Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 28

Morgunblaðið - 15.03.1992, Side 28
28 C MORGUNBLAÐIÐ VELVAKAIMDI sunnudagur >•«1; fffi---rf-?--1 j--------- w íHS3Llt 15. MARZ 1992 AOUVl^Ua 1« ég lét t&k=a -faL tvoStolGL fyrir 7.30. Ast er... 3-n ... að gróðursetja tré eins og forsetinn. TM Reg U.S Pat Ott — ali rights reserved c 1992 Los Angeles Times Syndicate Er þetta stjórnmálamanna polki: Eitt spor fram, stíga síðan ofan á mann eða hvað? Áttu heillaóskakort? Vinur minn vaknaði í morgun og var orðinn froskur ...! BRÉF TIL BLAÐSINS Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Sorgarsaga í tilefni alþjóðadags neytenda Frá Vilhjálmi Inga Árnasyni: í febrúar 1990 keypti öldruð kona 2 ára áskrift að tímaritinu Þjóðlífí og fékk í hendur kvittun fyrir greiðslunni kr. 4.788. í apríl 1991 fékk hún sent bréf frá innheimtufyrirtækinu Inn- heimtur og ráðgjöfí Reykjavík sem hafði tekið að sér að innheimta „skuldir" fyrir hönd annars fyrir- tækis í eigu sömu aðila og eiga innheimtufyrirtækið, en það fyrir- tæki hafði keypt útistandandi áskriftarskuldir tímaritsins á lands- byggðinni. Nafn konunnar var ranglega á þeim lista. Innheimtu- fyrirtækið hafði nú bætt lögfræði- kostnaði og virðisaukaskatti við upphaflegu upphæðina og hún var því orðin 8.713. Haft var'samband við tímaritið sem lofaði að leiðrétta mistökin, innheimtubréfinu var því ekki sinnt frekar, enda handbær kvittun sem sannaði að farið var með rangt mál. í júní 1991 kom þrátt fyrir lof- orð timaritsins áskorun frá inn- heimtufyrirtækinu um að greiða „skuldina" innan tveggja sólar- hringa eða í síðsta lagi við þingfest- ingu málsins fyrir dómþingi á Ak- ureyri, jafnframt var skorað á hana að mæta þar, ef hún hefði varnir fram að færa. Konan hafði strax samband við innheimtufyrirtækið sem baðst innilega afsökunar á þessum aug- ljósu mistökum og lofaði að stöðva innheimtuaðgerðir sínar, og sagði jafnframt að hún þyrfti ekkert að vera að ómaka sig til fógeta því þessu yrði kippt í liðinn. Hún treysti þessu loforði innheimtumannanna og mætti því ekki í dómþingið hjá fógeta. I september fær hún aðra til- kynningu frá innheimtufyrirtækinu og stefnu um fyrirhugað ijárnám í eigum hennar, er henni jafnframt ráðlagt að mæta hjá bæjarfógeta, geri hún það ekki megi láta lögregl- una sækja hana. Sonur konunnar mætti fyrir hennar hönd hjá fógeta og sýndi kvittunina til sönnunar því að um enga skuld hafði verið að ræða. Fógeti staðfesti að kvittunin var góð og gild, en það skipti bara ekki máli lengur, núna snúist málið um það að hún mætti ekki í dóm- þingið í júní, þá fór kerfið í gang og ekki hægt að stöðva málið, burt- séð_ frá óréttmæti kröfunnar. Á meðan á öllu þessu gekk voru forsvarsmenn tímaritsins sem hafði selt áskriftarskuldina (sem var ekki skuld), að reyna að stöðva inn- heimtuaðgerðirnar, sendu þeir meðal annars aðvörun til allra fó- geta og sýslumanna á landinu og bentu þeim á að rökstuddur grunur væri fyrir því að gögn í málinu séu fölsuð. Jafnframt var lögmanna- félaginu bent á hvernig lögmaður innheimtufyrirtækisins hagaði sér og beðið um aðstoð félagsins við að stöðva málið og leiðrétta mistök- in. En ekki var hægt að stöðva fógeta, hann ákvað að fram færi uppboð á eign konunnar til lúkning- ar þessari upplognu skuld, jafnvel þó að hann vissi málavöxtu, konan neyddist því til að borga áskriftina öðru sinni ásamt áföllnum kostnaði. 25. febrúar greiddi hún bæjar- fógetanum á Akureyri kr. 50.813. Þessi sorgarsaga er rakin hér í tilefni af alþjóðadegi neytenda 15. mars, hún sýnir okkur að óheiðar- legir lögmenn geta spilað þannig með lögin og fógetavaldið, að sak- lausir verði að gjalda. Gamla konan var ekki sek um vanskil, en hún var plötuð til að verða sek um að mæta ekki á rétt- um stað á réttum tíma, til að sanna sakleysi sitt. VILHJÁLMUR INGI ÁRNASON Pétursborg, Glæsibæjarhreppi, for- maður Neytendafélags Akureyrar og nágrennis. Gleyrat er þá gleypt er Frá Guðmundi G. Halldórssyni: NÚ hefur Færeyingum verið út- hiutað veiðikvóta svo sem kunnugt er. Færeyingar hafa þolað mikla skerðingu, eða