Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 01.05.1992, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 1. MAI 1992 / / -T _ -V íslensk sveitarfélög — hverjir einkavæða? eftir GrétarÞór Eyþórsson Einkavæðing er nokkuð sem verið hefur framarlega í umræðu undanfarið, bæði í ræðu og riti. Ráðherrar hafa látið á sér skilja að vænta megi einkavæðingar á starfsemi ríkisins í meiri mæli en áður hefur þekkst, bæði í formi sölu ríkisfyrirtækja og að boðnir verði út vissir þættir opinberrar þjónustu. Þá munu margir hafa tekið eftir því í fjölmiðlum að for- sætisráðherra notaði tækifærið þegar hann var í London og kynnti sér reynslu Breta af einkavæðingu. Því má gera ráð fyrir að einkavæð- ingarskeið fari nú í hönd. Þetta undirstrikast kannske enn fremur af því að undanfarið hafa einkavæðingaráform verið ofar- lega í huga forráðamanna stærsta sveitarfélags landsins, Reykjavík- ur. Þessi aukna áhersla á einkavæð- ingu í opinberum rekstri í þjóðfé- laginu er að hluta tilefni þessarar greinar, sem ætlað er að gefa upp- lýsingar um rannsókn sem greinar- höfundur hefur unnið að undanfar- in misseri. Rannsóknin sem var til prófs við háskólann í Gautaborg fólst í að kortleggja til hvaða að- gerða í fjármálum sveitarfélög á Islandi hafí gripið á kjörtímabilinu 1986-1990 og hygðust grípa til í nánustu framtíð. Rúmlega 20 síðna spurningalisti var sendur 57 þétt- býlissveitarfélögum af stærðinni 400 íbúar eða fleiri. Alls svöruðu 44 sveitarfélög listanum, eða tæp- lega 80 prósent, sem þykir gott á íslenskan mælikvarða. Eitt af því sem spurt var um var hvort við komandi sveitarfélag hefði einkavætt eitthvað af starf- seminni og einnig hvort það hygð- ist gera það. Þá var og spurt hvort einhver verkefna sveitarfélagsins hefðu verið boðin út og hvort til stæði að gera það. Hverjir einkavæða og hveijir ekki er því sú spurning sem tekin er til umíjöllunar hér. Gerður verð- ur greinarmunur á tveim formum einkavæðingar; annars vegar „hrein“ einkavæðing þar sem opin- ber rekstur er settur í hendur einkaaðila og hins vegar þar sem einstök verkefni sveitarfélaga eru boðin út til einkaaðila. Einkavæðing Þau eru ekki mörg sveitarfélög- in sem hafa notað þetta stjórntæki á árunum 1986-1990. Af 42 sem svöruðu þessari spumingu kváðust aðeins 10, eða 24 prósent, hafa einkavætt einhvern hluta starfsemi sinnar. Hvert skyldi svo mynstrið vera í því hveijir hafa gripið til þessarar aðgerðar og hveijir ekki? Það er þekkt að þetta er eitt af því sem stjómmálamenn á hægri vængnum hafa talað fyrir í mun meiri mæli en þeir sem eru á vinstri vængn- um. Því mætti ætla að þetta kæmi fram í því að sveitarfélög með hægri meirihluta hafi staðið og muni standa fyrir þessu í ríkari mæli en sveitarfélög með aðrar tegundir meirihluta. Tafla 1 sýnir svo ekki verður um villst að hægrimenn hafa kom- ið þessu stefnumáli sínu í fram- kvæmd í ríkari mæli en aðrir og þannig leitast við að draga úr umsvifum opinberrar þjónustu og reksturs á vegum sveitarfélag- anna. Þannig hefur um helmingur „hægrisveitarfélaga" einkavætt meðan einungis eitt, eða tíundi hluti „vinstrisveitarfélaga" hefur gripið til þessarar aðgerðar. Þá hafa þau sveitarfélög sem hvorki geta flokkast undir hægri né vinstri einkavætt í merkjanlega minni mæli en hægrisveitarfélögin. Þó svo að að baki hverri prósent- utölu standi ekki mörg sveitar- félög, verður að hafa í huga að byggt er á svörum frá obba þétt- býlissveitarfélaga í landinu og töl- urnar því nálægt því að vera raun- tölur. í sömu spumingu var einnig spurt