Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. MAÍ 1992 maðurinn var sektaður fyrir að sýna ekki nægilega varkárni þegar hann hélt um hendi fangans, sem veitti mikla mótspyrnu, í fullkomlega lög- legu lögreglutaki. Atvikum varð- andi aðalákæruliðinn, þ.e. tilurð lík- amsmeiðsla fangans, er þannig lýst í dómsniðurstöðum: „Þrátt fyrir að „lögreglutak“ þetta sé kennt öllum verðandi lög- reglumönnum, verður að leggja þeim þá skyldu á herðar að beita því með þeim hætti að menn slasist ekki alvarlega. Verður að telja, eins og á stóð, að ákærði (lögreglumað- urinn) hafi ekki sýnt nægilega var- kárni, er hann hélt um handlegg fangans umrætt sinn, þótt í ljós sé leitt að fanginn hafi veitt mikla mótspyrnu, er reynt var að færa hann úr yfirhöfn, svo sem skylda er.“ Þessi lögreglumaður hefur aldrei fengið uppreisn æru vegna þeirrar ærumeiðingar sem hann fékk í fjöl- miðlum með t.d. nafnbirtingu og röngum og ógnvekjandi lýsingum á atburðarásinni. í fréttum af þessu máli var m.a. fjallað um ofbeldi lög- reglumanna á íslandi undir mynd- birtingum af vopnuðum erlendum hermönnum sem voru að misþyrma fólki. Glæpur, sem ekki var til í þeirri mynd sem honum var lýst, var sviðsettur í skjóli þess að verið væri að segja fréttir og með mynd- rænum hætti komið þeim skilaboð- um til áhorfandans að lögreglan á íslandi stundaði það að misþyrma fólki. Það hlýtur að verða að gera þá kröfu a.m.k. til þeirra íjölmiðla, sem gefa sig út fyrir að vera kross- farar gegn hvers konar spillingu og mistökum í þjóðfélaginu, að þeir geri ekki minni kröfur til eigin verka. Niðurstaða dómsins fékk hins vegar nánast enga fjölmiðlaumfjöll- un þó að hún væri í algjörri and- stöðu við þann fréttaflutning sém á undan var genginn. Mál sem meðhöndlað hafði verið í fjölmiðlum um langa hríð af meiri þunga og meira vægi en morðmál vakti ekki lengur áhuga fréttamanna. Alvar- legur áburður á lögreglumenn þótti frétt í þessu tilviki, en sannleikurinn hins vegar ekki. Miklar kröur eru gerðar til lög- reglumanna um að þeir misnoti ekki vald sit og að þeir starfi í hvívetna samkvæmt þeim lögum og reglum sem um störf þeirra eru sett. Það verður líka að gera þá kröfu til þjóðfélagsins að lögreglu- menn megi vera nokkuð vissir um það, að ef þeir starfa í hvívetna samkvæmt öllum lögum og reglum, eigi þeim að farnast vel í starfi og þurfí ekki að eiga von á aðför að mannorði sínu vegna starfsins. Verði lögreglumönnum á mistök þá eiga þeir rétt á málefnalegri og heiðarlegri umfjöllun og í eðlilegu hlutfalli við eðli málsins. Annað getur skapað óöryggi og óvissu meðal lögreglumanna um starfslega stöðu þeirra. Með tímanum getur það leitt til þess að lögreglumenn fari að sýna minna frumkvæði og haldi óeðlilega að sér höndum og hugsa fyrst og fremst um að lenda ekki í neinu sem hægt er að klaga þá fyrir, eða sem hægt er að nota gegn þeim í fjölmiðlum. Slíkt bitnar ekki síður á þeim sem á lögregluna þurfa að treysta þ.e. þegnum þessa þjóðfélags. Þá má velta þeirri spurningu fyrir sér hvort lögreglu- starfið sé ekki farið að fjarlægast þau markmið sem því eru mörkuð í Iögum. Yfirlit yfir kvartanir og klögumál