Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.05.1992, Blaðsíða 16
r 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 ~7 BARATTUDAGUR VERKALYÐSINS Akureyri Misskipting' að aukast í þjóðfélaginu INGI Pétursson hefur starfað á bensínstöð Esso við Veganesi á Akureyri síðustu 5-6 ár, en þar er hann vaktstjóri. Áður ók hann flutningabíl á milli Akureyrar og Reykjavíkur og segist hann hafa iækkað mikið í launum við að skipta um starf. Aksturinn sé hins vegar krefjandi og menn megi ekki vera of lengi í slíku starfi. „Á síðustu árum höfum við dregist aftur úr um 10% í launum og menn eru allt annað en ánægðir með það,“ sagði Ingi, en hann og félagar hans á bensínstöð- inni eru í Félagi verslunar- og skrifstofufólks á Akureyri. Það er oft mikill erill á bensín- stöðinni og þar eru unnar 12 tíma vaktir í einu og alltaf önnur hvor helgi. „Það er stundum svo mikið að gera héma að við komumst ekki í mat, við erum að gleypa í okkur á hlaupum.“ Ingi sagðist ekki hafa kynnt sér nákvæmlega hvað fælist í miðlun- artillögu ríkissáttasemjara, en hún yrði kynnt á fundi í félaginu. „Ég held að fólk sé almennt sammála um að þetta em litlar launahækkan- ir, þessi 500 króna hækkun á orlofs- uppbótinni em auðvitað engin hækkun. Við höfum verið að reikna út héma að þessi samningur þýði um 5 krónu hækkun á tímann fyrir okkur, það em öll ósköpin," sagði Ingi. „Ég held þó að fólki þyki þetta betra en að fara í verkfall, það er engin glóra í því. Það er heldur ekki óeðlilegt að fólk sér hrætt við að fara í verkföll eins og ástandið er, það hefur engin efni á því,“ sagði Ingi. Pétursson Hann taldi að misskipting væri að aukast í þjóðfélaginu, það gæti hann merkt á bensínstöðinni. „Sum- ir koma og kaupa bensín fyrir allt niður í 100 krónur og stundum seg- ist fólk vera að kaupa bensín fyrir síðustu aurana sína. En auðvitað má segja að bílaeign okkar íslend- inga sé allt of mikil og við gemm miklar kröfur. Almennt höfum við það gott og þurfum ekki að kvarta," sagði Ingi. Akureyri Flestir hefðu þegið að fá meira „Mér finnst liggja í loftinu, að það hefði ekki fengist meira í gegpi í þessum samningaviðræð- um og það hefðu sjálfsagt flestir þegið að fá meira,“ sagði Stefán Hermannsson, jámiðnaðarmað- ur, en hann starfar hjá Krossa- nesverksmiðjunni. Þar hefur hann unnið síðustu 6 ár, en áður vann hann hjá Norðurverki um margra ára skeið. . Stefán starfar við viðhald á vél- um og fleira hjá verksmiðjunni og þar hefur verið (|s unnið í 10 tíma á dag. Frá og með þessum mánaða- mótum verður hætt að vinna yfir- vinnu hjá verk- Stefán Her- smiðjunni Og sagði mannsson. Stefán að það væri nýlunda. Reikn- að er með að einungis verði unnin dagvinna hjá verksmiðjunni í sum- ar, eða fram að næstu loðnuvertíð. „Ég man ekki eftir að þetta hafi gerst þau ár sem ég hef unnið hér,“ sagði Stefán, sem sagðist merkja mikinn samdrátt í störfum jámiðn- aðarmanna í bænum. Um samningaviðræðurnar sagði hann að sér sýndist sem ekki hefði fengist meira í gegn og þetta væri þó skárra en verkföll. „Fólk er ekki tilbúið í verkföll, það kærir sig ekki um harðar aðgerðir eftir því sem ég hef heyrt, enda hefur fólk engan vegin efni á því. Fólk er fegið að halda vinnunni á meðan atvinnu- ástandið er ekki merkilegra en það er nú.