hvort áformað væri að einka- væða einhvern hluta starfseminn- ar. Þar kemur í ljós sama tilhneig- ing og þegar spurt var hvort einka- væðing hafi átt sér stað, nema hvað hún sýnir enn skarpari línur milli hægri og vinstri. Ef bornir eru saman heildarfjöldi þeirra sem einkavæddu og þeirra sem ætla að einkavæða, eru þeir sem hafa slík áform uppi nokkru fleiri, eða 36 prósent á móti 24 prósentum áður. Sjá töflu 2. Þau sveitarfélög sem létu uppi áform sín í könnuninni eru nokkru færri en þau sem svöruðu því hvað gert hafi verið, eða 36 á móti 42. Þann mun á marktækni gagnanna verður að hafa í huga. Eins og áður sagði styrkist hér nokkuð sú tilhneiging sem uppi var í töflu 1. Ekkert svokallaðra vinstr- isveitarfélaga hyggur á einkavæð- ingu, á meðan hartnær % hlutar þeirra sem teljast til hægri hyggja á slíkt. Munur á hægri og vinstri verður því að teljast vel merkjanlegur í þessu tilliti. Útboð Tilraunir til lækkunar kostnaðar við opinbera þjónustu með því að leita tilboða hjá einkaaðilum er annað form einkavæðingar. í slík- um tilvikum afsalar hinn opinberi aðili sér þó ekki því að hafa yfir viðkomandi verkefni að segja, hann aðeins leitar leiða til lækkun- ar kostnaðarins. í Ijósi þessa er ekki fráleitt að ætla að vinstrimenn séu tilbúnari til slíks en að færa verkefnið alfar- ið úr höndum hins opinbera aðila. Svo reynist líka vera, þegar útboð eru greind eftir tegundum meiri- hlutanna. Miklum mun fleiri sveit- arfélög hafa boðið út verkefni, en þau sem hafa einkavætt; alls höfðu 33, eða 79 prósent, þeirra boðið út verkefni. Þetta sést í töflu 3. Um leið og fleiri sveitarfélög hafa gripið til útboða en hreinnar einkavæðingar hverfur sá munur sem fannst á meirihlutategundun- um. Hvorki meira né minna en öll vinstrisveitarfélögin hafa beitt út- boðum og hartnær öll hægrisveit- arfélögin, þótt hlutfallslega nokkru færri af „miðjusveitarfélögunum“ hafi notað þessa aðgerð. Ljóst er því að þetta stjómtæki er mun almennara og sama virðist vera hvar í flokki menn standa þegar skoðað er hvort beitt hefur verið útboðum eða ekki. Hvað varðar það sem sveitarfé- lögin áforma að gera verður hins vegar vart breytinga á þessu mynstri um leið og enn fleiri en áður hyggjast beita útboðum, eða 86 prósent. Hér skerpast línur milli vinstri og hægri um leið og helsti munurinn verður á milli hægri- og miðjumeirihluta annars vegar og vinstri meirihluta hins vegar, eins og sjá má á töflu 4. Séu bornar saman gerðir og ætlanir þessara tegunda meirihluta ber hæst hlutfallslega fækkun vinstrimeirihluta og fjölgun miðju- meirihluta sem ætla að beita út- boðum. Ekki er gott að gera sér grein fyrir ástæðum þessa, en línur í áherslunum eru að skerpast, ef marka má þessi gögn. Stærð sveitarfélaganna Við lestur þess sem á undan hefur farið kunna að vakna ein- hveijar spumingar. Þeir sem þekkja til málefna sveitarfélag- anna kunna að spyija sem svo að munur á áherslunum kunni að stafa af mismunandi stærð þeirra. Vera kunni að stór sveitarfélög beiti aðgerðum af þessu tagi í stærri stíl, ekki síst hreinni einka- væðingu, m.a. vegna einhveiju stærri og fjölbreyttari rekstrar en hjá þeim fámennari. Auk þessa séu mörg stærri sveitarfélaganna, sér- staklega á höfuðborgarsvæðinu, með hægrimeirihluta (Seltjamar- nes, Mosfellsbær, Garðabær og Reykjavík svo einhver dæmi séu tekin). Það er því ekki úr vegi að skoða hvað greining eftir stærð leiðir í ljós. (Sjá töflu 5.) Minnstu þéttbýlissveitarfélögin skera sig nokkuð úr með það að hafa einkavætt í hlutfallslega minni mæli en þau