árið 1991 90- 80- 70 60- 50 40- 30 20 10 0 Mikið traust fólks á lögreglu. (Byggt á skoðunarkönnun FHí) 1990 84% 82% ÍSLAND NORÐURLÖND (Ueöaltal) S-V EVRÓPA (Meðaltal) Kvartanir vegna framkomu lög- reglumanns voru samtals 6. Helstu ástæður: Orðahnippingar verða þegar öku- maður þrætir fyrir brot, vill ekki koma inn í lögreglubifreið eða fólki fínnst framkoma lögreglumanns hafa verið dónaleg, ögrandi eða særandi. í tveimur tilvikum kvörtuðu aðil- ar sem lögreglan hafði haft af- skipti af ölvuðum undan framkomu lögreglumanns. Kvartanir eða klögumál tengd handtöku voru samtals 7. Helstu ástæður: í þremur tilvikum taldi fólk ekki nægt tilefni til handtökunnar, eða var ósátt við hana, eða framkvæmd hennar. í þremur tilvikum voru aðilar hand- teknir vegna gruns um refsiverða háttsemi, en í ljós kom eftir á að aðilar voru saklausir. Röð tilviljana og hröð atburðarás ráð því að grun- ur féll á viðkomandi. Enn fremur komu fram kvartanir um hvernig staðið var að handtökunum þ.e.a.s. að ekki hafí verið nægileg nær- gætni sýnd. Einn aðili lagði fram kröfu um bætur venga meiðsla sem hann varð fyrir vegna handtöku, en ekk- ert benti til þess að ónauðsynlegu harðræði hafi verið beitt af hálfu lögreglunnar. Nokkur tilvik komu upp sem ekki er getið hér að framan þar sem fólk hringdi eða kom til yfirstjórnar þegar farið var að rukka það vegna vangreiddra sekta eða dómsátta og vildi fá niðurfellingu og á móti myndi það sleppa því að kæra lög- regluna fyrir harðræði eða dóna- skap. Lögreglu var hótað fjölmiðl- um í tveimur tilvikum, ef mál yrði ekki fellt niður. í öðru tilvikinu var um að ræða ölvunarakstursmál. Þegar fólki var sagt að slíkum boð- um væri ekki tekið og ef lögreglu- menn hefðu staðið rangt að störfum sínum þá þyrfti að rannsaka það en slíkum málum væri ekki „sópað undir teppið" eða leyst með því að fella niður réttmæt viðurlög hjá fólki, þá heyrðist ekki frá þessum aðilum meir. Það vekur athygli að á undan- förnum árum — þrátt fyrir mjög neikvæða umfjöllun um störf lög- reglumanna vegna tiltekinna kæru- mála — þá sýna kannanir Félagsvís- indastofnunar Háskóla Íslands, að lögreglan hér á landi nýtur vaxandi trausts og raunar meira trausts en nokkur önnur einstök stofnun á landinu. Áhugavert er að bera saman kannanir Félagsvísindastofnunar annars vegar frá árinum 1984 og hins vegar frá árinu 1990, um það hvernig spurningunni um traust fólks á lögreglunni er svarað og þá í samanburði við sams konar kann- anir á hinum Norðurlöndunum og S-V Evrópu. í þeim könnunum kem- ur í ljós að lögreglan á íslandi hef- ur á þessum sex árum fengið aukið traust langt umfram þessi lönd. Einng vekur athygli að 3% ísleninga báru alls ekkert traust til lögregl- unnar árið 1984, en aðeins 1% árið 1990. Sambærilegar tölur varðandi hin löndin árið 1990 eru: Danmörk (0%) Finnland (3%) Noregur (2%) Svíþjóð (3%) og S-V Evrópa (7%). í könnunni 1984 kom í ljós. að 75% íslendinga báru mikið traust til lög- reglunnar, en í könnunni 1990 var hlutfallið komið upp í 84%&. Forvitnilegt er að meta niður- stöðurnar, varðandi hlutfall þeirra sem mikið traust bera til lögregl- unnar í meðaltalstölum miðað við öll Norðurlöndin sameiginlega og hins vegar lönd S-V Evrópu á árinu 1990. ~ Þijú lönd, Danmörk (90%), Nor- egur (88%) og ísland (84%), koma lang best út úr könnuninni árið 1990. Þegar skoðað er hlutfall þeirra sem alls ekkert traust bera til lögreglunnar, kemur bara Dan- mörk betur út en ísland, af löndum Norðurlandanna og landa S-V Evr- ópu. Þó grein þessi sé til að upplýsa fólk o.