sinni og hitti
Rublacaba. Þeir léku saman og
Charlie var heillaður af kúbveij-
anum unga. 1990 léku Rublacaba,
Haden og trommarinn Paul Mot-
ian á djasshátíðinni í Montreux í
Sviss. Blue Note gaf tónleikana
út á disknum Discovery og djass-
heimurinn tók andköf. Það besta
úr bandarískum og karíbskum
djassi blandast í honum. Discov-
ery er annar Blue Note-diskur
hans og tekinn upp í Kanada því
þrátt fyrir allt er kalda stríðinu
ekki lokið. Rublacaba neitar að
flýja frá Kúbu og fær því ekki
að koma til Bandaríkjanna.
Nokkuð hefðbundnara pía-
nótríó en þau tvö fyrrnefndu er
Power Trio (RCA Novus/Skífan)
þar sem John Hicks slær píanóíð,
Cecil McBee bassann og Elvin
Jones trommumar. Elvin var lengi
trommari Johns Coltranes og hér
má finna tvo ópusa hans: Cousin
Mary og After the Rain, þar sem
Elvin á stórleik. Ellingtonópus-
arnir Duke’s Places og Chelsea
Bridge, sem Strayhom samdi
(ekki Ellington) eru eins og svart
og hvítt. Fantasveifla í þeim fyrr-
nefnda sem sæmir Hicks sem fyrr-
um Art Blakey píanista — og ljóð-
ið í fyrirrúmi í þeim síðari og
burstar Elvins eins og morgung-
jóla á Thamesfljóti.
Þrír píanótríódiskar sem vert
er að kynnast. Sígildur Jarrett en
fræmsækinn þó, nýr undramaður
úr Raraíbahafinu og hörkubopp
með ljúflingslagi í bland.