stærri. Merkj- Grétar Þór Eyþórsson „Þessi hluti athugunar minnar á fjármálaað- gerðum sveitarfélaga hefur því leitt í ljós að einkavæðingar er frem- ur að vænta frá hægri og hún hefur frekar komið þaðan“. Tafla 1. Sveitarfélög sem einkavæddu einhverja starfsemi 1986- 1990, greind eftir tegundum meirihluta. Vinstri Miðja Hægri Alls Einkavæddu 1(9%) 3(17%) 6(46%) 10(24%) Einkavæddu ekki 10(91%) 15(83%) 7(54%) 32(76%) AÍÍs 11(26%) 18(43%) 13 (31%) 42 (100%) Athugasemd: Vinstrimeirihluti er meirihluti sem hefur Alþýðubandalag innanborðs eitt sér eða í samvinnu með öðrum en Sjálfstæðisflokki. Hægrimeirihluti er meiri- hluti með Sjálfstæðisflokk innanborðs, einan sér eða í samvinnu með öðrum en Alþýðubandalagi. Miðja er aðrar tegundir meirihluta eða þar sem enginn sérstakur meirihluti hefur verið myndaður. Tafla 2. Sveitarfélög sem ætla að einkavæða einhveija starfsemi, greind eftir tegundum meirihluta. Vinstri Miðja Hægri Alls Ætla að einkavæða 0 (0%) 5 (29%) 8 (62%) 13 (36%) Ætla ekki að einkavæða 6 (100%) 12 (71%) 5 (38%) 23 (64%) Alls 6(17%) 17(47%) 13(36%) 36(100%) Tafla 3. Sveitarfélög sem buðu út einhver verkefni 1986-1990, greind eftir tegundum meirihluta. Vinstri Miðja Hægri Alls Buðu út 11(100%) 10(56%) 12(92%) 33(79%) Buðu ekki út Ö (0%) 8 (44%) 1 (8%) 9 (21%) Alls 11(26%) 18(43%) 13(31%) 42(100%) Tafla 4. Sveitarfélög sem ætla að bjóða út einhver verkefni greind eftir tegund meirihluta. Vinstri Miðja Hægri Alls Ætla að bjóða út 3(50%) 15(94%) 14(93%) 32(86%) Ætla ekki að bjóða út 3 (50%) 1 (6%) 1 (7%) 5 (14%) Alls 6(16%) 16(43%) 15(41%) 37(100%) Tafla 5. Sveitarfélög sem einkavæddu 1986-1990, greind eftir íbúa- fjölda. íbúafjöldi ■ Einkavæddu Einkavæddu ekki Alls 400-1.000 2(11%) 16 (89%) 18(43%) 1.001-2.000 4 (33%) 8 (67%) 12 (29%) 2.001-5.000 2 (29%) 5 (71%) 7 (17%) Stærri en 5.000 2 (40%) 3 (60%) 5 (12%) Alls 10 (24%) 32 (76%) 42 (100%) Tafla 6. Sveitarfélög sem buðu út verkefni 1986-1990, greind eftir íbúafjölda. íbúatjöldi Buðu út Buðu ekki út Alls 400-1.000 11 (61%) 7 (39%) 18 (43%) 1.001-2.000 11 (92%) 1 (8%) 12 (29%) 2.001-5.000 6 (86%) 1 (14%) 7 (17%) Stærri en 5.000 5(100%) 0 (0%) 0 (0%) AIls 33 (79%) 9(21%) 42(100%) Brids Umsjón Arnór Ragnarsson Vetrar-Mitchell Bridssambandsins Fjörutíu pör spiluðu sl. föstudag. Helst tíðinda er rosaskor sem fékkst í N-S riðlinum. María Ásmundsdóttir og Steindór Ingimundarson fengu 597 stig en meðalskor var 420. Hæsta skor í N/S: Maria Ásmundsd. - Steindór Ingimundars. 597 ÞorleifurÞórarinsson - Þórarinn Ámason 510 Magnús Sverrisson - Guðlaugur Sveinsson 492 JónBjömsson-BjörnÞorláksson 488 RagnarBjömsson-BjömAmarson 460 Hæsta skor í A/V: Elín Jónsdóttir—Lilja Guðnadóttir 508 Jörundur Þórðarson - Hjálmar S. Pálsson 466 Jóhannes Ágústsson - Friðrik Friðriksson 461 Kristín Mapúsdóttir - Símon Símonarson 458 Ragnheiður Tómasdóttir—Dúa Ólafsdóttir 454 Ekki verður spilað, í kvöld vegna undankeppni íslandsmótsins í tví- menningi sem nú stendur yfír. Bridsdeild Barðstrendinga Síðastliðið mánudagskvöld lauk barómetertvímenningi deildarinnar. 