Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. MAI 1992
Avarp í tilefni alþjóðlega dansdagsins
Dansarar úr Listdansskóla Þjóðleikhússins.
eftir Nönnu
Ólafsdóttur
í tilefni alþjóðlega dansdagsins
2. mal fögnum við þeim tímamót-
um sem íslenskur listdans stendur
á. Eftir 19 ára starf íslenska dans-
fiokksins og 40 ára starfsemi List-
dansskóla Þjóðleikhússins er regl-
ugerð um starfsemi þessara stofn-
ana orðin að veruleika. Með þess-
ari reglugerð er lýst yfir sjálf-
stæði Listdansskólans og íslenska
dansflokksins.
í 40 ár starfaði Listdansskóli
Þjóðleikhússins, án þess að hafa
fastráðið starfsfólk fyrir utan
skólastjóra, og sennilega eina
menningarstofnun landsins, sem
lifað hefur á sjálfsaflafé. Nýja
reglugerðin er bylting í starfsemi
skólans, þar sem nú er hægt að
fastráða starfsfólk og leggja
grunn að markvissu starfi hans í
framtíðinni.
Með þessari reglugerð gera
stjórnvöld sér vonandi grein fyrir
ábyrgð sinni í málefnum listdans-
ins og að orsakir þeirrar óánægju
og umbrota sem verið hafa eru
fyrst og fremst aðstöðuleysi.
Á þessum tímamótum er við
hæfí að líta til upphafsins. Árið
1921 fór Ásta Norðmann, þá ung
stúlka, til náms í listdansi í Þýska-
landi. Full af. eldmóði kom hún
aftur heim og kenndi öðrum það
sem hún hafði lært. Kynslóð ném-
enda hennar fóru utan að dæmi
hennar og öfluðu sér þekkingar
meðal annars í Danmörku, Banda-
ríkjunum og víðar. Árið 1947
stofnuðu fimm konur Félag ís-
lenskra listdansara, þær Ásta
Norðmann, Rigmor Hanson, Ellý
Þorláksson, Sigríður Ármann og
Sif Þórz, til að vinna í sameiningu
að framgangi listdansins á Is-
landi. Þeim tókst ári síðar að koma
félaginu inn í Bandalag íslenskra
listamanna, sem var ótvíræð við-
urkenning á danslistinni sem
slíkri.
Félag íslenskra listdansara
starfrækti listdansskóla og stóð
fyrir listdanssýningu í Austurbæj-
arbíói árið 1949, þar sem Les
Sylphides var sýnt í fýrsta skipti
hér á landi.
Þessir frumkvöðlar unnu ötul-
lega að framgangi listdansins á
öllum sviðum. Fyrsti íslenski bal-
lettinn var frumsýndur árið 1950,
en það var Eldurinn eftir Sigríði
Ármann við tónlist Jórunnar Við-
ar.
Árið 1952 var Listdansskóli
Þjóðleikhússins stofnaður og var
fenginn hingað danskur ballett-
meistari, Erik Bidsted, ásamt Lisu
Kjæregaard konu hans, til að sjá
um skólann. Starf Bidsteds verður
seint fullþakkað, en því miður
rofnuðu tengslin við frumkvöðl-
ana, þannig að sú reynsla og
þekking, sem þeir bjuggu yfír
fékk ekki að þróast áfram og þar
misstum við af fyrsta möguleikan-
um á að þróa íslenska danssköp-
un. Og þegar hjónin fara héðan
af landi mörgum árum síðar,
stendur hér eftir efnilegur hópur
nemenda eins og höfuðlaus her.
Eftir þetta koma og fara erlendir
ballettmeistarar en kjölfestuna
vantaði.
Árið 1968, á hátíð Bandalags
íslenskra listamanna, verður aftur •
til íslenskt ballettverk, en það eru
Frostrósir eftir Ingibjörgu Björns-
dóttur við tónlist Magnúsar Blön-
dals Jóhannssonar. Upp úr þessu
glæðist íslensk danssköpun, enda
konurnar í Félagi íslenskra list-
dansara farnar að ráða gangi
mála. Árið 1973 var svo loksins
íslenski dansflokkurinn stofnaður
og þar kom til ötul barátta Félags
íslenskra listdansara, stuðningur
Bandalags íslenskra listamanna
og einlægur velvilji Sveins Einars-
sonar Þjóðleikhússtjóra.
Enskur ballettmeistari, Alan
Carter, var ráðinn til að veita
þessum unga flokKi forystu. Efld-
ist og dafnaði flokkurinn í þau tvö
ár sem hann starfaði hér, en eng-
in íslensk listdanssköpun'átti sér
stað og eftir að hann fór var hér
enn einu sinni forystulaus hópur
dansara.
