Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR í. MAÍ Í992
Er fríkirkjan sér-
trúarsöfnnður?
eftir Einar Kr.
Jónsson
Fyrir nokkru var frá því greint
í Morgunblaðinu, að aflétt hefði
verið búsetuhömlum á aðild að
fríkirkjusöfnuðunum. Af því tilefni
var haft eftir Ólafi Skúlasyni, bisk-
upi, að nú hefðu fríkirkjusöfnuð-
irnir sömu stöðu og sértrúarhópar.
Margir hafa komið að máli við
mig og misskilið þessi orð, og spurt
hvort Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík væri sértrúarsöfnuður.
Ég ætla ekki að svara þessum
orðum í löngu máli. Það hefur
verið ágætlega gert af fríkirkju-
prestinum í Hafnarfiði, sr. Einari
Eyjólfssyni, en e.t.v. er áhugaverð-
ast fyrir lesendur Morgunblaðsins
að fræðast um muninn á fríkirkju
°g „þjóðkirkju", sem ég mun nú
gera grein fyrir.
Búsetuhömlum aflétt
En fyrst til upprifjunar, um
hvað snerist málið? Um áratuga-
skeið hefur aðild að Fríkirkjusöfn-
uðinum í Reykjavík verið bundin
því skilyrði, að viðkomandi væri
búsettur í Reykjavík, Kópavogi
eða á Seltjarnarnesi. Ef safnaðar-
félagi flutti t.d. úr Reykjavík í
Garðabæ féll hann brott af skrá
í fríkirkjusöfnuðinum hjá trúfélag-
askrá Hagstofu íslands, og skráð-
ist sjálkrafa í „þjóðkirkjuna".
Breytti þá engu hver vilji safnað-
arfélagans var. Ef hann fluttist
síðan aftur til Reykjavíkur, hélst
skráning hans í „þjóðkirkjunni",
nema hann kunngerði Hagstofu
íslands skriflega um annað. Um
þetta var fólki almennt ókunnugt,
og margt hefur talið sig vera skráð
í fríkirkjusöfnuðinn.
Þessar reglur, sem nú er búið
að afnema, voru þeim mun sér-
kennilegri þar sem þær áttu ein-
göngu við um fríkirkjusöfnuðina í
landinu. Engar slíkar búsetuhöml-
ur voru á aðild að öðrum trúfélög-
um, s.s. kaþólsku kirkjunni, að-
ventistum, hvítasunnusöfnuðun-
um o.fl. Vegna þessara reglna
hefur fækkað sjálfvirkt í Fríkirkju-
söfnuðinum í Reykjavík um
100-150 manns á ári. Hann er
þó enn stærsti söfnuður landsins
utan „þjóðkirkjunnar", með tæp-
lega 5 þúsund safnaðarfélaga og
ljóst að mun fleiri telja sig frí-
kirkjufólk, enda hefur félögum
fjölgað á ný eftir breytingamar.
Þau ummæli biskups að frí-
kirkjusöfnuðimir hafi nú sömu
stöðu og sértrúarhópar hljóta að
vera mismæli. Varla telst kaþólska
kirkjan til sértrúarhóps; er fjöl-
mennasta kirkja heims. Nú gilda
sömu reglur um aðild að fríkirkju-
söfnuðunum og öðram trúfélög-
um, og vilji einstaklinganna um
safnaðaraðild er virtur, burtséð frá
því hvar þeir búa. Við þessar
breytingar var einnig haft eftir
biskupi: „Fram að þessu voru frí-
kirkjusöfnuðimir háðir sömu
ákvæðum og söfnuðir þjóðkirkj-
unnar um búsetu safnaðarfólks.“
Þetta er ekki rétt. Sérstök ákvæði
giltu um fríkirkjusöfnuðina, sem
urðu fyrir sjálfvirkri fækkun og
vora þannig misrétti beittir. Við
flutning færist félagi í „þjóðkirkju-
söfnuði" hins vegar yfír í annan,
en ekki t.d. í fríkirkjusöfnuð.