34 pör tóku þátt í keppninni. Röð efstu para varð eftirfarandi: ÞórarinnÁmason-GísliVígiundsson 283 Ámi Eyvindsson - Kristján Jóhannesson 265 Friðjón Margeirsson - Ingimundur Guðm. 210 Björn Ámason—Eggert Einarsson 170 Halldór Már Sverrisson - Jón Ingþórsson 148 Leifur Kr. Jóhannesson - Haralduri Sverrisson 148 Kristinn Óskarsson - Einar Bjamason 131 Mánudaginn 4. maí verður eins kvölds vortvímenningur. Það verður síðasta spilakvöld vetrarins. Spila- mennska byijar kl. 19.30 og eru spilarar minntir á að mæta ekki síðar en 19.25 þar sem skráð verð- ur á staðnum. anlegan innbyrðis mun er þó varla að sjá á sveitarfélögum með yfir 100 íbúa. Einkavæðing hefur því verið í meiri mæli í sveitarfélögum með fleiri en 1.000 íbúa borið sam- an við þau minni, þ.e. hvað stærð varðar skera meðalstór og stærri þéttbýlissveitarfélög sig úr frá hin- um minni. Áðan var spurt hvort verið gæti að einkavæðing væri meiri í sveit- arfélögunum með hægrimeirihluta, vegna þess að mörg þeirra væru meðal hinna stærri. Greiningin á því sýndi að skýringin á að hægri- meirihlutar einkavæða frekar en aðrir meirihlutar er ekki eingöngu sú að hlutfallslega fleiri af stærri sveitarfélögunum eru hægri sveit- arfélög. í tveimur lægstu stærðar- flokkunum (400 - 1000 og 1001 - 2000 ) hafa hægrimeirihlutar hærra hlutfall þeirra sem einka- væddu en hinir og sömuleiðis í flokki stærstu sveitarfélaganna ( stærri en 5000 ). Hér er því ekki um að ræða að hlutfallslega fleiri hægrisveitarfélög hafi einkavætt vegna þess að hægrimeirihluta sé fremur að finna í stærri sveitarfé- lögum. Svipuð tilhneiging hvað varðar stærðina eina finnst ef sveitarfélög sem hafa beitt útboðum eru greind eftir íbúafjölda. ( Sjá töflu 6.) Enn á ný kemur fram að sveitarfélögin sem tilheyra þeim flokki sem fæsta hefur íbúana, skera sig úr frá hin- um. Þau smærri hafa beitt útboð- unum í minni mæli. Þetta kann að eiga sér sömu skýringu og einkavæðingin, þ.e. að í smærri sveitarfélögum sé umfang rekstrar minna og því hugsanlega um fleiri kosti að velja fyrir þau stærri. Engu að síður stendur eftir að hægrimeirihlutar í íslenskum þétt- býlissveitarfélögum hafa og hyggj- ast einkavæða fremur en öðruvísi samsettir meirihlutar og þá skiptir litlu hvort um stærri eða minni sveitarfélög er að ræða. Sama er hins vegar ekki uppi á teningnum þegar skoðað er hveijir hafa beitt útboðum. Það stjómtæki virðist líka orðið mjög almennt meðal sveitarfélaganna. Þessi hluti athugunar minnar á fjármálaaðgerðum sveitarfélaga hefur þvi leitt í ljós að einkavæð- ingar er fremur að vænta frá hægri og hún hefur frekar komið þaðan. Það hefur stundum verið sagt að hægri og vinstri séu úrelt hugtök í stjórnmálum og að þetta væri sami grauturinn í sömu. skálinni, ekki síst þegar litið væri til sveitar- stjómarstigsins. Fyrri rannsóknir greinarhöfundar hafa raunar leitt í ljós að munur á hægri og vinstri var lítill þegar skoðuð voru útgjöld sveitarfélaganna til nokkurra mál- aflokka frá árinu 1985. Þessi at- hugun leiðir á hinn bóginn í Ijós að líklegt er að kjósendur í sveitar- stjórnakosningum fái a.m.k. eitt- hvað fyrir atkvæði sitt ef þeir velja milli hægri og vinstri við kjörborð- ið. Höfundur er að Ijúkn Phil.lic.-prófi í stjórnmálafræði og stjómsýslu sveitarfélaga frá Gautaborgarháskóla. Bridsfélag Suðurnesja Nú fer að líða að lokum vetrarvert- íðar hjá félaginu. Nk. mánudag hefst tveggja eða þriggja kvölda vortví- menningur. Spilað er í Hótel Kristínu og eru spilarar beðnir að mæta tíman- lega (á undan formanninum). Spila- mennskan hefst kl. 19.30. Bridsfélag Eskifjarðar og Reyðarfjarðar Þriðjudaginn 28. apríl hófst tveggja kvölda barometer hjá félaginu. Staða efstu para eftir fýrri umferð er eftir- farandi: Ásgeir Metúsalemsson - Friðjón Vigfússon 46 MagnúsBjarnason-KristmannJónsson 28 Jón Ingi Ingvarsson - Búi Birgisson 26 HaukurBjömsson-ÞorbergurHauksson 11 Aðalsteinn Jónsson—Gfsli Stefánsson 10 Sigurður Freysson — ísak ólafsson 10
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.