Erlendir ballettmeistarar komu
og fóru næstu ár á eftir. íslensk-
an listdans vantaði enn kjölfest-
una. 1980 tók íslensk forysta við
flokknum og listdanssköpun skaut
rótum enn á ný. Verk eftir Ingi-
björgu Björnsdóttur, Nönnu 01-
afsdóttur og Hlíf Svavarsdóttur
litu dagsins Ijós.
En þrátt fyrir glæsilega sigra
íslenska dansflokksins, sýninga-
ferðir til Norðurlanda og boð á
virtar listahátíðir erlendis, var
dansflokkurinn samt aðþrengdur.
Það skjól sem veggir Þjóðleik-
hússins veittu dansflokknum og
var honum lífsnauðsynlegt upp-
vaxtarárin, heftu þróun hans og
starfsemi smátt og smátt. List-
dansinn þarf meira en eina til
tvær uppfærslur á ári til þess að
ala upp áhorfendur, auka skilning
á Iistgreininni og koma listamönn-
um sínum til þroska. Listdansinn
þarf þá kjölfestu, sem felst í því
að íslenskir listamenn skapi og
stjórni þeirri þróun sem framund-
an er, til þess að hér verði öflug-
ur listdans sprottinn úr rótum ís-
lenskrar menningar.
Höfundur er formaður Félags
íslenskra listdansara.
41
Veigar Margeirsson
Tónlistarskólinn ^
í Keflavík:
Burtfarar-
prófstónleik-
ar á sunnudag
SUNNUDAGINN 3. maí heldur
Veigar Margeirsson, trompet-
nemandi í Tónlistarskólanum í
Keflavík, einleikstónleika í Ytri-
Njar ð víkurkirkj u.
í fyrri hluta efnisskrárinnar leik-
ur Guðmundur Magnússon með
honum á píanó en í þeim síðari
koma til liðs við Veigar nokkrir
hljóðfæraleikarar úr kennaraliði
skólans og leika með honum í léttri
jasssveiflu.
Veigar lék einleik með Sinfóníu-
hljómsveit íslands föstudaginn 24.
apríl sl. í Keflavík og eru þessir
tónleikar síðari hluti burtfararprófs
hans frá skólanum. Kennari Veig-
ars er Ásgeir Steingrímsson, tromp-
etleikari.
Tónleikarnir hefjast kl. 16.00 og
eru öllum opnir og aðgangur ókeyp-
is.
Gagnaeyðing flyt-
ur í nýtt húsnæði
GAGNAEYÐING HF. fluttist 11. apríl sl. í nýtt húsnæði við Skútu-
vog 13. Opnunin var haldin hátíðleg og ræsti háttvirtur umhverfisráð-
herra Eiður Guðnason hinn nýja og umhverfisvæna vélabúnað fyrir-
tækisins. Gagnaeyðing sérhæfir sig í öruggri eyðingu hvers kyns
gagna og trúnaðarskjala. Öryggiskerfi hússins uppfyllir ströngustu
öryggiskröfur og er beintengt lögreglu.
Fyrirtækið Gagnaeyðing er hið
eina sinnar tegundar á Norðurlönd-
um og skapar því íslendingum ör-
litla sérstöðu í þeimvmálum sem nú
er hvað mikilvægust en það eru
umhverfismálin. Um 80% af þeim
pappír sem kemur til eyðingar hjá
Gagnaeyðingu fer erlendis til end-
urvinnslu. Endursköpun verðmæta
er mjög mikilvægur þáttur í nútíma-
þjóðfélagi og er Gagnaeyðing stolt
af hlutverki sínu í þeim efnum.
(Fréttatilkynning)
////
// // / P E R L A N FJÖLSKYLDUHÁTIÐ “ í hádeginu á sunnudag býður Perlan ódýran fjölskyldumatseðil / á snúningshæðinni frá kl 12 - 15. Eftir matinn geta gestir fylgst með Perluvinum fjölskyldunnar en það er útvarpsþáttur sem Bylgjan sendir út beint frá Vetrargarði Pcrlunnar. Vert er að f minna fólk á að panta borð í tíma. j Perlan á Öskjuhlíð, sími 620200
///
7i
n II 7 / u U U LL—
Sumarhúsgögnin komin
X
Verö á stólum frá kr. 1.200,-
Sænsk furuhúsgögn. Verð frá kr. 28.000,- settið.
Ódýrir plaststólar frá kr. 900,-
Opíb Eaugardag frá kl. 10-16
og sunnudag frá kl. 12-16
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
EY|ASLÓÐ 7 • SÍMI 62 I 7 80