“ Það góða við miðlunártillögu rík- issáttasemjara sagði Stefán að sennilega kæmi hún best út fyrir þá lægst launuðu, það hefði oft staðið til að semja um eitthvað fýr- ir þá hópa, en svo virtist sem nú hefði það loks tekist. ísafjörður Akveðinn húmor í þessu ÞAÐ var létt yfir mönnum á ísa- fjarðarhöfn og mikið um að vera. Norskur togari var að landa rækjufarmi og úr Reykjarfossi var verið að hífa í land nýja belt- isgröfu. Eyjólfur Jónsson gröfu- sljóri úr Reylqavík beið átekta á höfninni, en hann var á leið með gröfuna til Bolungarvíkur þar sem miklar hafnarbætur eru fyr- irhugaðar. „Mér finnst að þeir hefðu átt að semja um mínus 1,7%. Það hefði verið svona meira gaman að því, vegna þess að kauphækkunin hefur ekkert að segja,“ sagði Ey- jólfur. „Það er verst hvernig þetta fór með þjóðarsáttina. Menn voru til í hana af því að þeir héldu að það yrði farið að vinna eithhvað í kerfmu sjálfu, en mér virðist að hann Sighvatur heilbrigðisráðherra sé sá eini sem þorir eitthvað að taka á málunum. Þó ég vilji taka það fram að ég er ekki Álþýðu- flokksmaður, þá finnst mér að hann sé að gera rétta hluti. Mér finnst að því komið að menn fari að vinna eitthvað fyrir þjóðina, en ekki standa í þessu helvíti bara fyrir sig og sína.“ Aðspurður um störf forsvars- manna launþega sagði Eyjólfur að sér fyndist einhvern veginn að þeir væru búnir að semja um þetta allt fyrirfram. „Svo kemur Jakinn og blæs eitthvað, en þetta er sko bara sýndarmennska; þeir eru bara leik- arar og ekkert annað." Eyjólfur Jónsson Kröfugöngnr og hátíðar- höld verkalýðsfélaganna HÁTÍÐARHÖLD verða víða um land í dag af tilefni af alþjóðleg- um baráttudegi verkafólks. Líkt og undanfarin ár mun Fulltrúar- áð verkalýðsfélaganna í Reykjavík, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðnnemasamband íslands standa saman að hátíðarhöld- um í Reykjavík í tilefni dagsins. Verða hátíðarhöldin með hefð- bundnu sniði og verður safnast saman við Hlemm kl. 13.30 og leggur ganga síðan af stað niður Laugaveginn að Lækjartorgi kl. 14 þar sem fundur verður haldinn. Ræðumenn dagsins í Reykjavík verða Guðmundur Þ. Jónsson for- maður Iðju, Ragnhildur Guð- mundsdóttir formaður Félags ís- Ienskra símamanna og Klara Geirsdóttir varaformaður Iðn- nemasambands íslands, en fund- arstjóri verður Ragna Bergmann formaður Verkakvennafélagsins Framsóknar. Milli ræðuhalda verða flutt skemmtiatriði. Berg- þór Pálsson óperusöngvari mun flytja einsöng og Blái hatturinn kemur fram í lok fundarins. Hátíðarhöld í Hafnarfirði í til- efni dagsins verða með hefð- bundnu sniði og stendur Fulltrú- aráð verkalýðsfélaganna að þeim. Safnast verður saman á planinu neðan Hafnarborgar kl. 13.30. og hefst kröfuganga þaðan kl. 14. Gengið verður vestur Fjarðar- göru, austur Hverfisgötu og vest- ur Strandgötu að planinu framan við ráðhúsið þar sem útifundur verður haldinn. Fundarstjóri verð- ur Grétar Þorleifsson formaður Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Hafnarfirði og flytur hann jafn- framt 1. maí ávarpið. Aðalræðu dagsins flytur Svanhildur Kaaber formaður Kennarsambands ís- lands og ávörp flytja Sigurður T. Sigurðsson formaður Verka- mannafélagsins Hlífar og Árni Guðmundsson formaður Stars- mannafélags Hafnarfjarðar. Á fundinum munu Aðalsteinn Ás- berg og Anna Pálína flytja nokkur