þ.m.t. fjölmiðlafólk um þenn- an þátt í starfi lögreglunnar, að því leyti sem hann snýr að klögumálum á lögreglumenn, var ekki hjá því komist að gagnrýna þátt fjölmiðla í umQöllun slíkra mála. Segja má að kannski sé ósanngjarnt að leggja alla ljölmiðla að jöfnu, enda er fréttaflutningur þeirra misjafn og sumir miðlar standa öðrum framar í hlutleysi og fagmennsku. Tilgang- ur greinar þessarar er hins vegar ekki að hnýta í einstaka fjölmiðil, heidur til að vekja fréttamenn og aðra til umhugsunar um þessi má'l og koma sjónarmið lögreglunnar á framfæri, sem svo oft hafa orðið undir í umræðunni. Höfundur er yfirlögregluþjónn. Bílamarkaburinn Smiðjuvegi 46E v/ReykjanesbrauL Kopavogi, sími 671800 OPIfl IDAG KL. 2 - 6. MMC Pajero turbo diesel ’88, steingrár, mikið af aukahl., ek. 82 þ. Topp eintak. V. 1.080 þús. stgr. Sk. á ód. Renault 21 Nevada GTX 4x4 station '90, Ijósblár, 5 g., ek. 72 þús., rafm. i öllu, o.fl. V. 1.290 þús. Sk. á ód. Chrysler New Yorker ’85, hvítur, sjálfsk., ek. 76 þ., rafm. í öllu, leðurkl. V. 850 þús. Sk. á ód. Daihatsu Rocky 4x4 ’85, 2000, vökva- stýri, rauður, ek. 86 þ. Gott eintak. V. 590 þús. stgr. VW Polo nFancy“ ’90, ek. 18 þ. Litað gler o.fl. V. 590 þ. Toyota Corolla Llftback ’88, rauður, ek. 46 þ., samlitir stuðarar o.fl. V. 680 þ. stgr. OPIÐSUNNUÐ. KL14-16. I Toyota Hilux Douple Cap m/húsi '91, dies- el, 5 g., ek. 23 þ. Talsvert breyttur. V. 1.670 þús. stgr. (skipti). Daihatsu Charade Sedan SG '90, 5 g., ek. 18 þ. V. 750 þ. Sk. á ód. Suzuki Fox 410 '88, 5 g.. ek. 53 þ. Gott eintak. V. 740 þ. Sk. á ód. Citroén CX 7 manna station '85, 5 g., ek. 114 þ. V. 450 þ. Willys CJ-7 Wrangler '88, 5 g., ek. 50 þ. mílur., 6 cyl. (4.2), álfeigur, o.fl. V. 1.350 þús. (skipti). Vantar nýlega bila á staðinn. »indola Vént-Axia: LOFTRÆSIVfFTUR CLUCGAVIFTUR - VECCVIFTUR BORÐVIFTUR - LOFTVIFTUR Ensk og hollensk gæðavara. Veitum tæknilega ráðgjöf við val á loftræsiviftum. Það borgar sig að nota það besta. Þekking Reynsla Þjónusta FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 814670 fSelsi Sumarhús Allt efni í sólpalla og skjólgirðingar. Mjög hagstætt verð. OPIÐ í DAG OG Á MORGUN KL. 13-17 Þetta sérlega fallega 50 m2 sumarhús er til sýnis og sölu. Húsiö er fullgert Höfum sumarhúsabækling yfir 30 gerðir af sumarhúsum. Gerum tilboð í allt efni í þessi hús, svo og í aðrar teikningar. Höfum sérhannað: Pílera, rendar súlur og útsagaðar vindskeiðar Lóðir: Hef nokkrar eignarlóðir til sölu 75 km frá Reykjavík. Stærð 5.150-7.670 m2. Hægt er að fá lóðina með undirstöðum, rotþró, vegi og vatni lagt að húsi. Hagstætt verð, útborgun frá kr. 150 þús. Smiðsbúð, Smiðsbúð 8, Garðabæ, sími 91-656300, fax 91-656306.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.