um 28%. Hjá því varð því miður ekki komist, en hitt vekur furðu að nokkrir aðilar skuli hafa risið upp á afturfæturna og mótmælt, beinlínis heimtað að veiðiheimildirnar þeim til handa yrðu með öllu afnumdar. Fremstur í flokki þar hefur farið skipstjóri úr Vestmannaeyjum, einnig Krist- ján Ragnarsson, formaður LÍÚ. Það virðist gleymt þegar Færeying- ar mönnuðu skipaflota okkar að verulegu leyti. Þannig var algengt að á bátum t.d. frá Vestmannaeyj- um væru aðeins skipstjóri og vél- stjóri heimamenn, hitt voru Færey- ingar. Þegar svo gosið í Heimaey skall á voru Færeyingar öðrum rausnarlegri í gjöfum sínum til Vestmannaeyja. Þegar svo við ís- lendingar háðum þorskastríðin við Breta börðust Færeyingar við okk- ar hlið, og hirtu ekki um þótt þeir bökuðu sér óvild og tjón af hendi Breska ljónsins. Eða hver man ekki konurnar í Klakksvík sem vömuðu breskum landhelgisbijót að leggjast að bryggju? Er þetta allt gleymt? Sem betur fer eiga íslendingar dreng- skaparmann í stól sjávarútvegsráð- herra, sem tekið hefur á málinu af manndómi og réttsýni. Við skul- um vona að fískistofnamir við ís- land stækki og að þeir dagar séu skammt undan að við getum veitt þessari bræðraþjóð okkar stærri sneið af kökunni en talið er fært nú sem stendur. GUÐMUNDUR G. HALLDÓRSSON, Höfðabrekku 13, Húsavík. HÖGNI HREKKVÍSI „HVERMG GENGÚR A&BAÐA HÖGNA? " Víkverii skrifar Nýlega var skýrt frá því í frétt hér í blaðinu að samkvæmt félagaskrá Læknafélags íslands væru nú alls 376 íslenskir læknar starfandi erlendis og að áætla mætti að um 100 þeirra væru end- anlega sestir þar að. Við íslendingar erum alltaf stolt- ir af því ef landinn getur sér gott orð erlendis og ánægjulegt er að geta stuðlað að því að lina þjáning- ar sjúkra hvar sem er á jarðar- kringlunni. En í öllu tali um sparn- að í menntakerfínu fór Víkveiji að velta því fyrir sér að eitthvað hlyti menntun allra þessara manna að liafa kostað þjóðarbúið. Því er mjög haldið á loft að menntun sé eitt hið arðvænlegasta, sem nokkur þjóð geti fjárfest í. Auðvitað er mikið til í því, en til þess að sú fjárfesting nýtist viðkomandi þjóð verður hún að fá notið menntunar þegnanna. En það gerir hún því aðeins að menntamennirnir snúi aftur til síns heima og starfi þar meðal sinna. Víkveiji ræddi eitt sinn við lækni, sem að loknu fram- haldsnámi hóf störf erlendis. Að- spurður hversvegna hann kæmi ekki heim gaf hann tvær ástæður, betri kjör ytra og svo væru hér svo fá störf að hafa í sérgrein hans. Það vissi hann raunar áður en hann hóf sérnámið. Þessi maður hefur ekki komið heim síðan til starfa og er glataður þjóðinni. Og þá er komið að spurningum, sem oft hafa heyrst: Höfum við efni á að framleiða menntamenn fyrir aðrar þjóðir? Eigum við ekki að miða menntun íslensks æsku- fólks við þær þarfir sem eru hér innanlands? Og tryggja á þann hátt að það nýtist þjóðinni. Vissulega væri það okkur hagkvæmast, en á því máli eru að sjálfsögðu margir fletir, eins og til dæmis sá að meina fólki nám, sem hugur þess stendur til og það hefur hæfileika til að stunda. Óhjákvæmilegt er þó að takmörk verður að setja. Talað er um að íslenskt hugvit geti orðið arðvænleg útflutnings- grein. Vel má vera að svo sé, en útflutningur á íslenskum hugvits- mönnum getur ekki. verið það sem við keppum að. xxx Víkveiji á oft leið um Grjóta- þorpið — og verður að segja eins og er að þar er orðin mikil breyting frá því fyrir nokkrum árum. Munar þar mestu að göturn- ar hafa verið hellulagðar og hita- lagnir settar í þær þannig að þær eru oftast auðar. Trúir Víkveiji ekki öðru en þeir, sem hvað harð- ast börðust gegn því að þarna yrði nokkur breyting gerð, séu ánægðir með hvernig til hefur tekist. Oft er svo að menn óttast ef hrófla á við einhveiju, sem lengi hefur staðið, eða telja á hagsmuni sína gengið — og mótmæla. Æði oft sjá menn svo eftirá að þeir höfðu ekki kynnt sér málið nægilega vel og mótmælin á misskilningi byggð. Þó er svo auðvitað ekki alltaf og ber að taka tillit til mótmæla, sem eru á traustum rökum reist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.