lög, og Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun leika í göngunni og á útifund- inum. Að fundinum loknum bjóða verkalýðsfélögin upp á kaffiveit- ingar í Álfafelli og Vitanum og koma 8 fóstbræður í bæði húsin og syngja. Hátíðarhöldin í Borgarnesi hefjast á Hótel Borgarnesi kl. 13.30 þar sem fram fer fjölbreytt dagskrá. Lúðrasveit Borgarness leikur undir stjórn Bjöms Leifs- sonar, og síðan setur Sigrún D. Elíasdóttir formaður 1. maí nefnd- ar samkomuna. Því næst syngur Barnakór Borgarness undir stjórn Birnu Þorsteinsdóttur og að því loknu flytur Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamann- afélagsins Dagsbrúnar ræðu. Síð- an skemmtir Ómar Ragnarsson, Karlakór Bólstaðahlíðarhrepps syngur, Sveitarmenn syngja og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir frá Þingnesi rabbar við samkomu- gesti. Að því loknu flytja ávörp fulltrúa verkalýðsfélaganna þær Sigríður H. Skúladóttir frá Verka- lýðsfélagi Borgarness og Arndís F. Kristinsdóttir frá Verslunar- mannafélagi Borgarness. „Það er ekkert fyrir okkur að gera nema að viðurkenna að við höfum lifað um efni fram. Við höf- um verið blekktir með tölum í fyrri samningum án þess að fá nokkuð út úr því. Nú er bara að sjá hvort 1,7% færi okkur eitthvað meira. En það er kannski aðalmálið að hafa húmorinn í lagi og reyna að lifa saman í þessu landi,“ sagði Eyjólfur og var þar með rokinn, því beltagrafan var komin í land og tilbúin í slaginn við vestfirska blá- grýtið. Úlfar Isafjörður Annaðen launahækk- anir mikil- vægt HJÁ niðursuðuverksmiðjunni á Isafirði voru menn að sjóða niður kanadíska rækju, sem kom með Hofsjökli í vetur. Helgi Helgason framleiðslusljóri við niðursuðu rækju hjá verksmiðjunni. Hann segir að þarna sé gott að vinna, en óvíst sé með framhaldið, en verksmiðjan er nú leigð aðilum í Reykjavík meðan greiðslustöðv- un stendur hjá Niðursuðuverk- smiðjunni hf. Helgi segir að 1,7% launahækk- un sé lítil kjarabót, en meta megi ýmsa aðra þætti samninganna svo sem lækkun vaxta, lægri kostnað við lækn- ishjálp barna og fleira. Þá segir hann að það sé Helgi Ilelgason yfir höfuð betra fyrir alla aðila að vita hvaða efnahagsstærðir menn eru með í höndunum. „Það er að vísu ljóst, að það lifir enginn á 80 þúsundum á mánuði en það er sú upphæð sem láglauna- bæturnar eru miðaðar við ef hann þarf að sjá fyrir heimili. Það hlýtur að vera eitthvað skakkt í mynd- inni, ef fólk fær borguð laun sem nægja ekki fyrir framfærslu á sama tíma og við Islendingar teljum okk- ur tiltölulega ríka þjóð. Spurningin er hvort ekki sé hægt að ná inn meiri peningum í ríkissjóð með hertu skattaeftirliti, eins og gerist hjá öðrum þjóðum. Við lifum núna um efni fram og erum því bara að skrifa reikning á framtíðina. En þegar litið er til nágrannalandanna eins og til dæmis Hollands og Þýskalands, þá finnst mér að mat- vöruverð sé þar mikið lægra en hér og jafnvel betri vara. Er þetta ekki eitthvað sem þarf að laga?