En er fríkirkjan
sértrúarsöfnuður?
Almenn merking þess hugtaks
er flokkur manna með sérstök trú-
arbrögð eða sértakt afbrigði trúar-
bragða. Svarið er einfalt: Nei. Frí-
kirkjan byggir á nákvæmlega
sömu trúar- og kennisetningum
og „þjóðkirkjan". Hún byggir á
nákvæmlega sömu kirkjuhefðum
og „þjóðkirkjan". Fríkirkjan er,
eins og. „þjóðkirkjan", evangelísk-
lútersk kirkja.
í 62. gr. stjómarskrár Islands
segir: „Hin evangelíska lúterska
kirkja skai vera þjóðkirkja á ís-
landi og skal ríkisvaldið að því
leyti styðja hana og vernda.“ í
skilningi stjórnarskrárinnar er frí-
kirkjan hluti af þjóðkirkju landsins
og nýtur því stjórnarskrárbund-
innar verndar og stuðnings. Lög
um trúfélög skilgreina fríkirkjuna
hins vegar með öðrum trúfélögum
„utan þjóðkirkjunnar". Það eru því
tvenns konar merkingar á orðinu
„þjóðkirkja" í stjórnskipunarrétti.
Þess vegna nota' ég gæsalappir
um orðið „þjóðkirkja", þegar ég
ræði um hana skv. skilgreiningu
trúfélagalaganna, en þá er frí-
kirkjan jafnan undanskilin. Til að
leiðrétta þennan hugtakarugling
hafa sumir viljað tala um fríkirkju
annars vegar og ríkiskirkju hins
vegar, en það tel ég reyndar ónefni
fyrir „þjóðkirkjuna". En stjórnar-
skrárlega er fríkirkjan hluti af
þjóðkirkju landsins.
Hver er munurinn á
fríkirkjunni og
„þjóðkirkjunni“?
Munurinn felst ekki í trúarleg-
um atriðum. Eini munurinn felst
í mismunandi afstöðu til ein-
staklingsréttar, uppbyggingu
safnaðar og sjálfstæðis hans
gagnvart ríkisvaldinu. Sömu
straumar leika um fríkirkjuna og
„þjóðkirkjuna" í andlegum efnum.
Afstaða Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík til nýrra strauma er
e.t.v. í opnari kantinum eins og
reyndar hjá mörgum innan „þjóð-
kirkjunnar", enda hefur verið frá
upphafí lögð áhersla á fijálslyndi,
víðsýni og umburðarlyndi í trúmál-
um í söfnuðinum. Mun ég nú gera
grein fyrir þessum atriðum sér-
staklega.
En hvað er fríkirkja?
Á íslandi starfa þrír evangel-
ísk-lúterskir fríkirkjusöfnuðir,
Fríkirkusöfnuðurinn í Reykjavík,
Fríkirkjusöfnuðurinn í Hafnarfirði
og Óháði söfnuðurinn. Hin al-
menna merking orðsins fríkirkja,
sem fínna má í uppflettibókum,
er: „Kirkja sem söfnuður kostar
sjálfur“ eða „kirkja, óháð ríkinu".
Hér er farið nær sanni. í sam-
þykktum Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík segir svo: „Söfnuðurinn
er sjálfstæður með fullkomið for-
ræði í eigin málum, andlegum sem
og veraldlegum að því marki sem
landslög leyfa.“ Hér er innsti
kjaminn í grundvelli fríkirkjunnar.
Að öðra leyti byggir hún á fjórum
homsteinum:
1. Fjárhagslegt sjálfstæði
Fríkirkjan nýtur ekki íjárfram-
laga frá ríkinu og hefur ekki gert
frá upphafi svo vitað sé. Allur
kostnaður vegna safnaðarstarfsins
er borinn af safnaðargjöldum, sem
era þau sömu og til „þjóðkirkjunn-
ar“ og era innheimt sérstaklega
samhliða sköttum til ríkissjóðs.
Tekjur safnaðanna fara eftir fjölda
safnaðarfélaga og ríkisvaldið er í
reynd innheimtustofnun fyrir
trúfélög í landinu.