“ Aðspurður um störf verkalýðs- foringjanna sagði Helgi að sér virt- ist að þeir ynnu yfirleitt ágætlega í erfiðri stöðu, nú þegar þjóðartekj- ur dragast saman. „Það sem hefur kannski helst breyst, er að mér finnst þeir ekki vera neinir áróðurs- meistarar lengur og ég er ekki viss um nema að það sé til bóta. Ég held að það bafi verið okkur til hagsbóta hve vel fulltrúar launþega og atvinnurekenda náðu saman í samningavinnunni, því líklegast er það sem mestu skiptir í þessum samningum það sem náðist frá rík- inu, eða að ríkið hætti við að taka af. Við vitum það að margar atvinn- ugreinar standa ekki allt of vel og ekkert þangað að sækja,“ sagði Helgi Helgason verkstjóri og horfði á eftir rækjunni ofan í niðursuðu- dósirnar sem fara eiga á sælkera- markað í Frakklandi. - Úlfar. Einar Valur að ljúka við aðra íbúðarblokkina. Sveinn Ingi Guð- björnsson húsasmiður var að setja í hurðir þegar Morgunblað- ið bar að. Sveinn Ingi hefur starf- að þjá fyrirtækinu í 11 ár og segir að þó nokkrar breytingar hafi orðið á vinnutíma síðustu árin. „Við vorum vanir að vinna mikla yfirvinnu, sem kom sér vel fyrir unga menn, sem voru að stofna heimili," segir Sveinn Ingi, „en nú er þetta orðið breytt, laugardag- arnir sem alltaf voru unnir áður Sveinn Ingi Guðbjörnsson ísafjörður Lítið um aukavinnu UNDIR Seljalandsmúlanum er byggingarfyrirtækið Eiríkur og eru nú alveg dottnir út og það heyr- ir til undantekninga ef um ein- hveija aukavinnu er að ræða. En maður lærir bara að draga saman með tekjuminnkuninni." En hvað um launasamningana? Sveini Inga finnst ekki um mikið samið. Honum þykir að í stað taxta- hækkana hefði mátt færa skattleys- ismörkin ofar og nefnir 80 þúsund króna mánaðarlaun. Þá vildi hann að settur yrði hátekjuskattur á þá sem úr mestu hafa að moða. Hann telur verkalýðsforystuna hafa stað- ið sig sæmilega miðað við aðstæður og segist búast við að með samflot- inu hafi kjör hinna lægst launuðu verið best tryggð. En það sem hann hefur nú mestar áhyggjurnar af er atvinnuþróunin. Hann telur að næg verkefni liggi fyrir í sumar, en ótt- ast strax að strax næsta vetur geti orðið lítið um atvinnu, en atvinnu- leysi er honum algjörlega óþekkt fyrirbæri og hugsunin um það veld- ur ugg. En nú þarf að lifa við gjör- breytta atvinnuhætti frá því sem þessi annars ungi húsasmiður átti að venjast fyrir um það bil áratug. - Úlfar. Keflavík Erfiðast að geta ekki verið hjá börnunum „ERFIÐAST er að geta ekki ver- ið heima hjá börnunum. Ég hef nokkrum sinnum gert tilraun til að vera heima, en það hefur ein- faldlega ekki gengið upp og ég hef orðið að fara út til að vinna aftur,“ sagði Anna Björg Gunn- arsdóttir verkakona í Keflavík. Anna Björg hefur unnið við fisk- verkun meira og minna síðastlið- in 14 ár, allt frá því að hún var 16 ára. „Kaupið er ekki hátt og þetta sátt- atilboð gefur ekki mikið í aðra hönd- ina, en ég held að það sé betra en ekkert og ég tala nú ekki um verk- föll, á því höfum við engin efni eins og staðan er í dag. Anna Björg Anna Bjorg er gift Gunnarsdóttir og er með tvö lítil börn. Eiginmaður hennar vinnur einnig úti og hún sagði að þrátt fyrir það að þau ynnu bæði væri oft erfitt að ná endum saman. Anna Björg sagði að ekki væri bjart framundan í atvinnumálum hjá fiskverkakonum í Keflavík og lítið atvinnuöryggi. Nú væri útlit fyrir að hún missti vinnuna á næstu dögum og ekki væri í mörg hús að venda hjá sér í atvinnuleit. „Ég hef ekki mikla möguleika á að fá vinnu í öðrum greinum og því er bara að vona að úr rætist sem fyrst þannig að við höldum vinnunni," sagði Anna Björg ennfremur. BB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.