Með safnaðargjöldum og öðru
sjálfsaflafé kostar söfnuðurinn
uppbyggingarstarf og allt safn-
aðarstarf, þ.m.t. laun safnaðar-
prests. Þessu er á annan veg hátt-
að hjá „þjóðkirkjunni", en eins og
Einar Kr. Jónsson
„Munurinn felst ekki í
trúarlegum atriðum.
Eini munurinn felst í
mismunandi afstöðu til
einstaklingsréttar, upp-
byggingu safnaðar og
sjálfstæðis hans gagn-
vart ríkisvaldinu. Sömu
straumar leika um frí-
kirkjuna og „þjóðkirkj-
una“ í andlegum efn-
um. Afstaða Fríkirkju-
safnaðarins í Reykjavík
til nýrra strauma er
e.t.v. í opnari kantinum
eins og reyndar hjá
mörgum innan „þjóð-
kirkjunnar“, enda hef-
ur verið frá upphafi
lögð áhersla á frjáls-
lyndi, víðsýni og um-
burðarlyndi í trúmálum
í söfnuðinum. Mun ég
nú gera grein fyrir
þessum atriðum sér-
staklega.“
kunnugt er era laun til presta
hennar greidd af sköttum almenn-
ings, svo og rekstur biskupsstofu
auk ýmissa sjóðsframlaga. Við
byggingu nýs safnaðarheimilis
Fríkirkjunnar í Reykjavík- naut
söfnuðurinn framlags úr KÍrkju-
byggingasjóði Reykjavíkurborgar
og Bæjarsjóði Seltjarnarness, sem
nam um 5% af byggingarkostn-
aði, en kostaði það að öðra leyti
sjálfur.
Það var ein af meginástæðum
stofnunar Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík fyrir 92 árum, hvað
stjómvöld höfðu svelt kirkjustarfið
fjárhagslega. Framsýnir menn og
konur á þeim tíma sáu hvað nauð-
synlegt var að kirkjan væri fjár-
hagslega sjálfstæð gagnvart ríkis-
valdinu. Sú skoðun fríkirkjufólks
hefur ekki breyst, þó að ríkissjóður
sé e.t.v. betur haldinn nú en um
sl. aldamót. Þannig er heitið sjálft
tilkomið, frí-kirkja, sem margir
kölluðu við stofnun hennar hina
frjálsu kirkju. Afstaða kirkjumála-
ráðherra nýverið, að þjóðkirkjunni
Fríkirkjan í Reykjavík,
beri að fá aftur í hendur þær
kirkjujarðir, sem teknar voru eign-
arnámi fyrr á öldum, er jákvæð
og vonandi skref í átt til þess að
kirkjan verði alfarið fjárhagslega
sjálfstæð. Ríkisvaldið getur upp-
fyllt stjórnarskrárlegar skuldbind-
ingar sínar um vernd og stuðning
við þjóðkirkjuna á annan og al-
mennari hátt en með beinum fjár-
framlögum af sköttum alls al-
mennings til árlegrar starfsemi
hennar. Slíkt er bæði réttlætismál
þeirra sem teljast til annarra trú-
félaga, og hlýtur að verða til að
styrkja almenna starfsemi og
sjálfstæði kirkjunnar þegar til
lengri tíma erlitið.
2. Þjónusta innifalin í
safnaðargjöldum
Með greiðslu safnaðargjalda lít-
ur Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykja-
vík svo á, að safnaðarfélagi hafi
þegar greitt fyrir alla þá þjónustu,
sem fastráðnir starfsmenn safnað-
arins veita safnaðarfélögum. Þess
vegna er ekki innheimt sérstök
þóknun fyrir skím, fermingu,
hjónavígslu eða útför vegna þjón-
ustu safnaðarprests, organista og
kirkjuvarðar, eigi safnaðarfélagi
hlut að máli. Safnaðarfélagi á að
geta gengið að viðtekinni þjónustu
vísri án aukaútgjalda, enda greiðir
hann árlega tæplega 4.000 kr. til
safnaðar síns, hvort heldur hann
er í fríkirkjunni eða öðru trú-
félagi. Fríkirkjusöfnuðurinn í
Reykjavík er eini söfnuðurinn inn-
an þjóðkirkjunnar hingað til sem
hefur tekið upp þessa nýbreytni.
3. Rík áhrif leikmanna á störf
og stefnu safnaðarins
Fríkirkjan er fyrst og fremst
leikmannahreyfing með sjálfsfor-
ræði í eigin málum. Með endur-
skoðun á lögum Fríkirkjusafnað-
arins í Reykjavík fyrir 2 árum var
safnaðarfélögum tryggður ríkur
réttur til áhrifa og er það í sam-
ræmi við upphaflegar hugmyndir
stofnenda fríkirkjunnar, sem voru
óánægðir með val yfirvalda á
sóknarpresti. Þannig hefur söfn-
uðurinn sjálfur ávallt síðasta orðið
við val á safnaðarpresti í prest-
kosningu ef um tvo eða fleiri
umsækjendur er að ræða. Innan
„þjóðkirkjunnar“ geta sókn-
arnefndarmenn og varamenn
þeirra valið prest án afskipta safn-
aðarfélaga. í Fríkirkjusöfnuðinum
í Reykjavík þarf einungis ósk tí-
unda hluta atkvæðisbærra safnað-
arfélaga til að fram fari safnaðar-
fundur eða almenn atkvæða-
greiðsla innan safnaðarins á með-
an fjórðung þarf hjá „þjóðkirkj-
unni“.
4. Sameining fjölskyldunnar í
einn söfnuð og kirkju hans
Fríkirkjusöfnuðirnir skiptast því
ekki í sóknir eftir hverfum eða
bæjarfélögum. Þeir era andsnúnir
hvers kyns hömlum á trúfrelsi
manna og trúfélagafrelsi almennt.
Þeir vilja skapa fjölskyidunni tæki-
færi til að sameinast í einni kirkju
og söfnuði burtséð frá búsetu ein-
stakra fjölskyldumeðlima. Þess
vegna sneru þeir bökum saman
um að fá búsetuhömlunum aflétt,
þó svo að einhveijir safnaðar-
félaga þeirra kynnu að vilja fær-
ast úr einum fríkirkjusöfnuði í
annan við þá breytingu. Hins veg-
ar eru búsetuhömlur á aðild að
„þjóðkirkjusöfnuðum", sem eru
hverfa- eða svæðabundnir, og set-
ur einstaklingum þröngar skorður
um val á aðild að söfnuði.
Eins og sést af þessum atriðum,
byggja hugmyndir fríkirkjufólks
fyrst og fremst á ólíkri afstöðu til
safnaðaruppbyggingar, valfrelsis
og sjálfstæðis kirkjunnar gagnvart
stjórnvöldum, en_ekki á mismun-
andi afstöðu til kennisetninga
samanborið við „þjóðkirkjuna".
Frjálslyndi, víðsýni og
umburðarlyndi
Annar grundvallarþáttur í starfi
og stefnu Fríkirkjusafnaðarins í
Reykjavík er áhersla á frjálslyndi,
víðsýni og umburðarlyndi í trúmál-
um og hefur svo verið frá upp-
hafl, enda voru hugmyndir stofn-
enda safnaðarins þær að hann
væri „samtök frjálslyndra trúaðra
manna“. í samþykktum hans segir
m.a.: „Stefna safnaðarins erfijáls-
lyndi, víðsýni og umburðarlyndi í
trúmálum, á grundvelli hins
kirkjulega starfs hans.“ Og enn-
fremur: „Söfnuðurinn hafnar
þröngsýni í trúmálum og vill opna
dyr sínar fyrir öllu því, sem verða
má til eflingar fögiv, heilbrigðu
ogöflugu kristilegu trúarlífi í land-
inu.“
Með þessu skipar söfnuðurinn
sér e.t.v. á bekk með hinum frjáls-